Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Qupperneq 2
SVIP MVND Nálægt hliði á okkurgulum múrnum kringum konungs- h,öll Kambódju er lítið skilti með enskri áletrun, þar sem segir: „Gæt ið yðar á hrekkjótta fílnum“. Til- elni þessarar viðvörunar er gamall og þunglamalegur fíll með blóð- blaupin augu og brotinn rana, sem er hlekkjaður við lítið skemmtihús rctt hjá hliðinu. Einhver húðsjúk- dómur hefur gert hann ljósrauðan á lit, og þess vegna er hann álitinn heilagur í Kambódju, þar sem fíll- inn er þjóðartákn. Á sínum tíma var honum leyft að hlaupa frjáls- lega um velhirta hallargarðana, en svo urðu nokkur slys — hann hvoltdi m.a. stórum bíl fullum af kínverskum tónlistarmönnum og kastaði óheppnum gesti yfir múr- inn. Þegar skrautlega búinn umsjónarmað ur sýnir gestum konungshöllina, á hann til að segja við þá: „Verið ekki hræddir, herrar mínir. Þegar þið sjá- ið íílinn klóra sér og heyrið hann reka upp rokur, verið þá ekki hrseddir — verið ekki hræddir við að hlaupa.“ Nú eru hafðar nánar gætur á gamla fílnum. Þó hann hafi í engu misst helgi sína, þykir tryggara að vera við öllu búinn. Á síðustu árum hafa Kambódju- menn orðið að laga sig eftir kröfum veruleikans með svipuðu móti á öðr- um sviðum — án þess þó að eyða með öllu þeim draumkynjaða blæ sem hvíl- ir yfir þessu litla en mikilvæga ríki í Suðaustur-Asíu. F yrir tæpu ári, eða í nóvember síð astliðnum, hafnaði valdhafinn í Kam- bód.iu, Nóródom Síhanouk prins, efna- hags- og hernaðaraðstoð frá Banda- ríkjur.um, sem nam 30 milljónum doll- ara árlega, og lét jafnframt að því liggja, að hann æskti nánara samneytis við Kínverja. Síðan hefur stefna hans og fram- komr vaidið talsverðum heilabrotum vestat hafs. Hann hefur hótað að slíta stjórnmálasambandí við Bandaríkin, en síðan dregið þá hótun til baka. Hann hefur stungið upp á fjórveldaráðstefnu um hlutleysi Kambódju, sem yrði inn- gangui að stórri ráðstefnu um Suð- austur-Asíu, en siðan dregið þá uppá- stungu tii baka. Hann hefur fallizt á tvíveldaráðstefnu um Suður-Víetnam, en síðan skipt um skoðun. Hann hefur lýst því yfir, að hann beri engan kala til .Bandaríkjanna, og samt látið óátald- ar árásir stúdenta, sem að jafnaði eru heldur friðsamir bar í landi, á sendi- ráð Bandaríkjanna ag Bretlands í Pnom penh. Ekki er enn fyliilega ljóst hvað olli þessum árásum, hvort þaer voru skipulagðar af stjórna ívöldunum eða hvort stúdentarnir smituðust svo af reiðiköstum prinsins, að þeir ákváðu að láta til -karar skríða sjálfir. Hann hef- ur nckkrum sinnum sett Bandaríkjun- um úrslitakosti um að verða við kröfum síni'm, en síðan fallið frá þeim. í sumar bað hanr. um bjálp Sam- einuðu þjóðanna til að kotria í veg fy.r- ir áiekstra á landamærum Kambódju og Suður-Víetnams. En þegar rann- sóknarnefnd Öryggisráðsins laigði til, að hafður yrði vörður frá Sameinuðu þjóð- unum við landamærin, féllst prinsinn ekki á það, þar sem nefndin hafði i skýrslu sinni lagt til að Kambódja tæki upp stjórnmálasamband við Suður-Ví- etnam Hann kvaðst hafa vænzt þess, að Suður-Víetnam yrði stimplað árás- araðili. Ekki alls fyrir löngu lét hann þau orð falia, að ef Bandaríkin biðu lægra hlut í Suður-Víetnam, ætti hann von L því, að í næstu heimsókn sinni til Peking yrði sér heilsað með skipun- inni „Síhanouk, krjúptu á kné!“ A ð Norður-Víetnam fráteknu er Kambódja minnsta ríkið að flatarmáli í Suð&ustur-Asíu. íbúafjöldinn er kring um 5 miiljónir. Aðeins Laos er fámenn- ara. En Kambódja hefur mikla hernað- arlege þýðingu. Landið liggur milli Tha ílands og Suður-Víetnams, tveggja heztu sam.herja Bandaríkjamanna á þessu svæði. Kambódja er að mörgu leyti unaðslegt land. Höfuðborgin, Pnompenh, stendur á bökkum hins mikla Mekong-fljóts og er sambland af austurlenzkum ai /intýraheimi og vest- rænum viðskiptahverfum. Landið er frjósamt. Regn er nœgilegt til að framleiða tvær uppskerur af hris- grjónum árlega — eða jafnvel þrjár ef íbúarnir kærðu sig um að leggja svo hart að sér. í vötnum landsins og sjón- um við ströndina er fiskisæld meiri en cíðast hvar annars staðar í heiminum. Amerískt korn er ræktað þar með mjög góðum árangri. Sama er að segja um gúm.mí og timbur. Á venjulegu ári er landið fyllilega sjálfbirgt og getur flutt út 1í ndbúnað-arafurðir fyrir rúmar 50 milljónir dollara árlega. Um 5% íbú- anna, mestmegnis í Pnompenh, haifa lif- að hljóðlátu lífi allsnægta og munaðar. Hin 95% lifa einföldu og nægjusömu lífi. Kambódjumenn rekja ættir sínar til hins sögufræiga Khmer-heimsve dis, sem stóð nieð mestum blóma á 14. öld. Með- al iandsmanna eru einnig rúmir 400.000 Víeliiomar og 300.000 Kínverjar. Nálega allir játa hinar blíðu kenningar Búddha trúar, sem er ríkistrú. Eins og Síhan- ouk segir stundum sjálfur, er þjóð hans yfirleitt ánægð, gæf og glaðlynd, og helzta ósk hennar í stjórnmálum er að iá að vera í friði. IVóródom Síhanouk er 41 árs gam- all og ákaflega hörundsár. Hainn er maður einstaklega fjölhæfur ag gæddur frábærri lífsorku. Ekkert sem máli skipt ir á sér stað í Kambódju án beinnar um- sjónar hans. Svc að segja í hverri viku fer prins- inn nokkrum sinnum út á landsbyggð- ina í sérstakri þyrlu, kemur við í 10- 15 þorpum og ræðir við íbúana. Hann talar í útvarpið nokkrum sinnum í viku hveiri og ræðir þá eitthvert þeirra morgu mála, sem hann telur mest að- katlandi. Hann á ótrúlega auðvelt með að komast í samband við þegna sína, ræðir við bændurna á myndríku alþýðu máli sem þeir kunna vel að meta. Hann talar auk móðurmálsins reiprennandi frönsku og góða ensku. Andlit hans er drengjalegt og ákaflega hreyfanlegt, íöddir. mjó og hástemmd. Vi.Id sitt yfir Kambódju vanrn prins- inn eftir lýðræiðislegum leiðum, en það er algert — og um fyrirsjáanleiga fram- tíð tryggt. IVambódja var enn frönsk nýlenda árið 1941, þegar Síhanouk, 18 ára gam- all, var kjörinn af Vichy-stjórninni til að setjast í hásæti landsins. Ný stjórn- arskrá, sem Frakkar lögðu fram árið 3949, tryggði honum áfra-mihaldandi konungj/ald og veitti landinu takmark- aða sjálfstjórn með þingi sem fór með vald í innanlandsmálum. Síhanouk fannst stjórnarskráin hvorki fá sér í hendur völdin sem hann æskti né heldur veita sér færi á að afla sér persónulegs fylgis meðal þjóð- arinrar, þar sem konunigurinn var haf- inti yfir flokka oig stjórnmál. Árið 1955, 2 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS tveimur árum eftir að Kambódja varð sjáifstætt ríki, lagði hann niður völd og fékk þau I hendur föður síndAi, NóM- dom Súramarit. Síðan stofnaði hann. „Sangkum Reastr Níjum“ eða „Sam- fylkir.gu sósíalista" óg hóf að ferðast um landið til að vinna séý fylgi. I kosningunum þetta sama ár vann flokkur hans öll þingsætin, 91 að tölu, og SíhanC'Uk varð forsætisráðherra. Þremur árum síðar vann flokkurinn aftur öll sæ-tin á þjóðþinginu. Árið 1962 þegar síðustu kosningar fóru fra.m, Puðu engir aðrir flokkar fram. Þó Síhanouk hafi ekki opinberlega gert stjóiriarandstöðuna útlæga, hefur hann ekki örvað hana. Hinn vinstrisinnaði Lýðrreðisflokkur, sem ein-u sinni hafði rr.eirih'uta á þingi, hefur veslazt upp. Að því er varðar kom.múnista, hetur prinsinn stundum handtekið leiðtoga þeirra, og haft þá í haldi, þangað til þeir gátu, með hans eigin orðum, „virt þjóðlega hagsmuni og hina fullkomlega óháðu 'h.lutleysisstefnu Kambódju“. Koi'nmúnista'floickurinn er að heita má úr sögunni. £r egar faðir Síhanouks lézt 1960, ákvaö hann að setjast ekki aftur I há- sætið. í stað þess lagði hann til, aS stjórnarskránni yrði breytt með þeim hætti, að þjóðhöfðinginn skyldi vera þjóðkjörinn. Þetta var að sjálfsöigðu samþykkt, og í þjóðaratkvæðinu var Sihanouk kosinn í embættið með yfir- gnæfandi meirihluta. Þar sem hann er adsráðandi á þjóðþinginu, eru í reynd- mni engin höft á vaidi hans — enda fer enginn af þegnum hans opinberlega fram á slík höft. Auk þess sem Síhanouk er pólitískur leiðtogi þjóðar sinnar, leggur hann hart að sér við að leiða hana í félagslífi, menningarefnum og listum. Hann er einn helzti íþróttamaður Kambódju, og hefur sú viðleitni hans tvöfaldan til- gang: Hún gefur æskulýð landsins for- dæmi en prinsinum er mjög umhugað um að vekja samkeppnisanda með þtöð sinni, og hún hedur honum frá offitu. Síhanoúk er stuttur og þéttvaxinn mað- ur og á í sífelldu stríði við þunga sinn — fer oft í matarkúra sem gera hon- um og fjölskyldu hans lífið leitt. Sitianouk hefur verið kvæntur fi.mm „opinberum" eiginkonum og getið við þeim 14 börn. Af þeim eru 13 á lífi og eiga sum þeirra afkvæmi, þannig að prinsinn er löngu orðinn afi. Núver- andi kona hans, Monique, er án efa ein íegursta og þokkafylista kona sem funclin verður í svo virðulegri tignar- stöð'u. Þegar Síhanouk lagði niður koniungs- vald, fluttist hann úr höllinni í opin- beran bústað sem hann hafði reist þar skammt frá. Þetta er tiltölulega einföld nútímabygging og stendur bak við eirifalda girðingu. Ibúðin er lítil og búin sundurleitum húsgögnum frá Frakklandi, Bar.daríkjunum og Suð- ur-Víetnam, svo nokkur lönd séu nefnd. Á loðinni er einnig opinber veizlusal- ur ásúmt austurlenzku leikhúsi, körfu- knalt’eiksvölium, handknattleiksvöllum, knattspyrnuvelli og lítilli sundlaug. Handan við götuna eru nokkur önnur litil hús. í einu þeirra býr Monique og Framhald á bls. 14 Utgeíandl: H.±. Arvakur. Reykjavrk. Framkv.stJ.: Slgfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viaur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristtnsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 22480. 30. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.