Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 13
Við getum ekki... Framhald aí bls. 1 heldur vegna þess að hún hefur ekki fengið fé til þess að gera neitt, sem um munar. Við þurfum stórt sameiginlegt átak í landkynningu — og það, sem við þurfum að auglýsa, er ek-ki af lakari tegundinni, því ísland er eitt sérstæð- asta land Evrópu. Við þurfum meira en orð, við þurfum athafnir, þurfum að þjálfa stóran hóp ungra dugandi manna til þess að reka þessa kynningarstarf- semi. L: En það er ekki nóg að kynna land- ið meðan við getum ekki tekið á móti nema tiltölulega mjög fáum ferðamönn- um. B: Það er alveg rétt. Þetta hangir allt saman, þess vegna þurfum við að vinna eftir nákvæmri áætlun, sem nær all- mörg ár fram í tímann. Við munum aldrei geta tekið á móti ótakmörkuðum fjölda ferðamanna, enda væri það síður en svo æskilegt. En við þurfum þá til þess að hjálpa otokur til að byggja upp flugsamgöngurnar — og þeir geta líka hjálpað okkur að byggja upp landið. Hótelmálin ætti að leysa í samráði við yfirstjórn menntamála í landinu. Skóla- fólki er ekki of gott að búa í her- bergjum, sem fullnægja þeim kröfum, er ferðamenn gera. Með hliðsjón að því ætti að byggja skólana — um allt land. Og hér í Keykjavík þarf líka heimavist- ir fyrir skólafólk. Hugsið ykkur allt unga fólkið, sem kemur til Reykjavíkur á ‘hverju haustj og er í misjafnlega góðum herbergjum úti um allan bæ — oft í af- leitri aðstöðu til þess að taka þátt í fé- lagslífi skólanna og að vera yfirleitt i sámbandi við sína jafnaldra utan skóla- tímans. Fimm hundruð eða þúsund manna heimavist, lítill kjarni húsa, sem væri að nokkru leyti bær út af fyrir sig, væri það æskilegasta. Það væri ekkert of mikið þótt slíkur „garður“ hefði lít- inn samkomusal, litla sundlaug út af fyrir sig, jafnvel skautasvell innan húss. Hann þyrfti auðvitað mötuneyti og annað því um líkt. En þarna væri um leið komið prýðilagt sumarhótel, sem ferðamenn mundu dvelja á fjóra mán- uði á ári. Ferðamennirnir mundu innan tíðar hafa greitt álitlegan hluta bygg- ingarkostnaðarins. Við mundum byggja annan slíkan ,,,kjarna“ í höfuðstaðnum — og svo yrði farig að tala um þann þriðja. Þetta er ein af mörgum leiðum til að byggja hótel, sem nýttust allan ársins hring. Þetta væru hús, sem reist væru fyrir íslenzka skólaæsku, en kost- uð af erlendum ferðamönnum að tölu- verðu leyti. Hér yrði líka að vinna eftir áætlun. L: Og hver telduð þér að ælti að annast reksturinn — rikið? B: Bg held að samtök einstaklinga í samvinnu við opinbera aðila mundu leysa þetta mál bezt. Þetta er eitt af því, sem fela á ungum duglegum mönn- um en ekki einhverjum opinberum skrifstofum. — Og reynslan sýnir okkur, að þar sem skólar eru byggðir úti á landi, þar myndast smáþorp með tím- anum. Þannig verður þetta t. d. að Laugarvatni — og ef rétt væri að farið, þá væri hægt að skapa aðra slíka mið- stöð við Mývatn. Þar höfum við sýnis- horn af öllu því margbreytilega í ís- lenzkri náttúru — þetta er stórkostlegur staður, sem skapar mjög mikla mögu- leika. L: En við eigum ekki skólafólk til að fylla óteljandi hótel að vetrinum? B: Nei, við munum heldur aldrei byggja óteljandi hótel né taka á móti óteljandi ferðamönnum. En eitt af því, sem við gætum gert til þess að fylla í eyður eða auka breiddina í ferðamál- unum, væri að vinna að því að gera Island að ráðstefnulandi. Hér eru haldn- er ráðstefnur á hverju ári, en þær byggjast oft á því að íslendingar gefi svo og svo mikið. Auðvitað er það gött aó hingað komi útlendingar, því hver og einn, sem frá landinu Wr, útbreiðir þekkingu um það, þegar heim kemur. En við eigum ekki að tapa á okkar ferðamönnum. Það er hægt að sýna gestrisni án þess að tæma pyngjuna. Al- þjóðaráðstefnur á íslandi ættu ekki að vera bundnar þátttöku íslendinga. Því skyldu ekki hin og þessi samtök geta haldið í'áðstefnur á Islandi alveg eins og • einhvers staðar annars staðar? En við erum ekki búnir undir slíkt enn sem komið er. Við eigum eftir að byggja mikið upp heima fyrir — og við eigum líka eftir að auglýsa landið erlendis, gera það eftirsóknarvert, kynna hve frá- brugðið öðrum löndum það er — jafn- vel svo, að meðal ákveðinna hópa úti í heimi þætti svolítið varið í að hafa jafn- vel farið til íslands — og óvenjulegt, frumlegt að boða til ráðstefnu þar. Hve margir mundu ekki rjúka til tunglsins og halda þar ráðstefnu, ef hægt væri að komast þangað með góðu móti? L: Þér eigið við, að við ættum að gera ísland eins konar „raritet" í augum umheimsins? B: Já, einfaldlega vegna þess, að ís- land er „raritet". Það eru bara svo til- tölulega fáir, sem vita það. En flestir út- lendingar, sem hingað koma, fara mjög ánægðir heim — og koma jafnvel aftur og aftur. L: En haldið þér ekki að enn um skeið komi hingað fyrst og fremst fólk, sem hefur einhver séráhugamál — nájtúru- skoðendur, svonefndir — og slíkir? B: Jú, fyrst og fremst þeir, sem hafa einurð til að fara aðrar leiðir en fjöld- inn. En á endanum eltin fjöldinn alltaf slíkt fólk, hann þarf ákveðinn tíma til að melta hlutina — og þegar fjöldinn fer að elta, þá nefnist það tízka. — En ég vil nota tækifærið og minnast á hina svo- nefndu bakpoka-túrista, sem ég hef heyrt, að margir hafi horn í síðu. Per- sónulega hefur mér hins vegar alltaf verið sérlega vel við þessa tegund ferða- manna, því tiltölulega stærstur hluti þeirra hefur verið ungir menntamenn að kanna ókunna stigu. Þrautseigir strákar, skeggjaðir og útiteknir eftir að hafa þrammað yfir hálendið og legið í tjaldi. í þessum hópi eru upprennandi kennar- ar, vísindamenn, stjórnmálamenn o. s. frv. — fólk, sem fyrr eða síðar kemst til einhverra áhrifa í sínu heimalandi. Og ég veit, að íslandsferðin á menntaskóla- árum þeirra — eða háskólaárum — er ævintýri, sem þeir aldrei gleyma. Þetta er fólk, sem mun útbreiða meiri þekk- ingu um ísland en okkur órar fyrir. L: Ef ísland verður einhvers konar „raritet" í augum ferðamanna með tím- anum — haldið þér ekki, að við mund- um þá fá meira af þessum svonefndu „lúxus“-ferðamönnxun? B: Jú, ég geri ráð fyrir því. Þeir eru þegar farnir að koma, en í mjög litlum mæli — enn. Og við eigum ekki að miða okkar uppbyggingu við þá. Uppbyggingu íslenzkra ferðamála ætti fyrst og fremst að miða við þarfir okkar sjálfra. Ég á við, að við byggjum mannvirki, sem þjóna ákveðnum tilgangi fyrir þjóðar- heildina — en eru líka notuð af erlend- um ferðamönnum, sem hjálpa okkur að greiða kostnaðinn. Hjálpa okkur að byggja landið upp. L: En svo að við snúum okkur aftur að flugmálunum. Hvað viljið þér segja um þróunina í innanlandsfluginu? B: Innanlandsflugið hefur aldrei verið í mínum verkahring og ég hef aldrei haft löngun til að skipta mér af því, sem mér kemur ekki við. Hins vegar get ég ekki leynt því, að ég óttast, að þróun sú, sem nú er að verða i innanlandsfluginu, verði e.t.v. til þess, að Flugfélagi íslands gangi mun verr að láta innanlandsflugið bera sig. Ég tel að það sé stórt skref aftur á bak, ef almennar flugsamgöngur færast í stöðugt auknum mæli yfir á smáflug- vélar. Markaðurinn er auk þess það lítill, að taki smáfélögin vænan skerf af innan- landsflutningunum finnst mér ólíklegt að það komi ekki að einhverju leyti niður á Flugfélagínu og þjónustu þess við landsmenn. Og ©f þessi smáfélög rynnu saman í eitt stórt, þá skapaðist sama vandamálið og hér um árið, þegar Loft- leiðir og Flugfélagið voru bæði í innan- landsflugi og töpuðu bæði. Hins vegar neita ég því eklci, að samkeppni er alltaf ágæt — en okkar séraðstæður setja henm ákveðin takmörk. L: Haldið þér að íslendingar gætu tek- ið þátt í alþjóðlegri samkeppni á flug- leiðum meira en orðið er? B: Við mundum e.t.v. finna einhverjar smugur, ef við leituðum vel. En það þarf geysilegt fjármagn til þess að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni — á sama grund- velli og keppinautarnir. Menn hafa talað um að ísland gæti orðið viðkomustaður og umskipunarhöfn á flugleiðum yfir Pólinri, milli Evrópu og Japans. Ég held að framfarirnar í flugtækninni, hinn aukni hraði, munu gera alla slíka drauma að engu áður en langt um líður — og ísland hefur ekki beina þýðingu lengur í reglubundnu farþegaflugi yfir Atlants- haf. Lega landsins er ekki lengur lykill að neinum flugleiðum öðrum en til ým- issa staða á Grænlandi — og ég geri ráð fyrir að íslendingar verði áfram betur færir um að þjóna þörfum Grænlendinga en aðrir. Mér finnst eðlilegt að við leggð- um höfuðáherzluna á að þróa flugsam- göngur milli Islands og umheimsins — og laða hingað ferðamenn til þess að hjálpa okkur við þetta uppbyggingar- starf, eins og ég sagði áðan. Allir sjá nú hvað Loftleiðum hefur tekizt að byggja upp. Vöxtur félagsins grundvallast að mestu leyti á flutningi erlendra ferða- manna, það er fyrst og fremst fé þeirra, sem byggt hefur upp félagið og flota þess — öllum Islendingum til góða. Ef erlend flugfélög hefðu veg og vanda af loftflutningum til og frá íslandi, þá hefð- um við ekki daglegar flugsamgöngur við Ameríku. Einfaldlega vegna þess, að max-kaðurinn hér á íslandi leyfir ekki slíkt. Hann er of lítill. — En úr því að við erum komnir út í þessa sálma, þá vil ég leggja áherzlu á það, sem ég sagði áðan — að miklu varanlegra er að byggja flugsamgöngur við ísland á landinu sjálfu, aðdráttarafli þess — fi'emur en einhverju öðru. Öll þessi alþjóðlega sam- vinna um flugsamgöngur er í deiglunni — og maður veit aldrei hvenær di'egur fyx-ir sólu, hvort eitt pennastrik í er- lendi'i heimsboi'g kippi einn góðan veð- urdag grundvellinum undan þeim þætti millilandaflugs okkar, sem ekki er byggð ur upp á beinni landkynningarstarfsemi og fei'ðamönnum, sem eru fyrst og fremst að koma til íslands. Ef við setjum okkur það beinlínis að byggja upp og þi'óa sam- göngumálin, efla tengsl íslands við um- heiminn á varanlegan hátt, þá hljótum við að grundvalla slíka uppbyggingu á því, sem landið sjálft hefur að bjóða er- lendum ferðamönnum. SVIPMYND Framhald af bls. 2 Shastri (sjá Svipmynd í 13. tbl: Lesbók- ar 1964), hygginn og hófsamux raun- sæismaður í stjórnmálum. Abdúllah var fagnað með geipilegum gleðilátum af meira en hálfri milljón Kasmir-búa í Srinagar. Eftir að honum var sleppt úr haldi hefur hann haldið nokkrar ræður sem sýna, að hann hef- ur „ekkert lært og engu gleymt“ á þeim tæplega 11 árum sem hann sat inni. Hann hefur ítrekað kröfurnar um sjálfstjórn og nýjar kosningar í Kasm- ír, og hefur það vakið efasemdir hjá mörgum þeirra ráðamanna í Nýju Delhi sem helzt beittu sér fyrir því að hon- um var sleppt úr haldi, um hyggindi þeix-rar ráðstöfunar. Jafnvel Shastri lét þessi orð falla nýlega: „f Indlandi er að sjálfsögðu fullkomið tjáningarfrelsi. En það felur ekki í sér frelsi til að prédika neins konar sjálfstæði eða að- skilnað frá indverska ríkinu.“ Uins vegar kiöfðust þeir sex læknar, sem hafa „Ljónið“ undir eftir- liti, þess nýlega, að hann hætti fyrst um sinn að halda fundi og flytja ræður — af „heilsufarsástæðum", en eflaust líka af pólitískum ástæðum. Einn þessara lækna er sonur Abdúllah. Kröfui-nar um kosningar og þjóðar- atkvæði, sem „Ljónið" heldur á loft, eru aftur á móti í samræmi við þær ósk- ir, sem bæði Bandaríkin og Bretland hafa margítrekað. Ræðan, sem vinur og meðfangi Abdúllah i 11 ár hélt fyr- ir rúmum mánuði og vitnað var til hér að framan, virðist gefa í skyn, að enn sem fyrr sé haldið fast við hinar gömlu kröfur — einnig að því leyti sem þær njóta stuðnings stórveldanna — en að menn vilji líka koma á samn- ingsviðræðum við Indlandsstjój-n og sætt um við Fakistan. „Ljónið í Kasmír“, sem átt hefur tákn rænan lífsferil að því er snertir hina eilífu baráttu, gæti einnig orðið mað- urinn sem byndi endahnútinn á misklíð- arefrxi, er í samfleytt 17 ár hefur valdið Indlandi, Pakistan og heiminxun öllum talsverðum höfuðverk. BÓKMENNTIR Framhald af bls. 6 lægra Austurlanda og næstu landa. Milli 1911 og 1923 held ég, að ég hafi átt á hættu að verða ánetjaður nokkrum sér- greinum. Ég var þá í þann veginn að verða sambland af „Balkanista“ og „forn- aldarsagnfræðingi". Til allrar hamingju slapp ég við að lenda í þessu öngstræti fyi'ir persónulegt óhapp. Ég flæktist inn í deilu milli tveggja þjóðerna í nálægum Austui'löndum. Ég neyddist upp úr þessu til að afsala mér kennarastóli mínum við háskólann í Lundúnum, og þegar ég svo tók til við aðra vinnu, fann ég að ég var farinn að víkka athuganir mínar á samtímavið- burðum frá nálægum Austui'löndum og Vestur-Asíu í í'annsókn á samtímaheim- inum í heild sinni. Ég hafði tekið að mér að semja skýrslu um alþjóðasamskipti fyrir brezku stofn- unina, sem slík mál hefur með höndum, og þetta verkefni krafðist þess, að ég sleppti ekki úr neinu svæði nútíma- heimsins. Ég yrði að reyna að fylgjast með því, sem var að gerast, ekki ein- göngu í Vestur-Asíu og ekki eingöngu í Evrópu og Bandaríkjunum, heldur lika í rómversku Amei'íku, Sovétríkjunum og Kína. Frá 1924 til 1956 samdi ég Yfirlit yfir alþjóðamál í Chatham House í samvinnu við konu mína. F»'á 1927 til 1954 samdi ég fyrstu tíu bindin af A Study of Hi- story. Þetta voru \ öllu tilliti mjög heppi- leg verkefni að fást við samtímis. Ég held ég hefði nvorugu ritinu lokið, hefði ég ekki unnið að báðum í senn. Saman- lögð gáfu þau mér víðasta sjóndeildar- hi'ing, sem hugsanlegt var fyrir mig að ná, og víðtækasta starfssvið, sem ég hefði getað komizt yfir. Og með þessu náði ég tilgangi mínum, sem var sá að víkka sjóndeildarhring rninn og verksvið eftir þvl sem ég væri maður til. Ég var í kapphlaupi við Sláttumanninn; ég flýtti mér — hann dokaði — ég vann. Komdu nú, Dauði — syfjulegi daufingi! Þú eyðir ekki uéðan af því, sem ég hef gert. LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 13 10. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.