Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Síða 11
SIGGI SIXPENSARI
— Ég er að koma, krúttið mitt!
— Hann er með barkahimnubólgu!
A erlendum bókamarkaði
Ferðabækur, félagsfræði
Journal of a Tour to the Hebrid-
es with Samuel Johnson 1773.
James Boswell. Heinemann 55s.
1963.
Frederick A. Pottle skrifar nýjan
formála og sér um útgáfuna.
Þetta rit hefur verið lesið og
dáð í tæp tvö hundruð ár, birtist
nú í nýrri útgáfu, sem er að
nokkru frábrugðin þeim eldri.
Munurinn liggur í því að mikið
hefur fundizt af dagbókum, nót-
um og athugagreinum Boswells
undanfarin þrjátíu ár. Því er
þessi útgáfa fyllri en þær fyrri og
opinskárri ,engu sleppt vegna til-
litssemi við ættingja fólks, sem
kemur við sögu á heldur neikvæð
an hátt. Því meira sem birt er af
áður óprentuðum plöggum Bos-
wells því greinilegar kemur í Ijós
ógæti hans sem rithöfundar. Dag-
bækur hans sem enn er verið að
gefa út gefa bæði ágæta mynd af
honum sjálfum og samtíð hans.
Þær eru ein bezta heimild um
hugsunarhátt og viðbrögð manna
á Englandi og víðar á síðari hluta
18. aidar.
Ferð þeirra vinanna um Skot-
land og Hebrideseyjar stóð í 101
dag. Og Boswell skrifar allt upp
sem gerist, hann skráir nákvæm-
lega samtöl doktorsins og lýsir
viðbrögðum hans við hinu annar-
lega umhverfi, sem var svo frá-
irugðið kjörstað hans, London,
sem hann dáði svo mjög. Doktor-
inn virðist ekki hafa breytt neitt
skoðunum sínum á Skotum, við
nánari kynningu, og Boswell skrif
ar upp eftir honum ýmsar athuga
semdir um þá ágætu þjóð. Bókin
er með skemmtilegustu ferðabók-
um, ágætlega útgefin og skreytt
samtímamyndum.
Rural Revolution in France..
The Peasantry in the 20th -Cent-
ury. Gordon Wright. Stanford
University Press 40s. 1964.
Franskir bændur voru hluti lands
byggðarinnar eins og búsmali
þeirra, án allrar meðvitundar um
eigin styrk, nema þá sjaldan þeir
hófu uppsteyt og óróa þá hag
þeirra var þrengt það mjög að
jafnvel daufingjar hlutu að
rumska. Þetta voru vinnudýr að-
als og konungs, dyggir og trúir,
íhaldssamir og jarðbundnir.
Ágætt hráefni í soldáta. Napóleon
sagði að beztu hermennirnir
kæmu úr inndölum og af annesj-
um. Þessi stétt var ekki mjög frá
brugðin búsmalanum meðan hún
hafði nóg að bíta og brenna. Eft-
ir frönsku stjórnarbyltinguna
verður nokkur breyting á, sjálf-
eignarbændum fjölgar, og stéttin
kemst sums staðar í álnir. Á tutt-'
ugustu öld tekur þessi þungi
bændamúgur að rumska. Það
koma fram bændur sem hvetja
stéttarbræður sína til þátttöku í
stjórnmálum og verzlunarmálum,
stéttin vaknar til meðvitundar
um eigin styrk og þeir gerast þátt
takendur í sköpun Frakklánds nú
tímans. Stjórnmálabaráttan út
um sveitir er oft bundin kaþólikk
um og kommúnistum. Ungmenna
félög kaþólikka eru víða áhrifa-
mikil á sveitum. Bókin er ágætt
heimildarrit um franska bænda-
stétt og þátttöku þessarar stéttar
í mótun Frakklands á 20. öld.
Bókmenntir
Shakespeare. Peter Alexander.
Oxford University Press 10/6.
1964.
Þetta er einn sá bezti inngangur
að verkum Shakespeares sem út
hefur komið. Bókin er bæði fyrir
byrjendur og einnig er mikið á
henni að græða fyrir þá sem
lengra eru komnir. Höfundur er
ákaflega skýr og vandaður í frá-
sögn sinni, enda einn fremsti
fræðimaður um Shakespeare og
verk hans sem nú er uppi. Auk
þess er bókin ódýr.
A Treasury of Great Amcrican
Quotations. Charles Hurd. Hawt-
horn Books $5.95. 1964.
í þessari bók er að finna 2500
klausur eftir 32 höfunda. Útgef-
andinn Charles Hurd er blaða-
maður og rithöfundur, og hefur
sérstaklega lagt stund á útgáfu
rita svipaðs efnis, svo sem A
Treasury .of Great American
Letters. Bókin er með margföldu
registri, höfundaskrá og efnis-
skrá ,svo að hún er mjög þægi-
leg til uppsláttar. Það er mikill
munur á útgáfu hérlendis hvað
þessu viðvíkur, það má teljast
undantekning ef góð efnisskrá
íylgir íslenzkum fræðiritum.
Þótt amerísk saga sé ekki löng,
þá mega þjóðir, sem eiga lengri
sögu, margt læra af reynslu og
viðhorfum þeirrar þjóðar, sem
byggir Norður-Ameríku. Það er
einmitt í ritum sem þessum sem
reynsla kynslóðanna og hugsunar
háttur á að birtast. Hér er úrval
þess alls sem bezt hefur verið
skrifað og sagt í þessu víðlenda
ríki, sem á svo skamma en við-
burðaríka sögu.
Nýjar Penguin-útgáfur
The New Life. Dante. Penguin
3/6. 1964.
Þetta er ný þýðing, gerð af Willi-
am Anderson. Þetta er sagan um
ást Dantes á Beatrice. Dante verð-
ur ástfanginn af Beatrice á barns
aldri og er það til æviloka. Þetta
er þráður sögunnar, en hún býr
yfir fleiru, og það er það sem
ótal fræðimenn hafa reynt að
túlka í margar aldir. Viðhorf
Dantes eru viðhorf manns, sem
byggir tvo heima, heim miðalda
og dagrenningu næsta tímaskeiðs.
Burckhardt telur í bók sinni
„Menning Endurreisnartímans"
að Dante hafi með þessu riti
haslað sér völl sem stórskáld og
merkisberi framtíðarinnar, í ný-
stárlegum skilningi sínum á við-
fangsefninu ,sem er algjörlega
óskyldur viðhorfum skálda allt frá
Catullusi og fram á daga mið-
aldaskáldanna og trúbadúranna.
Verkið er bæði mjög persónu-
bundið og einnig tjáning nýrra
hugmynda um siðfræði og trúar-
brögð.
ll Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR
Þ „ að er ekki tilgangur þessara orða að móðga lesandann,
þótt rætt verði nokkuð um gamalt orð og hugtak, sæmdina. Ein-
hvern veginn fer á þá lund að þegar leiðbeina skal erlendum
gestum og svara spurningum þeirra, tekur maður að gefa þessu
hugtaki meiri gaum en endranær. Augu ferðamannanna hafa
tilhneigingu til að beinast að ýmsu, sem vaninn hefir þurrkað
út í vitund heimamanna.
„Sæmd er hverri þjóð....“, segir í ljóði einu, sem oft er sung-
ið. Og svo er um suma mannkosti að þeir eru til sæmdar hverri
þjóð, sem hefir þá til að bera. Skulu hér tilfærð tvö dæmi,
bæði tekin úr innlendri reynslu. Útlendingur einn, er land
vort gisti, hafði týnt skilríkjum sínum og peningum. Áður en
hann varð tjónsins var, hafði íslenzkur maður símað heim til
undirritaðs og sagt frá því að þetta væri fundið. Nokkru síðar
gerðist sams konar viðburður, og átti þá í hlut annar útlend-
ingur. Hinu týnda var skilað hingað-heim til mín, til mikils
lettis fyrir eigandann. Svo greiðle_ga gekk að koma hinu týnda
til skila eins og farið væri beint eftir boðorðum hinnar helgu
bókar. Þessir viðburðir hafa meiri áhrif til góðrar landkynn-
ingar en tíu hæða steinhús. Þetta er tilvalið efni og tollir í
minninu, eins og Ibsen segir. Á meðan slíkir viðburðir gerast,
verður það ekki í efa dregið að eitthvað af sæmdarfólki býr í
þessu landi.
\
1»nnað er oss til minni sæmdar. Það hefir ávallt kostað
mig mikinn eltingarleik að hafa upp á Sæmundareddu handa
þeim fáu erlendu menntamönnum, sem eftir henni hafa spurt.
Er hún þó ein þeirra bóka, sem hafa gert garðinn frægan hér-
lendis. Fornsalar hafa hingað til komið mér til hjálpar, en nú
virðast öll sund lokuð. Hins vegar er hægt að fá Edduna í
þýzkri útgáfu, og bókartitil hef ég séð á rússnesku, sem benti
til þess að innihaldið væri vor fræga Edda á þeirri tungu í
bókabúð hér í borginni. Úrvalskafla úr hinni sömu Eddu má
einnig fá í útgáfum ætluðum erlendum stúdentum. En það
nægir ekki oss til sæmdar. Skylt er þó að geta þess að allgóð
útgáfa af Snorra-Eddu hefir hingað til verið fáanleg.
Hins vegar tel ég tvímælalaust að ekkert sé oss til þvílíkrar
vansæmdar sem drykkjuskapurinn. Undir áhrifum áfengis eru
landar vorir einatt til lítillar sæmdar fyrir þjóðina í samskipt-
um við sæmilega siðaða erlenda menn. Þeir sem lifðu Alþingis-
hátíðina 1930 og minnast þess, hve sómasamlega landslýður
kom þar fram, þótt fjölmennið skipti tugum þúsunda, gera sér
það greinilega ljóst að slík hegðun og framkoma er óhugsandi
nú, þegar áfengið flæðir yfir þjóðina, konur, börn og karla.
Þarf jafnvel ekki fjölmenni til svo að vandræði hljótist af þeim
drykkjuskap, sem nú er landlægur orðinn í föðurlandi voru.
s.
U íðastliðið ár gleymdist að halda upp á tvö afmæli. Þá
voru 30 ár liðin frá því að Hitler komst til valda — og rituð
var hér á landi greinin: „Farið heilar, fornu dyggðir." Hitler
iét hinar fornu dyggðir fara, en það varð þjóð hans til lítillar
sæmdar. Menn geta orðið ölvaðir af öðru en áfengi: Fárán-
legar og fanatískar hugmyndir geta haft sams konar áhrif í
stórum stíl. Drembilætið ýtir sæmdinni til hliðar, tillit til ann-
arra manna verður að víkja fyrir harðstjórnarhneigð. Á Hitl-
erismanum og drykkjuskapnum virðist að vísu mikill munur,
en eitt er þó sameiginlegt: INHOMEOSTASIS, röskun hins eðli-
lega jafnvægis, röskun þess jafnvægisástands, sem þarf að
vera fyrir hendi, ef maðurinn á að geta stjórnað bíl sírium,
ríki sínu og sjálfum sér á viðunandi hátt.
Vér þurfum að vera á verði, segir Sören Kierkegaard, til
þess að tungumálið verði ekki gert að lyga-máli. Og hér við
má bæta: Til þess að uppeldið verði ekki gert að lyga-uppeldi
og lífið að lyga-lífi. En það, sem forðast þarf, gerist og getur
gerzt á margan hátt, beint og óbeint, með óhófi annars vegar
og vanrækslu hins vegar. Þótt vér kunnum málfræði svo sem
sjö tungumála, þá er ekki þar með sagt að vér getum varizt
því að málið verði gert að lyga-máli, og vér getum, þrátt fyrir
málfræðikunnáttuna, verið illa siðaðir og illa uppaldir menn.
Uppeldið verður ekki gott nema til komi þekking á verðmæt-
um og meðferð þeirra. En þar hefir oss brugðizt bogalistin á
Eyrstu tveim áratugum hins íslenzka lýðveldis. Og vel værj
ef vér gæfum meiri gaum að því eftirleiðis en hingað til hefir
gert verið, hvað horfir í raun og veru til almennrar sæmdar
með þjóð vorri.
22. tölublað 1964
LESBOK MORGUNBLAÐSINS H