Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 2
Kasmír —• landamærasvæðið milli Indlands og Pakist- ans með rúmar sex milljónir íbúa — hefur síðustu 17 árin falið í sér ógnun við friðsamlega sambúð hinna tveggja ríkja, og stundum jafnvel við heimsfriðinnL Nú virðast allt í einu horfur á því, að bundinn verði endi á þetta misklíðarefni, og að Kasmír verði ekki lengur tákn þjóðernislegra á- taka, sem jafnframt eru trúarleg átök milli Hindúa og Múhameðs- trúarmanna, heldur verði það í fram tíðinni tákn samvinnu og sætta. Það merkilega er, að hin nýja við- leitni til sátta og samkomulags á upp- tök sín hjá þeim manni, sem verið hef- ur persónugervingur misklíðarinnar og „píslarvottur“ í nærfellt 11 ár, meðan hann hefur setið í fangelsi. Þessi mað- ur er Móhammed Abdúllah sjeik, sem venjulega gengur undir nafninu Sjeik Abdúllah og er enn betur þekktur und- ir viðurnefninu „Ljónið í Kasrnír". Og það sem er kannski ennþá merkilegra í þessu sambandi er sú staðreynd, að for- máli hinnar nýju sáttaviðleitni var eitt af höfuðhárum spámannsins mikla, Múhameðs, sem var í þann veginn að snúa misklíðinni upp í blóðuga styrj- öld, eftir að þvi hafði verið stolið, en þegar það fannst aftur vafð það eins konar sameiningartákn, sem gaeti leitt til samningsviðræðna og gagnkvæms skilnings. Það munaði sem sagt hárs- breidd, að ófriður Nbrytist út, og nú kann þessi hársbreidd að valda því, að fullkomnar sættir takist. A. fjöldafundi í Kasmír fyrir rúm um mánuði, þar sem „Ljónið í Kasmír“ var í forsæti, kom annar þekktur stjórn- málamaður fylkisins fram og hélt ræðu. Þessi maður var Abdúllah Mirza Mó- hammed Beg sjeik, sem var látinn laus samtímis „Ljóninu11 eftir nálega 11 ára fangelsi. Hann sagði m.a.: — Varnir alls Indlandsskaga velta á samvinnu ríkisstjórnanna í Nýju Delhi og Karachi. Indland og Pakistan verða að finna leið til samkomulags og reyna að lifa saman í gagnkvæmri vináttu. Bæði löndin verða fyrir sömu náttúru- hamförunum; allir íbúar Indlandsskaga verða fyrir jafnþungum búsifjum. Að- eins með því að vinna saman í barátt- unni gegn engisprettu-faröldrum, flóð- um og utanaðkomandi hernaðarógnun- um geta bæði ríkin ásamt Kasmír tryggt framtíð sína ... Þetta er nýstárlegur boðskapur frá Kasmír. Ennþá er að vísu of snemmt að mála sameiginlega framtíð Indlands og Pakistans í rósrauðum litum, en ým- islegt bendir samt til þess, að upp sé runnið nýtt skeið, sem muni einkenn- ast af raunhæfri pólitik, en ekki róm- antískum draumum. í lok síðasta mánaðar hitti „Ljónið I Kasmír“ Nehru forsætisráðherra Ind- lands að máli. Þeir voru fyrir eina tíð nánir vinir, síðar svarnir fjendur, en Nehru átti án alls efa stóran þátt í að Abdúllah var látinn laus um mánaða- mótin marz-apríl. Enn er ekki að fullu kunnugt um niðurstöður þessara viðræðna, en þær gætu hafa verið fyrsta skrefið í átt til lausnar á hinu torvelda Kasmír-vanda- máli, sem hvorki stórveldin né Sam- einuðu þjóðirnar hafa getað leyst til þessa. Það er lifshlutverk Abdúllah að finna lausn á þessum vanda, og hver veit nema það sé ætlun Nehrus að kór- óna stjórnarferil sinn og æviverk með því að stuðla að lausninni. Hver er þá Sjeik Abdúllah, öðru nafni „Ljónið í Kasmír“, sem á ýmsum tímúm hefur verið nefndur „svikari", „ofstækisimaður", „æsingamaður", bæði af blöðunum í Indlandi og Pakistan, og var kallaður „ráðgáta og sfinx“ þegar hafln var látinn laus? Abdúllah er 58 ára gamall og hlaut sjeik-titilinn að erfðum. Þrátt fyrir þennan rómantíska og herskáa titil er hann bamakennari að atvinnu. Hann er Múhameðstrúar, en trúarbrögð hafa aldrei skipt hann neinu meginmáli, enda hefur hann aldrei fundið hjá sér neina hvöt til að verja eða styðja Pakistan, sem er yfirlýst ríki Múhameðstrúar- manna. Þvert á móti hófst pólitískur ferill hans með hatrammri baráttu gegn^ tiikalli Pakistans til Kasmírs. Hann sagði einhverju sinni: „Við viljum held- ur deyja en vera á valdi Pakistans.“ Abdúllah vakti fyrst á sér athygli árið 1931, þegar hann varð fyrirliði annarra ungra Kasmír-búa, sem báru fram kröfur um betri kjör til handa Múhameðstrúarmönnum undir hinni hindúísku stjórn í Kasmír. Þá var hann í fyrsta sinn dæmdur til fangelsisvist- ar. Hann losnaði samt brátt aftur úr prísundinni og stofnaði síðan „Banda- lag Múhameðstrúarmanna“ sem hélt á- fram baráttunni fyrir betri kjörö.m Múhameðstrúarmanna. J. mótmæla9kyni við þáverandi valdsherra — gerræðislegan hindúískan smákonung (maharajah) — hóf „Ljón- ið“ áróður9herferð árið 1946, sem mið- aði að því að fá hið kúgaða þjóðarbrot Múhameðstrúarmanna (sem var og er meirihluti íbúanna) til að taka sig upp og flytjast burt frá Kasmír. Á því skeiði fékk hann mikinn og ódulinn stuðning frá Nehru. Þegar hann var fangelsaður á ný, var það ekki sízt Nehru sem vánn fyrir hann og barðist fyriKþví, að hann yrði látinn laus, er það varð ekki fyrr en ári ’eftir handtökuna. Skömmu síðar réðst Pathan-þjóðflokk urinn frá norðvesturhéruðum Indlands á Kasmír, og' smákóngurinn, sem sá að höfuðborginni, Srinagar, var bráð hætta búin, sneri sér kvíðafullur til erkifjandans, Abdúllah, 9em talinn var vera eini maðurinn sem kveikt gæti baráttuvilja í fólkinu. „Ljónið“ varð forsætisráðherra í Kasmír árið 1948. En þá gerðist það, að Abdúllah, sem jafnan hafði stutt kröfur Indverja til Kasmírs, einnig á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna, sneri við blaðinu. Hon um tókst að varðveita mgiri og víðtæk- ari sjálfstjórn i Kasmír en tíðkaðist I öðrum indverskum fylkjum, og það varð smám saman deginum ljósara, að Abdúllah fjarlægðist æ meir sjónar- mið Indlands og síns gamla vinar, Neh- rus. Það var greinilegt, að hann var að reyna að gera Kasmír að sjálfstæðu ríKi. Nehru, sem hvað eftir annað kvaddi hann til Nýju Delhi, varð að bíta í það súra epli, að sjeikinn neitaði að koma. Mr á tók Indlandsstjórn til sinna ráða. Abdúllah var settur af og fang- elsaður. Gegn honum var ekki höfðað neitt formlegt sakamál, en hann sat inni fjögur og hálft ár fyrst, en var þá sleppt og gekk laus í fjóra mánuðL Hann lét sér hins vegar ekki segjast og hélt uppteknum hætti, barðist fyrir sjálfstjórn í Kasmír. Árangurinn varð sá að hann var aftur hnepptur í fang- elsi og haldið þar fram á þetta ár án dóms eða réttarhalda. Meðan hann sat í fangelsinu var háð hörð og víðtæk barátta, bæði í Indlandi og víða um heim, fyrir því að hann yrði látinn laus á ný eða a.m.k. leiddur fyr- ir rétt. í Indlandi hefur höfuðpaur þess arar baráttu verið hin ötula milljón- aradóttir Mdridúla Sarabhaí. Að hann getur nú aftur um frjálst höfuð strokið á ekki sízt rætur að rekja til þess, að Indverjum varð nýlega ljóst, að friðurinn í Kasmír og einnig milli 4[plndlands og Pakistans hékk á bláþræði — eða réttara sagt á einu aif höfuð- hárum Múhameðs spámanns. Þegar tilkynnt var fyrir einum þrem- ur mánuðum, að þessu höfuðhári hefði verið rænt úr mosku nokk- urri í Srinagar, voru fréttaskeytin, sem. bárust um víða veröld, nánast tekin sem spaug — en í augum Múhameðs- trúarmanna í Kasmír og víða um lönd var þetta sko ekkert spaug. Það varð blóðug alvara, þegar Mú- hameðstrúarmenn hófu árásir á Hindúa í Ka9mír, sem flúðu þúsundum saman, og þegar Hindúar í nálægum fylkjum Indlands hófu að brytja niður Múham- eðstrúarmenn. „Hárstríðið“ kostaði nokkur þúsund mannslíf. Mf að dró nokkuð úr viðsjánum, að hárið fannst og var aftur flutt á sinn löghelgaða stað í moskunni með mikilli viðhöfn og hátíðahöldum — en það nægði samt ekki. Ný þjóðernisleg hrifn- ingarvíma hafði brotizt út. íbúarnir í Kasmír kröfðust nýrra kosninga og heimtuðu að „Ljóninu" yrði sleppt lausu. Nehru lét undan þessum þrýstingi og ákvað að láta Abdúllah lausan — og þó er kannski fullt eins líklegt að þar hafi átt stærstan hlut að máli staðgeng- ill hans síðustu mánuðina, eftir að hann fékk slagið í janúar, Lal Baliadur Frarhhald á bls. 13 Utgeianai: fi.t. Arvakur, Reykjavílc. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 224S0. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.