Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 6
lifandi, vestræna heim fjarrænum og aódáunarvana augum. S agnfræði varð í mínum augum saga Rómverja og Grikkja — miðalda- og samtímasaga urðu einskonar ómerki- legur og óviðkomandi eftirmáli, sem norðurevrópskir barbarar hefðu skeytt aftan við hina raunverulegu sögu. Og þessi eftirmáli var ekki einu sinni beint framhald,-heldur hliðargrein. Að- alframhaldið var frá Rómverjasögunni gegnum býzanzka ríkið og Tyrkjaríkið til nálægra og Mið-Austurlanda vorra daga. Þetta var svæði samtímasögunn- ar, sem stóð lifandi fyrir mínum aug- um. Byltingin í Tyrklandi 1908 greip svo eftirtekt mína, að hún gerði mig að reglulegum lesanda TIMES — og það er ég enn í dag. En þetta andlega heimkynni mitt í grísk-rómverska heiminum heifur sýnt sig að hafa verið mér til mikils gagns. Það hefur verið einskonar friðarhöfn, mitt í hringiðu breytinganna. f heim- inum, sem ég fæddist inn í, hefur friðar tímabili í sögunni verið feykt burt af ófriðartímabili á ævi minni; en fótfesta mín í klassíska heiminum hefur hlíft mér við versta áfallinu af þessari ofsa- legu breytingu. í eftirmála barbaranna við söguna hefur hver kapítulinn kom- ið á fætur öðrum. En sagan sjálf — þ.e. R A B B Framhald af bls. 5 mótmœlt að ráði fyrr en í vetur. Haustiö 1961 urðu ég og fleiri til að mótmœla harölega stœkkun sjón- varpsstöðvarinnar bœði í útvarpi og í blöðum). Félag íslenzkra sjónvarpsáhuga- manna gerir sig sýnilega ekki ánœgt með þær framtíðarhorfur sem við blasa eftir að álit sjónvarpsnefndar kom fram og Alþingi veitti sína frœgu heimild, enda hafa margir í þeim samtökum næsta takmarkaða trú á íslenzku sjónvarpi. Félagið hefur því leitað hófanna um að fá til umráöa tvo tíma á dagskrá bandaríska sjónvarpsins til flutn- ings á íslenzku efni, og er sú mála- leitun í sjálfu sér ekki miklu fjar- stœðari en heimild Alþingis um tollana. Báðir aðilar líta greinilega á Keflavíkursjónvarpið sem eðlileg- an og sjálfsagðan þátt í daglegu lífi íslendinga. Það er ekki lengur einkafyrirtœki Bandaríkjastjórnar til að hafa ofan af fyrir einangr- uðu herliði sínu hér, heldur fé- þúfa íslenzka fíkisins annars vegar og ómissandi þáttur í íslenzku menn ingarlífi hins vegar. Náttúrlega hefði verið nœrtœkast fyrir Alþingi að Ijúka störfum í vor með því að kjósa nokkra íslenzka fulltrúa í dagskrárnefnd bandaríska sjón- varpsins, svo að samtök prívat- manna þurfi ekki að standa í þessu þrasi. Leyfist mér svo sem þjóðhollum tslendingi að mœlast til þess, að framsögumanni tillögunnar um tollahœkkunina á Alþingi og for- manni Félags sjónvarpsáhugamanna verði falið að hálda hátíðarœðurn- ar á 20 ára afmœli islenzka lýðveld isins í sumar? s-a-m 0 LESBÖK MORGUNBLAÐSIW S saga Grikkja og Rómverja — er enn það sem hún hefur .glltaf verið. Gallar klassískrar menntunar nú á tímum liggja í augum uppi. Þessi hefð- bundna einbeiting mín að sígildum höf- undunum, grísku og rómversku, hindr- aði mig í því að verða heimavanur í hinum dásamlega raunvísindalega heimi sem hafði opnazt fyrir framfarir í nátt- úruvísindum í þrjár aldir fyrir þann tíma er ég gekk í skóla. Vísindi og æðri stærðfræði, sem er lykillinn að þeim, hafa jafnan verið sem lokuð bók fyrir mínum augum. Og ekki er nein viðun- ,andi uppbót fyrir þetta í þeim lærdómi sem ég hef aflað mér, æfingu minni í latneskum eða grískum stíl, eða kunn- áttunni í að láta tilfinningar mínar í Ijós á grísku eða latínu, þegar eittihvað hrifur mig. E g hef aldrei getað ort ljóð á mínu eiginlega móðurmáli, og þetta er einkennileg afleiðing af því að hafa tekið klassískt uppeldi alvarlega. En hinumegin á reikninginn má svo skrifa, að klassískt uppeldi hefur veitt mér tvennt, sem að mínu yiti er ómet- anlega verðmætt. Það hefur gefið mér andlega fótfestu utan við þann tíma og rúm, sem ég af tilviljun fæddist inn í; og þetta forðaði mér frá að ofmeta vest- ræna menningu nútímans. Enda þótt ég hafi áhuga — og hann mjög mikinn — á framtíð nútímaheimsins þá er mín ver öld, þ.e. sú sem höfðar mest til skyn- semi minnaT og tilfinninga, ekki sú vest ræna veröld sem við lifum í nú. Það er hin tvö þúsund ára garnla veröld Eyja- hafsins og Miðjarðarhafsins — segjum á tímum Polýbíusar (en hann var uppi u.þ.b. 208-128 f. Kr.). Annar fengurinn, sem ég hef öðlazt fyrir klassíska menntuii mína', er ævi- löng sannfæring um, að málefni manns ins séu ekki skiljanleg fyrr en hægt er að líta á þau sem eina heild, en af því hefur leitt savilangar tilraunir min- ar til að öðlast víðtæka yfirsýn yfir málefni mannkynsins. U-m þær mundir sem ég var að læra, voru vestrænir menntamenn þegar teknir að rífa saum lausan vef mannlegra mála í tætlur, sem voru jafnmargar og þær voru litl- ar, og svo skoðuðu þeir hverja tætlu í smásjá, .rétt eins og þær væru hver fyrir sig sérstök veröld í stað þess að vera það sem þær pru; óaðskiljanlegir hlutar einnar heildar. Eg er því feginn, að þessi forn- eskjulega klassíska menntun mín skyldi forða mér frá því að verða uppfræddur um mannleg máilefni á þessa þýzku nítj ándu-aldar vísu. ítalska aðtferðin frá 15. öld finnst mér miklu betri, vegna þess að hún virðist veita sannari yfirsýn yfir mannleg málefni. Húmaníski nem- andinn í ktassískum fræðum lærir að líta á líf Grikkja og Rómverja sem heild. f hans augum verða tungumálin, bókmenntirnar, myndlistin, trúarbrö-gð- in, stjórnmálin, hagfræðin og sagan í þessum klassíska heimi ekki aðskildar „greinar", einangraðar hver frá annarri með hugsanaheldum hólfum, heldur eru þær mismunandi fletir á lifi heildarinn- ar, og hvorki hún né hlutarnir verða al- mennilega sýnilegir nema hlutarnir séu séðir samtímis — hver sem tillag til heildarinnar. Vísindi tuttugustu a.ldar og einnig húmanismi 15. aldar geta veitt mann- inum þesSa „holistísku“ skoðun. Um það leyti sem ég var að þreifa fyrir mér í áttina til „holisma“ og byrja á fyrstu bindunum af verki mínu, A STUDY -OF HISTORY, var verk Smuts hershöfð- ingja, HOLISM, gefið út; og ég varð bæði hresstur og hughreystur er ég fann að markinu, sem ég var að keppa að, hafði þegar verið náð eftir allt öðr- um hugsanaferli, sem mér hafði enn ekki auðnazt að kanna. Ég hafði unnið dálítið fyrir Smuts hershöfðingja á friðarráðstefnunni í Par ís 1919, og þá fannst mér hann vera eins og maður sem hefði komið gang- andi beina leið út úr klassíska heim- inum „mínum“ inn í samtímann. '’Það, sem var klassískt við hann, var fjöl- hæfni hans. Bóndi, lögfræðingur, her- maður, stjórnmálamaður, heimspeking- ur og vísindamaður, allt þetta var Smuts í senn. Hann var alveg -eins og persóná úr Ævisögum Plútarks. Fjöl- hæfnin -gerði Smuts að miklum manni á sama hátt og Einstein. Einstein gerði sínar byltingarkenndu uppgötvanir með því að færa saman það sem miður gáf- aðir menn höfðu skilið sundur.. 'Sft/ inston Churchill er enn eitt mik ilmennið af þessum „gamla skóla“. Víð- feðmi þessara þriggja mikilmenna er tengiliðurinn milli þeirra, sem þurrkar út mismuninn á persónum þeirra og starfsferli. Allir þrír hetfðu þeir verið eins pg heima hjá sér, hefðu þeir fæðzt inn í heim Polýbíusar, Catos og Arkí- medesar. En ég á mér fleiri vestrænar hetjur en þessa þrjá. Meðal nútímasagnfræð- inga vestrænna á ég mjög mikið að þakka Clarendon, Gibbon, Freeman, Bury, Theodor Mommsen og Eduard Meyer. Ég hef orðið hrifinn af þeim ölluim og á þeim mikið að þakka, af því að þeir hafa, hver á sinn hátt, haft eitthvað í sér af þessu „gamaldags" víðfeðmi, sem einkennir Churehill og Smuts. Stjórnmálamaðurinn og sagnfræðing- urinn Clarendon var 17. aldar hliðstæða Smuts og Churöhills. Gibbon varpaði ljósi á smámuna-rannsóknir 17. aldar lærdómsmannanna á sama hátt og Ein- stein varpaði Ijósi á vísindi 19. aldar mannanna með því að töfra fram eina heild úr þeim. Freeman hafði auga fyrir einingu og algildi sögunnar; og eins og Ibn Khald- un hinn íslamski sagnfræði-heiinspek- ingur á 14. öld, og hinn vestræni 18. ald- ar sagnfræði-heimspekingur Vico, hafði Freeman þá gáfu að „geta séð alheim- inn í einu sandkorni“. Tími hans og umhverfi takmarkaði sjónhring hans við vesturhluta almennu sögunnar, en samt skynjaði hann, út frá þessum þrönga sjónarfirinig sínum, að mannleg málefni eru ódeilanleg heild. Þetta skynjaði hann jafngreinilega og hefði saga menn ingar Egyptalands, Asíu og Améríku fyrir daga Kólumbusar verið honum jafnaðgengileg og hún er sagnfræðing- um minnan. kynslóðar. Eduard Meyer hafði baéði til að bera þekkingu á grískum og latneskum. heim- ildum að eldri sögu vesturhluta alheims sögunnar, en svo hafði hann einnig þekkingu á súmerískum, akkadískum og egypzkum áletrunum. Hann teygði sjónhring sinn jafnlangt austur eftir og baktrísku Grikkirnir landvinninga sína í Indlandi. ÍÍvað Momm-en og Bury sne tir, þá dái ég þá fyrir 18. aldar vinnubrögð þeirca, en ekki fyrir 19. aldar meginregl ur þeirra, og er feginn, að þeim skyldi ekki takast að fara eftir þeim. „Minn“ Mommsen er hinn eldri Mommsen, sem ritaði RÖMISCHE GESCHICHTE, en ekki hinn nýrri Mommsen með sitt COR PUS INSCRIPTIONUM LATINARUM og GESAMMELTE SCHRIFTEN. Róm- verjasaga Mommsens er bókmenntalegt listaverk, sem að mínu viti jafnast á við DECLINE AND FALL Gibbons. Það er sagt, að í lifanda lífi hafi Momm sen litið á Rómverjasöguna sem hvert annað æskubrék, sem hann vonaði að hafa bætt fyrir með útgáíunni á CORP- US. Ef þetta hefur raunverulega verið lokadóimur Mommsens, þá er ég á öðru máli, og um leið og ég er það varðveiti ég Mommsen sem eina af andans hetj- um mínum. Jafneindregið mótmæli ég því, sem ►Bury heldur fram, að sagnfræði sé vís- indi — ekkert minna og haldur ekki neitt meira. Bury lagði sig allan fram um að lifa eftir þessu í verkum sínum. Það tókst honum ekki, og það er ein- mitt þetta, sem gerir verk hans svo dýr- mæt í mínum augum. Og þrátt fyrir ail ar kenningar sínar var Bury raunveru- lega húmanisti. Ég hef að því leyti verið lánsamari en Bury og Gibbon, að ég hef sloppið við þá andlegu baráttu, sem var þeim báðum fjötur um fót. Svo er fyrir að þakka klassískri menntun minni, að þessi 19. aldar tilbeiðsla á sérhætfingunni er hégómi í mínum augum. Ég hef aldrei haft neina tilhneigingu til að beygja mig í duftið fyrir vitleysunni. Ég hef aldrei valið um, hvort ég ætti að verða sagnfræðingur á sviði stjórnmála, hagfræði, trúfræði, lista, vísinda eða tæknifræði — meðvitaður og ákveðinn tilgangur minn hefur verið að vera skoðandi mannlegra málefna í heild í stað þess að láta búta þau niður í hinar og þessar „sérgreinar". Og samkvæmt þessu vona ég, að ég. hafi tekið stökk beint úr 18. öldinni yfir í þá 21. án þess að flæikja fæturna í þeirri 19. eða 20. Ég er sannfærður um, að eiTðakenning fortíðarinnar er „alda framtíðarinnar.“ Við erum að komast inn í kapítula veraldarsögunnar, þar' sem við komum ekki til að velja milli heillar veraldar og sundurskiptr- ar veraildar, heldur milli einnar veraldr- ar og engrar veraldar. Ég trúi því að mannkynið velji lífið og hið góða, en ekki dauðann og hið vonda. Þessvegna trúi ég því, að ein veröld sé í nánd, og ég trúi því, að á 21. öldinni verði mannlífið aftur orðið ein- ing, í öllum sínum breytileik og starfi. Ég trúi því, að í trúmálum víki trú- flokkaskiptingin fyrir allsherjartrú, að í stjórnmálum víki þjóðernisskipting fyrir a.lheimsstióm, og að í menntamál- um víki sérhæfing fyrir allsherjTirskoð- un á mannlegum málefnum. Þetta hefur verið tilgangur minn með ritverkum mínum. Menntun mín kenndi mér að líta á grísk-rómversku menn- inguna sem eina heild, og ég hef reynt að víkka sjónhring minn á kerfisbund- 'inn hátt. Ég hef reynt að ná inn í sjón- svið mitt og seilingu öllum öðrum þjóð- félögum af sömu tegund- og þau grísk- rómversku, sem hafa síðan risið og fall- ið, allt til þessa dags. Og sama hef ég reynt að gera við heimspekistefnur og merkari trúarbrögð. Ég hef reynt að ná fótfestu í heimspeklkerfum Búddha og Konfúsíusar, sömuleiðis Platons, Aristótelesar, Epíkúrosar og Zen os. Ég hef reynt að þreifa mig inn í íslarn, Gyðingdóm, Hindúisma og Mah- ayana engu síður en inn í kristindóminn. Og þrátt fyrir dálítið ógeð á vestrænn.’ menningu nútímans, sem nú hefur breiðzt út um allt vfirborð jarðar og gufuhvolfið með, hef ég einnig reynt að ná fótfestu í málefnum nútímamanna, um leið og ég held henni í fortíðinni. Eins og ég hef þegar nefnt ruddi ég mér veg inn í málefni nútímans með því að rekja levantísku línuna — aðal- línuna í framhaldinu af grísk-rómversku menningunni, þar til þessi ferð í hugan- um bar mig að lifandi menningu ná- Framhald á bls. 13 19. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.