Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Qupperneq 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Qupperneq 12
Oscar Clausen: Prestasögur 19 Frá séra Bjarna á Grund S íra Bjarni Hallsson var prest- ur í Grundarþingum í Eyjafirði 1663 —1692. — Hann var af merkum ættstofni kominn. Faðir hans var Hallur, sem kallaður var „harði“, í Möðrufelli, en hann var sonur Bjarna lögréttumanns á Skriðu, Pálssonar sýslumanns á Holtastöðum í Lauga- dal og Hofi á Höfðaströnd, Grímsson- ar sýslumanns á Möðruvöllum, Páls- sonar sýslumanns á Möðruvöllum, Brandssonar lögmanns á Hofi á Höfðaströnd og síðast á Mýrum í Dýra firði Jónssonar. — Móðir Halls harða var Halldóra Björnsdóttir prests á Melstað Jónssonar biskups Arasonar. Sýnilegt er því hversu sterkir stofn- ar stóðu að síra Bjarna, enda liktist hann forfeðrum sínum um líkamlega og andlega hreysti. En Hallur „harði“ var umsvifamikill maður í héraði. Hann var lögréttumaður, spítalahald- ari, og eitt ár var hann lögsagnari í Vaðlaþingi, en þ.e. sýslumaður í Eyja fjarðarsýslu. Hallur var harðgjör eins og margir frændur hans, og er um hann sagt, að hann þætti nokkuð „blóðgjarn", og því hafi hann hlotið viðurnefnið „harði.“ — Þetta eina ár, sem hann var yfirvald Eyfirðinga, er sagt, að hann hafi látið taka 4 eða 5 mann- eskjur af lífi, en sumir segja, að þær hafi jafnvel verið 5 eða 6. — Allt var þetta fólk líflátið vegna „meints hórdóms", eða m. ö. o. vegna gruns um lauslæti eða hórdóm. Ein þessara „aumu manneskja" var kona, sem var í frændsemi við Hall, og lét hann þó taka hana í blóðböndunum og líf- láta. — Að þessari einstöku grimmd Halls harða víkur Ásmundur skáld í Samkomugerði, í mansöng fyrir 10. Hervararrímu, sem hann orkti, en þess ber þá að gæta, .að þeim var lítt til vina, skáldinu og Halli. Hitt er þó víst, að Hallur var grimmdarsegg- ur hinn mesti. c Oira Bjarni Hallsson var fædd- ur í Möðrufelli í Eyjafirði áiúð 1613. Hann vígðist til Grímseyjar aðeins 22 ára gamall, og mun hafa verið þar prestur í 23 ár. Þaðan fór hann að Upsum, og fékk svo loks Grundar- þing 1663, og þeim þjónaði hann í tæp 30 ár. Síra Bjarni var orðlagður mælskumaður og frægur predikari, enda óvenju gáfaður maður. Svo mikið orð fór af ræðum hans, að fólk úr öðrum sveitum fór oft langar leið- ir til þess að hlusta á þær og heyra hann syngja messu, því að samhliða mælskunni var hann mikill raddmað- ur. —Auk þessa tór mikið orð af síra Bjarna sakir lærdóms hans og vits- muna, en eins og þá var títt héldu sumir hann heldur hneigðan til forn- eskju eða galdurs. egar síra Bjarni stóð á áttræðu og var orðinn ekkjumaður, var hann enn líkamlega og andlega hraustur og ekkert farinn að tapa sér. Þá eignað- ist hann barn með ungri stúlku, og stóð ekkert á því, að hann gengist við faðerninu, en þessi „stóra synd“ hans var að vísu brot á kirkjunnar lögum, sem varðaði því, að hann varð að afklæðast hempu sinni og yfirgefa prestskap eftir 60 ára þjónustu. Síra Bjarni tók þessu með hinni mestu rósemi og jafnaðargeði. Hann skírði króann í Grundarkirkju „sem sitt eig- ið barn“, en síðan afklæddist hann hempunni, lagði hana frá sér og sagði um leið: „Þú hefur lengi þjáð mig, liggðu nú þarna.“ — Að þessari at- höfn lokinni fór sira Bjarni frá brauð- inu „umtalslaust" og bað engan mann, hvorki æðri eða lægri, velvirð- ingar á yfirsjón sinni, og settist að hjá höfðingsmanninium Magnúsi Björnssyni á Espihóli, föður síra Björns á Grenjaðarstað. Síðan gaf hann Magnúsi próventu sína, og lifði hjá honum í 4 ár í bezta yfirlæti. Hann dó svo „rósamlega" árið 1696, á 84. aldursári. Síra Bjarni var tví- giftur og átti margt barna, sem mikl- ar ættir og margt dugmikilla manna er komið af. Af þessum merka manni var máluð mynd á pappír og fest upp í Grundarkirkju, og þar var hún enn um miðja síðastl. öld. — Samtíma- prestur hans, síra Jón Guðmundsson í Árskógi, kvað erindi þetta og setti neðan við myndina: Síra Bjarni, Kristikær, klár ímynd hér stár, Hallssonar, hann ills hatari, vel sat. Til heiðurs við landslýð lundþýður á Grund, sauðum Drottins lífsleið lýsa gjörði.*) * Sbr. Præ. S. B. XV, 1296. SMÁSAGAN Framhald af bls. 3. gripið í hann og bjargað mér á land. Ég mjálmaði einhver fátækleg þakklætis- Orð, hristi mig duglega og hlóp síðan, eins o>g heilsan leyfði, beinustu leið heim. Lási var ekki kominn, en það kom eitthvert fiát á Guðrúnu, þegar hún sá mig. Hún hefur víst ekki búizt við mér svo fljótt til baka. Og óhrjáleg var ég auðvitað eftir allt volkið. Ég kom mér strax fyrir hjá eldavélinni og tók að þvo mér hátt og lágt, og heldur bar ég mig aumlega, en Guðrún gaf mér hornauga í sífellu og tautaði eitthvað um níu líf. í öl'lu minu volæði fór ég að hafa á- hyggjur af því, að Guðrún væri orðin eitthvað skrítin í kollinum með allt þetta taut, sem henni var vart einleik- ið. En sem ég var að hugsa ,um þetta kom Lási inn úr gættinni. Hann virtist felmtri sleginn, þegar hann sá mig, og var nær rokinn um koll, og tók síðan upp hornauigu og taut Guðrúnar um níu líf. Mér þótti furðulegt, ef ég ætlaði að vera eina veran, sem héldi fullum sönsum, og það eftir áfallið í söltum sænum. En auðvitað hafði Lási tekið þetta mjög nærri sér og orðið ofsahrædd ur, þegar hann missti pokann. Reyna verður að skilja tilfinningar fólks, þótt erfitt sé á örlagastundum. L oks komu krakkamir og þá urðu móttökumar innilegri. Þau föðmuðu mig og kjössuðu og voru barnslega glöð. En þetta verður allt skiljanlegt, þegar farið er að hugsa um það í næði. Börn- in gerðu sér ekki grein fyrir því, á sama hátt og fullorðna fólkið, hve al- varlegir atburðir höfðu verið að gerast, og höfðu því ekki orðið fyrir sömu ang- istinni, en gátu óskipt helgað sig gleð- inni yfir gifturíkri björgun minni. Svto góðir og hjálpsamir, sem dreng- irnir voru í fjörunni óhappadaginn, þá þótti mér furðulegt það litla, sem ég heyrði á tal þeirra. Ég gaf þessu engan gaum þá, hrakin og hrjáð, eins og ég var, en hef hugsað stundum um það síðan. Þeir sögðu sem sé, að Lási mundi hafa gleymt að setja stein í pokann. Bamaskapurinn getur gengið langt, ekki sízt hjá börnunum. Þetta er sama og að gefa í skyn, að það hafi átt að drekkja mér. Hvílíkur hugsunarháttur. Svona mundi enginn hugsa, hvað þá segja, er þekkti okkur heima hjá Lása. Ég þarf auðvitað ekki að sanna fyrir ykkur, hve þetta tal er fjarstætt. En get auðveldlega bent á þá staðreynd, að það var bara enginn steinn í pokanum, enda ekki ástæða að bera grjót til lækn- is ásamt sjúklingi. Hinum allra tor- tryggnustu, eða æíti ég að segja illvilj- uðustu, get ég bent á enn veigameiri rök. Þegar Helga tók innanmeinið og hætti að geta prjónað, þá var sóttur læknir, en það reyndi sannarlega eng- inn að losna við hana. Það get ég bor- ið, sv'o vel fylgdist ég með málunum, Og var þó meira fyrir henni haft en mér. Nei, — það er ekki hægt að segja annað en við Helga nytum umhyggju í ellinni, og aldrei varð ég persónulega þess áþreifanlegar vör en eftir slysið. Jafnvel Guðrún hætti að amast við því, þótt ég sporaði gólfin. Ohappaævintýrið dró þó alvarleg- an dilk á eftir sér. Ég náði mér aldrei eftir þetta. Hef víst fengið lungnabólgu upp úr öllu saman. Mjólkin var velgd og hlúð að mér á allan hátt, og vikur liðu, en allir vissu að hverju stefndi. Og nú er ég alveg að deyja. Mín síð- asta ósk í þessu lífi er, að Lása, Guð- rúnu hans Lása og krökkunum þeirra famist vel. Þankabrot Mig oft fyrir daglátum dreymir í dulbúnum torráðnum myndum. En hver er sem mótar þær myndir og mér er að sýna hvað kamur? Og hvernig er vitund hans varið, ef veit hann og sér fram í tímann? Að allt þetta umstang á jörðu sé endurvarp fjarlægra stöðva? Maríus Ólafsson. ALDARAFMÆLI Framhald af bls. 1. Alþjáðleg tónlistarráðstefna I sambandi við hátíðahöldin í Jyváskyla í sumar hefur verið skipu- lögð alþjóðleg tónlistarráðstefna, þar sem þekktir tónlistarfi-æðingar frá mörgum löndum munu flytja fyrirlestra og ræða um árið 1910 og þýðingu þess fyrir tónlistina í heiminum. Auk Sibeli- usar verða teknir til meðferðar Mahler, Bruckner, Strauss, Janacek, Debussy og Stravinsky. Ráðstefnan verður haldin í lok júní og byrjun júlí. Sibslius í nýju Ijósi ]\í eðal bóka, sem verða gefnar út á árinu um Sibelius, mun verk Eriks Tawaststjerna, sem er sérfræðingur í verkum Sibeliusar og prófessor við há- skólann í Helsingfors, vafalaust vekja einna mesta athygli. Er það i þrem bind- um og mun hið fyrsta þeirra koma út á árinu. Tawoststjerna hafði aðgang að miklum fjölda einkabréfa tónskáldsina sem ekki hafa verið áður birt. Alþjóðleg samkeppni f fiðluleik I Helsingfbrs mun fara fram al- þjóðleg samkeppni í fiðluleik, sem kennd er við Jean Sibelius, dagana 23. nóvember til 4. desember n.k. Þátttak- endur verða fiðluleikarar af fjölmörgum þjóðernum, en skilyrði fyrir þátttöku er, að þeir séu fæddir á árunum 1932- 1948. Frú Aino Sibelius hefur fallizt á að vera heiðursforseti hinnar alþjóðlegu dómnefndar. Þrenn verðlaun verða veitt, 3 þúsund dalir, 2 þúsund dalir og 1 þúsund dal- ir. Auk þess mun finnska útvarpið veita bezta túlkandanum 1 þúsund dala verð- laun. Sigurvegarinn mun einnig verða ein- leikarinn á hljómleikunum, sem haldn- ir verða á fæðingardegi tónskáldsins þann 8. desember, en þá verður fiðlu- konsertinn fluttur. Kagalagöar Ólafur stutti Ólafur stutti var vinnumaður í Holti hjá sr. Markúsi og fylgdi staðn- um til næsta prests þar, sr. Þorvarð- ar Jónssonar. Fáir íslenzkir prestar hafa fengið jafnfagran vitnisbuið hjá sóknar- barni sínu og sr. Markús hjá Ólafi stutta. Kirkjugöngur rækti hann aldrei hjá séra Markúsi, en vel hjá sr. Þorvarði. Taldi séra Þorvarður það vott þess, að Ólafi þætti kenn- ing sín betri en kenning Markúsar og geðjaðist vel að, því að Ólafur var talinn skynsamur þótt lítilmótleg- ur þætti að öðru leyti. Hafði prest- ur orð á þessu við Ólaf og fékk þetta svar: „Af séra Markúsi lærði ég á stéttunum“. (Þ.T. Eyfellskar sagnir) )2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. tbl. 1965,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.