Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1964, Blaðsíða 12
PRESTASOGUR Framhald af bls. 9 vísu Grímseyingar komizl á snoðir um, með „kúnstum“ sínum, að síra Jón væri enn spillifandi, og að sendimaður þeirra væri kominn á hans vald, og því hafi þeir tekið það til bargðs, að magna ann- an draug og senda honum þennan dag, en hvorug þessara foi.úija náði tökum á psesti, eins og nú skal sagt frá. — Prestur lagði ekki á stað heim frá Urð- um, fyrr en kvöld var komið, og var Grímseyjarpiiturinn í fylgd roeð honum. Var þá orðið svo koldimmt, að þeir komust ekkert áfram og rataði prest- ur ekki, og taldi hann þetta gjörningu sér gjörða. — Er þá sagt, að sendingin hafi komið á móti þeim, og hafi þá prestur þvingað piltinn til þess að vinna á henni með sér, enda tókst það vel þegar þeir lögðu báðir saman. Eftir að þeim hafði tekizt að koma draugsa fyr- ir, tók villuna af þeim, og komust þeir um nóttina að Tjörn, heilu og höldnu. — Daginn eftir hélt Grímseyingurinn svo á stað heim, og hét presti, að gjöra honum aldrei óleik meir, og er sagt, að hann hafi efnt það. Þessi náungi hafði verið annar mesti fjölkynngismað- ur í eyjunni. Grímseyingar höfðu oftar gjört síra Jóni skráveifur og sent hon- um óraug tii glettinga, og eru sagnir til af því, en alltaf gat prestur vísað þess- um óvættum á bug frá sér og sínu heim- ili, þó að stundum kæmist hann í hann krappan. Mr að var almenn trá manna, að óvarlegt væri að hrekkja sira Jón eða gjöra á hluta hans, hvort heldur væri til orða eða verka, og það þó að hann væri ekki viðstaddur. Skal hér sögð saga þessu til dæmis: Einu sinni var það um vetur, þegar fólk kom á fætur á Völlum, að maður var þar fastur í glugga á skála, sem stóð á hlaðinu, og í var geymd kom- vara, fiskur, ull og smjör. Hafði hann, um nóttina, farið í skálann og stolið ýmsu, og var búinn að bera þýfið út. Þegar hann svo að lokum ætlaði að skríða út um gluggann, hafði hann á óskiljanlegan hátt orðið fastur þar, og gat ekki losað sig. Var þá reynt að hjálpa þessum auma manni, sem var aðframkominn af kulda og vanlíðan. þar sem hann hafði orðið að hanga hálfur út um gluggann, seinni hluta næturinn- ar. Átti nú að segja húsbóndanum, síra Jóni, fi'á þessum óvænta atburði, en hann var þá ekki vaknaður, aldrei þessu vant, því að prestur var vanur að vera snemma á fótum. Var þá farið að vekja hann, en það gekk illa. Hann vaknaði ekki fyrr en seint og síðar meir. Þeg- ar hann loks rumskaði, og honum var sagt frá hvað hefði komið fyrir, hrað- aði hann sér ekkert, og lá enn rólegur góða stund. — Síðan klæddi prestur sig með hægð, og var orðið vel bjart þegar hann var kominn á fætur. Loks gekk hann út og sá þá hinn óvænta gest sinn enn fastan í glugganum, og þekkti hann. Það var náungi úr næstu sókn, — af Árskógarströndinni, og bað hann nú síra Jón, fyrir alla muni, að losa sig úr þessari klemmu. Svo los- aði prestur manninn úr glugganum, en lét hann siðan bera inn þýfið og setja hvern hlut á sinn stað, — Að lokum gaf prestur honum dálítið af mat með sér, og lét hann lofa því, að glettast ekki oftar við sig eða aðra. — En sagt er, að hann hafi ekki farið oftar til mat- fanga að Völlum. S íra Jón var ekki eins vinsæll meðal sóknarbarna sinna, og fyrirrenn- airi hans, síra Eyjólfur hinn lærði, sem var einstakt ljúfmenni. Vallasóknar- menn kviðu fyrir því, að fá síra Jón yfir sig, sem landsdiottin. Kirkjujarð- irnar voru margar í þá daga, og sögðu allmargir ábúendur þeim lausum, og vildu allir fara, og ekki verða leigulið- ar síra Jóns, sem þeir héldu svo harð- býian og sérdrægan. Þeir bjuggust við harðari kostum, en hjá hinum lærða síra Eyjólfi, sem var svo blíðlyndur og stillingin ein, en um síra Jón vissu þeir það, að hann var „óexvinn og svakafeng- inn“, einkum við vín. — Þetta gekk þó allt vel þegar til kom, og varð sam- búðin milli prests og bænda miklu betri en þeir bjuggust við. — Síra Jón var stoltur og þótti líta nokkuð mikið á sig, einkum á yngri árum, og eru smásagnir um það, og skulu nokkrar sagðar hér. Einu sinni kom síra Jón framan frá Urðum, annexíunni frá Tjörn, að vetri til. Brast þá á hann moldhríð og stóð bylurinn í fangið. Hann náði þá að Brekkukoti í Tjarnarsókn og baðst gist- ingar, en treysti sér ekki til þess að halda lengra, enda enginn fylgdarmað- ur með honum, og svarta myrkur kom- ið. Þegar prestur svo var lagstur útaf í rúmið, sagði hann: „Nú er síra Jón Halldórsson lagstur lágt.“ — Bóndinn í kotir.u anzaði: „Hægra gat það verið í fönninni.“ — Öðru sinni var prestur á ferð fram i Skíðadai. Þá brast líka á hann hríð í náttmyrkri, og komst hann við illan leik að kotbæ* sem hét Syðra-Hvarf, og baðst þar húsaskjóls. Bóndinn, sem hét Jón, var bæði fátækur og einfaldur. Þegar búið var að verka fönnina af presti og hlynna að honum, sagði hann upp úr eins manns .hljóði: „Þykir þér ekki, Jón, þér veitast virðingin, að hýsa mig?“ — Ekki er þess getið, að bóndinn hafi svarað neinu. — Einu sinni átti síra Jón að hafa beðið góðkunningja sinn að geta til, hvað sér þætti vænst um. — Vinur hans fór að geta, og gat þess fyrst, að síra Jóni þætti vænst um konu sína, en það var ekki, síðan um börnin, en það var held- ur ekki, svo um reiðhestinn og ýmis- legt fleira, en það var ekkert af því, sem hanii nefndi. Svo hætti hann að geta, en þá sagði prestur: „Það er sú mikla andans gáfa sú'a Jóns Halldórs- sonar.“ t— Þ að kom slundum fyrir, að sira Jón var ölvaður þegar hann kom heim úr ferðalagi, og var þá nokkuð „rysj- óttur“ eða svakalegur við konu sina og börn. Einu sinni var það um haust, að kvöldi til, að von var á sira Jóni heim úr ferðalagi. Veður var gott, og börn-' in mörg í myrkrinu og kváðu við raust: „Senn kemur hann faðir okkar og ber hana mömmu og drepur okkur öll.“ — Þessu héldu þau áfram þangað til prest- ur kom heim og heyrði til þeirra. Þá sagði hann: „Góðan eigið þið föður- inn.“ — En þess er getið, að guðsanað- urinn hafi haft hægt um sig þetta kvöld og á næstimni. — Það kvisaðist síðan, að einhver fullorðinn hefði komið böarn- unum til þess að kveða þetta, en þessi söngur barnanna eða kveðskapur, hafði því tilætluð og góð áhrif á síra Jón. Þess er áður getið, að sira Jón hafi verið karlmenni mikið að burðum, og ér ein sagan sögð þessu til staðfesting- ar. Prestur var einu sinni á ferð fram an úr Svarfaðardal, líklegast frá annex- íukirkjunni á Urðum. Hann reið þá of- an með Svarfaðardalsá og mætti kúahóp, og var með þeim mannýgt naut, mjög vont. Réðst það á móti presti öskrandi, svo að hann komst ekki áfram. Var þetta á árbakkanum. — Þá snaxaði prestur sér af baki og tók á móti kusa, og glímdi við hann. Honum tókst að koma bola fram af bakkanum, ofan í árhýúnn, og skildi þar með þeim. Prest- ur hraðaði sér heim að Tjörn, og komst þangað heill á húfi, en boli hefur svo eflaust svamlað úr hylnum, á land. — Eitt vorið var manntalsþing haldið að Völlum, en þar var þingstaður hrepps- ins. Var þingið vel sótt og þinghúsið troðfullt af mönnum. Síra Jón þurfti að komast inn í þinghúsið, þá var mann þröngin svo mikil, að hann komst ekki nema inn úr dyrunum. Þá sagði hann hátt: „Væri guðshús eins vel sótt og þetta þing, væri það góðxa gjalda vert.“ — En þá gegnir einhver innarlega í húsinu: „Væri ekki messað nema einu sinni á ári, þá væri guðshúsið fullt, allt til gátta“. — Þá spyr prestur og er hast- ur í rómi: „Hver gegnir?“ Honum var svarað: „Það er Sigurður á Karlsá.“ En prestur fór út aftur og svaraði engu, og var þess til getið, að hann hafi ekki viljað lenda í orðakasti við Sigurð á Karlsá, sem var merkur búhöldur, greindur og orðheppinn. — Mr ess er áður getið hversu fjölvís síra Jón var, en hér skal einnig sagt dæmi þess hversu forspár haim var, og margir héldu líka að hann skildi fugla- mál. Það er sagt, að eitt sinn hafi síra Jón verið í kaupstaðarferð inn á Akur- eyri og var fylgdarmaður með honum, og voru þeir nærri komnir alla leið í kaupstaðinn. — Þá flugu tveir hrafnar á móti þeim og krunkuðu ákaflega. Þá segir síra Jón:1 „Það skaltu Ijúga, þar verð ég ekki, því að þá verð ég allur á burt.“ — Fylgdarmaðurinn spurði þá prest, hvað hann ætti við með þessu. Prestur segir honum þá, að hrafnarnir hafi verið að segja sér, að á morgun myndu þrír prestar'fljúgast á á Akur- eyri, og kvaðst vona, að þá yrði hann farinn þaðan. — Þetta gekk eftir. — Daginn eftir er sagt, að þrír drukknir guðsþjónar hafi flogizt á í kaupstaðn- um, en síra Jón hafði þá verið lagður á stað heim. Síra Jón var bænheftur guðsmaður, og ti'úðu sóknarbörnin því, að sá sem öllu stjórnar, hefði fremur opin eyrun fyrir bænum hans en annarra hvers- dagslegxa guðsþjóna. Skal hér sagt frá einu atviki, þar sem menn þóttust vissir um, að Guð almáttugur hefði tekið í taumana fyrir bænarstað síra Jóns. — Á efri árum síra Jóns kom það fyr- ir á bæ þeim, sem Kóngsstaðir heita í Skíðadal, sem er kirkjujörð frá Völl- um, að eldur kviknaði útfrá kola- brennslu í hálsi þeim, sem Kóngsstaða- háls er kallaður, og bærinn stendur und ir. Þetta var í þurrkatíð og varð eldur- inn ekki slökktur hvernig sem reynt var, en hálsinn var þakinn hrísi, svo að hvergi var rjóður í honum. — Þá var það ráð tekið, að senda o>fan að Völlum til síra Jóns, og láta hann vita hvernig komið var. — Prestur gegndi þessu fáu, og varð hljóður. Lét síðan sækja hest sinn og bjóst til ferðar með sendimanni. Síðan reið hann þegjandi og mælti ekki orð alla leið fram í Kóngsstaðaháls, og upp á hálsinn eins nálægt eldinum og óhætt var. Fór hann þar af baki og lagðist niður á bæn, langa stund. — Varð þá snögg breyting á veðri; — það fór að þykkna í lofti, en áður hafði verið sólskin og bjartviðH. Þá tók hann hest sinn og reið heim á leið, og stanzaði hvergi fyrr en heima á Völlum. En meðan prestur vax á leið- inni heim, kom mikil rigning, sem hélzt til kvölds, og við það slokknaði eldur- inn, og kom ekki upp aftur. Mr að var trú manna í Svarfaðardal að i'eimt væri eftir síra Jón, og að hann væri þar enn á ferli, þó að likami hans væri kominn í kirkjugarðinn á Völlum. Þóttust menn einkum verða varir við svip hans í frambænum á Völlum, og þá helzt í svokölluðum klefa, en það var smákompa, sem fyrrum hafði verið bókaklefi prestanna, og stóð fram á 19. öld. Síra Stefán Þorsteinsson (d. 1846), sem var prestur á Völlum fyrri hluta 19. aldar, sagðist oft hafa séð svip af manni við klefadyrnar, og sýndist hon- um alltaf hann víkja úr vegi fyrir sér. Þessum manni lýsti síra Stefán svo, að hann væri heldur stór og þrekvax- inn og gamall maður, snöggklæddur, í bláum tvíhnepptum bol eða vesti, með bláa kollhúfu á höfði. — Öllum göml- um mönnum í Vallasókn bar saman um, að þarna væri ekki um annan að ræða en síra Jón Halldórsson. Stóð heima um vöxt hans og hversdagsklæðnað. — Margir menn voru til frásagna um þenn- an svip, sem þeir sáu eftir síra Jón, þar sem hann var á sveimi á Völlum, en nú eru bæði húsin gömlu löngu liorf- in, og síra Jón eflaust orðinn uppgefinn á þvi að vera að athuga leifamar af jarðneskum reytum sínum. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3 húsbóndinn hvíldist við eldstóna og vermdi sig. Þegar þau sáu gestinn koma inn úr dyrunum, sögðu þau einnig: „Gott kvöld!“ Þá varð litla prinsessan svo ákaflega glöð, því að á þessum bæ talaði fólkið mál, sem hún skiídi. En hún var svo varfærin, að hún vildi ekki að svo komnu láta neitt á því bera. „Hvað heitir þessi bær?“ sagði hún til þess að þreifa betur fyrir sér. „Hann heitir Sælukot", sögðu hús- bændurnir strax, og þá vissi hún, að fólkið skildi hana. Hún réð sér varia fyrir gleði, en samt fannst henni vissara að reyna betur fyrir sér einu sinni enn. „Hvað heitir rpálið, sem þið talið á þessum bæ?“ sagði hún. „Það heitir verm,lenzka“, sögðu hjón- in. Þá gekk litla stúlkan til þeirra og bað þau að lofa sér að vera hjá þeim, því að þetta væri eini staðurinn í ver- öldinni, þar sem fólk gæti skilið málið hennar. En þegar hún kom inn i bjarmann frá eldinum, sáu þau, að hún var lítil prins essa fi'á Babýlon. Og þau sögðu henni, að hún hlyti að hafa villzt, og að hún mundi alls ekki geta þrifizt og dafnað hjá þeim. Vermlenzkan væxi töluð á hverjum einasta bæ í allri sveitinni, sögðu þau, svo að hún gæti setzt að, hvar sem henni þóknaðist. En litla prinsessan vildi ekki hlusta á það. „Nei“, sagði hún. „Nú veit ég, að ég hef ratað rétta leið. Og hér vil ég vera, því að hérna get ég orðið til gagns og gleði”, sagði hún.” 11 itla Klara Gulla hafði setið allan tímanr. hreyfingariaus í fangi Jóns, og augu hennar orðið sífellt stærri og kringlóttari af undrun. En þegar Jón hafði lokið sögunni, sat hún fyrst stein- þegjandi, síðan sneri hún höfðinu og leit á allt og alla í stofunni, eins og hún hefði aldrei séð það áður. „Já, þetta getur verið, eins og það er, dálítið lengi enn“ sagði hún að lok- um. „En þegar ég verð stór, þá ætla ég að fara til baka aftur, þangað sem ég er komin frá.“ Jón varð ofurlítið langleitur í fram- an. Og það, sem verra var, — Katrín hafði nú vaknað og heyrt það síðasta af samtalinu. „Já, þarna sérðu! Þetta hefurðu fyrir að vera alltaf að telja stelpunni trú um, að hún sé eitthvað stórt og fínt!“ sagði hún. 12 LESBOK morgunblaðsins 19. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.