Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 8
Birgit Nilison í titilrullunni í Aida eftir Verdi á sviffi Metropolitan-óperuhús sins í New York. Til vinstri er Mario Sereni í hluíverki Amonasros. Emily CoJeman Með Birgit Nilsson upp á háa-c S öngstjörnur telja það mikið keppikefli að fá að „opna“ leikár- ið hjá Metropolitan-óperunni oig keppa að því með engu minni þrá- sækni en Stanley forðum, þegar hnnri var að leita að Livingstone. Þetta á ekki hvað sízt við Birgit Nils- son, sem var aðalstjarnan í ár, þeg ar cperan hóf 79. leikár sitt. Þetta er kona, sem er álíka blátt áfram og röddin hennar, sem getur skorið gegnum 106-manna Wagner- hljómsveit jafnauðveldlega og heitur hnífur gegnum smjör, og henni var það ekkert launungarmál, að opnun leikárs sé mikilvseg fyrir listamann — og það svo mikilvæg, að í fyrra neitaði hún vendingu við Rómaróperuna, þeg ar stjórn leikhússins færði leik hennar í Turandot frá fyrsta kvöldi til annars kvö'ds. „Þeir byrjuðu á Othello, en minn samningur hljóðaði upp á fyrsta kvöld“, sagði þessi sænska söngkona nýiega. „Auðvitað olli ég hneyksli, en ég hafði bara á réttu að standa. Það hefur geysimikla þýðingu að leika fyrsta kvöldið í sumum óperum — það þýðir bæði aukinn heiður og aukið auglýsingargildi. Frumsýningar í Sca- la o" Metropolitan eru stórviðburðir“. Enda þótt ungfrú Nilssom hafi aldrei fyrr opnað leikár í Metropolitan, hef- ur hún gert það í Scala, Bayereuth og Covent Garden í London. Og þar sem ungfrú Nilsson hefur einhverja eftir- sóttustu rödd nú á tímum, þá safnar hún óperuleikhúsum jafnákaft og sum- ar aörar konur safna höttum. Enda þótt ekki sé jafnmikil ókyrrð um nafn henn- ar og um nafn Callas og Sutherlands eða Tebaldis, þá hefur hún vinninginn hvað það snertir að varðvéita aðsóknina hjá óperu.íeikhúsum. Sem Wagnersöngvari af norræna taginu hefur hún verið kölluð Kirsten Flagstad önnur. (Sjálf segist hún nú heldur vilja vera kölluð Birgit Nilsson Jyrsta). Hún hefur vak- ið endurupptökur' Wagnerópera í Ev- rópu, í Bandaríkjunum og í Suður- Ameríku. Eftirspurnin eftir Brynhildum í „Valkyrjuna“, „Siegfried“ og „Ragn- rök“, er svo mikil, að fyrir tveim ár- um, þegar langvarandi deila hljóðfæra- leikara við Metropolitan gerði það að verkum, að margt listafólk leitaði sér atvinnu annarsstaðar, sagði Erich Leins dorf, að hann vildi ekki stjórna „Nifl- ungahringnum“, ef ungfrú Nilsson væri ófáah'eg. Þegar Flagstad stóð á hátindi sín- urn, söng hún lítið annað en Wagner. En í Metropolitan í ár söng ungfrú Nils sun titilhlutverkið í nýrri uppfærslu á Aida Verdis. Næsta vor mun hún á sama stað jafnframt syngja í Mac- beth Verdis og Tosca Puccinis. Og tiveim kvöldum eftir frumsýninguna á Aida söng hún Turandot Puccinis með óperufélaginu í Philadelphia, en einmitt það h'iutverk aflaði henni heimsfrægð- ar. Oll þessi hlutverk og fleiri, sem hún syngur, eru venjulega sungin af söngvurum af „ítalska skólanum", sem mundu aldrei reyna við hlutverk eins og Brynhildar. En með því að vera jafnvíg á ítalska og þýzka skólann mmr.ir hún á gullöldina og hetjusöngv- ara liðna tímans eins og Lilli Lehman og Lillian Nordica, sem bæði gátu og gerðu það að syngja hina þung-drama- tísku Brynhildi einn da,ginn og svo hina froðuléttu Philene í Migtion eftir Thomas næsta dag. essi fjölhæfni er vitanlega ein ástæðan til þess, að ungfrú Nilsson er svo eftirsótt af forstjórum stærstu óperu húsa heims. Þegar Rudolf Bing óperu- stjóri var spurður um aðdráttarafí ungfrú Nilsson fyrir Metropolitan, sivaraði hann þurrlega: „Ég þarf nú ekkert að fara að lýsa því. Eg vil hafa nana meðan hún er fáanleg, en það er bara aldrei nógu lengi“. En enginn kemst langt á fjölhæfn- inni einni saman. Það dugar ekki að verc. vel fær til þess að fá fólk til að greiða 11 dali fyrir aðgöngumiðann, og það er ekki það, sem kemur áheyr- endunum til að sleppa sér og dómur- unum til að tína fram öll hástigin, serti þeir eiga yfir að ráða. Það er röddin, sem mestu varðar til þess að gera óper ur tilkomumiklar og röddina hefur ung- sópraninn hennar hefur verið kallað- ur ýmsum nöfnum, meira og minna jfrú Nilsson í ríkasta mæli. Dramatiski hástemmdum. Það hefur oft verið sagt, að fólk sé hrifnast af því, sem er í nokkurri óvissu hvernig fara muni. Sé þetta satt, er ungfrú Nilsson einhver mmnst metna söngkona nú á dögum, því að það er aidrei nein óvissa um, hvort henni tekst að ná háa-c eða háa- b, heídur hljóma bæði eins og lúður- tytur til atlögu. c -J umum finnst rödd ungfrú Nils- son köld. En aðdáendur hennar munu. segja, að þetta sé kuldi Turandot prins- essu — kuldi elds og íss. Það er mjog ■vafasamt, að þetta hlutverk hafi nokk- urntíma verið sungið með öðrum eins hrífandi giæsibrag og hjá ungfrú Nils- son — í næstum tuttugu mínútur í öðr- um þætti hleypur hún stöðugt á sömu áttundinni milli c og háa-c, án þess að henni fipist nokkurntíma (en flestum öðrum fipast á þessu) og gerir aldrei lát á hinni æsilegu spennu, sem Pucc- ini hefur þarna viljað fá fram og sir.æiri raddir hafa aldrei náð til ful.s. Eftir að hafa heyrt ungfrú Nilsscm. í „Turandot“ skrifaði listdómari Corriere della Sera: „Til þess að hafa lifað verð- ur maður að hafa heyrt þessa rödd að minnsta kosti einu sinni.“ En skæðadrífa af hæstu tónum er nú samt ekki einhlít. Þarna verða einn- ig aff koma til tónlistarhæfileikar, list- iænn heiðarleiki og túlkunarsmekkur. Flestir söngvarar, sem hafa mikla rödd og komast upp á háa-c, láta sér nægja það, sem guð hefur gefið þeim, og keppa ekkerl lengra. Söngvarar, sem þræla eins og skepnur til þess að.verða sann- ir listamenn, hafa sjaldnast þær raddir sem geri þann þrældóm ómaksins verð- an. r I-l n eftir því sem ungfrú Nilsson hefur þroskazt hefur hún keppt að þessu hvorutveggja í sem æskilegustum hlutföllum. Georg Solti, ungverski hljómsveitarstjórinn, sem er listrænn forstjóri Covent Garden og stjórnar hinni nýju uppfærslu á Aida, er einn þeirra, sem telur hana vel á vegi að ná þessu marki. „Þac sem ég hef haft mesta ánægju af er að sjá ungfrú Nilsson halda á- fram að þroskast“, sagði' Solti eftir eina æfinguna á Aida. „Eg held, að hún sé á hátindinum hvað röddina snertir, og túlkun hennar og leikur ber vott um aukinn þroska. Ég er þeirrar skoð- unar, að hún sé mesti dramatíski sópr- an vorra daga“. Sir David Webster, sem er aðalfor- stjóri Covent Garden, er annar frá, sem hefur tröllatrú á sönglconunni. Hann skrifaði henni á þessa leið, þegar hún var nýlega farin frá London eftir að hafa sungið í nýrri uppfærslu af Ragn- arökum: „Það sem mér finnst aitveg einstætt er það, sem þér hafið afrekað 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.