Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Qupperneq 1
| 22. tbl. 14. júni 1964 — 39 árg. j
illi mannúð og fyriÆyggju, að þvi er
mör.gum finnst. •
Aðstaða þeirra til einræðis fer sí-
versnandi og verður æ hættulegri.
Veldur því einkum tvennt: Hvíta þjóðar
brotið verður, vegna mikillar efnahags-
þróunar, æ háðara vinnuáfli Bantúa og
Asiumanna. Þar til kemur að hörunds
dökkum mönnum fjölgar miklu örar en-
hvítum.
Russell, lávarður frá Liverpool, er
þekktur varð sem aðalsaksóknari við
réttarhöldin í Núrnberg, reit í sikýrslu
til brezku stjórnarinnar, eftir að hafa
ferðazt á hennar vegum um Suður-Afr-
íku, m. a. þetta: „Landinu verður ekki
forðað 'frá borgarastyrjöld, þar sem
stjórn Verwoerds hefur kyrrsett til
langs tima eina manninn — Luthuli —,
Ólafur Ólafsson:
ALBERT LUTHULI
„Blökkumannaleiðtoganum Al-
bert Luthuli verður ekki sleppt
úr stofufangelsi í bráð.“
— Útvarpsfrétt 24.5. 1964
Þ
1.
Þjóðfrelsishefja S.-Afriku - lýðveldisins
ess er ekki ævinlega gætt, að
vaidböfum Suður-Afríku-lýðveldis er
mikill vandi á höndum og kemur margt
•til þess.
Tólf lönd á stærð við fsland mundu
rúmast innan landamæra lýðveldisins.
Fimmtán hundraðshlutar landsins eru
ræktanlegir. Atvinnuvegir eru svo
margbreytilegir og framfarir miklar, að
ekkert land álfunnar kemst til sam-
jafnaðar. Þar eru auðugustu gull-, dem-
ants- og úraniumnámur í heimi. Gull-
vinnsla gaf af sér eitt árið sem svarar
fimm milljörðum íslenzkra króna, en
demantsnámur nálægt tveim milljörð-
um.
Einnig er unnið úr jörðu kol og margs-
Ikonar máimar. Aðrir atvinnuvegir eru
akuryrkja, sauðfjár- og nautgriparækt,
fiskveiðar og fjölbreyttur iðnaður.
Samgöngur eru með ágætum. Þannig
ei-u þar tveir- þriðju hlutar járnbrauta-
kerfis allrar álfunnar.
Fcrsaga ríkisins er sú, að til þess var
stofnað 1910 með samsteypu fjögurra
ríkja: Oranjefrírikis, Transvals, Höfða-
lands og Natals.
Það útaf fyrir sig hefur torveldað
samruna allra landsmanna í þjóðar-
heiid.
Þjóðin er margklofin.
fbúar eru um það bil 15 millj. og eru
að uþpruna frá þrem heimsálfum.
Menn af evrópskum uppruna eru
nokkuð á fjórðu millj. eða meira en
(helmingur allra hvítra innflytjenda í
Afríku. Fjölmennastir eru Búar, eða
Holiendingar og Bretar, sem eitt sinn
'bárust á banaspjót (1899—1902).
Bæði hafa þau glöp, sem og tunga, trú
og ólíikir atvinnuhættir, orðið fullri
einingu þeirra til fyrirstöðu.
Það er þessi rúmur fjórði hluti þjóðar-
innar, sem fer með öll völd í landinu.
Afrískir blökkumenn, Bantúar, eru
fjölmennastir, um tiu millj., eða sem
svarar — að Hottentottum og skógabú-
um meðtöldum, — fullum tveim þriðju
blutum landsmanna. Þeir eru mang-
klofnir 1 þjóðflokka og þjóðflokkarnir
í ættflokka. Og hver um sig talar sína
mállýzku.
Slærsti þjóðflokkur Bantúa eru Zúlu-
»nenn, sem Aibert Luthuli telst tiL
Loks eru Asíumenn nokkuð yfir
báifa millj. Þeir eru langflestir Ind-
Albert Luthuli
verjar. Þeir voru sóttir yfir hafið til
Asíu fyrir um það bil einni öld, vegna
mikils skorts á vinnuafli í Suður-Afrí'ku,
en það var þá þegar mikið framfara
land.
í engu öðru landi álfunnar fara hvítir
menn einir með völd. Það hafa þeir
lengi gert af frábærum dugnaði, en lít-
sem gat barizt fyrir kynflokkajafn-
rétti, án þess að til blóðugrar byltingar
kæmi“.
þ 2
Mr ess var í lengstu lög gætt af yfir-
völdum Suður-Afriku, að heiminum
bærist fáar fréttir af Lut'huli og bar-
áttu hans aðrar en þær, sem til óhróðurs
gátu talizt. Því var og sáraiítið um
hann vitað á Norðurlöndum, allt til
þess er honum voru veitt friðarverð-
lauh Nóbels, 11. des. 1981.
Eftir það var farið að spyrja: „Hver
er maðurinn?“
Og þá lá svarið Ijóst fyrir. Það varð
ekki dulið.
Atbert Luthuli er einn þeirrar mann-
gerðar, sem Kristur nefndi friðflytj-
endur. Með því er meira sagt en það,
sem nú er kallað að vera friðarvinur
eða friðarsinni. Slikir menn geta hæg-
lega þaigað við óréttlæti eða nöldrað, en
haldið að _sér höndum. Það hefur Lut-
huli ekki gert. Hann er friðflytjandi og
þess vegna baráttumaður. Hann hefur
í mörg ár verið forvígismaður í freisis-
stríði kúgaðra þjóðflokka.
Annars gefur sjálfsævisaga hansglöggt
svar vig því, — en hún hefur því miður
ekki verið þýdd á íslenzku.
Það útaf fyrir sig lýsir manninum
nokkuð, að ævisaga hans er ekki að
okkar hætti, íslendinga — Ég-saga
Hún greinir frá mörgum örlagaríkum
stórviðburðum. Luthuli hafði næg tæki-
færi til að koma fram sem söguhetja,
er alit snýst um. En í þess stað víkur
hann til hliðar. Persónusagan verður
lítt áberandi ívaf stjórnmálasögu hör-
undsdökkra manna í Suður-Afríku, allt
frá því er hann sem ungur kennari
tekur að gefa sig að opinberum mál-
um og þar til hann var dæmdur til
fimm ára fangavistar og nú samkvæmt
síðustu fréttum, til annarra fimm ára.
» Sv« er köllunarverk hans samofið
Sögu hans heittelskaða, hrjáða fólks.
A3.
Ibert Luthuli er fæddur í Suður-
Rhodesíu, en flutti ungur með foreldrum
sinum til Natal. Hann á þar heima í
þorpi, sem nefnt var á sinum tíma eftir
amerískum kristniboða, Groutville.
Annars voru þeir þrír, kristniboðarnir,
sem komu til Natal samtímis, í janúar-
mánuði 1836. Þeim var einstaklega vel
tekið. Afi Alberts Luthulis var ætt-
flokkshöfðingi byggðarlagsins, þar sem
kristniboðarnir hófu starf. Hann tók
kristna trú og varð öldungur fyrsta
safnaðarins.
Um þá, sem fyrstir urðu kristnir af
ættflokki hans, skrifar Luthuli— orð-
rétt þannig: „Gerbreyting hafði orðið
á lifi þeirra. Það lýsti sér í nýjum lífs-
venjum, nýrri lífsskoðun og trúarvið-
horfum, já, nánast nýrri manrugerð. En
þeir voru eftir sem áður Zúlumenn,
þeir voru kristnir Zúlumenn en ekiki
heiðnir“.
Kristniboðarnir stofnuðu til nýrrar
atvinnugreinar, ræktunar sykurreyrs,
sem frá byrjun hafði hina mestu þýð-
ingu fyrir lífsafkomu ættflokksins.
Albert Luthuli er sem sé kristinn í
þriðja ættlið. Hann hefur búið að góð-
um anfi, þó að oltið hafi á ýmsu hjá
kristnum söfnuðum í Natal. Menntun
fékk hann góða, fyrst í barnaskóla
kristniboðsins og síðar í kennaraskóla
þess. Við þann skóla var hann síðan
kennari í mörg ár. Kennslugreinir hans
voru .einkum tónlist, landafræði,
kennsluæfingar, saga og zúlumál. Hann
var einn þeirra góðu kennara, sem vaxa
með starfinu og eru alltaf að bæta við
sig.
Hann segist hafa orðið fyrir miklum
og varanlegum áhrifúm i skólanum.
Hann skrifar: „Mér skildist að kristin
trú er ekki einkamál, þjóðfélaginu sem
slíku óviðkomandi. Kristin trú veitir
einmitt styrk til þess að láta ekki vanda-
má1 þjóðfélagsins afskiptalaus".
Þjóðmál bar að vísu ekki oft á góma
í kennaraskólanum. Þó bryddi þar á
fyrstu afskiptum Alberts Luthulis «
sviði opinberra mála.
Hann kynnti sér einkum fræðslumál
og varð ritari kénnarasamtaka blökku-
manna i Suður-Afriku —1927 — og síð-
Framhald á bls. 13