Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1965, Side 13
Þáttur úr sögu bandarlska flotans Briggskipið Somers undir fullum seglum. Tveir fangar sjást á ránni. Haim var sjóliðsforingjaefni, hann var drukkinn við skyldustörf, hann móðgaði tigna gesti við móttökuathöfn á skipinu. í fangaklefanum mútaði hann ein- um matreiðslumanna skipsins til þess að færa sér áfengi. Þessar sak- ir hefðu mátt virðast ærnar til brott reksturs úr flotanum, en sjóliði þessi var ungur maður með forrétt- indum. Faðir hans var John C. Spencer, her- málaráðherra Tylers forseta, sem ko*mið hafði þessum syni sínum í þjónustu flot- ans. Orð, sem hvíslað var í eyra ákveð- ins flotaforingja, trygigði hinum unga manni ekki aðeins uppgjöf saka, heldur og skiprúm á öðru skipi flotans og hegningarvottorð, sem var hvítt eins og snjór. Filipus Spencer var nafn þessa manns. Hann var ráðinn á briggskipið Somers, sem var um það bil að leggja upp í margra mánaða siglingu meðíram ströndum Vestur-Afríku. Það var vor, ártaiið var 1842. k_ kipherrann á Somers var Alex- ander Mackenzie, rólegur maður og ger- hugull, nafnkunnur fyrir mildi við und- irmenn, sem - var næsta sjaldgæft á þessum tímum. Enda þótt þessi sigling meðfram hin- nm leiðinlegu ströndum Afríku, hefði ekki upp á miklar lystisemdir að bjóða, varð Spencer yfirmönnum sínum þó ekki til neinna verulegra vandræða, en áminningu fékk hann þó fyrir að blanda geði við hina óbreyttu dáta. Skipherranum var með öllu ókunn- ugt um hinar fyrri ávirðingar Spenc- ers, og veitti því litla athygli þeim skýrslum, sem um hann bárust.... fyrr en það skeði á molluheitri nótt, á miðju Atlantshafi, að þjónn einn á skipinu, Wales að nafni, kom í klefa skipherr- ans og óskaði eftir samtali við hann, undir fjögur augu, Frásögn YJales var hartnœr ótrúleg S pencer liðsforingjaefni hafði far- ið þess á leit við nokkra af hinum ó- breyttu liðsmönnum skipsins, þ.á.m. við hann sjálfan, að þeir særust í fóstbræðra lag, að drepa alla yfirmenn skipsins, og aðra, sem ekki vildu ganga í þeirra lið, taka síðan skipið herskildi og sigla því til einhverrar eyjar í Kyrrahafi, þar sem þeir gætu lifað í friði og átt náðuga daga til æviloka. Hefði hann látið þá flesta sverja sér þagnar- og hollustu- eiða. Samfélag við konur var auðvitað lífs- nauðsyn, svo ag að hernema mikil auð- sefi. Til þess að afla sér þessara hlunn- inda, lagði Spencer til, að þeir legðust í sjórán á leið sinni til Kyrra'hafsins. Á þeirri leið væiri fjöldi varnarlausra far þegaskipa, með hvers kyns nauðsynjar og gnægð fagurra meyja. Wales sagðist hafa hlýtt á þessa of- stækisfullu ráðagerð, án þess að láta álit sitt í ljós. Þetta áhugaleysi hans hafi vakið tortryggni Spencers, sem hafi tjáð sér, að hann skyldi engu týna nema líf- inu, ef hann ljóstraði nokkru upp. En Spencer hafði aldrei falað trúnað sinn, svo það gæfi sér rétt til þess að brjóta innsigli leyndarmálsins. Mackenzie skipherra hafði í fyrstu tilhneigingu til þess að vísa þessum sögu burði á bug, en við nánari athugun á- kvað hann þó að ræða málið við aðra foringja skipsins. Þeir hefðu ef til vill gefið Spencer nánari gætur. Þeir gáfu skipherranum það ráð, að setja liðsfor- ingjaefnið í járn og geyma hann undir loku og lás, þar til hægt væri að draga hann fyrir rétt í heimalandinu. Mackenzie neitaði þessu gremjulega. Hann var réttsýnn maður og ófús á að dæma ungan mann fyrirfram, eftir vitn- isburði eins manns, sem ef til vill gat borið óvildarhug til hins ákærða. Hann vildi í mesta lagi setja Spencer undir leynilegt efitirlit. N æstu dagar liðu án þess að nokk- uð sérstakt bæri til tíðinda, svo skip- herrann dró þá ályktun, að enginn föt- ur væri fyrir þessum söguburði, og að þjónninn hlyti að vera haldinn einhverri geðveilu. Þessi trú hans fauk þó út í veður og vind, þegar tveir foringjar tjáðu hon- um, hvor í sínu lagi, að Spencer væri á stöðugu randi meðal áhafnarinnar, og að hann væri að halda leynifundi með mannskapnum neðan þilja. Ennfremur höfðu nokkrir sjóliðanna nýlega verið hörundsflúðraðir af hinum sérlynda liðsforingja, með mynd, sem einna lielzt líktist hauskúpu. Mackenzie dró af þessu þá ályktun, að tími væri kominn til þess að láta til skarar skríða. Spencer var nú stefnt til híbýla skip- herrans, þar sem hann í viðurvist eldri og reyndari foringja skipsins var ásak- aður um að hafa staðið fyrir áætlun um uppreisn og samsæri, manndráp og hernám skipsins. Sakborningur siþrætti en skipstjóri hélt yfirheyrslunni stöð- ugt áfram. Síðar var það borið, að hann hefði hótað Spencer að láta húðfletta hann með svipum, þar til hryggur hans væri kominn út úr skinninu, ef hann þverskalláðist við að meðganga. Miðað við það orð, sem af Mackenzie fór og mannúð hans, má þetta teljast ólíklegt, en hvað sem því líður, hélt yfirheyrslan áfram, þar til taugar sakbornings bil- uðu. Hann viðurkenndi loks, að hann hefði borið fram þessa uppástungu í gáska, til þess að sannprófa hvaða áhrif hún hefði á Wales, sem væri hinn mesti ein- feldningur. Skipherrann gaf þau fyrirmæli, að sakborningur skyldi settur í járn, og hlekkjaður við vopnabúrið og hafður undir ströngum verði. Að þessu loknu var nákvæm leit gerð í klefa Spencers. Þar fannst grunsamlegt plagg, skjal, þar sem nöfn nokkurra sjóliða á skip- inu voru skráð með grískum bókstöfum. Þegar þetta blað var rekið framan í Spencer, gaf hann þá skýringu, að með þessu tiltæki hefði hann aðeins ver- ið að hressa upp á kunnáttu sína í forn- tungunum. F. Spencer S kýring á hinni grísku skrá Spencers, eða að minnsta kosti ein skýr- ing, kom næsta dag. Þegar skipshöfnin var Látin klifra upp í reiða til þess að auka segl. Skyndilega, með braki og brestum, brotnaði ofan af tveimur siglu- trjám, og reiðarnir hrundu niður. For- inginn ,sem á verði var, veitti því óðar athygli, að þetta áfall hafði einmitt skeð þar sem þeir menn voru að verki, sem skráðir höfðu verið á hið gríska blað Spencers. Hann grunaði þegar, að hér væri um skemmdarverk að ræða og til- kynnti skipherra. Á örfáum mínútum var Samúel Cromwell aðstoðarbátsmað- ur, og fílefldur sjóliði, að nafni Elisha Small, teknir höndum af vopnuðum und- irforingjum og járnaðir við vopnabúrið, Spencer til samlætis. Morguninn eftir kallaði skipherrann saman ráðstefnu foringja sinna, sem á- kváðu að halda þremenningunum í bönd um fyrst um sinn. Þrír dagar liðu með vaxandi spennu. Skipherrann sannfærðist um, að áhöfn- in væri að því komin að gera uppreisn. Hann tók sina ákvörðun, er hann fékk skýrslur frá fjórum foringjum, hverjum í sínu lagi, að ákveðið væri að hernema skipið innan 24 stunda, og sigla því, ekki til Kyrrahafsins, eins og upp- haflega hafði verið ákveðið, heldur til Vestur-India. Sama morgun kallaði Mackenzie sam- an skipsráð allra yfirforingja skipsins og las fyrir þeim nokkrar greinar lier- laga, er lögðu óhjákvaemilega dauðarefs- ingu við uppreisn í flotanum. Að því loknu fól hann hverjum for- ingja að gefa skriflega álitsgjörð um sýknu eða sekt hinna þriggja fanga. Hann benti jafnframt á, að ekki mætti líta á samkundu þeirra sem herrétt, en eins og á stæði væri þarna enginn vett- vangur til þess að binda sig um of við lagaleg formsatriði, öll hugsanleg hjálp væri í þúsund mílna fjarlægð, og ábyrg- ir foringjar hefðu vottað, að skipið og líf löghlýðinna manna um borð væri í opnum voða. Með tilliti til þessara staðreynda skyldi hann sjálfur taka á sig fulla é- byrgð á hverri þeirri ákvörðun, sem tek- in yrði. Foringjarnir skyldu hér gefa sitt dómsatkvæði, án allra siðferðilegra eða embættislegra afleiðinga fyrir þá sjálfa. A lla þessa heitu nótt héldu rök* ræður áfram milii foringjanna, í hinni troðfullu káetu yfirmannanna. Einn for- inginn benti á, og það réttilega, að sök- um ættartengsla Spencers við hermála- ráðuneytið, mundu örlög hans, eða sú refsing, sem á hann yrði lögð, valda hvítglóandi deilum og réttarrannsókn- um. Aðrir foringjanna, sem ekki voru eins stjórnmálalega sinnaðir, héldu því hins vegar fram, að hvað sem kæmi og eftir færi, skyldi einni reglu haldið í heiðri: Lögin í gildi. Um óttuskeið höfðu þessir menn loks komizt að fastri niðurstöðu. Skrifleg á- litsgjörð, sem tekin hafði verið saman af Heiskell gjaldkera skipsins, en hann hafði fengið nokkra nasasjón af lögum, var lögð fyrir skipherra. Þar var sú yfirlýsing gefin, að þeir Spencer, Cromwell og Small væru sam- særismenn og sekir fundnir um kald- rifjaða áætlun að fremja uppreisn á glæpsamlegan og grimmilegan hátt. Sama yfirlýsing staðfesti ennfremur, að undir þessum kringumstæðum væri ekki á það hættandi, að flytja hina seku menn til heimalandsins, til réttarrann- sóknar. Hún endaði á háfleygri álils* gjörð, er hljóðaði á þessa leið: „Oryggi fyrir eignum ríkisins, lín vort og lífi þeirra, sem oss hefir verið trúað fyrir, útheimtir, að hinir þrír sak- borningar, sem í járnum sitja, skuli (eftir nægilegan frest til undirbúnings) teknir af lífi, á þann hátt, sem hafi sið- bætandi áhrif á þá meðlimi sikipshafnar vorrar, er verið hafi afvega leiddir og orðið sama sinnis sem fangarnir. Þetta álit látum vér í ljós, hafandi í huga skyldur vorar við guð, ættjörðina og þjónustu vora“. 12. tbl. 1965. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.