Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1964, Síða 14
íslenzk heimili Framhald af bls. 9 góðs af. Þau hjónin reyna að fara utan einu sinni á ári — meðan bömin eru í sveitinni. >á þarf aðeins að koma þeim yngstu fyrir. „Það er avo mikil upplyfting, að ég nýt þess fram í fingurgóma“, segir frú- in. „Hugsaðe. þér — að fá allt upp í hendurnar, láta stjana við mig alveg eins og ég stjana við heimilisfólkið all- an ársins hring. Fá allt í einu hvíld frá því að hugsa um pela, bleyjur, ei- lífan mat, mjólk og brauð. Já, það er gott að losna við erilinn smástund — kannski vegna þess hve gaman er að koma beim aftur.“ „Þetta er alveg satt“, segir Finn- björn — „Við getum verið þakklát fyrir hve þetta hefur allt gengið vel, hve börnin hafa verið heilsugóð“, og hann ber þrjú högg undir borðplötuna. „Þeg- ar allt gengur svona vel finnst manni það í rauninni sjálfsagt og eðlilegt — og áttar sig ekki á því hve lífið er gott fyrr en maður heyrir um erfiðleika og bágindi annarra.“ h.j.h. SVIPMYND Framhald af bls. 2 í óðru dóttir prinsins, Bópha Deví, helzta dansmær Kamibódju. „Við kunn- um vel við einveruna, svo allir hafa eigið hús,“ sagði Síhanouk þagar hann var spurður um ástæðuna til þessara ínörgu litiu húsa. A. fyrstu valdaárum sínum varði Síhanouk miklum tíma til lisita, batöi eldri og yngri. Hann samdi tónlist, sat oít með saxófón ’í danshljómsveit sem harn kom sér upp. Hann skrifaði líka ieikrit og kvikmyndahandrit, sem hann bæð; stjómaði og lék í. Jafnvel hin umfangsmiklu störf hans nú hafa ekki með öllu slökkt listaneistarm í honum. Þegar Macapagal forseti Filippseyja kom í opinbera heimsókn í febrúar s.l., samdi Síhanouk sérstakan söng í því tilefni. Htnn hefur líka verið framtakssam- ur vemdari líkamlegs erfiðis. Hann tel- ur það vera skyldu sína að eyða þeirri bíekkingu margra ungra Kambódju- manna, að líta beri niður á líkamlegt erfiði. Prinsinn kemur oft til hátáðlegra opnunarathafna nýrra verklegra fram- kvæmda klæddur stuttbuxum og með skóflu eða haka sem hann handleikur fimlegar en flestir þegnar hans. Þegar Viohy-stjórnin setti Síhanouk á valdastólinn, bjóst hún við að hann yrði auðjveipur og fylgispakur. Fram- an af virðist hann líka hafa haft meiri áhuga á piersónulegum viðfangsefnum en stjómarstörfum. En árið 1952, þegar hann missti eftirlætisdóttur sína, varð genæk breyting á honum. Hann kvaðst sjálfur trúa því, að lát bamsins væri bending um, að hann ætti að hverfa frá hégómamálum og helga sig þjóð sinni. Stfcfna Sí'hanouks í stjórnmálum er ekki auðskýrð með vestrænum hugtök- um. Hún miðast í einu og öllu við hags- rnuni Kambódju. Sósíalismi hans er þægilegt sambland ríkiseftirlits og frjáls framtaks. Hann hefur átt frumkvæði að tveggja ára áætlun um víðtækar end- urbætui- á samgöngum landsins, og ár- ið 1960 hóf hamn fimm ára áætlun, sem miðar að því að auka landbúnaðarfram- leiðsluna og stíga fyrstu skrefin til iðn- væí mgar í smáum stíl. Til að hrinda þessum áætlunum í framkvæmd hefur hann þegið hjálp hvar sem hana var að fá, jafnt á Vesturlöndum sem í Kína og Sovétríkjunum. að er samdóma álit erlendra er- indreka í Kambódju, að ógemingur sé að segja fyrir um það, hverju Sihanouk kuniu að taka upp á nsest, en hitt játa allir, að meginmarkmið hans sé að end- urreisa hið forna Khmer-ríki og varð- veita fullveldi Kambódju. Samskipti hans við Vesturlönd litast af þeirri sanntæringu, að innan 10-15 ára verði Pekii.g-stjómin orðin alvöld í Suð- austur-Asíu. Síhanouk er fús til að fara hvaða leið sem er til að tryggja framtíð Kambódju, svo fremi það leiði ekki til beinna árekstra við Kína. Sagt er. að hann mundi miklu fremur kjósa að stjóma kínversku leppríki en lenda í klónum á Thaílendingum og Víetnöm- um, sem hann telur jafnvel enn hættu- legri fjandmenn en Kínverja. f sögulegri ræðu sem hann hélt á þingi í nóvemiber í fyrra sagði hann þingheimi, að ef eitthvað kæmi fyrir hann sjálfan kysi hann helzt, að eftir- lretÍFsoinur hans, Nóródom Naradípó, yrði látinn taka við völdum. Þessi ungi maður stundar nú menntaskólanám i reking, og Síhanouk segir sjálfur, að menntun hans sé undir umsjá Tsjú En- laís forsætisráðherra og Tsjen Jís utan- ríkisráðherra Kína. Hann virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því, að ungi maðurinn, sem einhvem tíma kann að taka við stjórnartaumium í Kambódju, eyði áhrifagjamasta skeiði ævinnar í samfélagi kínverskra kommúnista. „Ég send’ hann þangað, af því ég vil að hann kynnist dálitlu stranglífi,“ sagði Síhanouk nýlega. „Þegar ég var ungur, sjáið þér til, hafði ég litla reynslu af stranglífi.“ >ó Sihanouk hafnaði bandar'ískri fcjálp og bæði um aukna aðstoð frá Kínverjum, leggur hann áherzlu á, að 'hann ha!di fast við hlutleysi sitt og vilji hvorugri valdablökkinni ganga á hönd. Frakkar, sem jafnan haifa verið fjöimennir í Kambódju og hafa þar - mikil og vaxandi völd, eru nú að hugsa um sð auka hjálpina við Síhanouk. Hin nýja stefna de Gaulles um algert hlut- leysi alls svæðisins sem áður hét Indó- kína er í fullu samræmi við sjónarmið prinsins, enda er de Gauile eini vest- ræni leiðtoginn sem hann vill hlusta á. Aðstaða Frakka í Kambódju virðist vera sterkari nú en nokkru sinni síðan 1954. í útvarpsræðu nýlega sagði Sfhan- ouk: „Ég geri mér engar gyllivonir um örlögin, sem mundu bíða miín, ef hinn svomefndi frjálsi heimur ynni fullan sigur eða ef kommúnistar færu með sigur af hólmi, og ég veit að á hvorn veg sem færi yrði mér ekki hlíft. En það eru ekki mrn eigin örlög sem valda mér áhyggjum; það er framtíð þjóðar minr.ar sem vakir fyrir mér, framitíð sem ég geri mér vonir um að tryggja með því að koma á þeim umbótum, sem eru nauðsynlegar til að gera akkur samstíga þeirri þróun sem á sér stað losif Brodsky Framhald af bls. 6 hefur skrifað árið 1963. í stuttu máli: Framiburður Vóevódins getur ekki hagg að áliti þessara persóna. |,c) Ekkert vitnanna gegn Brodsky þekkir hann, hefur fengið kvæði frá honum eða hefur heyrt hann taóa. Vitni sækjandans vitna á grundvelli ósannaðra heimilda, sem þau hafa einhvemveginn fengið í hendur, og láta í ljós álit -sitt með meiðandi gífuryrðum. Þetta er þá allt, sem sækjandinn hefur að standa á. En eftirfarandi verður rétt- urinn að sleppa við dómsupptöku sína: t.1) Efni frá sérstöku réttarhöldun- um 1961, en samkvæmt því var ákveð- ið, að málið gegn Brodsky skyldi niður faU?.. Ef Brodsky hefði framið and-sovézkan glæp, þá eða síðar, eða ort and-sovézk kvæði, var það verkefni fyrir öryggis- ráðuneytið. Brodsky var raunverulega kunnugur Shakmatov og Umansky og undir áhrif um þeirra. En góðu hei'lili er hann löngu laus undan þeim áhrifum. Hinsvegar las sækjandinn upp minnisgreinar frá þeim árum og færði þær þannig úr tima og sambandi, og vitanlega æsti það upp gremju almennings gegn Brodsky. Sækjandinn gaf það í skyn, að ,Brodsky fcefði enn þessar gömlu sktíðanir sínar, en slíkt er gjörsamlega ósatt. Margir ungir menn, sem slógust í lið með U- mansky, hafa séð að sér, fyrir áhrif frá þroskuðu og skynsömu fólki, og snúið til eðlilegra lifnaðarhátta. Hið sama gerð ist hjá Brodsky tvö árin síðustu. Hann var farinn að vinna mikið og afkasta miklu. En þá er hann tekinn fastur. (2) Um gæði ljóða Brodskys sjálfs. Við vitum enn ekki, hver kvæðanna, sem hér hafa komið fram, eru etftir Brodsky sjálfan, þar eð sam- kva-mt hans eigin framhurði eiru ymis þeirra ekki eftir hann. Til þess að dæma um, hvort þessi ljéð séu úrkynjuð, svartsýn eða tilfinn- ingavella, verðum við að fá fram rann sókn kunnáttumanna á þeim, og þefcta atriði getur hvorki rétturinn né máls- aðílar dæmt um. Okkar verkefni er að ákveða, hvort Biodsky sé snikjudýr, sem lifi á ann- arra tekjum og eins og sníkjudýr. Brodsky er skáld og þýðandi, sem vinr.ur fyrir friðarsókn vora með þl/í að þýða kvæði skálda í vinveittum lönd um með lýðræðisstjórn. Hann er ekki drykkjumaður -eða siðleysingi né á- girndarseggur. Hann er sakaður um að hafa haft of litlar tekjur og út frá því um að hafa verið iðjulaus. (Verjandinn gefur yfirlit yfir hið sérstaka eðli bókmenntastarf semi og hvemig hún sé greidd. Talar um hinn geysimikla tíma, sem fer í þýðingar, nauðsyn þess að læra erlend tungumál og kynnast verkum skáldanna, sem þýdd eru. Bendir á, að ekki kemur greiðsla fyrir alla vinnu sem fram er boðin). rýrirframgreiðslu-kerfið. Upphæðirn- ar, sem nefndar hafa verið í flutningi málsins, eru ekki nákvæmar. Samkvæmt framburði Brodskys eru þær hærri. Þetta befði átt að rannsaka. Upphæðirn- ar eru smávægilegar. Á hverju lifði Brodsky? Brodsky var hjá foreldrum sinum, sem styrktu hann meðan hann var að verða skáld. Haim hafði engjar tekjur, sem hann vann ekki fyrir. Hann lifði spart til bess að geta varið tímanuim í kjöriðju sína. í stuttu máli: Engin sök hefur verið sönnuð á Brodsky. Hann er ekki sníkju dýr og opinberar ráðstafinir gegn hon- um eru ólöglegar. Þýðing tilskipunarinnar frá 4. febrú- ar 1961 er mikil. Hún er vopn til að losa borgina við mörg raimveruleg sníkjudýr og iðjuleysingja. Rangleg not kun reglunnar mundi gera hana þýð- ingarlausa. Úrskurður allsiherjarfundar Hæstarétt ar Sovétríkjanna, 10. marz 1963, leggur réttinum þá skyldu á herðar að nota með gagnrýni þá vitneskju, sem fram kemur í réttarhöldum, þannig að hann dæmi ekki seka þá, sem vinna, og gæti réttar þeirra, sem fyrir hann eru kvadd ir, iil að kynnast máli sínu og koma íram með sannanir fyrir sakleysi sínu. Jlrodsky var í ástæðulausu varðhaldi frá 13. febrúar 1964 og var sviptur tækifæri til að færa sannanir fyrir sak- leysi sínu. En engu að síður eru þær sannanir, sem fram hafa komið hér við rélfcar- haldið, nægilegar til að áilybta, að Brodsky er ekki sníkjudýr. Rétturinn gengur afsíðis til ^ ráðstefnu um málið og tilkynn- ir hlé á réttarhaldinu. Frá áheyrendasalnum: — Rithöfundar! Þeim ætti að fleygja út! — Menntamenn! Þeir hanga á háls- inum á okkur! — Nú hvað er að mienntamönnum? Þeir vinna líka. — Hvað áttu við? Sástu ekki, hvern- ig þeir vinna? Þeir nota annarra manna 14 uESBOK morgunblaðsuns vork! Ég ætla að ná mér í orðrétta þýðingu og fara að þýða ljóð! — Veiztu, hvað orðréfct þýðing er? Veiztu, hvernig skáld notar orðrétta þýðingu? — Hugsa sér — hvílik vinna! — Ég þekki Brodsky. Hann er góður náungi og gott skáld. — Hann er andsovézkur! Heyrðirðu ekki, hvað sækjandinn sagði? — Og heyrðir þú ekki, hvað verjand- inn sagði? — Verjandinn var að vinna fyrir borg un, en sækjandinn fyrir ekkert; þess vegna hefur hann á réttu að standa. -- Vitanlega. Þessir verjendur reyna hara að ná í þá aura, sem þeir geta. Þeim er sama hvað þeir segja, ef þeir bara fá aurana í vasann. — Þetta er slúður hjá þér. — Já, vertu bara vondur. Ég skal kaj !a á vörðinn þarna. Þú heyrðir þessar glefsur, sem lesnar voru, eða hvað? — Það er l.angt síðan hann skrif'aði þær. — Og hverju breytir það? — En ég er kennari. Ef ég tryði ekki á menntun, hverskonar kennari væri ég þá? — Við höfum lítið brúk fyrir kenn- ara eins og þig. — Við erum að senda krakkana okkar í skóla og hvað er þeim kennt? — En þeir gáfu ekki einu sinni Brodsky tækifæri til að verja sig! — Nóg af þessu. Við erum búnir að heyra nóg um Brodsky. — Þú þarna, sem varst að skrifa hjá þér! Til hvers varstu að skrifa hjá þér? — Ég er blaðamaður. Ég skrifa um menntun og ég vil líka skrifia um þetta. — Skrifa hvað um þetta? Það liggur allt í augum uppi. Allir eruð þið eins. Þa3 ætti að taka þessi b!öð frá þér. — Reyndu! — Og hvað verður þá? — Reyndu bara að taka þau. >á sérðu, hvað verður. — Nú, svo að þú hefur í hótunum, eða hvað? Hæ, þarna, vörður! Hér er verið aö hafa í hótunum. — Hann er bara vörður en ekki lög- reglumaður, svo að hann fer ekki að þjóta upp til handa og fóta fyrir gott orð. — Hæ, vörður! Það er verið að kalla þig lögreglumann héma! Það ætti að flytja ykkur alla út úr L.eningrad. Þá lærðuð þið kannski, hvað það kostar að fara út úr röðinni, sníkjudýrin ykkar! — Félagar! Um hvað eruð þið að tala? Það er verið að sýkna hann. Þið heyrð- uð, hvað verjandinn sagði. Rétturinn kemur inn aftur og dómarinn les upp dóminn. Brodsky vanrækir vísvitandi skyldur sínar sem sovétborgari, bæði hvað snertir umhyggju fyrir r-jélfum sér og framleiðslu verð- mæta, sem bezt sést á tíðum starf- skiptum hans. Hann var varaður við fyrii milligöngu MGB (öryggisráðu- neytisins) 1961 og lögreglunnar 1962. Hann lofaði að fara í fasta vinnu en úr framkvæmdum varð ekki og hann hélt áfram að vera iðjulaus, og hann orti úrkynjuð kvæði sín og las þau upp á kvöld- fundum. Af skýrslum nefndarinnar, sem vinnur með ungum skáldum* er bersýnilegt, að Brodsky er ekki skáld. Hann var fordæmdur af lesendum hlaðsins Kvöld-Leningrad. Rétturinn mun því beita tilskipun- inni frá 4. fehrúar 1961 og senda Brodsky í nauðungarvinnu á fjar- lægum stað í fimm ár. Verðimir (gíinga fnam hjá verjandan. urr.): Hvað heyrir maður! Þú tapaðir rnálinu, félagi málafærslumaður, var það ekki? 30. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.