Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 6
að nenna að lesa um þau, eins og hinar
tíðu tilkynningar um bílaárekstra, inn-
brot og nauðganir.
Fyrsta númerið í þessum einstæða
skrípaleik leikhúsráðsmannsins var, að
annar texti hafði verið þýddur á ís-
lenzku en sá sem nota átti. Sú sjálf-
sagða aðferð að ráðgast um þetta við
leikstjóra til þess þó a.rmk. að vita
hvaða „version" af leikritinu hann
ætlaði að nota, var auðvitað ekki við-
höfð. Því líklega hefir þó þjóðleikhús-
stjóri vitað, að um slíkt gat verið að
ræða.
Manni virðist, svona í fljótu bragði
og í fyllsta sakleysi, að það kunni ef
til vill að vera nær fyrir Guðlaug Rósin-
kranz að einbeita sér betur við sitt aðal-
starf, i stað þess að dúlla við kvik-
myndahandrit, balletttexta og þýðingar.
Allar þessar listgreinar geta án efa
komizt af án hans afskipta; þau eru leik-
húsinu, sem hann á þó að stjórna, síður
en svo til gagns, og honum sjálfum
vafasamur álitsauki.
Mætti og ætla, að það sé ærið verk að
stjórna Þjóðleikhúsi íslands, ef það
væri rækt sem skyldi.
Eins ætti það að vera fullkomið starf
fyrir bókavörð leikhússins að annast
bókasafnið, mynda- og klissjusafn,
skjalasafn o. s. frv. Enda er bókavarðar-
starfið talið hans aðalstarf á hinum
opinbera launalista, sem birtist í blöð-
unum yfir opinbera starfsmenn ríkisins.
Jæja, nú voru í fumi og flaustri
settir fjórir menn til að snúa hinum
rétta texta á íslenzkt mál. Takið eftir —
fjórir, til að þýða sama leikhúsverkið!
Þó merkilegt megi heita, sluppu þeir all-
vel frá því; Egill Bjarnason, sem er lið-
legur þýðandi og smekklegur, enda orð-
inn vanur óperettuþýðingum. Honum til
aðstoðar var Ungverji sem hér er og
skildi islenzku, auk leikstjóra og að-
stoðarleikstjóra.
Texti sá, sem þessi ungverski leik-
stjóri heimtaði, krafðist frekar góðra
leikara en söngvara.
Vandaðist nú málið að miklum mun,
þaf sem þjóðleikhússtjóri hafði gert
skriflega samninga við söngkonu og
söngvara hér, til að syngja tvö aðal-
hlutverk í leiknum. Var nú brugðið við
o,g hringt til þessa söngfólks, og því til-
kynnt í snarkasti, að það þyrfti ekki
að mæta, og að því væri þar með sagt
upp, án þess svo mikið sem að prófa
hæfni þess og getu.
Háttvísi og almenn kurteisi hefir nú
aldrei þjáð manninn. Miklir menn erum
við! Eða erum við það kannski alls
ekki?
Leikarar sýndu óverðskuldaðan þegn-
skap nú sem fyrr, tóku að sér það van-
þakkláta starf að leika hlutverk sem aðr-
ir höfðu verið ráðnir í.
Ekki var um annað að gera. Leik-
stjórinn hafði í heitingum að hverfa að
bragði heim til sinnar fögru suðrænu
borgar, ef ekki væri farið að vilja hans
í þessu. Enginn mun víst geta láð hon-
um það. Hann hlaut því að ráða, og
fagmaðurinn skákaði því þarna dilett-
antinum.
Það hvarflar svona að manni, að það
mundi tæplega skaða, þó okkar eigin
leikstjórar hefðu slíkt bein í nefinu óg
létu ekki setja sér stólinn fyrir dyrnar
með hlutverkaskipan.
L ítið var kannski við þessu að
segja annað en það, að slíks má jafnan
vænta, þegar ófróðir menn um flest
það, sem varðar leikhús og leiklist,
eru að kássast upp á hluti sem þeir vita
oflítil deili á, og eru að rembast við að
ráða í hlutverk upp á eigin spýtur, án
þess að ráðgast við hlutaðeigandi leik-
stjóra — fá a.m.k. að vita hvort leik-
arar eða söngvarar eigi að vera í aðal-
hlutverkunum!
Heyrzt hefir að þetta söngfólk, sem
sparkað var, hafi farið með málið fyrir
dómstólana. Mun það ekki vera í fyrsta
sinn, sem slíkt á sér st.að við þetta leik-
hús, ef mér skjátlast ekki. Nenni ég ekki
að sinni að nefna dæmin.
Opinberlega er það haft eftir G. R.,
að þetta/ og annað eins hafi aldrei hent
hann áður. Var það ekki Sókrates
gamli sem saigði eitt sinn, að slikt og því-
líkt væri ógætileg sambúð við sannleik-
ann? Ég bið þann háa herra velvirð-
ingar á því að ég nefni hans göfuga
heiðarlega nafn í þessu sam'bandi. En
skýrast má sjá, hve svart er í raun og
veru svart við hliðina á hinu drifhvíta.
Hð roskna, ungverska, margum-
rædda bitbein G. R. og Reykvíkinga,
söngkonan Tatjana Dubnovszky frá
Búdapest, sem ráðin hafði verið til að
syngja eitt aðalhlutverkið í Sardas-
furstinnunni, fékk nú aldeilis fyrir
ferðina þegar hingað kom: Tekið á móti
henni á flugvellinum, æfð á leiksviði
Þjóðleikhúsins, lék svo með á frumsýn-
ingu og nokkrum fleiri sýningum.
Leikhúsgestum fannst hún í fyrsta
lagi of gömul. Mikið má hún hafa elzt
þennan tíma frá því G. R. réði hana!
Varla hefir það þó verið gert í gegnum
síma? Ja, hver veit?
Söngur hennar féll víst ekki heldur
í kram vandlátra. Því réði Guðlaugur
hana þá? Að þetta hafi ekki verið sú
sem ráðin var! Nei, hægan nú! Því trúir
nú víst enginn! Þó reynt hafi verið í
útvarpi og blöðum á klaufalegan hátt
að berja það inn í fólk.
Svona yfirleitt eru menn nú engir
fábjánar. Þó undantekning finnist. En
þarna gerðist það reginhneyksii, sem
vart mun eiga sinn líka í allri leikhús-
sögu veraldarinnar: Þessum gesti frá
fjarlægu menningarríki, lítt mæiandi á
aðra tungu en sína eigin, er boðið að
koma hingað og syngja í sjálfu leikhúsi
íslenzka ríkisins. Það hefði ekki átt að
vera í kot vísað. Varla mun þessi — áður
fræga söngkona — hafa sótzt eftir jobb-
inu! Hvernig voru svo viðtökurnar —•
þær opinberu — þ. e. af hendi leikhúss-
ins? í fám orðum sagt, fyrir neðan allar
hellur, 5ó leikararnir reyndu eftir
beztu getu að sýna henni alla vinsemd.
Hún er látin fara úr hlutverkinu eftir
átta sýningar, þegar G. R. heyrir tóninn
í leikhúsgestum og sumum dagblað-
anna. Hann hafði þó heyrt hana á æf-
ingum. Nei, um sjálfstæða persónulega
skoðun á list er ekki að ræða þar. Fyrst
þarf að heyra álit annarra til að geta
myndað sér einhvern óskapnað að skoð-
uru
Nú er þessi aldna söngkona hrakin úr
hlutverkinu, úr leikhúsinu og þar af leið
andi burtu af landinu. Það hafði lítið
farið fyrir, að henni væri sýnd sú sjálf-
sagðasta kurteisi; sem hún þó sem gestur
leikhússins og útlendingur átti fyllsta
rétt til. Það var mikið skopazt að öllu
þessu, bæði manna á meðal og í hinni
opinberu pressu. En er þetta nú í raun
og sannleika svo mikið gamanmál? Er
ekki líka talsverður slatti af nóprustu
a.'vöru í þessu ófagra máli?
F ólki finnst það kannski ekkert
alvörumál, að maður sem þó húkir á
toppinum í einni æðstu menningarstofn-
un þjóðarinnar eða stofnun sem á að
vera það, skuli leyfa sér að óvirða ís-
lenzka Þjóðleikhúsið og raunar alla ís-
lenzku þjóðina með svona framkomu
við þekkt listafólk erlends menningar-
ríkis, sem hann þó hefir boðið og er því
hans og leikhússins gestir. Einhverjir
hafa kannski gaman af þessu. Ég hefi
!það ekki. Það er miklu alvarlegra en
svo að sjá ofan í það hyldýpi skilnings-
leysis og bjálfaháttar, sem lýkst upp
fyrir augum þeirra sem vilja sjá.
Þeir mundu tæþlega margir leikhús-
stjórar menningarlandanna, sem sætu
áfram í embætti eftir svona óverjandi
embættisafglöp. Hvar eru útverðir ís-
lenzkrar menningar og nóbelsskáld, sem
lála slikt viðgangast óátalið? Það hafa
verið settar af stað mótmælaundirskrift-
ir gegn mönnum af minna tilefni!
Um skeið sat svo þess-i erlendi
gestur í stórborg einni í Þýzkalandi til
að jafna sig nokkuð eftir niðurlæging-
una. Þó tæplega með ljúfar minningar
frá hinni fögru Sögueyju í norðrinu eða
um gestrisni hinnar rómuðu bókmennta-
þjóðar. Heim í sína eigin borg áræddi
hún ekki að fara að sinni. Enginn mun
geta láð henni það. Hver getur séð sjálfan
sig eftir aðra eins útreið.
íslendingar geta verið hreyknir af
slíkum menningarfulltrúum. Eða er
það ekki? Stundum látum við bjóða
okkur hvað sem er. Hvað er orðið
af norræna stoltinu margumtalaða?
Þessar óperettusýningar í Þjóðleik-
húsinu báru leikararnir algerlega uppi,
sumir með miklum yfirburðum og
glæsibrag.
K arnaleikritið var „Mjallhvít“
þeirra Grimmsbræðra (Leikstj. Kl. J.),
þó hvergi glitti í þá alla sýninguna út.
Hver mundi standa fyrir því að taka til
sýningar þennan ameríska óskapnað,
þar sem öll rómantík ævintýrisins fagra
Og fræga er gersamlega þurrkuð út?
Litla látlausa prinsessan var hér gerð
að dansandi og gólandi skoffíni. Maður
þekkti ekkert af því, sem maður drakk
inn í sig sem barn frá furðuheimi höf-
undanna. Mjallhvít var þetta ekki.
Varla er þó að sakast um þetta við leik-
stjórann; líklega hefir honum verið
upfkálagt að nota þennan texta. En þvi
endilega það? Þegar sagan er til í
ágætri útgáfu og þýðingu Magnúsar
Grímssonar, áttunda útgáfa frá 1937,
með góðum velviðeigandi myndum, sem
hefðu á bézta hátt getað stutt leikstjóra
og tjaldamálara við sviðsetninguna.
Þurfum við endilega að afskræma list-
ræna og fallega hluti, þó Ameríka geri
það? Börnin könnuðust varla við
Mjallhvíti. En barnasýningar eru því
nær ætíð sóttar, eiginlega hvernig sem
þær eru.
Væri það annars nokkur goðgá, þó
vikið yrði frá þeirri reglu sem virðist
hafa ríkt nú um árabil, að fela ár eftir ár
sama manninum sviðsetningu barnaleik-
ritanna? Að sami maður sé ár eftir ár
leikstjóri sömu tegundar leikrita getur
verið hættulegt, meira að segja orsakað
fullkomna stöðnun, og er ekki laust við
að þess hafi gætt.
Leikstjórinn, sem oftast hefir unn-
ið að þessu, hefir sannarlega oft á tíðum
unnið verk sitt vel, og af samvizkusemi
— þó ekki ætíð af jafnmikilli getu.
Ef til vill eyði ég of mörgum orðum um
þessa sýningu á „Mjallhvíti“; það er af
því mér hefir jafnan þótt vænt um þettá
fallega ævintýri þeirra Grimmsbræðra.
Það hefir oft verið vitnað í sýningar
leikhússins á „Kardemommubænum", og
með réttu, en það verk fékk víst líka að
vera í friði fyrir afskræmingu, enda var
þar líka að verki, auk leikstjórans, hinn
þekkti dansari og ágæti leikhúsmaður
Erik Bidsted, sem er mönnum hér að
góðu kunnur.
Oskiljanlegt ósamræmi virðist vera
í því að láta smábörn gx-eiða 80 krónur
fyrir miðann að þessari tveggja tíma
sýningu, en láta svo hálffullorðið fólk úr
skólunum sleppa með 55 krónur að hinni
miklu — ég á við löngu — Hamletsýn-
ingu, sem stóð yfir í hart nær fjórar
klukkustundir. — Er ekki allerfitt að sjá
nokkurt vit í þessu?
Það virðist ekki vera ósanngjarnt, og
raunar fullkomlega sjálfsögð krafa allra
foreldra í bænum, að miðaverðið að
barnasýningunum sé það lægsta sem
leikhúsið hefir upp á að bjóða. Þá væri
e.t.v. einhver von til að fátæku börnin
gætu einnig haft þá ánægju að sjá sýn-
ingarnar. Enda mun þessi tilhögun vera
algeng á öllum leikhúsum, sem skilja,
að leikhúsið — sem menningarstofnun —
er ekki eingöngu fyrir þá efnuðu. Þeir
efnaminni — og í þessu tilfelli barna-
fjölskyldurnar — hafa líka rétt til að
koma þar. Því tæpast mun það þó véra
meiningin, að hafa yngstu leikhúsgestina
að féþúfu, til að bera hallann af öðrum
sýningum?
Leikárinu lauk með komu rússneska
dansflokksins frá Kiev. Það var mikill
og fagur listrænn viðburður, og nokkrar
sárabætur fyrir hina vonsviknu leikhús-
gesti, þó færri sæju en vildu. Þessir
heimsfrægu listamenn — sem allir virt-
ust meistarar í danslistinni — brugöu
töfrasprota listarinnar yfir misheppnað
leikár.
Stjórn M.Í.R., sem drýgstan þátt mun
hafa átt í komu þeirra, á miklar þakkir
skilið.
Lágt hefði risið orðið á leikári Þjóð i
leikhúss vors, ef þessir listamenn heföu
ekki látið þá sem sáu gleyma um stund
vonbrigðum vetrarins með þeim fáu sýn-
ingum sem þeir gátu haldið hér.
Kemur kannski að því, að þessi stofn-
un verði aðallega fyrir erlenda gesta-
leiki? Ýmislegt virðist benda í þá átt.
Sumt ennþá verra en það hefir hvarflað
að mönnum hér á sl. vori.
Eitt var það þó, sem varpaði nokkrum
skugga á kveðjusýningu þessara ein-
stöku listamanna frá Kíev. Það var hin
vandræðalega ræða Guðlaugs Rósinkranz
í sýningarlok. Getur maðurinn ekki
fengið einhvern til að semja nokkurra
mínútna ræðustúf á máli hlutaðeigandi
gesta, og lært hana svo utan að? Um
það þyrfti enginn að vita, og væri ekkert
við það að athuga.
Nei, það má helzt sem minnst á sig
leggja.
Eftir svona mistök er sú stemning, sem
oft ríkir í áhorfendasal eftir góðar sýn-
ingar, venjulega fokin út í veður og vind.
Hætt er við, að menn fari heim leiðir og
í daufu skapi.
Mig eins og hálfminnii', að.það sé verk
formanns leikhúsráðs, Vilhjálms Þ. Gísla
sonar, að koma opinberlega fram vegna
leikhússins? Eða er þetta kannski mis-
minni mitt?
Hagalagðar
Frá Grafar-Jóni
Það var eitt sinn er hann kom
sunnan með lest sína, að hann rak
hjá Vilborgarkeldu á Mosfellsheiði,
að hann greip þar hest rauðan, varp-
aði á hann reiðingi og fiskaböggum
sem hvatlegast. Var hann allra
manna snarráðastur í hvívetna, rak
svo hestinn með lest sinni. En er
hann var eigi all-langt kominn
norður á heiðina, sá hann og lags-
nxaður hans, að 3 menn ríða á eftir
þeim mikinn, og þóttist Jón vita að
leita mundu þeir hestsins, stökk af
baki, greip krít úr vasa sánum og
krítaði blesu á hinn stolna hestinn.
En er þeir, er eftir leituðu, gættu
hestanna, sáu þeir hvergi Rauð, því
blesan viliti fyrir þeim, og ætluðu
honn í aðra lest farirm, en Jón hélt
hestinum og fór heim norður.
(Gísli Konráðsson.)
Þorleifur heiti ég
Snemma fékk Þorleifur orð fyrir
að vera ákvæðaskáld og fjölkunn-
ugur. Fékk hann þá nafnið Galdra-
Leifi og gekk almennt undir því
síðan. Einhverju sinni, er hann
heyrði það, að hann var Galdra-
Leifi kallaður, kvað hann þessa al-
kunnu vísu:
Þorleifur heiti ég Þórðarson
þekktur af mönnum fínum.
Hafði ég aldrei þá heimsku von
að hafna skapara mínum.
(Sæm. Eyjólfsson)
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
31. tbl. 1964