Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Síða 12
Á SVIFBÁTI Framhald af bls. 6 hættir að gegna upprunalegu hlutverki sínu. Þessir fuglar geta alls ekki flogið. Krakkarnir reyndu árangurslaust að tæla þá að landi með því að herma eftir hálshljóðum þeirra, en þeir voru saddir. Mávategundir ýmsar héldust við á fuglahólmi þessum eingöngu vegna þess, að fuglum öllum var þar vel séð fyrír mat, annars voru þær einar al- írjáJsar ferða sinna. Mest í stúf við furur, sem og hvíta ströndina stungu þó páfuglarnir — karldýrin stolt, litfögur og ails óhrædd — kvendýrin grábrún og full af móðurlegri umhyggju fyrir ung- um sínum. Stundum gullu við frum- skógarlegir kveinstafir þeirra í kvöld- kyrrðinni — Hani einni, sem gekk sér til skemmtunar fram hjá bekk þeim, sem ég sat á, missti tvær af skrautfjöðrun- um úr stéli sínu og tók ég þær heim s_em minjagrip um ferð þessa til Álandseyja. Haraldur Ómar Vilhelmsson. Fimmtabekkjarferðin Framhald af bls 8 hinni ágætu Óðinsskipshöfn. Sumir urðu svo veikir að þeir óskuðu þess af öllu hjarta, að Jónas hefði aldrei fundið upp á því að senda fimmtabekkinga í þessa ferð og strengdu þess heit að stíga aldrei á skipsfjöl aftur. En allt var þetta gleymt um leið og aftur var fengið fast land undir fótum. Feiðin til Hornafjarðar tók rúman sóiarhring. Þangað var komið um kl. þrjú. Var þá komið logn, en þykkt loft og dumbungsveður. S.imt var það slæmt í sjóinn, að við urðum að bíða klukku- tíma úti fyrir ósnum áður en bátur kom úr land: til að sækja mannskapinn. En öll tókst landtakan giftusamlega. Þegar í iand var komið, stóð fimmti bekkur M.A. á bryggjunni og fagnaði okkur vel. Hafði Óðinn sótt þá r.orður áður en hann kom eftir okkur sunnanmönnum til Reykjavíkur. Þeir Norðlendingar gerðu íerð sína undir forustu Pálma Hannes- sonar, sem þá var náttúrufræðikennari nyrðra. Áttum við eftir að kynnast hon- um betur síðar, því að hann var gerður rektor um haustið. Þegar í land kom, héldum við rak- leiðis til kaupfélagsstjóraihjónanna, Jóns ívarssonar og konu hans, fengum þar mjólk og brauð, kaffi og kökúr. Var teltið hraustlega til matar því að flestir voru innantómir eft.ir sjóferðina og sjó- veikina. Síðan lituðumst við um í þorp- iou meðan beðið var eftir bíl til að flytja okkur og farangurinn lengra inn í sveit- ina. Þar skyldi slá tjöldum fyrir nótt- ina. En það var einhver bið á því að bíllinn yrði ferðbúinn. Ekki mun hafa venð nema um einn slíkan farkost að ræða á þeim tíma. Nú mun öld önnur þar sem annarsstaðar. Höfn var ekki oiðinr. slíkur stórstaðui sem nú er hún. Við fengum okkur léðan bát hjá til- vonandi hornfirzkum sjómönnum og rerum út á fjörðinn. Það var unaðslegt að ióna þarna milli grasivaxinna hólm- anna þetta kyrra vorkvöld og láta frið þess og fegurð seytla inn í sálina. Skyndi lega er kyrrðin rofin af ámátlegu gauli uppi í plássinu. Það minnir okkur á, að nú er ekki til .setunnar boðið. Bíllinn er tilbúinn, venjulegur vörubíll, og við sitj- um uppi á dótinu á óvfirbyggðum pall- inum. Það gerir hellidembu, en hvað gerir það til? Henni er heilsað með glöð- um söng og fólkið kemur út á hlað á bæjunum við veginn til að vita hvað um er að vera. Á tröppunum í Bjarna- nesi stendur síra Ólafur ásamt nokkrum yfirmönnum af Óðni. Þeir hafa farið þangað í heimsókn og virðist liggja vel á þetm. Við höldum áfram, inn að Þveit. Þa.r er tjaldað I votu grasinu undir skýjuð- um himni vornæturinnar. Reist eru fjögur tjöld: nr. 1. er eldhús og matar- geymsla, nr. 2. er kvennabúrið, nr. 3. og 4. er fyrir okkur piltana og G.G.B. Klukkan er orðin 2 þegar búið er að koma sér fyrir og allir fallnir í svefns- ins ró þessa fyrstu nótt ferðalagsins. Fimmtudagur 13. júní. Það er vakn- að snemma eftir væran svefn. Nú er léttara í lofti heldur en daginn áður og nú sjáum við fyrst hina rómuðu fegurð þessarar sveitar, sem blasir við ti, allra átta. Hér er landafræðin auð- lærð, því að hér er ísland sjálft í allri sinni fjölbreytni — gras og gróður, lygn vötn og hjalandi lækir hið næsta, berar brattar skriður naktra fjalla fjær, o>g úti I firðinni reginsandar, stórfljót og fjmbuljöklar. Þegar við höfum gefið okkur tíma til að skoða þessar dá- semdir, er etinn morgunverður. Svo eru tjöldin felld, enda var aldrei ætl- unin að tjalda þeim nema til einnar nætur að þessu sinni Nú skal haldið inn að Hoffelli, innsta bænum i Nesj- um, og ganga þaðan á jökul. Það ætla Noroanmenn lika að gera og verðum við þeim samferða. Hestvagn er feng- inn undir farangurinn. en við þrömm- um eftir blautum veginum í rign- ingu unz komið er að Hoffelli, þar sem tjöldum er slegið kl. 6 um kvöldið. F inhverra hluta vegna varð pró- víantínr viðskila við annan farangur og kom hann ekki fyrr en seinna. Var af þeim sökum ekki hægt að búa kveld- verð fyrr en um miðnætti og voru ir.enn þá orðnir í meira lagi matlystugir sem vonlegt var. Matargerð var svo hagað að þrír skyldu vera kokkar hvern dag og hlýddu allir þeirri skipan orða- laust. Gekk svo alla ferðina. Heyrðist enginn kvarta yfir slæmum mat eða ó- r.ógum. Var þó hvorki um íburð né kræsingar að ræða, en hafragrautur upp á hvern dag. Eftir morgunverð föstudaginn 14. júní var lagt af stað í jökulgönguna. Farið var upp á Svínafellsjökul, en til þess að komast að honum þurfti að fara yfir smá-jökulkvísl, sem rann í Horna- fjcrðarfljót. Nokkrir hestar voru með í förinni. Stúlkurnar fá þá, en við strák- arnir vöðum, enda áin aðeins rúmlega í hné. — Flest er nú úr minni liðið, sem við bar í þessari jökulgöngu, enda mun ekkert hafa gerzt þar sögulegt. Ekki skorti góðar leiðbeiningar eða hoila hvatningu til að færa sér ferðina sem bezt í nyt. G. G. B. var óþreytandi í því að fræða okkur og vekja athygli á því sem fyrir augu bar. Á það við alla daga þessa ágæta ferðalags. En árang- urinn fór vitanlega mjög eftir því hversu ahugasamir menn voru í náttúrufræði og inóttækilegir fyrir þann fróðleik, sem kennarinn miðlaði. Ekki fórum við langt inn á jökulinn. Var hvorttveggja, að hann var all-ógreið ur yfirferðar og svo hitt að við vorum líit útbúin til jökulgöngu og með öllu óvc'n slíkum ferðalögum. Kalt var á jöklinum, þótt vorveður væri, og urðu msnn fegnir er þeir stóðu aftur á auðri jörð. mt ótt þetta væri fyrsta fimmta- bekkjarferðin — fyrsta langa skólaferða lagið, — var ferðin svo vel undirbúin og vel fyrir öllu séð, að aldrei kom neiít á óvart, aldrei skorti neitt, sem ekki var auðvelt úr að bæta og ráða f.-am úr. Það var áreiðanlega vel ráðið að hafa dagleiðir stuttar, svo að sjálft ferdalagið var hvorki langt né strangt. Stundum var verið um kyrrt — bara fanð i stuttar gönguferðir til að skoða umhverfið og lesa í bók náttúrunnar og njóta fegurðar hennar og friðsældar í blíðu vorsins. Við vorum líka sérstak- iega heppin með veður þrátt fyrir nokk- urn skúragang fyrstu dagana eins og áður er á drepið. Eitt óhapp vildi til í ferðinni. Það var þegar við vorum um kyrrt í Hoffelli. Ein stúlkan meiddist á fæti og varð af il!t sár. en ekki broi. Læknir var kall- aður til neðan af Höfn og gerði hann að meiðslinu og tókst vel. Síðan voru búnar út sjúkrabörur og sjúklingurinn borinn áleiðis til Hafnai unz bíll kom á móti. Á Höfn lá svo þessi ágæta bekkjar systir okkar við beztu aðbúð en mikil leiðindi þar til hún varð okkur sam- ferða suður til Reykjavíkur með Óðni. Frá Hoffelli fluttum við bækistöðvar okkar austur undir Aimannaskarð. Þar voru Norðanmenn fyrir í tjöldum sínum og æt'uðu að leggja af stað heim næsta dag með Óðni. Eitthvað kom það til orða, að við færum með þeim og héld- um síðan áfram með skipinu kringum land, en fararstjórar okkar munu hafa talið það óráð að fára svo langa sjóferð með tilliti til þess hvernig mannskapur- ínn bar sig á austurleiðinni. Var það áreiðanlega vel ráðið, enda sættust allir á það. Nú rann upp 17. júní bjartur og fagur. Það var að vísu ekki þjóðhátíðar- dagur þá, enda lýðveldið ekki stofnað. Það var bara afmæli Jóns Sigurðssonar og haldið hátíðlegt víða um land. Svo var am.k. í Hornafirði Þar var efnt til samkomu í kirkjukjallaranum — sem notaður var sem skóh og fundarhús Nesjamanna áður en Mánagarður reis. Þama fóru fram ýmis skemmtiatriði: ræðuhöld, einsöngur, skuggamyndasýn- ing og svo náttúrlega ball — með grammófón- og orgel-músík — fram á rauðanótt. Þegar ballinu lauk var kom- in ausandi rigning og austanrok. Við ókum heim í tjöldin á opnum vörubíl, því ekki var um annan farkost að ræða, og vorum hin kátustu. En nú gafst á að líta. f fögru og björtu veðri höfðum við haldið að heiman og ekki minnzt þess, að á skammri stundu kann að skipast veð'ir í lofti. Nú var allt rennblautt, sem utantjalds var, og sumsstaðar hafði vatn runnið inn í tjöldin. Sérstaklega hafði kvennabúrið orðið fyrir miklum vatnsaga. Fékk kvennaliðið karlatjaidið til íbúðar þessa nóit, eða það sem eftir iifði nætur. Daginn eftir, þ. 18. var ekki farið að hreyfa sig fyrr en eftir hádegi. Þá skein sól í heiði og við fengum heim- sókn í tjöldin, — Einai í Hvalnesi, sem var að koma austan og skreppa út á Höfn. En hann virtist eiga erindi leng- ra, því að hann spurði: „Hvenær fara þeir að fara í sumarfrí, höfðingjarnir í Reykjavík?" En við gátum engu svar- að. Við vissum ekki hvenær þeir mundu ætla að taka sér frí þetta sumar, höfð- ingjarnir í Reykjavík. Svo bauð Einar okkur heim í Hvalnes upp á kríuegg. Ekki gátum við noúo okkur það rausn- arboð. Við höfum lítið að gera þennan dag nama hvíla okkur eftir ballnóttina og var það vel þegið. Um kvöldið fékk Guð- rnundur G. Bárðarson sér hesta, tók með sér tvo pilta og reið niður á Höfn. Hann þurfti eitthvað að erindsreka vegna ferðarinnar næstu daga, en þá átti að hatda austur í Lón. Veðrið var undur- fagurt, loftið var hreint og tært, sólin blikaði á hvítum jöklum og „kvöldblíðan lognværa kyssti hvern reit.“ Þegar erind inu var lokið í Höfn, var haldið heim í tjöldin í aftankyrrðinni. En þegar komið var skammt upp fyrir þorpið, mættu riddararnir flestum tjald búunum, sem komu arkandi eftir þjóð- veginum með kvennaskarann í broddi fylkingar undir forustu frk. önnu. Hvað hafði komið fyrir? Kröfuganga? Uppreisn? Strok? Tjald- bruni? Nei fjarri fór því. Þeim hafði bara leiðst að halda kyrru fyrir heilan dag og ákveðið að fá sér kvöidgöngu þennan 10 km. spöl niður á Höfn áður en farið var í háttinn. Göngufólkið kom ekki heim í tjöld- in fyrr en langt var liðið á nótt, en G G. B. gerði ráðstafanir til þess að sinurt brauð og heitt kókó biði þess er það kæmi heim úr smni löngu göngu- ferð. Það sýnir nærgætni þessa góða og merka skólamanns. Nú fór að styttast í Hornafjarðar- veruniu Samt var eitt eftir — að litast um í Lóninu — austustu sveit Sunnlend- ingafjórðungs. Til þess skyldi notaður næsti dagur 19. júní. Það var mollu- veður kyrrt og milt, sæmileg fjallasýn. Það var lengra upp á skarðið heldur en okkur hafði sýnzt neðan af láglend- íriu. Við höfðum aðeinr fáa hesta undir farangur, því að nú höfðum við bara með okkur tvö tjöld. Það var ekki ætl- unin aö vera í Lóninu nema eina nótt. V.uð fórum okkur hægt, nutum veður- b’íðunnar og útsýnisins í ríkum mæli. Sumir komu við á nokkrum bæjum aust- an skarðsins, drukku kaffi, slóruðu og fóru sér hægt unz komið var á bakka Jökulsár. Hún sagði: hingað og ekki lengra, því að þá var ekki komin nein brú. G. G. B. og áhugasamir náttúru- fræðingar af skólafólkinu notuðu hverja stund trl að safna steinum og skoða plönt ur. Ramarinn og grasatínan gengu Guð- mundi aldrei hendi firr. Frk. Anna og G. G. B. reyndust hinir ágætustu fararstjórar í þessari fyrstu fimmtabekkjarferð. Munu allir, sem þess nutu, minnast góðrar og geðfelldr- ar stjórnar þeirra með þakklæti. Nú má raunar fara skjótt yfir sögu þegar sagt er frá ferðalokum. Við héld- um aftur til baka vestur yfir Almanna- skarð næsta dag og vorum eina nótt í okkar gamla tjaldstað í Nesjunum. Þ&ð rann upp síðasti dagur okkar í Hornafirði 21. júní. Þá fluttum við okk- ur niður í Höfn og biðum þar komu Óðins að norðan um kvöldið. Fré. sjóferðinni til Reykjavíkur er ekki margs að minnast. Líklega hefur veðrið verið betra heldur en á austur- leiðinni. því að sjóveiki var mun vægari. Svo var skilizt á hafnarbakkanum í Reyk.iavík eftir þessa ágætu, ánægjulegu ferð, og hver hélt til sáns heima. Lokið var upphafinu á nýjum þætti í íslenzkri skólasögu. G. Br. 4 HAGALAGÐAR | Enginn veit..... ' Sr. Jón Jónsson var prestur á Auð- ' kúlu 1803-17. Hann var tengdasonur • sr. Odds í Miklabæ, búhöldur góður, | fjölhæfur gáfumaður og vel látinn. Fylgdi hann vermönnum út fyrir ' Svínavatn, en lenti í vök og drukkn- ‘ aði á heimleið undan Kúlunesi. Um i hvarf hans var margt kveðið og þar , á meðal þessi feigðarlega staka: ^ I Enginn veit um afdrif hans i utan hvað menn sáu: T Skaflaförin skeifberans á skör til heljar lágu. 1 (Árbók Farðafélagsins 1964) 1 ; I Takmarkið i i Bróðurlagt samfélag allra manna , er takmarkið, sem kristindómuxinn stefnir að. En slíkt ríki verður aldrei j stofnað með hatri og svikum. Mann- kynssagan hefur sýnt það nægilega I skýrt, að blóðugar byltingar s-kapa | aldrei annað en grimmd og harð- | stjórn. Þróunin verður að koma inn an frá með vaxandi þroska einstakl- | inganna. Eins og traust bygging verð- I ur aldrei reist nema úr góðum efni- } við, hversu. álitleg, sem teikningin l er, svo verður gott ríki eigi stofnað 1 nema með góðum þegnum. Annars I fúnar allt og hrynur af innri spilling. j (Benjamín Kristjánsson) | 12 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.