Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1964, Blaðsíða 14
þrjár aldir í ánauð hjá afkomendum
eviópskra innflytjenda í Suður-Afríku.
Nú veit allur heimurinn nokkuð um
baráttu Alberts Luthulis fyrir frelsi
íólks hans og hver sá sauðþrái faraó
er, sem hann hefur deilt við.
Að vísu tók Verwoerd ekki við em-
bætti forsætisráðherra fyrr en síðla
árs 1958. En hann hafði áður gegnt
embætti innanríkisráðherra í tíu ár, og
kynflokkamál þá heyrt undir hann.
Hann hafði árum saman verið einn
þeura stjórnmálamanna Suður-Afríku,
er mest kvað að.
Fré því er Suður-Afríku-sambandið
var stofnað, 1910, (lýðveldi varð það,
þegar því var ekki lengur vært í Brezka
samveldinu, 1961), hafa aðeins sex for-
sætisráðherrar farið með völd, — ,eða
sem svarar jafnaðarlega níu ár hver.
— Slíkt er auðvitað algert einsdæmi
um lýðræðisríki. Og þeir hafa allir, ef
ég man rétt, verið af Búum komnir.
En Búar hafa, eins og alkunna er, alila
tíð genigið manna lengst í kynflokka-
misrétti.
Þrír fyrstu forsætisráðherrar Sam-
bandsríkisins voru hers'höfðingjar, þeir
Botha, Smutz og Herzog, allir hinir
mikilhæfustu menn. Smutz var upphafs-
maður ríkjandi stjórnmálastefnu þjóð-
ernissinna, — flokkseinræðis- og apart-
heidstefnu. Fjórði forsætisi-áðherra
var Malan, áður prestur í hollenzk- -
reformertu kirkjunni, sem fastast held-
ur fram útvá'lningarkenningu Kalvíns.
Hún hefur ein allra mótniæiendakirkna
í Suður-Afríku lagt blessun sína yfir
stjórnarfarið, og af þeim orsökum ekki
orðið sætt í alkirkjuráðinu, en sagt sig
úr því. Næstur á undan Verwoerd í
embætti, var Jóhannes Strijdom, öfga-
fullur þjóðernissinni.
v 9-
" erwoerd virðist vera verðuigur
arftaki þessara manna og sér þess með-
vitandi. Varla er óviðeigandi að enn sé
vitnað í Gamla testamentið í sambandi
við hann, þar sem segir frá Rahabeam,
syni og arftaka Salómons konungs.
Rahabeam sagði, er hann tók við völd-
um: Hafi faðir minn lagt á yður þungt
ok, þá mun ég gera ok yðar enn þyngra!
Luthuli skrifar: „Frá Botha hershöfð-
inigja til Verwoerds hefur hver nýr
forsætisráðherra lagt æ þyngra ok á
Afríkumenn. Síðan sambandslögin tóku
gildi 1910, hefur hver ríkisstjórnin af
annarri eflt vald hinna hvítu þjóðemis-
sinna á kostnað hinna, sem eru opinber-
lega nefndir lítilsigldir kynf!okkar“.
Og enn segir Luthuli: „Af þeim mönn-
um, sem farið hafa með stjórn í Suður-
Afríku, hefur enginn tekið sér slíkt
vald sem Verwoerd, og enginn upphugs-
að jafnmörg neikvæð og mannúðarlaus
lagaákvæði og hann. Geymist sérstak-
lega minning einhvers þeirra einstakl-
inga, sem valdir hafa verið að þján-
ingum okkar, hlýtur það að verða hann.
Mér er ekki unnt að gefa yfirlit um
þann sæg aðgreiningarlaga, sem hann
er ýmist höfundur að eða hafa orðið
til að hans undirlagi" .
Sem dæmi um slíka löggjöf nefnir
Luthuli sérstaklega ákvæði um vega-
bréíaskyldu. Segir hann að Verwoerd
hafi að vísu ekki verið frumhöfundur
þeirra laga, en hann hafi blásið í þau
— sem önnur skyld lög — nýju lífi og
aukið þau, svo að þau næðu jafnt til
kvenna sem karla. Og ennfremur segir
hann: „Það eru ekki aðeins viss svið
lífs okkar sem Verwoerd reynir að hafa
vald á, heldur allt líf hvers einasta
Af'.íkumanns, frá fyrsta degi hans í
barnaskóla og til banadægurs".
Því til skýringar, að Verwoerd hefur
með vegabréfum lagt hlekki aðlgreining-
arstefnunnar á konur eigi síður en karla,
skal þess getið, sem Luthuli segir um
konur kynflokks hans, Bantúa. Þær
hafa tekið virkan þátt í andspyrnu-
Námumaður að störfum í námu nálægt Preloria.
hreyfingunni svo um munaði. Sem dæmi
um kvenskörunga nefnir hann, að á
síðastliðinni öld hafi kona ein, sem
allir skelfdust, farið fyrir miklum her
inn í Oranjeríki.
10.
stuttu máli er engin leið að geta
nema fárra hinna veigamestu af þeim
urmul apartheidlaga, sem Luthuli grein-
ir frá og segir Verwoerd hafa gætt nýju
lífi, gert virk.
Lög um þjóðarskráningu frá 1950
flokka landsmenn eftir litarhætti, gera
ráð fyrir spjaldskrá með mynd af
hverju mannsbarni og nákvæmum upp-
lýsingum. Samkvæmt þeim eru hörunds-
dökkir menn skyldaðir til að bera jafn-
an á sér vegabréf.
Lög eru fyrir skiptinigu manna eftir
litarhætti á öllum opinberum stöðum, —
lög um bann við giftingu og kynmök-
um milli hvítra manna og hörunds-
dökkra, — lög um heimild yfirvald-
anna til að ákveða hvers konar störf
hver kynflokkur um sig megi stunda
og hver ekki, — lög um kjörgengi og
kosningarétt, eða réttara sviptingu
hvors tveggja hvað hötrundsdökka menn
snertir, — lög er heimila handtöku
kornmúnista, en svo eru nefndir flestir,
er tala eða skrifa gegn stefnu stjórnar-
innar í kynflokkamálum, — lög um ráð-
stafanir geign mótspyrnustarfsemi og
skemmdarverkum af hálfu andstæðinga
þjóðernissinna, — lög er heimila nauð-
ungaflutninga heilla þjóðarbrota eð4i
ættflofcka.
Þannig mætti lengi telja.
11.
uthuli skýtur að í ævisögu sinni
frásögn um tvær ferðir til útlanda.
Hann var kjörinn fulltrúi mótmæl-
endakirkna í Suður-Afríku, ásamt
fjórum öðrum hörundsdökkum mönn-
um og mörgum hvítum, á alþjóðlegt
og fjölsótt kristniboðsþing í Madras á
Indlandi, 1938. Náin samvera með
kristnum leiðtogum frá fjöldamörgum
löndum varð honum lærdómsrík og
jók honum umbyrðarlyndi og víðsýni.
Um þetta ferðalag segir hann: „Ég
held 'að- það hafi haft einna sterkust
áhrif á mig að sjá þa/r smámynd
hnattræns kristindóms. Ég kynntist þar
í fyrsta skipti _ árangri kristniboðsskip-
unarinnar: Farig út um allan heim og
boðið fagnaðarerindið. Það sikýrðist,
sem mér var áður óljóst“.
Tíu árum síðar fór Luthuli í fyrir-
lestraferð til Bandaríkjanna í boði
kirkju- og kristniboðsráðs Norður-Ame-
ríku. Hann var þar stanzlaust á ferða-
lögum í tvo mánuði, alls staðar eftirsótt-
ur fyrirlesari og prédikari. Hvar sem
hann kom talaði hann fyrir miklum
mannfjölda 0|g svaraði ótal spurningum
varðandi stjórnmál og kirkjumál í Suð-
ur-Afríku. Þrátt fyrir að hann varð var
við kynflokkaaðgreiningu í Ameríku,
skrifar hann: „Ég kvaddi — eftir tvo
mánuði — hálfnauðugur; svo marga
vini hafði ég eignazt og svo upplífgandi
fannst mér að umgangast hvíta menn
með eðlilegum hætti — án þess að
háski hlytist af“.
v
„ T ið viljum koma í veg fyrir bylt-
ingu, sem nú ógnar framtíð þjóðarinnar,
meo því að gera hana óþarfa, fram-
kvæma hlutverk hennar nú þegar“.
Orð eins og þessi lýsa hugsjón og
brennandi þrá Alberts Luthulis eftir að
kynflokkajafnrétti komist á í Suður-
Afríku-lýðveldi, án þess að til blóðugra
átaka komi. Hann veit hver vopnavald-
ið hefur og á hverjum það mundi bitna
fyrst og fremst.
Nú höfðu lengi verið starfandi í land-
inu — eða síðan 1912 — samtök blökku-
manna, er nefndust Afríski þjóð-
þingsflokkurinn, — sem var þó ekki
stj ói nmálaflokkur í venjulegum skiln-
ingi. Hann var tilorðinn eftir fyrirmynd
skyldra samtaka, er Mahatma Gandhi
hafði komið á meðal 400 þús. plantekru
verkamanna í Natal, en þar dvaldi
hann 1893 til 1916. Markmið var hið
sama: Kynfloikkajafnrétti og bætt kjör,
— baráttuaðferð söm: mótspyrna án
valdbeitingar, borgaraleg óhlýðni en
ekki ofbeldi. Eigi skyldi berjast gegn
óréttlæti mieð því að firemja hið mesta
óréttlæti — mannvíg.
Um svipað leyti og Luthuli kom heim
úr ferð sinni til Ameriku, afgreiddu
þjóðernissinnar endanleg lög um sér-
svæði, eða aðgreininigu bústaða hvítra
manna og hörundsdökkra í landinu. En
það jafngilti sviptingu eignarréttar
fyrir þá síðarnefndu. Blökkumenn
sama ættflokks skyldu flytja til af-
markaðra svæða, búa útaf fyrir sig.
Svo frekleg kúgun þótti þetta, að
talið var að lítið mundi stoða að gera
út fulltrúa á fund stjórnarvaldanna,
eða láta orðsendingu nægja, líkt og oft
áður. Afríski þjóðþinigsflofckurinn beitti
sér því fyrir að tefja framkvæmd laig-
anna með verkföllum, kröfugöngum og
ýmsu öðru móti.
Árið 1952, þegaf þessi átök stóðu sem
hæst, var Luthuili kjörirm forseti Afr-
íska þjóðþingsflO'kksins. Margir ágæt-
ir menn höfðu gegnt því ábyrgðarmikla
embætti á undan honum. Þeirra á með-
al þrír læknar, sem allir höfðu fengið
menntun sína í Bandaríkjunum. Ferða-
bókahöfundurinn frægi, John Gunther,
átti samtal við þá alla 1953 — og þá
líka Luthuli — oig ber hann mikið lof
á þá.
Skömmu eftir forsetakjörið settu yfir-
völdin Luthuli tvo kosti: Segja að
fullu skilið við Þjóðþingsflokkinn eða
segja af sér höfðingjaembættinu. Hann
svaraði því til, að afrískur höfðingi er
fyrst og fremst leiðtogi ættflokks síns,
því næst eru skyldur við yfirvöld lands-
ins. Þetta þótti ek’ki bera vitni um
næga undirgefni. Hann var dæmdur frá
embætti og auk þess til tveggja ára
heimilisvarðhalds eða einangrunar, í
Groutville. Þó voru- ekki bannaðar
heimsóknir til hans.
II 13,
Um þessar mundir var sem oftar
stórfurðuleigt kapphlaup milli hrotta-
legra framkvæmda yfirvaldanna á að-
greiningarlöggjöfinni annars vegar, og
viðbrögðum blökkumanna hins vegar.
Afrísiki þjóðþingsflokkurinn beitti
sér óspart fyrir, að ríkisvaldinu yrði
gert sem erfiðast fyrir með hverja til-
raun í misréttisátt, með fjöldafunda-
samþykktum, verkföllum og kröfu-
göngum. Luthuli átti frumkvæði að
því, að hætt yrði að kaupa vörur fram-
leiddar í landinu sjálfu, að svo miklu
leyti sem það reyndist gerlegt. Það
hafði mikil áhrif. Þannig settu mörg
erlend ríki viðskiptabann á Suður-
Afríku-lýðveldi.
Sem dæmi um andspyrnu má enn-
fremur geta þess, að mynduð voru sam-
tök um ag brjóta opinskátt og á áber-
andi hátt reglugerðir um aðgreiningu
manna eftir litarhætti á opinberum
stöðum, svo sem í hverskonar farar-
tækjum, almenningsbókasöfnum, gisti-
og veitingahúsum, sjúkrahúsum og
bönkum, járnbrautarstöðvum og bið-
stofum. Tugþúsundir manna létu hinar
rólegustu lögregluna fangelsa sig. Og
blökkumenn héldu áfram að troða sér
alls staðar að, þrátt fyrir að refsingar
fyrir slík brot höfðu verið þyngdar.
Einna óvinsælust höfðu lög um vega-
bréfasikyldu verið. Blökkumenn voru
skyldaðir til að bera alltaf á sér per-
sónuskilríki með mynd og nafni, upp-
lýsingar um ættflokk, heimili og vinnu-
stað. Lögregluríki gat ekfci gengið öllu
lengra • 1 að svipta milljónir manna
persónufrelsi.
Luthuli skirrðist við að brjóta lög,
með því að honum var sem stjórnanda
andspyrnuhreyfingarinnar nauðsynlegt
að vera frjáls ferða. En þessi lög varð
hann að brjóta og það á sam mest áber-
andi hátt.- Það skeði á útifundi tugþús-
unda blökkumanna, þar sem einniig
mikill fjöldi hvitra marrna var saman
kominn og blaðamenn víðsvegar að.
Þar og þá brenndi Luthuli vegabréf sitt
í augsýn allra og hvatti aðra til að
fara að dæmi sínu.
Vegna þessa kröfðust yfirvöldin af
honum gagngers uppgjörs. Hann var
kærður og dæmdur í eins árs varðhald
fyrir lagabrot, að viðbættu hálfu ári
fyrir að hafa brennt vegaibréf sitt. Af
öðrum kæruatriðum var hann sýknaður,
— en þau voru 102! ____
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
22. tölublað 1964