Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 1
Við getum ekki haft þotur til einkaafnota Segir Birgir Þórhallssori BIRGIR Þórhallsson er meöal þeirra, sern best þekkja íslenzk feröamál. Hann starfaöi um 12 ára skeiö hjá Flugfélagi íslands, Jyrri sex árin sem forstööumaöur skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn — en hin síöari sex sem forstööumaöur millilandaflugs félagsins. Þegar Birgir hóf starfiö í Kauprriannáhöfn var hann eini starfsmaöur félagsins þar % borg___og þá fór félagiö eina vikulega ferö milli Reykjavíkur og Hafnar. Nú er öldin önnur og Birgir Þórhallsson hefur átt drjúgan þátt í uppbyggingunni. VIÐ hittum Birgi á vistlegu heimili hans og konu hans, Önnu Snorradóttur, í von um að hann yrði opinskár um skoðanir sín- ar á íslenzkum flug- og ferðamálum þar eð hann er nú skyndilega orð- inn áhorfandi eftir margra ára for- ystustarf á þeim sviðum. Lesbók: Margir eru búnir að fá leiða á öllu. sem heitir ferðamál oig landikynning -— telja þetta þýðingarlítil mál og uitíú ræður um þau oftast innantóm orð. Birgir: Ég hef stundum orðið var við þetta. Það eru ekiki allir, sem gera sér grein fyrir þýðingu túrismans, ferða- málanna, fyrir íslenzkt þjóðfélag. Ferða- málin eru svo nátengd alhliða þróun hér á landi, að þau eru að verða eitt af stóru atriðunum. L: Hvernig ber að líta þannig á heimsóknir erlendra ferðamanna? B: Við skulum byrja á byrjuninni. Það er mín skoðun, að fslendingar blátt áfram forpokuðust, ef þeir hefðu ekki igóðar flugsamgöngur við umheiminn. Góðar fiugsamgöngur við nágrannalönd- in beggja vegna Atlantshafs leggja grundvöllinn að margs konar framför- um og þróun hér á landi bæði í tækni- legu og menningarlegu tilliti. Við get- um fengið hingað sérfræðinga á ölium sviðum, við getum fengið hingað heims- ins fremsta listafólk, íþróttafólk, vis- indamenn — og þannig mætti lengi telja. Þetta fólk hefur í svo mörg horn Bta, að hingað kæmi það ekki á miðjum sjöunda tug tuttuigustu aldar nema vegna þess, að það getur komið í dag og farið á morgun til þess að sinna öðrum verkefnum í fjarlægum löndum annað kvöld eða næsta dag. Við köllum þetta að vera í nánu sambandi við um- heiminn, við alþjóðlega strauma. Og all- ir sjá, að það er okkur lífsnauðsyn, ef við ætlum að fylgjast með að einhverju ráði. L: Þetta fólk, sem hér um ræðir, flokkast ekki undir al-menna ferðamenn, þótt það þarfnist sömu aðstöðu og að- búnaðar og annað ferðafólk. Þyrftum við því að reka mikia landkynn- ingarstarfsemi til að fá sérfræðinga og listamenn hingað? B: Já, landkynningarstarfsemi er nauð Bynleg, jafnvel til þess að fá hingað cérfræðinga og listamenn. En til þess »ð fá hingað sérfræðiniga; listamenn og ennað verðmætt fólik þurfum við að geta haldið uppi góðum flugsamgöngum — og til þess að halda góðum flugsam- göngum þurfum við erlenda ferðamenn til þess að hjálpa okkur að kosta þess- ■«r samgöngur. Það er kjarni málsins. Þetta atriði vill stundum gleymast, þeg- ar rætt er um landkynningu og ferða- mál — og á undanförnum árum virðast islenzk stjórnarvöld ekki hafa áttað sig á þessu samhengi. Nýju ferðamálalögin eru þó stórt spor í rétta átt, stærsta sporið, sem stigið hefur'verið af stjórn- arvöldunum á þessu sviði. L: Þér eigið við, að ferðamennirnir eigi ekki að vera flugsamgangnanna vegna, heldur byggist samgöngur okkar við um heiminn á að við getum fengið erlenda ferðamenn til þess að taka þátt i kostnaðinum? B: Já, þetta er mergurinn málsins. íslerizka þjóðin er svo óskaplega lítil, ef ég má taka svo til orða, að það er óhugsandi — það er algerlega óhugsandi fyrir okkur að hafa nýjustu og dýrustu flugvélar til einkaafnota. Við getum ekki nýtt þær vélar sjálfir jafnmikið og nauðsyn er, til þess að hægt sé að reka þessi dýru tæki. En þá spyr sennilega einhver, hvort við getum ekki haldið áfram að nota flugvélar eldri gerðar en erlend flugfélög nota. Ég vil svara því til, að það getum við ekki endalaust. Ef við fylgjum ekki þróuninni koma er- lend flugfélög með sinar nýjustu vélar og taka af okkur erlendu farþegana, sem borga bróðurpartinn af kostnaðinum við að halda uppi dagleigum flugsam- göngum við umheiminn. L: Eigið þér við/ að hætta sé á að íslenzku flugféiögin fái samkeppni á flugleiðum til ísiands meira er orðið er? B: Þag er meira en hætta á því. Ég held, að þess verði ekki langt að bíða, að Flugfélag íslands og Loftleiðir verði að keppa við Caravelle eða einhverjar sambærilegar þot.ur á fluigleiðum til Evrópu. Það er ekki hægt að gera allt of mikið úr samkeppni við’ Pan Ameri- can meðan það félag er aðeins með eina ferð i viku * L: Hvað eigið þér við, þegar þér segið „ekki langt að bíða“? B: Ég gæti lika sagt: Ekki mörg áx. L: Haldið þér, að einhver erlend flúg- félög séu þegar farin að hugleiða undir- búning að flugi til íslands? B: Möguleikinn fyrir útlendinga að hefja flugferðir hingað er alltaf fyrir hendi, þ. e. a. s. hjá félögum í þeim lönd- um, sem íslenzk flugfélög fljúga til. Loftferðasamningar okkar eru gagn- kvæmir, útlönd hafa sömu réttindi hér og við höfum ytra, þó erlend félög hafi ekki notað þessi réttindi — að einu und- anskildu: Pan American. Og ef ég verð að svara þessari spurningu, þá verð ég að svara játandi. L: Hvaða -flugfélag eða flugfélög er þar um að ræða? B: Ég óska ekki að fara meira út í þá sálma, enda skiptir það atriði ekki mestu máli í þessu sambandi. Aðal- atriðið er, að ef við hættum að fylgjast með, ef við hagnýtum ekki þann grund- völl, sem þegar er búið að skapa — Og höldum áfram að byggja upp, þá koma útlendingar og taka við, en sjálfir sitjum við eftir með sárt erinið. L: Og hvar teljið þér þá, að við séum staddir núna? B: Ég held, að íslenzk flugmál séu nú á vegamótum. Nú er að hefjast tímabil, sem er örlagaríkt, því vig getum farið að reikna með erlendri samkeppni hvað úr hverju. íslendingar eru að dragast meira og meira aftur úr, við erum eina Evrópulandið sem ekki er með þotur á millilandafiugleiðum. Það er óhjákvæmilegt fyrir okk- ur að eignast þotur — og það fljótt. Frá tæknilegu 'sjónar- miði er mjög varhugavert að ætla^að hlaupa yfir eitt þróunarskeiðið og bíða þar til enn hraðfleygari vélar koma á markaðinn — þ. e. a. s. hrað- fleygari en þær, sem nú er völ á. Við verðum að þróa þetta _eins og aðrir til þess að missa ekki samgöngurnar í hendur erlendra félaga. L: Með reynslu yðar í huga — hvern- ig teljið þér að ferðamálin þróist á næstunni? B: Ja, eins og ég er búinn að segja, þá er það mín skoðun, að spurningin sé ekki sú, hvort við eigum að bukka okkur og beygja fyrir útlendingum — heldur hvort við eigum að byggja þennan at- vinnuveg upp til þess að hafa sam- göngumálin við útlönd í okkar höndum — eða láta erlend flugfélög fá undir- tökin. Ef stjórnarvöld og önnur for- ystuöfl fást til að viðurkenna hina raun- verulegu þýðingu ferðamálanna, land- kynningarstarfseminnar, heimsókna er- lendra ferðamanna — þá væri smám saman hsegt að koma skipulagi á þessa hluti, setja þróun ferðamáianna í ákveð- inn þróunarfarveg og gera áætlanir fram í tímann, eins og tíðkast meðal annarra þjóða i þessum heimshluta. Hingað til hefur hending ein ráðig þró- un þessara mála, eitt í dag og annað á mongun. Ekkert samstillt átak, kraft- arnir hafa verið dreifðir. — Hin nýju ferðamálalög eru að mínum dórni stærsti skerfur, sem hið opinbera hefur hingað til lagt þessum málum — og í rauninni fyrsta skrefið í áttina að ein- hverju skipulagi. Eins og sakir standa er mér samt ekki ljóst hvort einhver reglubundin þróun kemst á þessi mál á næstunni. Ég held að betur þurfi að hræra upp í þessum málum til þess að venja menn af að láta allt ráðast í stað þess að móta stefnu — og fylgja henni. L: - Hvað getum við gert í landkynn- ingarmálunum umfram það, sem við höfum þegar gert. B: Satt að segja höfum við ekki enn gert mikið, enda þótt þeir fáu aðilar, sem rekið hafa landkynningu, hafi iagt hart að sér. Hlutur hins opinbera er þar smár, ekki vegna þess að Ferðaskrif- stofa ríkisins hafi haldið illa á sínu, Framhald á hls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.