Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Síða 4
•vwifta til að lífga upp á ferðamanna- strauminn. I»etta er svifbáturinn „Sirena", sem rætt er um í greininni — 60 tonn á 60 km h raða, Á svifbáti til Álandseyja VIÐ hafnargarðinn í Stokk- hólmi rakst ég á einkenni- lega fleytu, straumlínumyndaðan bát með einskonar hliðaruggum að framan — og grindverki að aftan- verðu. Þóttist ég vita, að þar væri komin skipategund sú, sem á sænsku nefnist bárplandsbát. Liggur við, að éf> þýði þetta með svifbáti, fyrst ég virðist hafa dálæti á farartæk.ium, sem svífa — fyrst á gamaldags loft- belgjum, síðar á Zeppelins-loftför- um, og síðast á allskonar svifbraut- um. Náði ég tali af einum forstjóra hinnar þekktu ferðaskrifstofu Ny- man & Schultz, Arne Husberg, en skrifstofa þessi sér um rekstur á þessu skipi, sem heitir „Sirena“, í umboði Finnska gufuskipafélagsins (Finska Ángfartygs A.B.) í Helsinki. Skipið „Sirena" er um 60 tonn á þyngd, 127 brúttó- og 69 nettórúmlestir. Lengdin er 27 m, breiddin 10 m, en þar er meðtalin breidd hliðarugganna, 2 metrar hvor. Um dýpt skipsins er eig- inlega ekki að ræða, hún fer ekki held- ur eftii því, hve þungt skipið er hlaðið. Því að kjölur skipsins lyftist um fulla tvo mera á ferð, þannig að hann rélt snertir yfirborð hafsins. Þetta tækni- lega undur er einmitt það, sem einkenn- ir þessa gerð skipa og gerir það að verkúm, að hraði þeirra verður 05 sjó- mílur eða h. u. b. 60 km á klukkustund. „Sirena" er á ferðum milli Stokkhólms og Mariehamn, höfuðstaðar Álandseyja. Með venjulegu skipi tekur þessi ferð 8 klst., en „Sirena“ fer leiðina á 2% klst. eða á þrisvar sinnum skemmri tíma. Við höfum séð létta hraðbáta spóka sig í Skerjafirði og gengur þessvegna ef ti! vill erfiðlega að ímynda okkur, að skip, sem flytur nær hundrað farþega, skuli af eigin vélarafli geta lyfzt ofar öldum og siglt með hraða bifreið- ar. Það er ekki fyrr en vindhraði er meiri en 20 m á sekúndu, að svifbátur- inn verður að minnka hraða niður í venjulegan gang skips, en jafnvel í miklu óveðri reynist þetta litla skip traustara sjóskip vegna hliðarugga sinna. — Þar eð skipið svífur ofar öldunum með mikiuvn hraða, er smíði þess nokkuð frá- brugðin venjulegum skipum. Tveimur Mercedes Diesel-vélum, hvorri um sig 1400 hö., sem snögglega geta aukið ganghraðann, er komið fyrir miðskips á að gizka 25 gráðum skáhallt þannig, að skrúfurnar sitja á löngum öxlum, sem liggja úr miðjum kili skips og eru festir í sterkar grindur, sem sjást að nokkru leyti, þegar skipið er á fullri ferð og hefur lyfzt. if egar ég fór að spyrja forstjór- ann, hvernig sætanýtingin væri á „Si- renu“, andvarpaði hann þungan, leit á stóru Finnlandsskipin við hafnargarðinn Skeppsbron og minnti mig á, að Stokk- hólmur og reyndar Svíþjóð öll hefði um skeið verið í einskonar alþjóðlegri sótt- kví vegna bólusóttartilfellanna sumarið áður. Mörg lönd krefðust þessvegna bólusetningar fyrir fólk sem kaemi frá Sviþjóð. Enda þótt bólusetningin væri auðvelduð mjög og farþegar gætu fljót- iega fengið hið alþjóðlega gula bólu- setningarvottorð, hefði þetta stórlega dregið úr ferðamanastraumnum. Eink- um hefðu margir ferðamenn skirrzt við að iáta bólusetja sig eingöngu vegna skemmtireisu til Álandseyja og þá held- ur sleppt henni, en Álandseyjar til- heyra Finnlandi. Hefði því sætanýtingin o>ftast ekki verið nema 50% allt sum- arið, og ef ekki væri sala tollfrjáls varn- ings um borð í „Sirenu“, mundi rekst- urstap hafa orðið enn ti'lfinnanlegra. En mun þetta tap þá ekki jafnast yfir árið, þar sem sjá má fram á að landið muni leyst úr sóttkví? — Því miður ekki, þar eð svifbáturinn er bara í ferð- um yfir sumarmánuðina. — Því þá það? — Og fræðimannstónn kemur í rödd forstjórans: Öll fljót Mið- og Norður- Svíþjóðar flytja milljónir trjábola til borga við Botniska hafið, þar sem úr þeim verður unnin trjákvoða, sem er miki’ útflutningsvara Svía. Þótt þess- ara bola sé vandlega gætt, tekst einstök- um þeirra alveg eins og slyngum sauð- um að slíta sig úr hjörðum, o.g fara þeir þá „á eigin spýtur“ út á sjó og um allt Botniska hafið. Þessir „eintrjáning- ar“ valda skipum almennt engum vanda, en öðru máli er að gegna, þegar svifbátar þjóta þar um. Ef einn slíkur trjábolur lenti í skrúfum skipsins, mundi hann ekki einungis eyðileggja þær, heldur og geta valdið stórslysi. — Þannig má snúa þekktu orðtæki við og segia, að ekkert sé með öllu svo gott, að ekki sé líka eitthvað illt við það. Að samtali þessu loknu var mér Ijóst, að fvæðslan ein hafði ekki getað svalað forvitni minni — mig langaði að reyna sjáifur þetta undraskip og fá þar að auki nokkra nasasjón af þessum eyja- klasa á milli Finnlands og Svíþjóðar. Vildi ég þó fresta ferðinni þar til bólu- setningarskyldan yrði afnumin, en það var í blöðum talið líklegt að yrði þann 28. júlí. Þegar ég sneri mér til skipa- afgreiðslunnnar aftur, frétti ég að bólu- setningarskyldan munidi ekki verða af- numin fyrr en í ágúst, en að yifirvöld Áiandseyja krefðust ekki lengur vott- orðs, þar eð smitunarhættan var raun- verulega talin liðin hjá. Samt máttu Nyman & Schultz nú ekki auglýsa þessa bót, þai sem hér var eingöngu að ræða um þegjandi undanþágu, sennilega r ór ég því um borð í „Sirenu** mánudaginn, 29. júlí. Þilfarið sjálft er fremur lítið, en þar er farangri farþega komið fyrir í ílöngum og vandlega tryggðum geymslum. Lestarými á skipinu er lítið, það rúmar aðeins birgðavörur barsins. Fyrst er komið i lítinn forsal, sem tekur 10 manns í sæti, þaðan er svo gengið nokkur þrep nið- ur í fr.rþegasalina í fram- og afturhluta skipsins svo og upp á brúna. Farþega- saiirnii og sætin þar eru mjög lík og í flugvélum. í fremri sal er bar, og fjór- ar einkennisklæddar þernur höfðu nóg að gera við að afgreiða veitingar og sölu tollfrjáls varnings, en samt var ekki skipað í öll sætin. Skömmu eftir að skipið hafði lagt frá bryggju, var það komið á fulla ferð. Hafði ég að vísu ekki búizt við þessu fyrr en úr sjálfri höfninni væri komið. Var stefnt í norðausturátt gegnum hinn víðáttu- mik.'a Skerjagarð milli Stokkhólms og Eystrasalts, en sigling þessi tekur nær einn og hálfan klukkutíma. Venjulega er fjerlegt líf á þessu lystisvæði Stokk- hóimsbúa að sumri, og aragrúi báta þar á ferli. En dumbungsveður var og umferð um þessa siglingaleið með dauf- asta móti. Smábátarnir sem við mætt- um komu sér tímanlega úr leið svif- báts okkar, einstöku sinnum var lúð- urinn þeyttur, við svifum léttilega fram úr öðrum skipum, oft var veifað glað- lega til okkar. Á meðan siglt var miili skerjanna fann ég betur til hins mikla hraða bátsins en eftir að út á sjálft hafið var komið. Kjölfarið var freyð- andi hvítt og slétt, enda enginn öldu- gangur fyrst. En þegar skerjagarðinum sleppti, var sjórinn álíka úfinn og oftast gerjst á Faxaflóa, en báturinn hélt sama hraða, hliðaruggarnir voru áfram sýni- legir ofar yfirborði sjávar. En þá tók báturinn á sig óvænta snögga og snarpa kippi til hliðar, og þótti því flestum bet- ra að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Gert er jafnvel ráð fyrir, að farþegar Framhald á bls 6 „Safn-skipið“ POMMERN í Vásterhanr.n — svifbáturinn liggur aftan við það. 4 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.