Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 2
•A. afskekktum stað fyrir norð- tfeslar. Madrid stendur höllin E1 Par do. Flesta daga vikunnar ríkir þar ró og hálfgerður svefnhöfgi; tam- in dadýr reika rólega um vel hirta garðana, og jafnvel hinar völdu liðs- sveii.ii, sem eru í bröggum allt um- hverfis höllina, láta fara lítið fyrir sér. Þetta er opinbert aðsetur hins aldna þjóðhöfðingja á Spáni, sem hefur tekið sér margs konar titla. t.d. ( audillo (leiðtogi þjóðarinnar), Jafe del Estado (ríkisstjóri), general- issimo (herstjóri), auk þess sem honn er forsætisráðhera og leiðtogi eina löglega flokksins, „Falange espanola”. Þessi maður er hinn iaunverulegi einræðisherra Spánar, Francisco Franco Bahamonde. Annan hvern föstudag er kyrrðin í E1 Pardo rofin. Snemma morguns rennur löng röð af gljáandi bílum upp að hall- ardyrunum. Ráðherrarnir í stjórn ein- ræðisherrans tínast inn einn og einn eða tveir og tveir. Langt fram á laugar- dagsnóttina og oft fram undir morgun lognr ljós í höll Francos, meðan hann situr sjálfur óræður á svip fyrir enda hins langa borðs og hlustar á ráðherra sína hvern af öðrum leggja fram skýrsl ur sínar "og taia máli áætlana, sem þeir hafa gert. Einn af yngri ráðfherrunum sagði nýlega: „Caudillo hlustar þolin- móður, meðan ráðherrarnir deila sín á milli í löngu máli. Hann segir fátt sjálfur, en hann tekur allar meiriháttar ákvarðanir — einn.“ Franco er 71 árs gamall og hefur ver ið fcmræðisherra á Spáni í aldarfjórð- urg. Hann ríkir yfir 31 milljón manna og nefur með furðulegum hætti tekizt að ngla milli skers ag báru, bæði í utan rikismálum og innanríkismálum. Hann hefur farið eigin leiðir, tekið ákvarð- amr þegar honum þóknaðist, án þess að spyrjc aðra ráða eða láta uppi ástæður gerða sinna, og þannig hefur hann gmám saman sveipað sig dularfullri leynd. Margir fylgismenn hans telja hann al- vitra n! F rancisco Franco fæddist árið 1892. Hann gekk í liðsforingjaskóla, og á árunum 1923-27 var hann yfirmaður hersveitanna í spænska Marokkó, þar sem hann bældi niður nokkrar upp- reisnir innfæddra. Á árunum 1927-31 var hann forstöðu.maður berskólans í Zara- goza, en var sendur í útlegð til Mall- orca fyrir samúð sína með konungs- sinnum. Eigi að síður var hann skip- aður yfirmaður herforingjaráðsins, árið 1935, og 19 júlí 1936 stóð hann fyrir upp eisn íhaidssamra herforingja gegn vinsirisinnaðri samsteypustjórn Aza.na. t október sama ár var Franco út- nefndur þjóðhöfðingi í borginni Burgos, og á árunum 1936-39 stýrði hann her- afia þjóðernissinna gegn lýðveldishern- um í hinni blóðugu borgarastyrjöld. í þessum átökum fékk Franco verðmæta hjá.p frá þeim vinum sínum og sam- herjum, Hitler ag Mussolini, en kom sér síðan hjá að veita þeim lið í seinni hein'sstyrjöld, sem hann hafði þó átt FRANCISCO FRANCO stóran þátt í að undirbúa og koma af stað. Án efa hefur hin fjarræna dul, sem einkennir allar athafnir Francos, verið honum gagnleg í þeirri viðleitni að sigla milli skers og báru. En nú er þessi dul jafnvel farin að taka á taugar þeirra sem standa honum næst. Spænski einræðisherrann er farinn að gamlast, en honn hefur látið hjá líða að taka á- kvörðun sem allir Spánverjar bíða eftir: hver eða hvað eigi að taka við eftir hans dag. Á þeirri ákvörðun kann að velta framtíð Spánar um mörg ókomin ár. Einn af starfsmönnum Falangista- fiokksins, sem sniðinn er eftir fyrir- myr.a fasista, sagði ekki alls fyrir löngu: „Hann (Franoo) og við ættum að fara að venja okkur við þá hugsun, að hanr. muni ekki lifa til eilífðarnóns“. ^ purningin um arftaka Francas er lika mikilvæg fyrir hina mörgu and- stæðir.ga einræðisherrans sem lifa í útlegð erlendis og fyrir neðanjarðar- hreyfir.gar heima fyrir. Þær eru öðru hverju að gera samsæri og láta rnenn varpa sprengjum, en það virðist frem- ur vera af vana en trú á árangri þess- arar iðju. Það er framtíðin sem menn binc’a vonir sínar við. Heimsþekktur, frjálslyndur prófessor frá Madrid lét svo ummæt fyrir sköri.mu: ,,Lok Franco-skeiðsins eru í nánd. Ekkert mun gerast meðan hann er á lífi og heldtir sæmilegum andleg- um ag líkamlegum kröftum. En aldur- inn er í þann veginn að þvinga þennan kalchifjaða Og slóttuga hermann til að lcea um tök sín á Spáni, og baráttan meðal fylgismanna hans um ríkiserfð- irnar er þegar í fullum gangi“. Fnn sem komið er virðist Franco hreint ekki vera á þeim buxunum að losa um tökin, og hann sýnist ekki held ur vera sér meðvitandi um neinn kvíða fj'rir framtíðinni meðal þegnanna. Þessi litlausi einræðisherra heldur áfram að ríkja yfir Spánverjum „af Guðs náð“ með öllu því tilstandi og þeirri stífu al vöru sem einkenndi konunglega ein- valda fyrr á öldum. í vor talaði hann á flokksfundi og sagðist þá mundu halda um stjórnartaumana „meðan Guð gefur mér styrk til þess. Ýmis þau völd, sem ég hef nú, verða ekki vegna síns sérstaka eðús seld öðrum í hend- ur“. Þó rómiversk-kaþólska kirkjan sé öflug á Spáni, krefst Franco sams kon- ar virðingar af henni eins og konungar gera tilkall til. Við trúarlegar athafnir fyigir hann þeim gamla sið konunga að ganga undir tjaldhimni, og í opinberum samrkiptum við æðstu menn kirkjunnar er r. ann eins virðulegur og formfastur eins og ósvikinn konungur með blátt blóð! Spáni er að nafninu til þjóð- þing, Cortes, en Franco hirðir lítt um það og lætur það a'.drei ná inn á sitt eigið valdsvið. Það kerruur sjaldan saman, og umræður eru þar enn fátiðari. Himr stjórnvöldu þingmenn eru til þess eins ætlaðir að setja stimpla á það sem lagt er fyrir þá. Franco getur gengið fram hjá Cortes og gerir það oft. Hann setur lög einfaldlega með því að undir- rita þau og birta í hinu opinbera lög- birtingablaði, „Boletin Oficial del Esta- do“. Sjá!f ríkisstjórnin lýtur einnig duttl- ungum einræðisherrans. Hún kemur saman pegar nonum hentar. Þegar nann dvelst í E1 Pardo aka ráðherrarnir ein- faldlega út þangað frá Madrid. En með an neitast er að sumrinu verða’þeir að' elta bann uppi mörg hundruð kílómetra til tveggja sumardvalarstaða hans: San Sebastian lengst í norðaustri og fæð- ingarstaðar hans, E1 Ferrol, langt í norðvestri. Auk hinna venjulegu ráðu- neytisfunda kiveður Franco ráðherra sína ósjaldan saman án fyrirvara og ætlast þá til að þeir bregði skjótt við og séu stundvísir. Að sjáifsöigðu eru ráðherraembættin eftirrótt, því að þau veita talsverð völd. En oft veita þau næsta skammgóðan vermi, jafnvel þeim ráðherrum sem hitta einræðisherrann í einrúmi með regiulegu millibili og baka sér þannig öfund. samráðherra sinna. Það mun ekki vera óalgeng reynsla, að ráðherra eigi langar- einkaviðræður við Franco í E1 Pardo og haldi aftur heim til Madrid sann+aerður um, að hann hafi vakið að- dáun og unnið stefnumálum sínum stuðning. En næsta morgun er meir en likiegt, að þessi sami ráðherra fái bréf írá Franco, þar sem látin er í ljós ein- læg viðurkenning á störfum hans og þjónustu jafnframt því sem tilkynnt er að hann hafi verið leystur frá embætti. Fjarrænt og kuldalegt viðmót ein- kennir alla opinbera framkomu Franc- os, jafnvel þegar í hlut eiga gamlir fé- lagar og samstarfsmenn. Á hverium miðvikudegi hefur hann t.d. formlega móttöku fyrir háttsetta herforinigja og embættismenn. Hershöfðingjarnir koma í glæsilegustu búningunum sínum, bók- staflega þaktir orðum, en embætt's- mennirnir koma í lafafrökkum og rönd- óttum buxum. Þeir nálgast einræðis- herrai.n einn og einn eða í hópum og staðnæmast hjá honum aðeins andartak. Allt fer fram samkvæmt ströngustu siðareglum, og enginn leyfir sér að taka upp iéttara hjal. Þegar Franco tekur á móti erlendum erindrekum er sama uppi á teningnum. Nýir sendiherrar afhenda honum skil- ríki sín í gömlu konungshöliinni í Mad- rid með viðhöfn sem minnir á liðna daga: gullslegnir vagnar, riddaralið o.s.fiv. Þegar athöfninni er lokið, hafa erlendir sendimenn mjög sjaldan tæki- fær: til að tala einslega við Franco aft- ur. Það er þá helzt í hinum árlegu garð boðum sem hann heldur fyrir erienda sendimenn og spænska embættismenn í júií á hinum gamla konunglega búgarði La Granja, sem er nokkurs konar spænskir Versalir nálægt Segovia í Kast iliu. Á seinni áru.m hefur Franco dregið sig æ meir í hlé frá þegnum sínum, þanmg að hann er orðinn hálfdularfull „þjóðsagnapersóna" í augum fjölda Spánverja. Þá sjaldan hann sést, er það einungis úr fjarlægð. Öðru hverju kem ur hann fram með miklu tilstandi, þeg ar einhiverjar opinberar stórfram- kvæmdir hefjast. Einu sinni á ári stend ur htnn á háum palli fyrir ofan mann- fjöldann og horfir á stóra hersýningu. Og til að geðjast spænskum smekk horf ir hann á tvö eða þrjú nautaöt árlega, en virðist ekki vera mjög hrifinn a( þessan þjóðariþrótt Spánverja. Hann er mcira fyrir dýraveiðar oig fiskirí. Framhald á bls. 13 Utgetanai: irl.I. ArvaXur. KeykjavíX. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rttstjórar: Siguröur BJarnason frá Vteur. Matthias Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Auglýslngar: Arnl Garöar Krlstlnsson. Ritstjórn: Aðalstractl s. Sími 22480. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.