Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Side 13
ALBERT LUTHULI Framhald aí bls. 1 gr — 1933 — formaður þeirra. Sem slik- ur varð hann fulltrúi stéttarinnar gagn- vart yfirvöldunum. Það var upphaf mik- illa og einatt erfiðra samskipta hans og hvítra embættismanna á komandi ár- um. Er fram liðu tímar, sviptu yfirvöldin Ikennara blökkumanna öllum mögulei'k- um til að hafa nokkur áhrif á skóla- mál svo og 'hagsmunamál stéttarinnar. Álits hörundsdökkra kennara var ekki leitað, er settar voru reglur fyrir starf þeirra, tillögum og kvörtunum ekki sinnt. Luthuli kvæntist ungur kristinni kennslukonu af afrískri smáikonunga aett Hefur hún reynzt honum igóð stoð í erfiðu verki. Hann gat hennar hlý- lega þegar hann veitti friðarverðlaun- unum viðtöku. Með konu sinni eignaðist hann sjö 'börn. Þau áttu í miklum erfiðlei'kum með að koma þeim til mennta. Það er rétt eitt tilefni þess, að hann er í ævi- sögu sinni langorður um fræðslumálin í Suður-Afríku. S 4‘ vo var kristniboði fyrir að þabka, að á æskuárum Luthulis voru mö'gu- leikar blöbkumanna til að afla sér skóla menntunar ólíkt meiri en siðar varð. Það var ekki sízt þetta, er opnaði augu Alberts Luthulis fyrir því blóðuga óréttlæti, sem mikili mieirihluti íbúa Suður-Afriku átti við að búa á öllum sviðum þjóðlífsins, aðeins vegna hör- undsiitarins. í fræðslulögum, sem menn af evrópsik- um uppruna voru einir um að setja blökkumönnum í Suður-Afríku, 1954, segir meðal annars: Seinþroska nemendum, er fallið hafa í prófum tvívegis, skal vísa úr skóla fyrir fullt og allt. Skólaráð hefur vald til að kalla kenn- ara og einnig til að reka þá frá starfi, án þess að gefa á því nokkra skýr- ingu Enginn kennari má hafa færri nem- endur í bekk en 65. í fjárlöigum er kveðið svo á, að til fræðslumála sikuli veita sömu upphæð ér hvert, og þannig er ekkert tillit tekið til þess, að nemendum fjölgar ár írá ári. Skólabækur verða nemendur að kaupa. Heimilt er að veita kennsluréttindi í barnaskólum hverjum þeim, er gengið hefur á námskeið fyrir kennaraefni, þótt ekki hafi verið nema nokkrar vik- ur, — þó gegn lægstu launum. Ekki má hvítur kennari kenna hör- undsdökkum nemanda. Kenni hvit hús- móðir svartri vinnustúlku stafrófið, þá fremur hún lagabrot. Ennfremur eru ákvæði um að kenna skuli á mállýzku hvers ættflokks um sig, svo að ékkert sé gert til þess að sameina þá. (Sbr. hina fornu megin- reglu: Sundra &g drottna). Þannig mega ungmenni Xhosa ekki ganga í sama skóla og Betsjúar, né heldur Zúluæska sitja í sama bekk og Swazíar. Luthuli ber dr. Verwoerd það á brýn, að hann tali með lítilsvirðingu um ikristniboð, sem unnið hefur verið að í Suður-Afríku í tvær aldir. Um það seg- ir Luthuli orðrétt: „Kristniboðar áttu frumkvæði að hverskonar þjóðmálum meðal Afríkumanna. Þeir voru fyrstir til að reka skóla og námskeið fyrir þá, stofna lækningastöðvar, mennta hjú'kr- unarlið og lækna“, M5. ikil þáttaskil urðu í lífi Luthulis 1936, en á því ári voru blökkumenn al- gerlega sviptir kosningarétti. Hann hafði verið kjörinn höfðingi ættflokks *íns. Hann segir af sér tiltölulega hægu Námutraður af Zulu-ættum skemmtir sér viff dans í frístund. og vellaunuðu kennslustarfi, sem hann hafði gegnt í 17 ár og gengur í þjónustu hins opinbera. Höfðingjaembættið er í Suður-Afríku leifar eldgamals og rótgróins ættflo'kka- Skipulags. Virðing fyrir höfðingjanum er ættflokknum í blóð borin. Án höfð- ingja er hann sem húsbóndalaus fjöl- skyida, — án forustu, verndar, öryggis, forsjár. Afrískur höfðingi gegnir ekki al- veg ósvipuðu starfi og íslenzkur sýslu- maður. Hann er lögreglustjóri, dómari, skattstjóri, sáttasemjari og fátækrafull- trúi Margt annað kemur til hans kasta. Ríkisstjórnin hefur séð sér hag í, að þetta forna skipulag héldist að nokkru leyti. Ættflokkarnir kjósa sér höfðingja eiris og alltaf hefur tíðkazt. Því er von um að undir hans stjórn sætti þeir sig við bágborin kjör, þar sem þeir hafa heldur aldrei öðru kynnzt. En þar sem yfirvöldin veita embættið, þótt ættflokkarnir kjósi manninn í það, verður hann í öllu sinu starfi háður þeim, svo að ekki má útaf bera. Höfð- inginn er með öðrum orðum í þeirri erfiðu stöðu, að eiga að þjóna tveim herrum, án þess að nokkur möguleiki sé til þess að hann reynist báðum trúr. Afleiðing þess hefur yfirleitt orðið sú, að höfðirnginn er einatt handbendi ríkisvaldsins og sínum eigin ættflokki manna óþarfastur. Þetta vissi Luthuli mætavel. Furðu gegnir að jafnheilsteyptur og heiðar- legur maður og hann er skyldi fást til að taka þann vanda sér á hendur að vera í senn höfðingi ættflokks sins og embættismaður 'hvítra yfirvalda lands- ins. Hann gerði það vegna þrábeiðni ættfiokksins og í von um að geta orð- ið honum að liði. Hans biðu miklir erfiðleikar í því verki, auðmýking og þrengingar, en einnig stórir sigrar. 6. ví fór fjarri að Luthuli kæmi til hugur, að þetta starf, í þágu hans íátæka og tiltölulega fámenna ættflokks, yrði aðdragandi þess, að í hans hlut félli að verða forustumaður í baráttu fyrir vel- farnaði allra hörundsdökkra manna, er áttu við svipuð kjör að búa, alls staðar í landmu. Ævisaga hans ber með sér að svo fór, að það varð sjálft köllunarverkiff: Bar- átta gegn kúgun, fátækt og niðurlæg- ingu, sem milljónir hörundsdökkra manna höfðu um áratugi átt við að búa í æ ríkari mæli, alls staðar í Suður- Afríku. Tii þeirrar baráttu haslar hann sér völl hjá sínum eigin ættflokki. Hann hefur eftirlit með lífsafkomu tugþúsunda blásnauðra manna, og er þeim öllum sem umhyggjusamur faðir. Ræktun sykurreyrs er aðalatvinnu- vegur möng hundruð þúsunda blökku- manna í Suður-Afríku. Bregðist upp- skera eða sala, þótt ekki sé nema eitt ár, er voði vís. Nú voru gefin út bráðabingðalög um takmörkun framleiðslunnar, vegna markaðsörðugleika. Afleiðing þess varð sú, að sykurreyrinn grotnaði niður á ökrunum og fólkið svalt. Luthuli hóf þá baráttu fyrir stofnun „Sambands sykurframleiðenda í Suður- Afríku". Þó var honum kunnugt um, að hverskonar samtök blökkumanna voru illa séð af yfirvöldunum. Stofnun þess- ara samtaka tókst vel og var hann kjörinn fyrsti formaður þeirra. Eftir það tókst fljótlaga að tryggja örugga sölu og sanngjarnt verð á sykri. Aftur hætti Luthuli á að stofna til almennra samtaka og andmæla, þegar yfirvöldin hvöttu til þess að opnaðar væru ölkrár, þar sem þéttbýli væri mest. Var það undir því yfirs'kini gert annars vegar, að afla þyrfti fjár til ýmislegra fraankvæmda, og hins vegar, að koma skyldi í veg fyrir háskalegt heimabrugg. Luthuli taldi lög þessi vera tilræði við almennt siðgæði og fjárhagslega af- komu almennings. Þúsundum heimila var voði búinn. Einn þegna hans hafði sagt við hann: „Ölkrá yrði mér óvið- ráðanleg freisting til að eyða þeim pen- ingum, sem heimili mitt má ekki án vera“. Kristnir söfnuðir Zúlumanna oig fjölmargir hvítir einstaklingar hölluð- ust á sveif með honum. Þannig tókst að hefta framgang þessara óheillaráð- staf&na allvíða. LuthuU tekur sárt fátækt og um- komuleysi ættflokks síns. Vegna landþrengsla er útilokað að fjölga skepnum eða auka ræktun. At- vinnuleysi liggur í landi. Ursglingar eru ekk’ fyrr orðnir vinnufærir en þeir verða að fara að heiman og snapa eftir einh.verju að gera — venjulega í út- hverfum stórborganna ef ekki er blátt bann við því. Heimilisféður ráða sig fyrir sultar- laun í iðnaðarvinnu eða námugröft, í fjarlægum landshlutum. Húsmóðirin er ein eftir heima, með yngstu börnin. Hún verður að sjá um að akurinn fari ekki í órækt og húskofinn hrynji ekki að grjr.ni vegna skorts á vi ihaldi. Sam- kramt landslögum yrði fjölskyldan alls staðar annars staðar en í þessum kofa og á þessum bletti sem réttlausir útlagar í stóru og ríku landi. Afleiðing slíks stjórnarfars er upp- lausn heimilanna. Iðnaðar- og náma- verkamenn verða að vera langdvölum fjarri heimilum sínum og að auki sætta sig við lág laun, lélega aðbúð á vinnu- stað og takmarikað athafnafrelsi. Allt þetta veldur megnri óánægju. T 7 uthuli fær af þessu náin kynni í starfi sínu. Og hann gengur þess ekki dulinn, að þar hefur hann smámynd ríkjandi ástands meðal hörundsdökkra manna yfirleitt í ríkinu: Sjötíu hundraðs hlutar þjóðarinnar eru dæmdir til að láta sér nægja þrettán hundraðshluta landrýmis og eiga enga hlutdeild í eftir- sóttustu náttúruauðæfum landsins. Hver á Suffur-Afríku? spyr Luthuli. Hann sagir, aff með tiltölulega fáum undantekningum, er fylgja hinum hvítu drottnurum að málum, muni blökkumenn svara því til einum rómi, að landið sé eign íbúanna allra, og því eigi þeir allir sama rétt til hlutdeildar í stjórn þess. Hinsvegar haldi hvítir menn í landinu þvi langflestir fram, að þeir einir eigi þag og þeim einum beri að stjórna því, þrátt fyrir að þeir eru ekki nema rúmur fjórði hluti íbúanna. Hafa verið tekin af öll tvímæli um það með þar að lútandi löggjöf. Luthuli segir ennfremur að meiri- hluti hvítra mann sé ekki aðeins sam- mála um að þeir eigi landið 012 auð- lindir þess, heldur hafi þeir og ráð- stöfunarrétt yfir rúmum ellefu milljón- um hörundsdökkra íbúa landsins. „Með lagaákvæðum er tilgreint hvar við megum vinna og hvar ekki“, skrifar Lut- huli „hvar við megum vera búsettir og hvar ek'ki. Slí'kt er ekkert annað en fornt þrælahald í nýrri útgáfu. Við er- um sviptir rétti til að eiga land. Okkur er meinað með lögum að efna til verk- falla eða andspymu í hvaða mynd sem er, gegn þjóðþingssamþykktum hvítra þjóðernissinna". —Þar kom að afriski þjóðþingsflokk- urinn, undir forustu Alberts Luthulis.tók upp baráttu fyrir eignarrétti og fullu kynflokkajafnrétti í Suður-Afriku. * 8. rs-lbert Luthuli velur sjálfsævisögu sinni heiti úr Gamia testamentinu, þar sem segir frá því er Móse fer á fund Faraós, hins forherta koinungs Egypta, og segir: Leyf fólki minu aff fara. Það er heiti bókarinnar, — Leyf fólki minu að fara. Með því er raunverulega sagt, að höf- undurinn telji sig hafa hlolið svipað hlutverk og Móse, án þess að hann nokkurs staðar í bókinni líki sér við hann. Hins vegar gefur hann í skyn, að eins og ísraelsmenn höfðu verið fjórar aldir fullar í „þrældómshúsinu í Egypta- landi“, — eins oig að orði er komizt í II Mósebók — þannig hafi þjóð hans verið - LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13 22. tölublað 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.