Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 10
-------------- SflMAVEDTALID -----------
„Sumaraukaferðir" Gullfoss vinsœlar
21460.
— Eimskipafélag Islands.
— Er Sigurlaugur Þorkels-
son blaðafulltrúi við?
■— Augnablik.
— Sigurlaugur héf.
— Góðan dag, þetta er hjá
Eesbók Morgunblaðsins. Hvað
er helzt tíðinda?
— Vetrarferðir Gullfoss eru
að hefjast hinn 30. október. Er
þegar uppselt í fyrstu ferðina
og talsvert farið að panta í
aðrar. Ferðirnar verða alls
átta,
— Hvernig var þátttakan í
íyrra?
— Hún var mjög góð. Þetta
er í þriðja sinn, sem við höfum
þessar „sumaraukaferðir“. Við
höfðum grun um það, að margir
ísiendingar hefðu löngun til að
komast út fyrir landsteinana,
en hefðu hlns vegar ekki átt
þess kost, bæði vegna mikils
kostnaðar og þar að auki vaxið
■mjög í augum að ferðast í
íyrsta skipti upp á eigin spýtur
©g búa á erlendum gistihúsum.
Það var fyrsj; og fremst þessi
grunur, sem varð til þess að
við hófum ódýrar vetrarferðir
auk þess sem Gullfoss sigldi
áður hálftómur á milli yfir
vetrartímann. Akveðið var að
ganga úr skugga um það,
hvernig því yrði tekið ef Gull-
foss færi nokkrar mjög ódýrar
ferðir til Danmerkur og Bret-
iands á þeim tíma árs, sem
ferðamannastraumurinn er
með minna móti, og gefa far-
þegum kost á því að búa um
borð í skipinu allan timann,
sem það liggur í höfnum, og
spara þeim þannig heilmikinn
kostnað og umstang.
Það kom brátt í ljós að
mikill fjöldi tók þessu kosta-
boði og seldust á skömmum
tíma allir farmiðar í fyrstu
ferðina. Má segja, að vetrar-
ferðirnar hafi frá upphafi notið
geysilegra vinsælda, ekki sízt
meðal þeirra sem lítið eða
ekkert hafa ferðazt milli landa
áður. Nú eru talsverð brögð að
því, að fólk vilji fara slíkar
ferðir árlega. í fyrstu var
ætlunin að hafa aðeins 1. far-
rými opið, en vegna aðsóknar
varð að opna 2. farrými líka.
Er því rúm fyrir 171 farþega í
ferðunum.
— Hve langan tíma tekur
hver ferð?
— Sextán til sautján daga.
Þá er um viku viðdvöl í Kaup-
mannahöfn og komið við í
Leith á heimleiðinni. Meðan
dvalizt er í Kaupmannahöfn,
geta þeir sem vilja farið í kynn-
isferðir, er ferðaskrifstofan
Sunna skipuleggur, bæði um
„fslendingaslóðir" í Kaup-
mannahöfn og um Sjáland.
— Nú á dögum, þegar sjálf-
sagt þykir að allir þegnar þjóð-
félagsins fái sumarleyfi, veldur
það nokkrum vandamálum, að
flestir vilja taka það á sama
tíma, eða um hásumarið. Það
er hins vegar ekki að öllu leyti
'bezt að ferðast á þeim tíma
ársins og hreinlega tilbreýting
að sjá t.d. Kaupmannahöfn í
vetrarskrúða. Þá eru ferðir
þessar mjög miklu ódýrari en
á sumrin, því að kostnaðurinn
er aðeins 290 krónur á dag á
2. farrými og 366 krónur á 1.
farrými og er þá fæði innifalið.
— Eru það aðallega Reyk-
víkingar, sem farið hafa í
vetrarferðirnar með Gullfossi?
— Nei, það hafa verið bæði
borgarar og bændur. Það var
til dæmis bóndi, sem fyrstur
pantaði far í vetur, en hann fór
einnig í fyrra.
Ú r annálum mi B z1J ~
Guðmundur Guðni Guðmundsson lók saman
Svarvat Gests skrifat um:
ÝJAR P
TU R
Hljóðfaerahús Reykjavík-
ur hefur fyrir nokkru feng-
ið umboð fyrir allsérstæða
hljómplötu. Þetta er 45
snúninga hljómplata og á
henni eru hvorki meira né
minna en sex lög, en platan
kostar ekki meira en venju-
leg plata. Ekki er þó öll
sagan sögð, því þetta eru
sex vinsælustu lögin í
Englandi í hverjum mán-
uði. Kemur platan út í upp-
hafi hvers mánaðar og skipt-
ir þá að sjálfsögðu um lög.
Þetta er hin ákjósanlegasta
plata fyrir þá, sem vilja
eiga lögin án þess að elta
uppi þær hljómsveitir eða
þá söngvara sem upphaflega
kynntu þau. Á þeirri plötu
sem síðast kom í Hijóðfæra-
húsið eru þessi lög: „Do
wah diddy diddy“, sem Man-
fred Mann og hans menn
gierðu vinsælt. Þá er það lag
ið „Twelve steps to love“,
sem Brian Poo e og Tremo
las gerðu upphaflega. Síðan
er það „You really got me“
sem hljómsveitin Kinks
gerði vinsælt.
Á síðari hlið plötunnar
eru „Have I the right“.
lagið, sem Honeycombs gerði
vinsælt. Svo er það lagið
„I won’t forget you“, sem
Jim Reeves söng upphaflega
inn á plötu. Þá er að lokum
lagið „Promise you’ll tell
her“, sem Swingin Blue
Jeans urðu fyrstir til að
kynna, en það voru þeir,
sem á sínum tíma gerðu
lagið ,,Twist and shout“
vinsælt.
Ekki er tekið fram á
hljómplötunni hverjir leika
eða syngja þessi lög, en lög-
in eru öll nokkuð vel flutt,
þó ekki séu þar þekktar
hljómsv. eða söngvarar að
verki. En svonefndar gítar-
hljómsveitir skipaðar ungl-
ingum skipta þúsundum í
Bretlandi. íslenzkur hljóð-
færaleikari, sem af tilviljun
var viðstaddur keppni sem
fram fór í Bretlandi fyrir
fáeinum dögum, sagði að þar
hefðu hvorki meira né minna
en 260 hljómsveitir keppt og
allar óþekktar. Svo vikið sé
að fyrrgreindri hljómplötu,
þá hlýtur sú næsta að fara að
koma með enn nýrri lögum,
svo það verður líklega handa
gangur í öskjunni í Hljóð-
færahúsinu þegar þar að
kemur, en síðasta platan hef-
ur selzt mjög vel, unglingar
fljótir að renna á lyktina þó
að plötusala hafi legið alltof
lengi niðri í þessári-rótgrónu
músíkverzlun.
essg.
1217
Hákon Hákonarson gamli, verð-
ur konungur í Noregi 13 ára að
aldri. Skúli Bárðarson verður
jarl Hákonar en varð síðar her-
togi. Hákon var launsonur Hákon
ar Sverrissonar, en Skúli var dótt
ursonur Sverris og bróðir Inga
konungs Bárðarsonar er dó þetta
sama ár.
ísland
Deilur Sæmundar Jónssonar í
Odda við Björgvinjarmenn, er
voru kaupmenn og áttu varning
þann er þeir Sæmundur og
Snorri höfðu lagt löghald á árið
áður. Sæmundur tekur 300 álnir
vaðmáls af kaupmönnunum.
Sighvatur fer að Grund í Eyja-
firði og var eftir það kallaður
Sighvatur á Grund.
1218
F. Rudólf af Hafsborg.
ísland
Guðmundur Arason biskup, kem-
ur heim frá Noregi og fer að Hól
um.
Arnór Tumason handtekur Guð-
mund góða og heíur í haldi að
Ási í Hegranesi um veturinn.
Snorri Sturluson fer utan og
dvelst með Hákoni konungi í Nor
egi og Skúla jarli.
D. Gunnlaugur Leifsson munkur
á Þingeyrum. Hann ritaði sögu
Ólafs Tryggvasonar og Jóns
biskups Ögmundssonar.
Ormur Jónsson, bróðir Sæmund-
ar í Odda, og Jón, sonur Orms
drepnir í Vestmannaeyjum af
Austanmönnum (Norðmönnum).
1219
Orrusta á Eystrasalti 15-6. í
þeirri orrustu er sagt, að danski
fáninn félli af himnum niður.
Svipuð saga er einnig tii um
íinnska fánann. í styrjóld þess-
ari vann Valdemar sigursæli Eist-
land.
ísland
Guðmundur Arason fluttur nauð-
ugur á börum suður í Borgar-
íjörð að Hvítá, og átti að flytja
hann utan, en hann slapp úr varð
haldi er vinur hans Eyjólfur
Káiason kom vestan úr Flatey
og nam hann á brott að nætur-
lagi.
Snorri Sturluson ferðast frá
Noregi til Sviþjóðar.
Engin skipakoma írá Noregi
sökum ófriðar milli Oddaverja og
kaupmanna frá Noregi.
Teitur Þorvaldsson, prestur í
Bræðratungu, verður lögsögumað
ur fyrra sinn.
1220
Mongólar, (Djengis Khan), vinna
sigur á Rússum.
Mongólar herja Búkhara, mennta-
setur Araba.
Island
Snorri Sturluson aftrar herför til
fslands frá Noregi út aí deilum
Oddaverja og Björgvinjarkaup-
manna.
Snorri gerist lendur maður Há-
konar konungs. Snorri kemur
heim til íslands á skipi tr Skúli
hertogi gaf honum .
30-8. Bardagi á Helgastöðum I
Reykjadal milli Guðmundar Ara-
sonar biskups og þeirra Arnórs
Tumasonar og Sighvats Sturlu-
sonar á Grund. Eftir bardagann
flýði Guðmundur suður í Odda.
1221
Mongólar herja Samarkand,
menningarmiðstöð Araba, og
hneppa háskólakennara og nem-
endur þeirra í þrældóm.
D. Dominígó Gusman faðir Dom
iníkana-munkareglunnar.
Mongólar herja héruðin Sjan-
sung og Sjensí í Kína.
Island ,
Sturla Sighvatsson reisir bú að
Sauðafelli 1 Dölum.
17-6. Drepinn Björn Þorvaldsson
og átta menn í bardaga á Breiða
bólstað af mönnum Lofts biskups
sonar og var það síðasti sigur
Oddaverja í viðskiptum við aðra
höfðingja.
D. Arnór Tumason í Noregi.
D. Guðný Böðvarsdóttir, ekkja
Hvamms-Sturlu. Hún dó hjá
Snorra syni sínum. Hann tók alia
gripi hennar, en hún hafði áður
gefið allt fé sitt Sturlu Þórðar-
syni, fóstra sínum.
10 LESBOK MORGUNBLAÐSIM S
31. tbi. 1964