Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Page 7
trá páskakvöldvöku í Jötunlieimum, sem er næsti skati viö bkui.
Örlygur Richter er kvöldvökustjóri og slær gítar.
puínu övuii.staakar aö bd'a ei'ni tii skálans um iau„uu \eg.
grjóthruni. Þeir hófust þegar
í stað handa um að grafa fyr-
ir skálanum á öðrum stað.
Það má mfeð nokkrum sanni
segja, að á undanförnum árum
hafi skátaþorp risið undir
Skarðsmýrarfjalli. Á þessum
grösum eru sjö skálar fyrir ut-
an skála Svartstakka, gamlir
og nýir, í einkaeign og félags-
eign. Allir heita skálarnir
skemmtilegum nöfnum, þannig
'heitir skáli Svartstakka til
dæmis Surtur, — og þeir fé-
lagar vilja taka það fram, að
hann var skírður árið 1960 —
löngu áður en eyjan kom til
sögunnar. Af öðrum skálum
má nefna ,,Kút“, sem skáta-
flokkurinn Labbakútar eiga, þá
er „Bæli“, sem Seppar eiga,
„Hreysi“, sem Hreysikettir
eiga, „Jötunheimar“ í eigu
skátafélagsins en er rekin af
Hrímþursum og „Þrymheimur“
einnig í eigu skátafélagsins, en
er rekinn af Landnemum.
A ð Skarðsmýrarfjalli er
er um hálftíma akstur úr
' uppihafi verksins, þeg-
ar Svartstakkar voru komnir
nokkuð áleiðis með að grafa
grunn að skálanum, var einn
þeirra félaga að bauka uppi í
fjalli fyrir ofan. Þá vildi s\b
til, að hann sparn við stein-
völu, sem rúilaði niður hlíð-
ina og hafnaði á þeim stað,
þar sem framkvæmdir voru
hafnar. Þeir sáu þá óðara, að
á þessum stað gæti skálinn
ekki verið vegna hættu af
Svartstakkar við skálabygginguna: Grétar Marinósson, Svanur
Ingvarsson, Sigurjón Stefánsson, Karl Marinósson, Haraldur Har-
aldsiion, Öm Sigurösson og Ólafur FriðViksson.
borginni. Frá þjóðveginum
verða skálaeigendur að ganga
í stundarfjórðung að skálunum.
Sumir hafa viljað leggja veg
yfir þennan sp«tta, sem er ap-
alhraun en flestir eru því mót-
fallnir, vilja hafa skálana úti
í náttúrunni, fjarri vélarskrölti.
Þótt kostir við að eiga skála
á borð við skálana undir
Skarðsmýrarfjalli séu ótvíræð
ir, er þó einn galli á gjöf
Njarðar, sem enginn fær ráð-
ið við: Rigningin. Það er sagt,
að á þessum slóðum rigni mest
á íslandi. Því til sönnunar
benda Svartstakkar okkur á,
að allt fyrsta sumarið, sem
þeir unnu að skálabygging-
unni hafi verið endalaus úr-
koma austur þar. Þeir segja,
að skálinn sé einkum ætlaður
sem athvarf á veturna, þegar
þá langi til að renna sér á
skiðum í nágrenninu.
Samt segja þeir, að ekki sé
loku fyrir það skotið, að þeir
bregði sér uppeftir á góðviðr-
isdögum á sumrin. Á næsta
leiti er Hengillinn ,ómótstæði-
legur öllum fjallgöngugörpum.
hreinsað allt landsvæði af
grjóthnullungum á margra fer
kílómetra svæði umhverfis til
þess að fylla undir vörðurnar.
Þeir félagar, sem eru 7 sam-
an, hafa fært dagbók yfir
hvern dag, sem þeir hafa unn-
ið að skálabyggingunni, og seg-
ir þar mjög ítarlega frá öllum
gangi mála. Dagbókin er fjör-
lega í'ituð og hin skemmtileg-
asta aflestrar. Við grípum nú
niður í kafla, þar sem segir
frá vinnu að himnastrompin-
um. Dagsetning er laugardagur
15. júlí 1980:
„Til vinnu drögnuðumst við
kl. rúmlega 11 morguninn eftir
og héldum áfram undirstöðu-
hleðslu himnastrompsins.
Reyndum við að draga með
jeppanum stórgrýti úr gilinu
fyrir ofan til að rrta í tröpp-
urnar, en það tókst nú aðeins
miðlungí vel. Efni í stromp-
hleðsluna, hraunhel'lur, sóttum
við niður að K-16 (skátaskáli,
nú brunninn), en þrepin í
hringstigann mikla voru sótt
alla leið vestur yfir Sandskeið,
jafnvel niður að Lögbergi. í
einum slíkum flutningi um
þessa helgi sprakk á kerru-
garminum, og varð Össi að
fara á fingrinum í bæinn til að
fá vax-adiekk meðan Svanur
beið í bílnum, en Grétar fór á
fingrinum það sem eftir var
upp á heiði til að tilkynna töf-
ina. En þetta var ekki eina
óhappið um þessa helgi, því
að i síðasta helluflutningnum
frá K-16 yfirgaf annað hjólið
bannsetta kerruna á miðri leið.
líklega búið að fá nóg af
„þvottabrettinu“, (einn vegar-
kaflinn á heiðinni). Öll okkar
vinna gekk því mjög seint, og
komum við ekki í bæinn fyrr
en kl. 12 um kvöldið“.
Páskar, annó 1960,
,.Svartstakkasveitin“
er á heimleið úr páskaúti-
legu í „Kút“. Allt í einu
scgir einn upp úr þurru:
— Þaft væri nú garaan
&ð eiga svona skála, maður.
— Já, andvarpar annar
og segir eftir dálitla þögn:
— Flott, e£ við „Svart-
stakkarnir“ byggðum nú
svona skála ... ha?
— Já, það væri flott mað
ur.
— Heldurðu, að við gæt-
um það ekki alveg?
— Ég veit ekki. Jú, ég
hwgsa það nú, ef við tækj-
um okkur saman.
— Það yrði sko „næs“
n ■ ,'iir.
Þannig var hugmyndin
fengin, og hún dó ekki út.
KrJdir um skálabyggingu
urðu æ háværari innan
sveitarinnar. Nú var sumar
ið að koma og þar með
bezta tækifærið til fram-
kvæmdanna. Og nógur var
mannaflinn.
annig eru inngangsorð
dagbjkar skátaflokksins Svart-
stakka. Segir hér frá hugmynd
að skálabyggingu, sem nú,
fimm árum síðar, hefur orðið
að veruleika. Skálinn hefur nú
risið af grunni, hin myndar-
legasta bygging, og stendur
undir Skarðsmýrarfjalli. Hann
Karl Marinósson vinnur að því
að reisa himnastrompinn
er nokkuð sérkennilegur að út-
liti, stendiur á sex vörðum, og
er ein þeirra framlengdur
strompur, sem er 7 metrar á
hæð. Þessi stiompur er kallað-
ur himnasti-ompur, og eru það
orð að sönnu. í upphafi var
gert ráð fyrir, að strompur-
inn yrði hlaðinn.
— En við hættum við það,
segir Grétar Marinósson, einn
Svartstakka, þegar við höfðum
12. tbl. 1985.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7