Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1964, Blaðsíða 11
Jóhann Hannesson: ÞANKARÚNIR m hrakin frá völdum og austurríska keisaradæmið leysist upp. Engin ætt í Evrópu á aðra eins sögu og Habsborgarar, engin heíur setið óslitið eins lengi að völd- um né haft meiri áhrif á gang mála í álfunni. Það er ótrúlegt að þetta rit er það eina, sem út hef- ur komið um sögu Habsborgara á tímabilinu 1806-1918. Austur- ríkiskeisarar réðu löndum ýmissa þjóða og þeir reyndu að halda góðum friði og reglu t þessum ríkjum og tókst það að nokkru. Þessi ríki voru efnahagsleg heild og stjórn þeirra var á engan hátt eins fráleit og pólitíkusar og þjóðrembingsmenn vilja vera láta. Með vaxandi gengi þjóð- ernishreyfinga hlaut þetta ríki að skiptast upp eftir þjóðlöndum og svo fór að lokum. Bókin er mjög vel skrifuð og höfundur er hóf- samur í dómum og skoðunum, en hann virðist átta sig þrátt fyrir allt moldviðrið á Balkan á 19. og framan af tuttugustu öld. Napoleon. A Pictorial Biography. André Maurois. Thames and Hudson. 1963. 25s. Allir þekkja Napóleon mikla og margir kannast við höfund þess- arar bókar. Það hafa verið skrif- aðar ótal bækur um manninn frá Korsíku, sem er einn frægasti maður sögunnar. Hann var af- burðamaður um herstjórn og einn glöggasti löggjafi sögunnar. Hann segir einhvers staðar að vandamálin skuli afgreidd hvert fyrir sig, allar athafnir hans ein- kenndust af þessu. Hann hafði fullt vald og yfirsýn yfir þau viðfangsefni, sem hann vann að í hvert skipti. Hann var skjót- ráður og skarpur og það tók hann skamman tíma að átta sig á og meta viðburði og aðstæður. Þessi bók gefur betri hugmynd um Napóleon og samtima hans en ýmsar aðrar, þótt lengri séu, það eru myndirnar sem hér gera mun- inn. Góð mynd gefur oft betri hugmynd um viðburði og að- stæður, en langsöm lýsing í orð- um. Myndir og málverk voru þýðingarmikil sem áróðurstæki og kennslutæki. Kirkjan notaði Bókfræði Bibliography in the Bookshop. F. Seymour Smith. Andre Deutsch. 1964. 21s. Hér er bók sem íslenzkir bók- salar, sem selja erlendar bækur, ættu að kynna sér. Hún er fyrst og fremst miðuð við enskar að- stæður en getur komið að notum hérlendis, þar sem einna mest er selt af enskum bókum fyrir utan ísienzkar. Víða í Evrópu er kraf- jzt fjögurra ára náms af af- greiðslufólki í bókabúðum. Hér- lendis eru engin skilyrði sett þeim sem taka að sér afgreiðslu- störf í slíkum búðum, og veitti þó ekki af því að kynna fólki sem vinnur þessi störf eitthvað í bókfræði, bæði íslenzkri og er- lendri. Bókin skiptist i tólf kafla. Pyrstu kaflarnir fjalla um bók- söluna og útvegun bóka og þau rit sem að haldi koma, bókfræði- rit, verðlista, heildarbókaskxár, ársskrár o. s. frv. Seinni kaflarnir eru um efnis- flokka, heimspeki, trúarbrögð félagsfræði, tækni, sögu o. s. frv. Helztu bókfræðirit þessara flokka eru talin upp og uppsláttarrit um þessi efni og helztu og merk- ustu útgáfur hvers efnisflokks. Þetta er hentug bók og lykill að öðrum bókum varðandi bókfræði. Höfundurinn hefur verið bóka- vörður og hefur samið nokkrar 'bækur um bókfræði og er mjög vel að sér um enska bókíræði og bóksölutækni. Saga, minningar The Habsburg Monarchy 1806- 1918. A. J. Taylor. Penguin Books (Peregrine) 1964. 10/6. Höfundurinn er einn með fremstu sagnfræðingum Breta, þótt nokkur styr hafi stundum 6taðið um skoðanir hans. Bretar 6tanda nú mjög framarlega 1 eagnfræði og eiga marga ágæta eagnfræðinga svo sem Trevelyan, Toynbee, Namier, Neale, Runci- man og fleiri. í þessu riti segir höfundur sögu Habsborgar-ættarinnar írá lok- um hins heilaga þýzk-rómverska rtkis 1809 til 1918, en þá er ættin í her Napóleons mikla var hermaður einn, sem hét Nicolas Chauvin. Var hann mikill föðurlandsvinur og lofaði mjög ágæti Frakklands, yfirburði sinnar eigin þjóðar og atgervi keisara síns. Sparaði hann hvorki stór orð né fögur; en sá ljóður var þó á ráði hans að ekki gat hann lofað sitt land án þess að lasta önnur og gera lítið úr öðrum þjóðum. í þessu gekk hann svo langt að við hann er kenndur einn af hinum mörgu „ismurn", sem andlegt líf vorra tíma er svo auðugt að. Chauvinismi merk- ir nú á dögum yfirborðskennt skrum af ágæti eigin lands eða þjóðar, mærðarkennt og einhliða lof um afrek og yfirburði þjóðar eða lands þess, sem talar í það eða það sinn við erlenda menn. Chauvinísk eru einnig þau ættjarðarljóð kölluð þar sem málskrúð gengur úr hófi fram eða hallað er á aðrar þjóðir eða önnur lönd með samanburði. Sama á við um ræður með þess konar innihaldi. Föðurlandsást, sem er látlaus og blátt áfram, er ekki chauvinismi. Það er ekki hallað á neitt annað land þegar sagt er um vort eigið að það sé fagurt og frítt — þótt fegui-ðin njóti sín ekki nema í góðu og björtu veðri. í sjálfu sér er heldur ekkert við því að segja þótt minnzt sé á tölur, sem sýna að ís- lendingar dragi fleiri fiska úr sjó en aðrir menn. En sé stöðugt verið að stagast á slíkum tölum, þá verða menn leiðir á þeim mönnum, sem þannig láta. Þess konar landkynning snýst fyrr en varir upp í þjóðskrum. Varhugavert er einnig að gera of mikið úr gáfum eigin þjóðar, þótt vera megi að þjóð vor eigi fleiri góð skáld en aðrar þjóðir, „að tiltölu við fólksfjölda“. Þótt íslenzkur maður hafi eitt sinn kveðið betur en páfinn, þá er ekki þai með sagt að hann hafi gert alla hluli betur en hinn virðulegi biskup í Rómaborg. Andstæða chauvinismans — þjóðskrumsins — er undir- lægjuliátturinn. Hann getur líka gengið úr hófi fram. Þégar það var í tízku í fjarlægum Austurlöndum að sýna fram á að menn hefðu framazt erlendis, þá kom það fyrir að austrænir menn settu F. E. á eftir nafni sínu á prentuðum nafnspjöldum, sem þeir dreifðu meðal kunningja eða viðskiptavina. En þessi skammstöfum táknaði ekki annað en „failed examination", stöðst ekki próf. Hún sýndi á sinn hátt, að maðurinn hafði verið í snertingu við „menninguna", þó ekki með þeim árangri sem ákjósanlegur var. Innlendir fræðimenn, sem aldrei höfðu farið til Vesturlanda, voru miklu virðulegri en þessi manngerð. Ýmis önnur einkenni, þessum skyld, koma í ljós þegar menn eru að verða rótlausir í sinni eigin menningu, eða manngildi þeirra er í upplausn. Auðfenginn gróði á hér einnig hlut að máli. Það var sagt um Þales, hinn forngríska speking, að menn hafi eitt sinn spurt hann hvort hann vildi heldur gefa dóttur sína fátækum manni vönduðum eða ríkum manni óvönduðum. „Fremur vil ég gefa dóttur mína peningalausum manni*en Tnannlausum pen- ingum“ var svar spekingsins. En margir hugsa öfugt við hann. Nú er vel hugsanlegt að menn skrumi af öðru en landi sínu og þjóð í eyiu erlendra manna og innlendra. Menn geta skrum- að af sínum eigin flokki, eigin borg eða sveit eða eigin kirkju, og um leið verið að niðra öðrum mönnum, úr öðrum flokkum, borgum, sveitum eða kirkjum annarra þjóða. Menn geta jafnvel skrumað af sinni eigin vísindagrein á kostnað annarra, til þess að upphefja sjálfa sig eða reka áróður og andróður. Ekki er slíkt stórmannlegt né líklegt til manngildisauka, enda viðtekin regla að vísindi skuli vera málefnaleg og tal kirkjunnar manna skull vera samboðið fagnaðarboðskapnum og sjálfum Drottni kirkj- unnar. Spyrja mætti hvort ekki sé auðið að tengja saman þessar andstæður, skrumið og undirlægjuháttinn, og nota síðan út- komuna til einhverra íþrótta. Það hefir heyrzt um sum stór- ræði, sem við stöndum í, að við „getum það ekki, en gerum það samt“. Hvað kemur í ljós ef mikið verður af slíkum fram- kvæmdum? Árangurinn hlýtur að vera kák eða sýndarmennska, hálfunnin verk eða misheppnuð fyrirtæki. Að vísu hefir margt tekizt, sem furðulegt má teljast hér á landi, með því að „drekka gegnum“ verðbólgumiðilinn og hjálp frá öðrum þjóðum. En slíkt er ekki vænlegt fyrir einstaklinga eða þjóðir, sem vilja varðveita eðlilega sjálfsvirðingu og forðast bæði skrum og undirlægjuhátt. Hin eðlilega afstaða til verðmætanna er trú- föst ráðsmennska yfir því, sem oss er trúað fyrir. myndir ótæplega, einkanlega sú grísk-kaþólska. íkónarnir voru heilagir, og með hliðsjón af því má betur skilja myndaburð og myndanotkun í áróðursskyni í Austur-Evrópu. Myndirnar í þessari bók eru saga Napóleons, lesmálið fyllir heildarmyndina. Þetta eru samtímamyndir, stál- stungur og koparstungur, ógæt- lega prentaðar, samtals 144. Sama forlag hefur gefið út ævisögur margra ágætismanna í myndum, svo sem Dickens, Churchills, Picassos, Nehrus og Mozarts. Þetta eru fallegar og ódýrar bækur. Ferðabækur Umbría. Michael Adams. Faber and Faber. 1964. 36s. Umbriu-hérað liggur hvergi að sjó. Nú á dögum hraða menn sér um þetta landsvæði á leið til Rómar eða Flórenz, einstaka hef- ur þó viðdvöl í Assisi til að skoða freskur Giottos eða í Orvieto til að dást að dómkirkjunni þar. Mönnum hættir til þess að gleyma þv£ að það var á þessum slóðum, sem kviknaði einn skær- asti logi evrópskrar menningar. f þessum héruðum sáu fyrst dagsins ljós stofnendur þeirra munkareglna, sem urðu evrópskri menningu til hvað mestrar far- sældar, þeir blessuðu heilagur Frans og heilagur Benedikt. Hér blómgaðist málaralistin og nær hámarki í Perugino og Rafael. Hér mótaðist og þróaðist borgara- legt stjórnarfar og skipulagning meðan Evrópa norðan Alpa lá í barbaríi. Þetta er bók ætluð ferðamönn- um, sem vilja þó kynnast og skoða fleira en almennt gerist um túrista. Saga héraðsins er rakin frá dögum Rómverja og fram á vora daga, einnig er þetta leiðsögubók um héraðið. Þetta er menningarsaga héraðsins og jafn- framt þáttur menningarsögu ftaliu og Evrópu. Bókin er lið- lega skrifuð, Michael Adams var í sex ár blaðamaður hjá The Guardian. Myndskreytingin er ágæt og gefur góða hugmynd um byggingarlag og listir þessa héraðs. SIGGI SIXPENSARI 31. tbl. 1964 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN£ 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.