Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 11
SIGGI SIXPENSAR! Nolckuð nýtt að frétta hjá þér, gæzkan? A erlendum bókamarkaði Saga, ævisögur, ferðabækur. Henry of Navarre. Hesketh Pear- Eon. Heinemann. 25s. 1963. Hinrik fjórði Frakkakonungur er ein geðslegasta persóna í hinni löngu röð landstjómarmanna á Frakklandi. Hann var bæði vel menntaður og gáfaður. Þegar Ev- rópa logaði í trúarbragðastyrjöld- um reyndi hann að sætta og friða hin stríðandi öfl. Hann skildi það eðli trúarbragða, að þau gætu verið hinn mesti aflvaki allrar gæzku og einnig leið til höi-m- unga og forblindunar. Hann vildi friða og sætta ríki Evrópu og milda andstæðurnar. Þessi stefna hans átti á sínum tima langt í land, og það er fyrst nú, þrjú hundruð og fimmtíu árum síðar, að menn sjá líkindi á sameiningu Evrópu. Hinrik fjórði var ágætur herfor ingi og landstjórnari. Hann sig- raði í öllum stærri orrustum og rétti við fjárhag Frakklands. Hann var einn þeirra konunga Frakklands, sem einna drýgstan þátt áttu í því að steypa Frakk- land í eina heild, þjóðernislega og stjórnmálalega. Þetta kostaði bæði blóð og tár, en hefði kostað meir, hefði hans ekki notið, því að hann var þolinmóður, um- burðarlyndur, víðsýnn og tók sig ekki alltpf alvarlega, hafði góðan smekk fyrir gamansemi og hálf- kveðnum vísum. Hann var ekki síður mikið Upp á kvenhöndina en afkomend- ur hans, Búrbónarnir, og eru af því margar sögur. Bókin er vel skrifuð, eins og aðrar bækur þessa vinsæla ævisagnahöfundar. Mother Sea. Elis Karlsson. Ox- ford University Press. 30s. 1964. Elis Karlsson var fæddur á Álandseyjum og hóf sjósókn 1919 á Eystrasalti. Síðar tók hann að sigla um heimshöfin á segl- Ekipum, sem enn voru notuð til flutninga fram undir 1940. Höf- undur gefur ágæta lýsingu á líf- inu um borð í þessum fögru far- kostum. Sjómannslífið á segl- 8kipunum var ekkert sældar- brauð, ferðirnar tóku langan tíma, maturinn var alls ekki fjölbreytilegur og vinnan erfið. Það sem kom á móti þessu var fegurð skipanna, sem plægðu hið ólgandi haf undir fullum seglum, knúin áfram af höfuðskepnunni. Þessi skip voru fyllilega aðlög- uð hreyfingum hafs og vinda, hrynjandi náttúrunnar ríkti í öllum hreyfingum þeifra, og þetta hafði 'sín áhrif á sjómenn- ina. Höfundi er einkar lagið að segja frá þessu lífi, sem nú er orðin saga. Þetta er önnur út- gáfa bókarinnar á þessu ári. Bókmenntir. Letters on Poetry from W. B. Yeats .to Dorotliy Welleslcy, Oxford.University Press. 8/6. 1964. Þessi bók kom fyrst út 1940 og er nú endurprentuð í ódýrri útgáfu. Leiðarahöfundur „Times Literary Supplement" skrifaði þegar bók- in kom út fyrst: „Þessa bók á að lesa með „Last Poems“ höfundar og með formála hans að „Óxford Book of Modern Verse“. Þessi bréf voru einmitt skrifuð þegar höfundurinn var að vinna að þess um verkum, og séu þessi rit les- in saman, fæst hin ágætasta mynd af höfundinum á gamals aldri.“ Bréfin eru frá árunum 1935-38, síðasta bréfið er skrifað tveim mánuðum fyrir dauða höfundar. Bréfin verða lykill að kvæðum skáldsins og að skáldskap al- mennt. Bækur eins og þessi eru og verða sérstaklega ómetanlegar fyrir síðari tíma bókmenntarann sóknir. Bókin er. vöndulega út- gefin, eins og allt sem þetta gamla og góða forlag gefur út. Fifth Planet. Fred Hoyle and Geoffrey Hoyle. Heinemann. 16s. 1963. Fred Hoyle hefur skrifað tvo -vístndareyfara, sem hafa orðið vinsælir — The Black Cloud og Ossian‘s Ride. Þessi reyfari er skrifaður af honum og syni hans, og hefur þeim feðgum tekizt ágæt lega að skrifa hugkvæma og skemmtilega bók. Þótt árið sé 2087, þá á lýsingin við tuttugustu öldina .Tvær valdablakkir í heim inum orsaka stöðuga spennu, skrifstofu-veldið er í algleym- ingi, skrifstofutittir frá ráðherr- um niður í stimplara stjórna blökkunum með aðstoð vélheila. Svo eru gerðir út leiðangrar út í geiminn, sem koma aftur til jarð- arinnar eftir fimmtán mánuði, en aðeins einn af fjórum.... Sagan er ákaflega skemmtileg og spenn andi. The Last Niglit of Summer. Erskine Caldwelli Heinemann. 16s. 1963. Atburðirnir gerast i Suðurríkj- um Bandaríkjanna. Brooks Ingra- ham giftist til fjár, hann verður að þola hitt og annað af konunni, en honum finnst hjónabandið þess virði, án hennar væri hann einn af hvíta dótinu. Og um haust ið, sem er molluheitt, getur allt gerzt. Einkaritari Brooks, Roma, gefur honum í skyn að hún elski hann og býður honum með sér heim. Það, sem . gerizt eftir það, er hápunktur bókarinnar. Srga. Rome and the Counter-Reform- ation in Scandinavia. Oskar Gar- Stein. Vol. I. Universitetsforlaget. Oxford University Press. 1963. 45s. Þessi bók er byggð á rannsóknum skjala í Vatikaninu og á Norður- löndum. Bókin fjallar um tilraun ir Vatíkansins með aðstoð ka- þólskra rikja í Suður- og Mið- Evrópu og Jesúíta til þess að ná aftur tangarhaldi á Norðurlönd- um. Samkvæmt áliti höfundar hefur þessi starfsemi kaþólika verið rekin af miklum dugnaði og útsjónarsemi, og um tíma virð ist svo sem sigurinn væri Vatí- kaninu vis og hefði svo farið, þá er hætt við að saga Evrópu hefði orðið önnur en hún varð. Höfundurinn Oskar Garstein er fæddur 1924. Hann er doktor I guðfræði frá Háskólanum 1 Osló 1954, hefur ritað mikið um söguleg efni, sérstaklega um síð- ari hluta enduureisnartímans. Jóhann Hannesson: að liggur í eðli mannsins, eins og það er af Himni gefið, að hann hafi háegt um sig meðan hann er nýfæddur. Þegar aðkomandi hlutir taka að hafa áhrif á manninn og efla það, sem með honum býr, þá fer maðurinn að hafast nokk- uð að. Líkar honum eitt vel, annað illa. Ætti hann ekki innra með sér stjórnandi afl gegn afvegaleiðslu aukinnar þekkingar, væri honum ókleift að endurfinna sjálfan sig. Þar með yrðu að engu þær gáfur, sem Himinninn hafði gefið honum. Nú verður ekki tölu komið á öll þau fyrirbæri, sem áhrif hafa á menn . . og þeir umbreytast eftir náttúru þeirra hluta, sem að þeim sækja; þeir slökkva himinbornar gáfur manna og æsa upp hvatir þeirra til hins ýtrasta. Þess vegna verða uppreisnir og svik í hjartanu, ásamt lausung, ofbeldi og óreglu. Sterkir snú- ast gegn veikum. Fjöldinn lætur grimmd sína bitna á fámenn- inu, hugrakkir níðast á hugdeigum, sjúkum er ekki hjúkrun veitt, gamalmenni og börn eru afrækt. Þannig er hinn mikli glundroði, sem upp hefir komið .... (vegna valds hlutanna yfir mönnunum).“ Þetta er ekki samtímasaga, heldur nokkrar setningar úr Yoh- chi, helgiritinu um tónfræðina í Kínaveldi hinu forna, og segir frá ástandinu svo sem þrem til fjórum öldum fyrir Krists burð. Borgarastyrjöld var, og eitt smáríki barðist gegn öðru um tvö hundruð ára skeið, unz mikilhæfum harðstjóra, Chin keisara, tókst að leggja þau öll undir sig og stofna það heimsveldi, sem ber nafn hans (China) á Vesturlöndum, en heimamenn kalla jafnan Miðríkið, hver sem við völd situr. II •■-•■■ver var svo undirrót þessara vandræða? Meðai annars sá glundroði, sem orðinn var í tónlistinni, segja oss fræðimenn þeirra tima. Hin rétta tónlist var sama eðlis og samræmið milli Himins og jarðar (Y. C. 23). Hún var gjöf frá Himni til mann- kynsins, og hlutverk hennar var að r^ekta hinar himinbornu gáfur mannsins, allt frá fæðingu. Hlutverk valdhafanna var að sjá svo um að hún yrði ekki kæfð undir úrkynjaðri tónsmíða- gerð, sem æsti upp hvatir manna, svo að þeir misstu alla stjórn á sér, heldur fengju að njóta þeirra mannkosta, sem Himinn- inn hafði búið menn allt frá fæðingu. Höfðu þó Kínverjar hinir fornu ekki neitt útvarp til að þurrka það • út í vikulok með subbulegu skvaldri, sem áður var bezt gert með göfugri tónlist í vikunni. Fimm tónar voru í hinum forna tónstiga: Kung, shang, chio, chí, yú. Jafnvægi skyldi vera milli þeirra og samræmi í tón- smíðum, tilbreyting, en engar ýkjur eða óhóf. Væri misræmi í „kung“, gerðist valdhafinn drembilátur, embættismenn spillt- ust ef misræmi var í „shang“, lýðurinn fylltist óánægju ef mis- ræmi var í „chio“ o.s.frv. ' L eifar voru eftir af hinni göfugu tónlist, er geymdi í sér samhljóma Himins og jarðar, þegar Yoh-chí var tekin saman. En Chin keisari, sem hélt hinar frægu bókabrennur seint á þriðju öld f. Kr. og lét grafa nokkur hundruð lærdómsmanna lifandi, hann lét einnig brenna nótur liinnar fornu tónlistar og öllum þeim fornu hljóðfærum, sem embættismenn hans náðu til. Þá leið hin himinborna tónlist undir lok að sögn fræðimanna, gn vera má að eitt og eitt stef lifi enn í fornum þjóðlögum kínverskum. En sú kínverska tónlist, sem menn þekkja nú, er um þúsund árum yngri en hin klassíska, sem leið undir lok — og veitti innblástur til hinnar fornu menningar. Það vekur aðdáun vora að hinir fornu Kínverjar skyldu hafa svo skarpan skilning sem Yoh-chí ber vitni. Þeir skildu hvaða frið hin himinborna list skapar í hjörtum manna — og þeir sáu í samtíð sinni hvernig úrkynjaðar tófismíðar gátu rangsnúið mönnum til illra verka og afskræmt mannskepnuna, til áníðslu á dauðum hlutum og lifandi mönnum. Vér þurfum að vísu ekki að óttast drembilæti valdhafa vorra (þeir þekkja gildi góðrar tónlistar). Meiri ástæða er að óttast afleiðingar úrkynj- aðra tónsmíða, eins og sjá má af ýmsum furðulegum fréttum af áhrifum þeirra erlendis. Þar koma ekki fram neinar himin- bornar gáfur, heldur „uppreisnir og svik í hjartanu, ásamt laus- ung, ofbeldi og óreglu.“ Vér getum borið saman tvennt, sem mannkynið hefir af Kínverjum þegið — og að þeirra sögn eru uppgötvanir innblásnar af tónlistinni. — Annað er pípuorgelið, hitt er púðrið. ÞANKARÚNIR 19. tölublað 1964 LESBOK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.