Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 9
Séra Ólafur og Ebba Guðrún með dæt urnar tvær heima í stofunni við Drápu hlíð. (Ljósm. Ól. K. M.) að er rólegt og gott að búa í Hlíðunum. Og síðan þeir byrjuðu að malbika þar allar göt- ur er líka einkar þrifalegt og vist- legt á þesisum slóðum. Lengi hefur verið beðið eftir malbikinu þar efra og loksins, þegar það er komið, vilja sjálfsagt flestir íbúarnir vera þar um kyrrt. En svo er þó ekki með alla. Fjölskyld- an á fyrstu hæð í Drápuhlíð 7 er í stöð- ugum flutningahugleiðingum. Ekki vegna þess að hún kunni illa við sig. Síður en svo. Gallinn er bara sá, að fólkið er þarna ekki í réttri sókn. Séra Ólafur Skúlason, prestur í Bústaðasókn, ætti auðvitað ekki að eiga heima ann- ars staðar en í Bústaðasókn. Og þess- vegna eru þau hjónin, Ólafur og Ebba Guðrún Sigurðardóttir, meðal þeirra, sem á hverjum degi líta yfir auglýsing- ar dagblaðanna — og leita að hæfilegri íbúð. Þeim hætfir í rauninni ekki hvað sem er, því séra Ólafur verður að stunda ýmis prestverk heima — og til þess þarf bæði rúmgott húsnægi og kyrr- látt umhverfi. Við heimsóttum þau Ebbu og sér Ól- af í fyrri viku og hittum fyrir elsku- legt fólk á látlausu snyrtilegu heim- ili. Daeturnar tvær, Guðrún Ebba 8 ára og Sigríður 5 ára voru í sparikjólun- um, því myndasimiður var með í för- inni. Þegar við foruim að ræða við heimilis- fólkið leynir það sér ekki, að öll fjöl- skyldan tekur þátt í prestsstörfuim heimilisföðurins af lífi og sál. Það kem- ur jafnval fyrir að litLu stúlkurnar' syngja mieð, þegar skírt er heima — og þær syngja skírnarsálma jafnt sem barnavísur, þegar þær eru að leika sér. F rúin starfaði mikið í KFUK áður en hún giftist. Það var auðvitað góð imdirstaða og mikill styrkur fyrir hana 22. tölublað 1964 ----------------- í starfi prestsfrúarinnar. Hún hafði samt aidrei haft nein kynni af lí(i á prests- heimili — og allt þetta var henni nýtt, þegar þau Ólafur stofnuðu heimili. I'rúin var þá 19 ára — og heimili sitt stofnaði hún vestur í Ameríku. Það má því segja, að það hafi ekki verið tekið með sitjandi saeldinni að byrja á slíkri braut í framandi landi. En þau höfðu bæði mikla ánægju af þessu, eins og að líkum lætur — og þá hyerfa allir erfið- leikar sjálfkrafa. Séra Ólafur var þá prestur hjá ís- ’ lenzka söfnuðinum í Mountain í N-Da- kota. Þar voru þau fjögur ár —• og þar eru báðar dæturnar fæddar. — Frúin talaði mikið um hve nýstárlegt allt hefði verið þar — og ánægjulegt. — Það er miklu léttara að vera hús- móðir í Ameríku, sagði hún. í raun- inni mjög ólíkt. Fólk gerir þar aílt aðrar kröfur, er miklu nægjusamara á mörg- um sviðum — og hefur minni áhyggjur en við hér á íslandi. Þar er ekki lagt jafn óskaplega mikið upp úr því að hús- gögnin séu svona en ekki hinsegin, tepp in nái út í horn — og fimm eða sex teg- undir af kökum séu á borðum, þegar gestir koma. Fólk á það meira að segja til að koma með köku með sér, þegar það kemur í heimsókn — og þykir eng- um neitt athugavert við það. Fólk er glaðvært og gerir að gamni sínu, segir hún. Og safnaðarstarfið er með töluvert öðrum hætti, segir Ólafur okkur. Nán- ari tengsl milli prests og safnaðarmeð- lima, að sumu leyti meira líf í safnað- arstarfinu en við eigum að venjast hér. En hann segir að þetta muni breytast mikið a.m.k. hér í Reykjavík á næst- unni vegna þess hve prestunum í höfuð- staðnum hefur verið fjölgað. Þeir verði nú í betri aðstöðu til þess að kynnast sóknarbörnunum — og ekki kvartar séra Ólafur yfir lakri kirkjusókn. Hann er mjög ánægður, segir að mörg hundr- uð manns sæki messur hjá sér. U t í þessa sálma hlýtur rabb á prestsheimili alltaf að fara, ef á annað borð er minnzt á kirkjuna. Og hvernig er hægt að tala við prest án þess að kirkjan komi við sögu? Að visu vorum við komnir til þess að litast um á heim- ilinu, en sem stendur er heimilið að Drápuhlíð 7 líka að nokkru leyti heimili sóknarbajmanna — og Verður það alltaf, jafnvel þegar búið verður að reisa kirkju og áfast safnaðarheimili í Bú- staðasókn, eins og áformað er. Annars er. þetta allstór íbúð. Stofa, tvö stór herbergi og rúmgóður skáli, sem gegnir hlutverki borðstofu. Forstofuher- bergf notar séra Ólafur sem skrifstofu -r- og hann hefur mörgum hnöppum að hneppa. Meðan hann var æskulýðsfull- trúi þjóðkirkjunnar (og reyndar enn) var hann önnum kafinn við margs kon- ar störf í sambandi við vinnubúðir og sumarbúðir kirkjunnar auk alls annars. Þetta sumarstarf eflist með hverju ár- inu sem líður — og samfara því hefur séra Ólafur þurft að ferðast mikið um landið. Hefur hann þá stundum tekið fjölskylduna með — og hafa þetta verið sumarfrí þeirra allra. Þau hafa mjög gaman af ferðalögum, hjónin taka þá myndir, gjarnan litmyndir, sem kunn- ingjar og vinir hafa gaman af að sjá á tjaldi á vetrarkvöldum. En úr því að við erum búin að tala svona mikið um starfið, kemur ykkur e.t.v. í hug, að prestshjónin í Bústaða- sókn eigi eftir allt engar frístundir. Svo slæmt er það ekki, enda þótt lítill tími gefist til tómstundastarfa. Húsmæðurnar eru aldrei í vand- ræðum með tímann, það vita allir. Og á það ekki sízt við prestsheimili. En séra Ólafur notar hverja stund, sem gefst, til þess að lesa góða bók — og hann hefur sérstakan áhuga á- 'bandarískum stjórnmálum. Þegar hann var í Ameríku Framhaid á bls. 10 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9 Sjálfsagt vildu margar litlar stúlkur eiga hús á borð viff það, sem Sigríður og Guðrún Ebba eiga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.