Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 9
U tanríkisráðherra skrapp upp að Mógilsá í næstliðinni viku með skóflu og stakk fyrstu skóflustung- una fyrir tilraunastöð skógræktar- manna sem þarna verður reist fyrir norskt gjafafé. Síðan gáfu skógrækt- armenn sérrý úti á viðavangi og sást það á fréttamyndum. Ég hjó líka eft- ir því á myndunum að Guðmundur var með spánýja skóflu, og ég ímynda mér að frUimsýningarskóÆlur af þessu tagi séu varðveittar. Ég trúi því ekki að þeim sé bara fleygt út í verkfæraskúr. Ég hef aldrei verið hrifinn af svona viðhafnarmokstri við hátíðleg tækifæri né beinlínis skilið hann. Sé það tilgangurinn (sem ég hef heyrt) að atburðurinn verði mönnum minn- isstæður fyrir bragðið, þá er það hinn mesti misskilningur. Hver man nú hver pjakkaði opinberlega fyrir Þjóðleikhúsinu svo að dæmi sé nefnt. Þeir sem svara Guðlaugur Kósin- kranz fá núll. Ef Guðmundur hefði legið við þarna efra um mánaðartíma skulum við segja, og ef hann hefði hreinlega ræst fram stykkið með vél- skóflu, þá hefði það vitanlega verið annað má.1. Svoleiðis handtök verða manni minnisstæð. En þessir eirðar- leysistúrar embættismanna með skóflu upp í sveit brot úr degi fara gjörsamlega fyrir ofan garð og neð- an hjá almenningi. Þjóðin tekur naumast eftir þeim í önn dagsins; og það er spá mín að eftir svosem ár í mesta lagi verði menn búnir að gleyma skóflustungu Guðmundar við Mógilsá, nerna kannski þessar fáu sálir sem voru viðstaddar stunguna og nældu sér í sérrý fyrir bragðið. Ég veit að þetta er raunalegt fá- læti hjá þjóð sem læst heita menn- ingarþjóð, en Islendingar eru bara svona gerðir. Þeir eru spéhræddir og feimnir, og þeir eru hinir mestu drumbar á hátíðarstund. Maður lif- andi! það er með .naumindum hægt að toga út úr þeim þjóðsönginn. Þeir hafa beyg af serimoníum af því það er andstætt eðli þeirra að færa til- finningar sínar í samkomubúning. Það er enginn eldmóður í þeim og sáralítUl þjóðarros'ti þangað til þeir eru orðnir fullir; og þegar þeir eru orðnir fullir, þá er of mikið af hvoru tveggja. Ég held við ættum að fara í skóflustungubindindi, að minnsta kosti til reynslu. Hvernig væri að endurreisa skörulega ávarpið? Það má skrautrita það eins og í gamla daga og hengja það upp á vegg. P ersónulega er ég auik þess allt af dauðhræddur um að embættiamað urinn sníði af sér tærnar. Ég gerist líka órólegur í náv4± heiðursmúr- ara. Þegar ráðherrann hvessir aug- un á hornsteininn og þrifur til múr- skeiðarinnar, þá fer að fara um mig. Hvað gerði maður ef ráðherrann stigi nú beint ofan í steypufötuna og dytti endilangur á magann? Ég hef séð vinnufélaga minn endastingast ofan í hræru, og það var ófagur vinnufélagi sem þá reis á fætur. Mundi maður byrja að skafa steyp- una af ráðherranum með múrskeið- inni hans ef hann dytti ofan í hrær- una? Við spúluðum hinn. Mundi maður dirfast að spúla ráðherrann? Ég veit ekki. Þegar óhöpp ber að höndufn í fínum samkvæmíUim, þá láta alilir eins og þeir hafi ekkert séð. Yfirþjónninn getur hvolft úr súpuskálinni yfir höfuðið á heiðurs- gestinum, og allir láta eins og þeir hafi ekkert séð..Fulli gesturinn get- ur étið hálfan pálmalundinn, og allir láta eins og þeir hafi ekkert séð. En getur maður látið eins og ekkert hafi iskorist þegar ráðherra fer í loft- köstum inn í steypuvél? Ég efast um það; og ég held við ættum að fara í hornstéinabindindi líka. M ig langar að vekjá athygli á konunum sem bruna hérna inneftir á morgnana í beinhvítum rútubíl. Það er afdankaður rútubíll og las- legur. Rétt fyrir klukkan átta brun- ar rútubíllinn upp að löngu skjöld- óttu húsi og konurnar bruna út úr honum og hverfa inn í það. Klukk- an átta raða þær sér við færibandið sem er í húsinu og færibandið brun- ar af stað eins og rútubíUinn. Þeir eru að frysta síld þarna innra. Færi- bandið flytur síldina að konunum í endalausum blóðhlaupnum straumi. Síldarbílarnir renna í slóð rútubíls- ins. Stundum brunar færibandið við- stöðulaust til miðnættis. Þá eru liðn- ar sextán stundir síðan konurnar röð uðu sér við það. Þegar þær loka aug- unum að loknum svona degi, þá sjá Fyrri kona hans var Vilborg Árna- þær eintóma síld. Það er eins og þeg- ar fólk hefur verið í berjamó. Mig langar að vekja sérstaka athygli á þvi að sumar af þessum konum eru húsmæður. Ég veit að það er ekki þakkarvert þó að fólk taki til hönd- unum; en ég kalla það þakkarvert þegar húsmóðir fer í stígvél og brók og'Skilar tvöföldu' dagsverki í síldar- vinnu. Menn athugi vinsamlegast að hún á þá allteins eftir þriðja dags- verkið heima. Kunnugir segja mér að íslenskar fiskvinnslustöðvar gætu eins pakkað saman ef húsmæðurnar pökkuðu sam an. Skyldi vinnutímanefndin sem þingið setti á laggirnar fyrir tveim- ur árum hafa athugað vinnutímann þeirra? Það er annars makalaust hverju kvenfólkið fær áorkað þegar það tekur á honum stóra sínum. Eng- inn karlmaður gæti staðið fyrir heim ili og unnið auk þess í fiski. Hann yrði sinnisveikur og snerist í hringi. Hann er ekki þanriig innréttaður að hann geti hrært í grautarpotti með annarri hendi og rifið upp blautfisk með hinni. Aftur á móti hefur konan skap til slíkra hluta, rétt geðslag. Hún kann að blanda saman smá- kökum og síld ef svo mætti að orði komast. Hún getur farið á fætur klukkan fimm og bakað forláta af- mælistertu. Hún getur nostrað við, að skreyta þessa tertu sína þangað til langtgengin átta. En allt í einu kemur hún á harðaspretti út úr hús- inu í veg fyrir beinhvíta rútubílinn. Hún er i gúmmístígvélum og nankins brók. Bakarameistarinn með hárfína handbragðið er að fara í fisk. JCunningi minn sem er*dálítill snobb er eyðilagður maður. Hann hefur tilhneigimgu til flösu. Á dögun- um fékk han.n flösukast og flýtti sér á fund rakarans síns. Rákarinn hans sendi hann út i lyfjabúð og sagði honurn að kaupa eina flösku af Savl- on. Kunningi minn átti að þvo sér upp úr einni teskeið af Savlon í vatni, og þá (sagði rakarinn hans) mundi flasan hverfa. Kunningi minn ók í loftköstum , heim til sin með Savlonflöskuna og þvoði sér um hárið. Flasan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Því fór fjarri að kunningi minn væri eyðilagður maður. Það var ekki fyrr en hann fór að gæla við flöskuna og sá miðann á bakinu. Á honum var einskonar á- varp frá framleiðendum: Imperial Chemicail Industries Limited, hvorki meira né minna. Ávarpið reyndist inniihalda upplýsingar um notagildi Savlons. Þegar kunningi minn var búinn að lesa þær, var hann eyði- lagður maður. Ég veit ekki hvort það er hægt að áfellast hann fyrir það. Ég hef séð ávarpið, og Savlon er mesta undra- lyf að ekki sé meira sagt. Kunningi minn las að það mætti nota Savlon á sár af öllu tagi og lét það gott heita. Kunningi minn sá hvar vikið var að flösu og varð harla glaður. Kunningi minn las líka að það mætti nota Savlon í baðvatn (2-3 teskeiðar) og þóttist skilja það. En allt í einu ætluðu út úr honum augun. Hann segir mér satt að segja að það ha.fi risið á honum hárið. Flösulyfið hans fékk sérstök með- mæli framleiðenda sem sótthreins- unarlögur fyrir salernisskálar. (Tvær teskeiðar í eina fötu af vatni.) og sagði: „Nú eru Grímseyingar komn- ir í land og sækja að mér.“ — Undir palli baðstofunnar var kvíga, sem prest- ur átti, og heyrði fólkið þá, að farið var að korra í henni, og allt í einu datt hún dauð niður. Presti þótti þetta ofur eðlilegt og varð ekkert uppnæmur þó að þetta kæmi fyrir. En kvöldið eft- ir bar þar Grimseying að dyrum, en það var einmitt sendimaðurinn, — og baðst hann gistingar, sem honum var veitt. — Það fyrsta, sem gesturinn spurði um, var líðan prestsins, og vair honum sagt að hann væri vel frískur, og kenndi sér einskis meins, en haldið var, að gesturinn hafi búizt við að heyra andlát prestsins, en elcki kvígunnar. — Prestur var hinn kátasti um kvöldið og alúðlegasti við komumann. M orguninn eftir bjó prestur sig til ferða, og mun hafa ætlað að messa á Urðum, sem var annexía frá Tjörn, og vildi hann láta Grímseyinginn fara með sér. Pilturinn vildi ekki fara með presti og færðist undan því með öllu móti, en prestur herti svo að honum, að hann varð að láta undan, og svo lögðu þeir af stað tveir einir. — Sagt er, að nú hafi hinir mögnuðu og fjöl- Framhald á bls. 12 19. tölublað 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.