Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 3
Hjalmar Söderberg: E inu sinni var ung stúlka og mjög ungur maður. í>au sátu á steini úti á litlum tanga, sem teigði sig fram í vatn- ið og smábylgjunuim skolaði alla leið upp að fótum þeirra. Þau sátu hljóð, hvort með sdnar hugsanir, og hortfðu á sólina hníga til viðar. Hann hugsaði, að gjarnan vildi hann fá að kyssa hána. Þegar hann leit á munn hennar, þá fannst honum, að hann væri einmitt til þess gerður. Hann (hafði að vísu séð fallegri stúlkur en hana, og eiginlega vair hann ástfanginn af annarri. En hana fenigi hann víst aldrei að kyssa, þvi að hún var lionum fjaiiæg draumadís og stjarna, og ekki getur maður kratfizt stjamanna. Hún hugsaði, að hún vildi gjarnan, að hann kyssti hana, til þess að hún fengi tiletfni til að verða reglulega reið við hann og gætfi sýnt honum, hversu hún fyrirliti hann takmarkalaust. Hún ætlaði að spretta upp, sveipa kápunni þétt um sig, senda honum ískalt augna- ráð og ganga síðan á burt, þráðbein og róleg, án þess að flýta sér hið minnsta. En til þess að hann gæti ekki séð, hvað hún hugsaði, sagði hún lágt og hógvært: — Heldurðu, að líf sé til eftir þetta líf? Hann hugsaði, að auðveldara mundi reynast að kyssa hana, etf hann svaraði játandi. En hann mundi ekki fyrir víst, hvað hann kynni að hafa sagt áður um sama efni við önnur tæki- færi og var því hræddur um að verða tvísaga. Þess vegna horfði hann djúpt í augu hennar og sagði: — Þau augnablik eru til, að ég trúi því. Þetta svar fannst henni ákafteiga þægi legt, og hún hugsaði: Hann hetfur nú samt nokkuð fallegt hár — og enni líka, en það er synd, að hann skuli hafa svona ljótt nef, og svo hefur hann held- ur ekki neina stöðu, — bara stúdent. Það var ekki með slíkum eiginmanni, sem hún ætlaði sér að gera vinkonur sínar gular og grænar af öfund. Hann hugsaði: Nú fæ ég áreiðanlega að kyssa hana. En hann var samt sem áð u. dálítið varfærinn og smeykur. Hann hafði aldrei áður kysst stúlku af henn- ar tæi. Pabbi hennar lá sofandi í hengi- mottu þarna skarnmt frá, og hann var borgarstjóri í borginni þeirra. Hún hugsaði: Það væri kannski enn- þá betra, að ég gætfi honum kinnhest, þegar hann kyssir mig? Og hún hugsaði aftur: Hvers vegna kyssir hann mig ekki, — er ég þá svona ljót og leiðinleg? Og hún laut áfram yfir vatnið til þess að spegla sig, en spegilmynd henn- ar brotnaði í bárudansinum. Hún hélt áfram að hugsa: Það væri gaman að vita, hvernig það væri að láta hann kyssa mig. í raun og veru hafði hún aðeins einu sinni verið kysst, það var liðsforingi, og það var eftir dans- leik á Borgarhótelinu. En hann lyktaði svo andstyggilega af víni og vindlareyk, þó að hún yrði vissulega dálítið hrifin, þegar hann kyssti hana, þar sem hann var liðsforingi þrátt fyrir allt. Annars fannst henni ekki svo mikið til um þann koss. Hún hataði hann reyndar, af því að hann hafði ekki beðið hennar á eftir og ekkert kært sig um hana frek- ar. Meðan þau sátu þannig, hvort með sínar hugsanir, gekk sóilin til viðar, og það byrjaði að skyggja. Og hann hugsaði: Fyrst hún sit- ur kyrr við hlið mér, þó að sólin sé horfin og farið að skyggja, þá getur vel verið, að hún hatfi ekki svo mikið á móti því, að ég kyssi hana. Hann lagði aðra höndina gætilega yf- ir háls hennar og herðar. Þessu hafði hún ekki búizt við. Hún hatfði haldið, að hann mundi bara kyssa hana beint og krókalaust, og þá ætlaði hún að gefa honum kinnihest og ganga þar næst sína leið eins og prinsessa. Nú vissi hún ekki, hvað hún ætti að gera. Auðvitað vildi hún verða reið við hann, en hún vildi heldur ekki missa af koss- inum. Þess vegna sat hún alvag hreyfing arlaus. Þá kyssti hann hana. Það var mikið einkennilegra en hún hafði haldið. Hún fann, að hún varð föl og ofurlítið máttlaus, og hún hafði al- veg gleymt, að hún ætlaði að gefa hon- um kinnhest, og að hann væri bara stúdent. En hann hugsaði um kafla í bók einni eftir einhvern trúaðan lækni um „Kyn- líf konunnar“. Þar stóð: „Gætum þess ávallt í faðmlögum hjónabandsins að hatfa stöðugt og fullkomið vald yfir til- finningum vorum“. Og hann hugsaði, að það hlyti að vera mjög erfitt að gæta þess, þar sem aðeins einn koss gæti haft svona sterk áhrif. Þegar tunglið kom upp, sátu þau enn- þá kyrr og kysstust. Hún hvíslaði að honum: — Ég elskaði þig, um leið og ég leit þig í fyrsta sinn. Og hann svaraði: — í huga mínum hefur engin stúlka verið til í heiminum — nema þú. Gusfur daudans___________________________________________ Eftir Jóhann Hjálmarsson Fornkonungurinn hefur úr myrkrinu ævilangan óð til skýja, ljósdepla og festinga. Á sér bústað í marmarasalnum undir hlátri sólguðsins. Dýrkar það sem hann lifandi aldrei fékk snert nema í stjörnusæng draumanna: þessa hluti sem eru tómt loft, bergmál. En heimsins salt ertu jörð og mannsins afl, sársauki dýrs á ströndu ólgandi hafs. Svart var þitt ljós, hamur þinn sópaði gólfið leikið var manntafl á stórum reitum þess. Smurður varstu og færður á þennan stall til þess að drottna á sama stað og fyrrum: fáfengileikans hola völundarhúsi. Og sál þína langar nú héðan úr húmi og skuggum upp móti skýjum, ljósdeplum og festingum. Fjarri æ, svo fjarri salti jarðar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.