Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Qupperneq 8
hlutum, þeim er í hans loflegu lífi voru birtir fyrir guði, en leynt fyrir mönn- um. Sýndi hann þá ráðagerð sína, að hann -bað sér einnar meyjar, hinnar dýrðlegustu ættar af Skotlandi og draktc brúðhlaup til. Byggði hann tíu vetur hjá henni, svo að hann spillti hvorskis þeirra losta og var hreinn og flekklaus allra saurlífissynda; og er hann kenndi freistni á sér, þá fór hann í kalt vatn og bað sér fulltingis af guði.“ Engar sagnir fara af því, hvernig hin skozka kona hans kunni við þetta hjúskapartar, en ef til vill hljóta eiginkonur helgra manna nokkra umbun fyrir þess konar mótlæti. Um undanfarnar aldir hefur Magnús helgi staðið í skugganum af Rögnvaldi kala, sem Orkneyingar tóku einnig í helgra manna tölu. Tvennt veldur þess- um vinsældum Rögnvalds. í fyrsta lagi var það hann, sem lét byggja dómkirki- una í Kirkjuv*ogi, og hefur þetta afrek 'hans aldrei gleymzt. Og í öðru lagi var Rögnvaldur miklu skemmtilegri maður en Magnús frændi hans. Rögnvaldur var prýðilegt skáld, gleðimaður með af- brigðum og manna ólíklegastur til að beita kaldavatnslækningum við sjálfan sig, þótt nokkrar freistingar yrðu á vegi hans. E Magnúsarkirkja í Kirkjuvogi A fornum slóðum víkinga N 11 ú rennur bjartur og hlýr dag- f///> MagnÚS MagnÚSSOn rennur bjartur og hlýr dag- t»r yfir Kirkjuvog; snöggklæddir ferða- menn strjálast um þröngar götur, ung- ar stúlkur eru komnar á sólskinskjóla. Nú er bliítt og svást um eyjar, Dg rauð- ur sandsteinninn í kirkju heilags Magn- úsar býður af sér enn meiri fegurð og þokka en í aftansúldinni í gær. Nú er tímadagur að skoða kirkjuna eftir hús- lestur Sigurðar Nordals í gaerkveldi. Enginn núlifandi manna ber gleggri skilning á íslenzkum fornbókmenntum en Sigurður, og þess fengum við að njóta í ríkum mæli. Hann lét það ekki nægja að lesa fyrir okkur kaflann um dauða Magnúsar í Orkneyinga sögu, heldur jók hann þar við fjölmörgum at- hugasemdum um alla þessa viðburði, svo að okkur fannst stundum sem Nor- dal hefði sjálfur átt leið um Orkneyjar þennan vorrrjorgun árið 1115. En brátt áttum við eftir að kynnast vitnisburði um andlát Magnúsar, sem Nordal sjálf- ur þekkti ekki áður. Slikt bar fyrir augu okkur í kirkjunni. ÞRIÐJA GREIN O amkvæmt Orkneyinga sögu hafði Magnús beðið sérstaklega um, að hann yrði ekki höggvinn sem þjófur, heldur í hvirfilinn. Vafalaust hafa sumir ekki lagt fullan trúnað á þessa frásögn, en nú hafa komið fram merkilegar sann- anir til stuðnings sögunni. Arið 1919, þegar rétt 804 ár voru liðin frá lífláti jarls, var verið að vinna að viðgerð í kirkjunni. Og þá tók einn múrarinn eft- ir lausum steinum í annarri kórsútunni. Þegar steinarnir höfðu verið teknir burtu, kom í ljós dálítið holrúm, og í því var lítill kistill og í kistlinum haus- kúpa af manni og nokkur bein önnur. Af beinum þessum mátti ráða, að þau voru af manni, sem var réttir 170 senti- metrar á hæð. Slíkt þóttu hávaxnir menn í þá daga. Hauskúpan bar glögg- lega með sér, að maðurinn hafði verið drepinn með axaúhöggi í krúnuna. Spor- in eftir vopn Hlífólfs voru enn auðsæi- leg. Helgur dómur Ma.gnúsar jarls var fundinn. Enginn vafi getur leikið á því, að beinin voru réttilega eignuð honum. Læknirinn, sem skoðaði kúpuna, stað- hæfði, að maðurinn hefði verið lifandi, þegar hann sætti högginu. Hér féll því allt í Ljúfa löð, og allt kom heim við frásögn Orkneyinga sögu, enda er beina- fundurinn gagnmerkur vitnisburður um traustleika sögunnar. Nú er það eftir- tektarvert, að höfundur Orkneyinga sögu vitnar til heimildarmanns, sem sjálfur var viðstaddur, þegar Magnús var tekinn af lífi: „Svo segir Holdboði, réttorður bóndi í Suðureyjum, frá við- ræðum þeirra. Hann var þá með Magn- úsi, annar hans maður, er þeir gerðu hann handtekinn.“ Höfundur sögunnar hefur að öllum líkindum sjálfur talað við Holdhoða um atburðinn, og því hef- ur ekkert farið milli mála. 0, legigja fullan trúnað á þá frásögn Orkn- eyinga sögu, að Magnús hafi neitað að berjast og lesið saltara, meðan félagar hans háðu orrustur, og frásögn sög- unnar af háleitu líferni hans er einn- ig vitni um ónorrænar hugmyndir: ,,í öllum hlutum hélt hann ríkulega guðs boðorð, þjáði sinn líkama í mörgum "víst er, hvenær bein Magnúsar hafa verið falin í kórsúlunni, en á þess- um ágæta felustað hafa þau verið, þeg- ar siðaskiptin dundu yfir. Og rétt hjá voru geymd bein .annars dýrlings Orkn- eyinga: Rögnvalds kala, jarls og skálds. Lýsing sögunnar á Magnúsi er vafa- laust lituð af síðari helgi hans. Sagn- fræðingar munu að minnsta kosti ekíki l inhver gamansamlegasta. frásögu Orkneyinga sögu er þátturinn af Jór- salaferð Rögnvalds kala. í öðrum rit- um um slíkar pílagrímsfarir verð- ur höfundum tíðrætt um guð- rækileg efni, en höfundi Orkn- eyinga sögu tekst bezt upp, þegar hann víkur að meyjarmálum. Sér staklega er sagan af Ermingerði á Suð- ur-Frakklandi fróðleg að þessu leyti. Ermingerður var drottning, og henni var talið í trú um, að það mundi auka drjúgum á orðstír hennar, ef hún bvði heim Rögnvaldi jarli til veizlu. Jarl tók boðinu með þökkum. „Einn dag, er jarl sat að veizlunni, gekk drottning í höll- ina og margar konur með henni. Hún hafði borðker af gulli. Hún var klædd hinutm beztu klæðum. Hún hafði laust hárið, sem meyjum er títt, og hafði Laot gullihlað að enni sér. Hún skenkti jarli, en meyjarnar léku fyrir þeim. Jarl tók hönd hennar með kerinu og setti hana hjá sér, og töluðu þau um daginn...... Jari dvaldist þar mjög lengi í allgóðum fagnaði.“ Hér lætur höfundur okkur geta í miklar eyður. Með Rögnvaldi voru íslenzk skáld, og á leiðinni til Jórsala kveða þeir uim Kirkjuvogur. (Myndin íekin úr flugvél.) 8 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 12. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.