Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 3
I Prinsessan frá Babýton Eftir Selmu Lagerlöf 1. að var á dimmu vetrarkvöldi á jitla bænum í Sælukoti, að Katrrn hús- íreyja sat og spann, og kisa lá í kjöltu hennar og malaði í ákafa. Húsbóndinn, Jón Andrésson, sat hjá arninum og vermdi sig með bakið að eldinum. Hann hafði ailan daginn verið að hpggva timbur fyrir Eirík í Fellsskógi, bvo að enginn gat ætlaat til, að hann tæki sér verk í hönd, þegar hann var kominn heim. Katrín hafði ekki einu Binni neitt við það að athuga, þótt hann hefði nú ekki annað fyrir stafni en epjalla og leika sér við litlu telpuna þeirra, sem var á fimmta árinu þennan vetur. Katrín sat með sína þanka og hlustaði ekki mikið eftir tali mannsins og fceip- unnar. En hún hélt þó strangan vörð um eitfc atriði. Hún gat ekki þolað, að Jón segði við litlu stúlkuna, að hún væri falleg og mikil manneskja, eins og honum hæfcti svo til. Því að fengi Klara Gulla háar hugmyndir um sjálfa sig, meðan hún enn væri lítið barn, þá vissi Katrín, að aldrei múndi verða úr henni skynsöm stúlka. J I ón var fundvís á allt mögulegt, sem hæglega gat gert barnið stórbokka- legt. En þetta kvöld var Katrín alveg róleg, því að nú sat hann og sagði frá einhverju, sem skeð hafði í heiminum um það leyti, sem jörðin var sköpuð, og mennirnir byrjuðu að uppfylla hana. Hann var einmitt í þessu að segja gömiu söguna um Babelsturninn, og þá skyldi nú mega ætla, ekki væri beinlínis í leið- inni að koma með þessa venjulegu vit- leysu. „Já, svo komu þeir með leir“, sagði Jón, „og þeir gerðu tígulsteina, og þeir Blökktu kalk, og þeir reistu vinnupalla, og turninn, — hann varð hærri dag frá degi. Þeir vissu vel, að þessi tumbygging var ekki Drottni þóknanleg. En það létu þeir sem vind um eyru þjóta, því að þeir höfðu nú einu sinni ákveðið, að turninn skyldi ná alla leið upp í him- ininn, svo að þeir gætu séð, hvernig þar væri umhorfs. Heyrið mig, gott fólk! sagði þá Drott- inn. Nú segi ég við ykkur í síðasta sinn: Ef þið leggið ekki niður rófuna og hætt- ið að byggja turninn, þá neyðist ég til að steypa ógæfu yfir ykkur. Og það verður slík ógæfa, sem þið losnið aldrei við, og enginn mun geta bjargað ykkur úr! En mennirnir hugsuðu sem svo, að Drottinn mundi ekki fremur venju missa þolinmæðina. Og þeir héldu á- fram að byggja turninn, og þeir kom- ust hærra og hærra með hverjum degi. Þá tók Drottinn til sinna ráða og og spillti móðurmáli þeirra. Sjáðu til: Allt fram að þeim degi höfðu þeir tal- að þannig, að þeir skildu hver annan, en nú var sú ánægjan búin að vera. Þegar múrarameistaramir ætluðu að eegja „Réttið okkur leir!” þá sögðu þeir í þess stað: „Kolvippin, kolvappin!“ Og þegar lærlingarnir ætluðu að spyrja meistarana, hvað þeir hefðu verið að biðja um, sögðu þeir: „Erbi, derbi, mirbi, marbi?“ Það var því ekkert skrýtið, þó að þeir skildu ekki hver annan. Meistararnir héldu, að lærlingarnir væru að fíflast með þá. En þegar þeir ætluðu að segja „Getið þið ekki talað eins og menn!” þá sögðu þeir í stað- inn: „Ullin, dullin, dorf!“ Ef lærling- arnir ætluðu síðan að spyrja, hvers vegna meistararnir væru svona reiði- legir á svipinn, þá gátu þeir ekki sagt annað én: „Abra, kata, bra?“ af á urðu meistararnir og hinir svo reiðir, að þeir flugu hver á annan og fóru að slásit. Upp frá þessum degi fór öll vinátta meðal. mannanna út um þúfur. Enginn hugsaði um að halda áfram að byggja turninn, heldur fór hver og einn sina leið í allar áttir.“ Þegar Jón var þama staddur í sög- unni skotraði hann augunum til Katr- ínar. Rokkurinn var þagnaður, og það leit næstum svo út sem bæði húsfreyj- an og kötturinn hefðu sofnað. Þá tók Jón strax aftur- upp söguþráðinn. Hann lækkaði bara röddina ofurlítið. „En meðal þeirra mörgu, er stóðu fyrir turnbyggingunni í Babýlon, var kommgur og drottning, sem áttu sér litla prinsessu. Og þessi litla stúlka fór einnig að tala svo einkennilega, að hvorki foreldrar hennar né nokkrir aðr- ir skildu eitt einasta orð af því, sem hún talaði. Af þessum sökum vildu þau, kóngur og drottning, ekki sjá hana lengur í höllinni, heldur ráku hana á þurt. Og nú varð hún ein og yfirgefin að fara út í stóru og víðu veröldina. Hún var auðvitað ákaflega sorgbit- in, þegar hún fór að heiman. Hún vissi ekki, hverju hún kynni að mæta á leið- sinni. Það mundi verða auðvelt fyrir skógarbirni og úlfa að éta svona litla prinsessu upp til agna, ef þeir kæmu auga á hana. ~ En það var enginn, sem gerði henni 9 nokkurt mein, af þvi að hún var svo lítil og falleg. Nei, þvert á móti. Allir, sem hún mætti, gengu til hennar, buðu henni góðan dag, réttu henni höndina og spurðu, hvert hún væri að fara. En enginn skildi orð af því, sem hún sagði, og þá var ekkert skipt sér af benni meira. Og þar sem hún var svo fín og falleg, þurfti hún ekki annað en ganga upp að höllum og herragörðum, til þess að allar dyr stæðu henni opnar inn á gafl. En varla hafði hún opnað munninn og sagt eitt orð af skrýtna málinu sínu, fyrr en hún mátti hafa sig á burt. /V S lokum, þeg-ap- hún hafði geng- ið um öll kóngsríki heimsins, kom liún seint á degi að stórum skógi. Og þegar hún hafði gengið í gegnum þennan skóg, sá hún lítinn bæ, sem var svo lágreistur, að hún komst rétt inn um dyrnar. Þar gekk hún samt inn og sagði: „Gott kvöld!“ Þar inni sat húsfreyja og spann, en Framhald á bls. 12 19. tölúblað 1%4 Á HEIMLEIÐ Eftir Richard Beck Nú liggur bráðum leiðin til þín heim, þú landið kæra, fjarst við nyrzta haf, er lífsins faðir mér að móður gaf; í morgundýrð þú rís úr bláum geim. í sálu minni hörpu þinnar hreim ég heyri óma líkt og bylgjuslag, í blóði mínu brims þíns dynur lag; mér blika himinlog í söngvum þeim. Gott er við móðurbarm að bergja á ný blómanna angan, sveipast vorsins höndum. Glaður sem barn á bernskuveg ég sný, brosir mér heilög jörð á feðraströndum. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.