Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 4
MMMÆMMwMMMÆM Litiö inn í Stóragerði STÓRAGERÐI 30 er stigahús í miðri íbúðasambyggingu, eitt af þessum húsum, sem þotið hafa upp í stór- hópum austur í bæ á siðustu árum. Þarna býr margt ungt fólk, nýgift — með ung börn — og þar er líka mikið af nýjum bílum. Okkur langaði til að skyggnast inn í eipa af þessum íbúðum — og Stóra- gerði 30 varð fyrir valinu, heimili Einars Kristinssonar og Ólafar Októs dóttur. Við boðuðum komu okkar með það góðum fyrirvara að frúnni gafst tækifæri til þess að baka vöffl- ur og þeyta rjóma, sem þó hefði verið óþarfi, því við sáum strax, að á þessu heimili eru alltaf til góðar kökur. Þarna er ýmislegt að sjá: Þelta er tiltölulega nýtt heimili, vel búið húsgögnum — og öll eru þau nýjustu tegundar. Þar virðist ekki vanta neitt — jafnvel ekki fleiri börn í bráð, því einkasonurinn, Októ, er ekki nema hálfs annars árs — og á miðju „handóða“-skeiðinu. En þetta er myndarpiltur og verð- ur sennilega duglegur sundmaður eins og faðirinn, en hann á ótal meda líur fyrir sundafrek, eins og þeir, sem fylgjast með þeirri íþróttagrein, vita sjálfsagt Frúin,segir okkur, að nú sé hann hættur að synda, því þetta hafi ver- ið ógerningur. Æfingarnar hafi allt- af verið á kvöldmatartímanum — og það fari ekki saman að stunda þessar íþróttir af kappi og sinna húsbóndastörfum auk vinnunnar. Svo fór líka að Einar byrjaði að mæta á réttum tíma í kvöldmat og hætti sundinu, og þá keyptu þau sér sjónvarp. Hér fluttu þau inn fyrir þremur árum í nýja íbúð, sem ungu hjónin keyptu fokhelda og fullgerðu síðan með góðra manna hjálp. Þarna er ein rúmgóð stofa, eða tvær samliggj- andi, eins og það er skilgreint nán- ar, tvö herbergi og eldhús. Hæfilega stór íbúð fyrir litla fjölskyldu — og selst sennilega fyrir gott verð, þegar fjölskyldan þarf að stækka við sig húsrými einn góðan veðurdag. Þau segja, að þarna sé gott að búa. Úr stofunni sést suður á Reykja nes og út á sunnanverðan Flóann — og hvergi eru betri móttökuskilyrði fyrir sjónvarp en einmitt þarna uppi á hæðinni. Fara þau sjaldnar í bíó eftir að sjónvarpið kom? Jú, ekki jafnoft. Að vísu stunduðum við aldrei bíó, segir húsbóndinn, en nú förum við aðeins, þegar eitthvað sérstakt er að sjá. Við höfurn aldrei verið í vandræðum með barnfóstru, ekkert slíkt bindur okkur heima á kvöldin. Hér hinum megin á ganginum býr tengdamóðir mín — og þessi fjölskylda er laus við öll tengdamömmuvanda- mál — á báða bóga, segir hann. Hafa þau hætt að hlusta á íslenzka útvarpið? Nei, segir frúin. Ég hef, það oft opið á daginn — og á kvöldin hlust- um við alltaf á fréttirnar. Það er bara svo sárasjaldan að eitthvað skemmtilegt er í íslenzka útvarpinu og þess vegna horfum við yfirleitt alltaf eittihvað á sjónvarpið á hverju kvöldi, segir hún. Og Einar bætir því við, að hann telji sjónvarpið ekki hafa spillt heimilinu á neinn hátt nema síður væri, því ailtaf sé eitt og annað skemmtilegt eða gagn legt og fróðlegt að sjá. En við eigum líka stereo-plötu- spilara, segir Óiöf — og hann er oft í gangi. Þegar við erum heima á kvöldin, þá hprfum við yfirleitt á sjónVarpið, hlustum á útvarp — eða á plötur — og við eigum töluvert af djass-plötum og vinsælum söngleikj- um, sem eru okkar uppáhald. Þetta er mikið húsgagn, plötuspilarinn og kassinn utan um hann — ásamt út- varpinu. Hann er úr Skeifunni, segja þau, borðstofuskápurinn líka. Svo eiga þau ný borðstofuhúsgögn — og sófa og sófaborð — og allt er þetta úr teak. Annars segir frúin, að eini gallinn við ibúðina, ef galla skyldi kalla, sé, að, þvottahúsið er ekki á hæðinni — heldur niðri í kjaliara. Þegar hér er komið erum við bún- ir með margar vöfflur og enn er hellt í bollann. Ljósmyndir eru komnar á dagskrá — og það kemur upp úr kafinu, að ljósmyndun er eitt helzta tómstundagaman húsbóndans, því bæði stunda þau ferðalög innan lands og utan á sumrin. Einar er nýbúinn að kaupa heildverzlunina Daníel Ólafsson og Co — og í sum- ar ætla þau að sameina sumarfrí og söluferðalag um Austfirði á bílnum, sem er Mercedes 3enz, einn af þess um stóru, sem þenja sig yfir allan veginn, þegar maður mætir þéim — og er sjálfur í Volkswagen eða Fiat. Svo eru þau að hugsa um að fara í Öræfaferð — og þá verður Októ- litli auðvitað hjá tengdamömmu. Myndirnar eru at Ólöfu og Einari með soninn Októ. — Myndin að neðan var tekin við siónvarpið. 4 LESBÖK morgunblaðsins 19. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.