Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Side 4
1.
iJkozkur fræðimaður, Ebenezer
Henderson, ferðaðist á landi hér tvö
sumur, 1814 og ’15. Hann var erind-
reki biblíufélags i Lundiúnum, safn-
aði áskriftum og dreifði hinni helgu
bók, íslenzkri þjóð til andlegrar
hressinigar og sálubótar.
Skotirm hafði búið sig undir þessa
ferðareisu, aflað sér þekkingar á
tungu þjóðarinnar, sögu hennar og
bókmenntum. Ferðasaga hans frá fs-
landi er einkar greinargóð og kenn-
ir þar margra grasa.
Henderson hóf ferðir sínar úr
Reykjavík síðari hluta júlímánaðar,
fór fjallaslóðir norður til Eyjafjarð-
ar, lagði lykkju á leið: skrapp vest-
ur í Skagafjörð, „heim að Hólum“.
Sneri svo til Austurlands og þræddi
alfaraveg sunnan jökla.
Biblíusalinn hitti fjölmarga að
máli. Einkum kynnti hann sér við-
horf presta, embættisstörf þeirra og
trúarlíf safnaðanna. Bar hann flest-
um vel söiguna, sagt hefur verið, að
þar gætti stundum oflofs. Þó verði
honum ekki brígslað urn að halla
réttu máli vísvitandi, fremur hitt,
að ýmsir kirkjimnar þjónar hafi
brugðið yfir sig sauðargærum og
blekkt gestinn.
Það var ekki aðeins mannlifið,
sem þessum merka ferðamanni þótti
girnilegt til fróðleiks og rannsóknar.
Hveri, eldvörp, jökla og margvísleg-
ar bergmyndanir, tröllahlöð og
dverghamra, lét hann ekki fram hjá
sér fara án þess að lýsa þessum
undrum „í hinni miklu vinnustofu
náttúrunnar.“
og rímum frá síðari árum og er
sjálfur skáldmæltiur." —
n.
Hc
L enderson fór um Austur-
Skaftafellssýslu í öndverðum sept-
embermánuði. Þá var vætusöm tíð
og vatnaelgur. Jökulsá á Breiða-
merkursandi í foráttuham og flutti
frá jökli jakaspangir til sævar. Urg-
ið í jökulísnum, straumdríli og niður
árinnar var hrollvekjandi. En hinn
biblíufróði maður þekkti orð He-
breans, sem svo kvað um vatnsföll-
in:
Voldugri en þeirra vatnaraust,
er drottinn á hæðum. —
— Land og þjóð rista á ýmsa lund
hvort öðru rúnir í viðburðarás ald-
anna. Kynslóðir hafa mótazt £if um-
hverfi og þeirri lífsbaráttu, sem þar
er háð. Jafnvel sterkt og stórbrotið
landslag eykst að reisn í örnefni,
sem varðveitir söguleg sannindi, eða
aðeins munnmælasögn. Svo verða
land og þjóð eitt.
Henderson skildi þau lögmál.
Svipmynd frá Hofi í Öræfum:
„Nokkru fyrir norðan bæ þennan
var mér sýnt hátt fjall, hvítt og
keilumyndað, og upp á því er altari,
stór steinn dálítið holaður í miðju.
Fóru þar fram mannblót í heiðn-
um sið. Nefnist staður þessi Goða-
borg. Öll eru fjöllin í þessu nágrenni
snarbrött og gnæfa yfir bæina, sem
'standa undir þeim. Auk þess sem
þau hafa orðið fyrir eyðileggingum
síðari eldsumbrota virðist auðsætt
að af jarðeldum séu þau mynduð.
Bóndinn hér er þjóðkunnur undir
nafninu Öræfa-Davíð og er merk-
ur fyrir það, hvílíkar mætur hann
hefir á norrænum fombókmenntum,
enda má vera, að hann sé skaplík-
ari forfeðrum sinum en nokkur mað-
ur annar í landinu nú á dögum.
Hann á yfir hundrað sögur skrifaðar
og flestar þeirra kann hann utanbók-
ar. Nálega hverja staðhæfinigu sína
sannar hann með löngum tilvitn-
unum í fornar heimildir. Hann hefir
einnig safnað ógrynni af kvæðum
D=
' avíð bóndi á Hofi var fædd-
ur norður í Ási í Kelduhverfi um
1768. Faðir hans Jón bóndi þar, sonur
Jóns á Bakka á Tjömesi, Sveins-
sonar. En móðir Davíðs var Ingi-
björg dóttir Gríms lögsagnara á
Stóru-Giljá í Húnaþingi, Grímssonar.
Frá Grimi lögsagnara kom margt
gáfumanna, en ýmsir vom þeir ætt-
menn sérlundaðir og blendnir í gerð.
Ingibjörg Grímsdóttir var í hárri elli
í Skilmannahreppi í Borgarfirði hjá
tengdasyni sínum, Pétri bónda á
sem höfðu af Davíð persiónuleg
kynni. Ritsmíðin er því marki
brennd, að hún sé unnin úr mimn-
legum sögnum.
Þjóðsagnablærinn verður áber-
andi, þegar sagt er frá fjölkynngi
Davíðs og sjónhverfingum: — „Hann
var á reið með nokkrum mö-nnum í
Landbroti, sýndist þeim hann þá allt
í einu liggja utan við götuna og
vera höfuðlaus, en er þeir litu við
sat hann á hestbaki eins og ekkert
hefði fyrir komið.“
Sá er mergur máls hjá höfundi,
að koma á framfæri kynningu á
skáldinu Davíð Jónssyni. í ritgerð-
inni eru mörg sýnishorn a£ ljóðage-rð
hans. Víða rakin atvik, sem urð-u
yrkisefni. Bak við stökur og kvæði
Sigurjón Jónsson frá Þorgeirsstöðum:
Hvítanesi; gamla konan lifði þar
dóttur sína.
Davíð Jónsson kom innan tvítugs-
aldurs austur í Skaftafellssýslur.
Hans verður vart í Öræfum bólu-
sumarið 1786, ræðst til bús hjá ekkju
á Hnappavöllum. Munnmæli telja að
hann hafi borizt á þær slóðir vegna
brotamáls, má finna þar fyrir þa-u
rök, að venzlamenn hans veittu hon-
um liðveizlu í einhverjum kröggum,
gat verið lítilvægt sakarefni, þó að
ráðlegt þætti að hann fjarlægðist.
Hinsvegar liggur í augum uppi, að
ungur og óreyndur maður, sem
kemur aðvífandi, vekur eftirtekt og
um það hvíslað, að slíkur náungi
vilji fara huldu höfði. Nauðleitar-
menn höfðu svo sem fyrr leitað á
náðir Flosa austur þar.
Vorið 1787 flutti ekkjan bú sitt
frá Hnappavöllum vestur yfir Skeið-
arársand. Það fór ekki leynt, að
ráðsmaðurinn hafði þegar gert hosur
sínar grænar í samskiptum við hana.
Fáum árum seinna gengu þau í
hjónaband, bjuggu á ýmsum jörð-
um í Kleifarhreppi fram um lok 18.
aldar og betur þó.
í þætti þessum verður eigi hreyft
hjúskaparmálum né fjölskyldulífi
Davíðs Jónssonar. Ekkert farið út í
að rekja búsetuferil hans ýtarlega.
Klö-gum-álin, sem hann var riðinn
við um ævina, voru mýmörg. Þeirra
verður að en-gu getið — utan einnar
undantekningar, sem er líka kveikur
og eldsneyti frásagnarinnar.
Það sem hér er skráð snertir
bókasafnið. Stiklað á stóru um gang
mála svo sem efni knappast krefst
til skýringar á afleiðingum, sem
eftirfylgdu. Leitazt við að varpa ljó-si
á unimæli Hender.lons u-m bóndann á
Hofi, Öræfa-Davíð, er í háttsemi og
skapferli minnti á löngu liðna for-
feður og átti bækur og handrit,
sem hann kunni utanað.
III.
firið 1891 hófst í Kaup-manna-
höfn útgáfa á íslenzku mánaðarblaði,
sem n-efndist Sunnanfari. í fyrsta
árgangi ritsins birtist þ-áttur a£
Mála-Davíð .. eftir Jón Þorkelsson.
Höfundurinn var alinn upp í Hl-íð í
Skaftártungu, heyrði og sá menn
er bókvis maður, stálminnugur og
býr yfir haldgóðri þekkingu á forn-
sögulegum fræðurn. Hann er undir
áhrifum upplýsin-garstefnunnar,
frjálslyndur í skoðunum. Metur
bókagerð Magnúsar Stephensens,
segist vera þar á öndverðum m-eiði
við Skaftfellinga, sem vilji heldur
sálma og signingar.
Um bækurnar og handritin segir
Jón fomi:
„Það er margt sem bendir á, að
bókasafn Davíðs hafi verið mjö-g
orðlagt á sinni tið og hann hafi átt
ýmislegt, sem ekki var á hverju
strái.“
Ennfremur:
„Átti hann mikið bóka- og hand-
ritasafn og sér þess enn menjar,
FYRSTA GREÍN
því maður hittir oft á handrit, sem
bera þess merki, að þau eru komin
úr saf-ni Mála-Davíðs.“
r ar til marks em svo ummæli
Hendersons, sem áður eru greind.
Málfræðingurinn Rask heims-ótti
einnig Davíð á Hofi og taldi bóka-
safn hans verðmætt og það mesta
eystra. Frú Gyða Thorlacius segir
líka í Endurminningum, að mælt
væri, að Davíð hafi átt dýrmætt
safn íslenzkra handrita. Gyða var
kona Þórðar kamm-erassessors er um
skeið var sýslumaður Sunnmýlinga.
Þórður sýslumaður Thorlacius er
sagður „lítt þokkaður af alþýðu“.
í föðurætt var hann af íslenzku stór-
menni kominn, sonur Skúla Þórðar-
sonar rektors, bar nafn afa síns, er
við skirnina hlaut þá búningsbót að
verða að Theodorus, sem gat talizt
hæ-ft í dönskum hefðarheimi. Hann
ólst upp í Danmörku og var næsta
ósjálfbjarga í íslenzkri tungu. Dóm-
arastörf fórust honum bö'gl-ulega og
hlaut hann oft sektir vegna afglapa.
Þeim Þórði sýslumanni og Davíð
bónda á Hofi lenti heiftarlega saman
og varð ærið sögulegt. Greri aldrei
um heilt og spunnust af deilur og
málaferli. Sparaði þar hvorugur ann-
an.
En um eftirhreytur málsins segir
Jón forni í Sunnanfara:
„Þó hafði málið fallið á Davíð að
lyktum og átti hann að verða fyrir
nokkrum útlátum, en ekki borgaði
hann, og þegar gera átti fjárnáip
hjá honum, fannst ekki annað en
nokkrar fúnar guðsorðabækur.“
Minnir þetta ekki dálítið á frá-
sögn a-f sjónhverfingamanni, sem
liggur hauslaus utan vegarins?
IV.
Torið 1804 fluttist Davíð Jóns-
son búferlum frá 3reiðabólstað á
Síðu austur í Öræfi, settist að á
Hofi. Á lestum um sumarið var hann
í samfylgd sveitunga sinna. Höfðu
þeir slegið tjöldum 11. júli í kaup-
staðn-um á Djúp-avo-gi og sinntu
verzlun og viðskiptum næstu daga
svo sem efni stóðu til.
Davíð átti þar einnig ýmsum öðr-
um hnöppum að hneppa.
Sagnir segja að sýslumaður Sunn-
mýlin-ga, Þórður Thorlacius, hafi sett
manntalsþing við Berufjörð þenn-
an dag, tveggja hrep-pa þing haldið
á Djúpavogi. Hvað þar gerðist er
óljóst, þingabækur glataðar. Munn-
mæli fylla í skörð og skýra viðburði:
sýslumaður hafi ítrekað gjaldheimtu
af fátækri ekkju, Davíð til and-
svara og talið lögleysu. Nú var þetta
ekki varnarþing Davíðs, hann væri
þar kynnin-garlaus án leyfis við-
komandi yfirvalda, farið með ýfing-
ar sem slettireka.
Ðavíð kvað síðar um sýsiumann:
Vildi á mér vita skil
vottur process grófur.
Það vekur grunsemd um, að hann
hafi flanað inn á þingið. Einn þeirra
manna, se-m er m-eðal þingvitna,
sagði löng-u seinna, að Davíð hafi
„stórum misséð sig fyrir réttinum á
Berufjarðarhöndlunarstað móti sýslu
manni hr. Thorlacius“. 3er að sama
brunni og munnmælin hvar rimm-
an upphefst.
Það skal ekki vefengt, að Davíð
sé við skál. Þegar á verzlunarstað
kom á þeirri öld, var fljótlega leit-
að að brennivinstárum á stokkum
til að fá brjóstbirtu, enda flestir
fjarsveitamenn þjáðir af langvar-
andi kverkaþurrki. Vildi til að hóf-
semi var hlunnfarin.
Auðvelt er getum að því að leiða,
að Davíð gerðist úfinn, þegar til
orðahnippinga kom við dansklund-
aðan sýslumann. Hefur upp ræðu
sína, rómsterkur og flugmælskur,
óspar á stóryrði og persónulegar
svívirð-ingar um yfirvald, sam lá
undir rökstuddum ámælum fyrir
rangsleitni — að ógleymdum lúaieg-
um dylgjum, sem gengu fjöllum
hærra, um meðdeild hans og yfir-
hylmingu í nýlegu lögbrotamáli.
Þéttkenndur orð'hákur átti af nógum
ósóma að moða til að núa honum
um nasir.
Jr að leikur ekki á tveim tung-
um, að Thorlacius stefnir Davíð að
mæta 1 extrarétti næsta daig. Davíð
Framhald á bls. 14.
,Minn eigindómur er einasta
innifalinn i tébum bókum'
4 T.ESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
12. tbl. 1965.