Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 14
40 ÁRA MINNING Framhald af bls. 7 gleraugun og svaraði: „Það var ekki von að þið fynduð hann, þið hafið náttúr- lega allir verið fullir“. „O, fjandinn hafi það, við vorum ekkert fullir, það var allt brennivin löngu þrotið“. —Klemens var sjór af fróðleik og gömlum minning- um, það mátti fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók. Síðast fór hann að taka sér hvíld og nema staðar í stiganum á leiðinni upp í safnið, þá vissi ég hvað klukkan sló. Vieðan Klemens hafði Sögu Reykja- víkur í smiðum, birti hann í tímarit inu Blöndu II. bindi, allýtarlega og bráðskemimtilega grein um flestar vanmetakindur Reykjavíkur á öldinni sem leið. Þetta fólk, sem tók sinn þátt í bæjarlífinu, hafði nálega allt sín við- urnefni, svo sem Jón „Bol, bol“, Eyfi tónari, Magna skarn-í-auga, Jón „kis, kis“, Sæfinnur, oig Gunna grallari, að ógleymdum Haagensen, sem verið hafði tii Orlogs með dönskum og gekk fyrir höfðingja bæjarins í sínum ein- kennisbúning á stórhátíðum. Ég gekk að því sem vísu, að þetta fólk mundi hljóta sinn sess í sögu Reykjavíkur. Þegar sagan var komin út í tveim bind- um, árið 1929, kom Klemens til min í safnið og gaf mér bókina. Ég greip að vissu leyti í tómt, þessa heiðursborigara var þar hvergi að finna. — Þegar Klem- ens heimsótti okkur næsta skipti, spurði ég hann hvernig eiginlega á þessu stæði. Klemens settist og andvarpaði: „Það er nú saga að segja frá því. Sannarlega ætlaði ég að taka þennan kafla með í bókina, en þegar hún var komin undir prentun, fékk ég skilaboð frá dóttur- dóttur Gunnu grallara, að ég maetti skammast mín. Ég vildi að sjálf- sögðu engan særa, avo ég lét allan þátt- inn falla niður“. Saga Reykjavíkur er nú löngu uppseld en eðlilega líður að þvi, að hún verði prentuð i 2. útgáfu. Væri þá ekki úr vegi að fella þennan þátt inn í ritið, því nú er sú hætta liðin hjá, að hann þyrfti að hneyksla dóttur-dóttur Gunnu grallara. Einn þeirra skrítnu fugla, sem þarna er lýst, hlaiut þó sína uppreisn, hann komst í fullu uniformi, sem „kaft- einn Hogensen", inn í Brekkukots- annál, og þar með í heimsbókmennt- irnar. Við starfsmenn þjóðskjalasafnsins úrð um að hafa meiri og minni samvinnu við alla klerkastétt landsins, ekki sízt Reykja víkurprestana, og þaðan er margs að minnast. Séra Bjarni kom til mín í safnið um morgun. „Ég á að jarða mann í dag, en mér er ekkert um hann sagt, geturðu fundið fyrir mig hvar hann var fæddur?" Manntalið 1890, fæddur í Lambhústúni í Mýrasýslu þetta ár, foreldrar þessir. ,.Ágætt“, sagði séra Bjarni og hvarf. Síð- ar um daginn var ég samferða bókbind- aranum okkar upp Hverfisgötu, en hann var Mýramaður. Hann var í jarðarfarar- búningi og í þungum þönkum. Hann sagði: „Óviðjafnanlegur maður er hann séfa Bjarni, hann veit bókstaflega allt. Það er ekki nóg að hann þekki Hjörsey, hann þekkir líka kotið í Hjörsey, Lamb- hústún“. Séra Bjarni yppti brosandi öxl- um, þegar ég siðar sagði honum þetta, vel sloppið. Það hafði nefnilega hvorugur okkar haft hugmynd um, að þetta blessað Lambhústún hefði verið í Hjörsey. -Kerling ein vakti mig snemma morguns og sagði: „Hann bróðir þinn hlýtur að vera dáinn, hann séra Bjarni er kominn á þessum tíma dags og spyr eftir þér“. „Láttu manninn koma“. Séra Bjarni heilsaði mér, það var eitthvað, sem að honum amaði. Hann dró upp bréf og sagði aðeins: „Sjáðu“. Bréfið var frá Police Magistrat í Kaupmannahöfn, með Dr. Jón Þorkelsson fyrirspurn um, hvort hjálagt fæðingar- vottorð væri ekki leiðrétt, og leiðrétt þýddi auðvitað falsað. Vottorðið hafði verið gefið út fyrir stúlku, með hinni sterku rithendi séra Bjama, en milli lín anna var barnsleg títuprjónshönd, þar sem aldurinn var færður til um tvö ár, á hvorn veginn geta menn sagt sér sjálf- ir. Séra Bjarni var mæddur. „Hefi ég virkilega skrifað þetta svona skakkt?“ Ég tíndi á mig spjarirnar, opnaði safnið og fékk prestinum bókina, ég nennti ekki að gá 1 hana með honum. Séra Bjarni andvarpaði. „Auðvitað ætlar stúlkan að ganga í hjónaband, manns- efnið kemst að þessu, fyllist tortryggni og allt springur. Hvað á ég að gera?“ Séra Bjarna hefi ég aldrei gefið ráð í embættisverkum. Undir það mánuður leið. Ég lokaði á móti sólskininu vestur Austurstræti. Ég mætti dökkklæddum manni, sem gekk safninu kl. 4, sem þá var siður, og gekk írjálslega og var sýnilega í léttu skapi. Hann sneri mér við og ég gekk með honum. „Veiztu hvemig ég afgreiddi málið? Ég svaraði aldrei bréfinu. Nú er ég búinn að fá bréf frá henni, þar sem hún biður mig afsökunar að hafa breytt vottorðinu mínu. Heyrðu,“ sagði hann, hallaði sér að mér og gaf mér alboga- skot. „Þau eru harðgift!" Síðan kvaddi hann mig og gekk rösklega heim á leið suður Lækjargötu. Tvo menn hefi ég þekkt, næsta því að vera óskeikula um alla skráningu, annar er séra Bjarni, hinn var dr. Hannes Þor- steinsson. Séra Árni fríkirkjuprestur kóm líka alloft. Hann óx að dirfsku í sínum prests- skap eftir því sem árin liðu. Hann var staddur í safninu, þegar iðnaðarmaður, hálfgildings kunningi minn, kom og bað um fæðingarvottorð fyrir þrjá uppkomna syni, sem ætluðu að taka ökupróf. „Við hvaða kirkju skírðir?“ „Ha, hvergi skírð ir“. „Jæja, en hvar skrásettir eða til- kynntir?" „Ha, hvergi“. Nú var séra Árna nóg boðið, hann rauk upp af stóln- um og sagði: „Þið búið í kristnu þjóð- félagi, nefnið börnin ykkar á sama hátt og hunda og ketti og ætlizt svo til, að þau hafi öll mannleg réttindi“. Auðvitað reyndi ég að gera gott úr þessu, skrifaði bréf fyrir manninn til dómkirkjuprestsins, sem skrásetjara Reykjavíkur, þar sem maðurinn til- kynnti, þótt seint væri, að þessir synir (hans væru til og gengju undir þessum nöfnum, síðan gat hann aftur fengið út- skrift úr kirkjubókinni. eir blessuðu menn, Færeyingar, hafa ekki gert víðreist til okkar í safnið. Þangað hefir einn fiskimaður komið öll þessi ár. Ég sýndi honum prentað niðja- lal, frá þeirra Grími Kamban, til ýmissa málsmetandi íslendinga fyrr og síðar. Færeyingurinn var með á nótunum. „Grímur Kamban, já tað er trálari“. Menn hafa stundum orðið alteknir ’af ættfræðiáhuga og helzt viljað leggja nótt með.degi, en þetta hefir venjulega hjaðn- að á 2—3 vikum. Einn slíkur fræðimaður sagði við mig að rannsókn lokinni: „Ég var alveg kominn í þrot með þenna ætt- föður minn, en þá varð ég svo lánsamur, að hann hafði lent í sauðaþjófnaðarmáli, svo ég fékk þessar finu upplýsingar um hann í dómabókinni“. Þingeyingur kom og kvaðst ætla að dvelja viku í höfuðborginni og nota tím- ann til þess að semja sögu sinnar sveitar í þúsund ár. Annar gestur kom, meira að segja þingmaður, og kvaðst ætla að semja skrá um alla dóma, sem kveðnir hefði verið upp á íslandi._„Hvaða bækur eru beztar í svo'eiðis?“ Ég fékk manninum dóma- bók, um 200 ára gamla, sem lá á borðinu hjá mér. Maðurinn blaðaði í henni, ygigl di sig og sagði: „Þetta bölvað hrafna- spark les enginn frekar en kínversk'u". Hann henti í mig bókinni og rauk á dyr. Vísindastarfsemin var gufuð upp. egar Sveinn Björnsson var sendi- herra fslands í Höfn, var hann eitt sinn sem oftar á ferð, kom í heimsókn í þjóð skjalasafnið og spurði eftir Hannesi. Ég bauð honum sæti í lestrarsalnum og fór inn á skrifstofuna til þess að gera Hannesi viðvart. Tóku þeir tal saman frammi í sal, því að aðrir gestir voru þar ekki. Sendiherrann hafði meðferðis skjal eða afrit af bréfi, er hann hafði keypt af auralitlum stúdent í Höfn, fyrir 20 krón- ur. Það var meir en aldargamalt. Eng- lendingur skrifar brezkum stjórnarvöld- urri og bendir á, að ráðlegt væri fyrir Breta að tryggja sér ísland, með tilliti til hinna auðugu fiskimiða, því sá tími komi, að fiskisældin í Norðursjó og öðr- um höfum kringum Bretlandseyjar gangi til þurrðar. — Framsýnn maður, en tæp- lega raunsýnn að sama skapi, því fyrir þessa hugmynd fer hann þess á leit, að hann yrði, af stjóminni, útnefndur jarl af Geysi og barón af Mount Heclu! •— Sem að líkum lætur keypti safnið skjal þetta og gaf fyrir það 20 krónur. Ýg minnist þess enn, hvað allt viðmót Sveins Björnssonar var prúðmannlegt og vingjarnlegt, það var eins og hann hitti í Hannesi fornan tryggðavin sinnar ætt- ar. — Framhald í næsta tbl. Húsmæðraskólinn á Löngumfri 20 ára Afmæliskvebja frá nemendum á afmælishátíð skólans 30. mai 7964 í. í sumardýrð f j örðurinri flosmjúkur skartar af fegurstu litum, er gróðurinn ól. Þá vakna í huganum vonimar bjartar frá vetrinum milda, er ljómaði sól. í menningarstarfi hins mætasta skóla nú minnt skal í dag á hið tvítuga skeið. í æskunnar mennt á hann hlut jafnt við Hóla, og hefur þar aldregi vikið af leið. 2. Og henni, sem dagsins bar hita og þunga af háreistri bygging, er menningu ól, skal þakkimar tjá frá þeim aldna og unga, fyrir örlæti, kærleika, vemdun og skjóL Því að föðurleifð sína og eignirnar allar hún alþjóðu gefur til forsjár og trausts. Sú höfðingjalundin til hjartnanna kallar, sem hljómbrot frá Alföður mildustu raust. 3. í víðsýni héraðsins viti er reistur, sem vísar þér, ungmey, á Guðstrúar leið. Með bænum var homsteinn að byggingu treystur, með bænum var hlúð hér að vaxandi meið. Þær, sem bemskunnar fótmáls er falið að gæta, hafa framazt við vegsögu, er lét hann í té. Og vér óskum þess heitast, að arfinn þann mæta nú ávaxta megi vor heimilis vé. Fyrir það, sem vér nutum hér, námsmeyjar þínar, nú skaltu blessaður, skólinn vor kær. Við minninga-arininn hugurinn hlýnar, og hratt líða árin, það var sem í gær. Svo blómgist þitt starfið um ókominn aldur, að ávallt þú lýsir á gæfunnar mið. Við himininn blakti æ fána þíns faldur, ver farsæll í varðstöðu um helgastan sið. (Magnús Gíslason, Vöglum). 14 uESBÖK MORGUNBLAÐSINS 31. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.