Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Qupperneq 2
yrir fjórum árum var 120
manna dansflokkur Kírov-
ballettsins í Leningrad að leggja af
stað frá Le Bourget-flugvellinum í
París áleiðis til Lundúna. Annar „líf-
vörður“ flokksins tók sér stöðu við
útgöngudyr flugstöðvarinnar, og í
sama mund reikaði einn dansaranna
frá hópnum og hvarf í ferðamanna-
þröngina. Hinn „lífvörðurinn“ veitti
honum eftirför og linnti ekki látum
fyrr en hann fann dansarann bak
við súlu í salnum. „Ég vil ekki fara!
Ég vil ekki fara!“ hrópaði dansar-
inn og reyndi að rífa sig lausan frá
„lífverðinum“. Honum tókst að
smjúga úr greipum hans og skauzt
inn í bar flugstöðvarinnar þar sem
hann lenti í flasinu á tveimur
frönskum lögregluþjónum. „Ég vil
vera kyrr!“ hrópaði hann. „Ég vil
vera kyrr!“
Með þessum hætti hóf rússneski dans-
arinn Kudolf Nureyev feril sinn á Vest-
urlöndum. Á liðnum fjórum árum hef-
ur stjarna hans stöðugt hækkað. Hann
hefur lagt Evrópu og Ameríku að fót-
um sér og er af flestum talinn einn
mesti dansari sem komið hefur fram
síðan landi hans, Vaslav Nijinsky, var
upp á sitt bezta fyrir 50 árum. Systir
Nijinskys, Bronislava, hefur látið svo
ummælt, að Nureyev sé „holdtekja bróð
ur míns“. Serge Grigoriev, sem var einn
helzti dansari Díaghílev-ballettsins,
kveður Nureyev fyllilega jafnast á við
Nijinsky. Eftirlætisdansfélagi Nijinskys,
ballettstjarnan Zamara Karsavina, serri
nú er áttræð, fer fínna í sakirnar: „Ég
mundi segja að tæknilega væru þeir
jafnokar. En Nureyev er dramatiskari.
Nijinsky var fjarrænni, eins og allt sem
hann geröi væri draumur."
I^Fðal ballettdansara nútímans á
Nureyev sennilega aðeins einn raun-
verulegan jafnoka, Danann Erik Bruhn.
Þeir eru mjög góðir vinir, þrátt fyrir
talsverðan aldursmun. Nureyev er 27
ára, en Bruhn 36 ára. Helzta ballett-
dansmær ítala, Clara Fracci, hefur gert
eftirfarandi samanburð á þeim: „Nurey-
ev er eins og Callas þegar hún syngur
Bellini; Bruhn er eins og Schwarzkopf
þegar hún syngur Mozart." Fáir munu
hafa komizt nær klassískri fullkomn-
un í ballett en Erik Bruhn.
Rudolf Nureyev er af Tatarakyni frá
Basjkír austan Úralfjalla. Hann fæddist
í járnbrautarlest á hrímþöktum sléttum
Síberíu og hefur verið „á hreyfingu"
síðan. Það gerðist árið 1933. Móðir hans
var á leið til eiginmannsins, sem var
bóndi og hermaður og hafði fengið það
hlutverk að uppfræða rússneska stór-
skotaliðssveit í Vladivostok í kenningum
kommúnismans. En Nureyev litur ekki
á sig sem Rússa. Hreykinn bendir hann
á, að hann sé af hinum „stórfenglega
hermannakynstofni í Baskjkír", og bæt-
ir við: „Ég er Tatari, ekki Rússi.“ Hann
segir að skapgerð Tatarans sé „undar-
legt sambland af blíðu og grimmd“.
ar sem faðir Rudolfs var fjarri
heimilinu við skyldustörf í hernum,
fluttist móðir hans til mágs síns og
annarrar fjölskyldu í bænum Úfa á
steppunum vestan við Úralfjöll. Nurey-
ev deildi einu herbergi með níu öðr-
um manneskjum, þ.á.m. þremur systr-
um sínum. „Það sem ég man bezt var
hungrið," segir hann, „sífellt, nagandi
hungur.“ Til að afla fæðu, sem einkum
var geitaostur og kartöflur, seldi móðir
hans smám saman öll föt bónda síns,
belti, axlabönd og skó. Þar sem Rudolf
átti ekki skó, varð móðir hans að bera
hann á bakinu til og frá skóla, og þar
sem hann átti engan frakka varð hann
að notast við slitna kápu eldri systur
sinnar. Eins og við var að búast varð
hann þegar í upphafi einrænn og athlægi
bekkjarsystkina sinna.
Þegar Rudolf var sjö ára, kenndi
einn kennaranna honum nokkra þjóð-
dansa frá Basjkír, og brátt var hann
farinn að heimsækja nálæg sjúkraihús
með dansflokki skólans. Kvöld eitt dans-
aði fræg ballettdansmær í óperuhúsinu í
Úfa, og þó Nureyev ætti ekki fyrir að-
göngumiða var hann staðráðinn í að
komast inn. Svo fór að mannþyrpingin
við innganginn var svo mikil, að hann
barst með henni inn í húsið þegar hurð-
irnar létu undan henni. Þetta var fyrsti
ballettinn sem hann sá. „Meðán ég horfði
á dansarana þetta kvöld,“ segir hann,
„varð ég fullkomlega sannfærður um að
ég væri i heiminn borinn til að dansa."
ifleðan þessu fór fram voru for-
eldrum hans sífellt að berast kvörtun-
arbréf frá kennurunum vegna siæmrar
hegðunar hans í skólanum. „Hann hopp-
ar eins og froskur og það er eiginlega
það eina sem hann kann; hann dansar
jafnvel á stigapölluftum." Faðir hans
skipaði honum að hætta þessum dansi.
Hann féllst á það, en fann sér svo alls
konar tilefni til að stelast burt til ná-
lægra þorpa og dansa þar með farand-
dansflokki. Sýningarnar voru haldnar i
skini olíulampa á sviði sem tildrað var
upp milli tveggja vörubíla.
Fimmtán ára gamall gekk Nureyev í
ballettflokk óperunnar í Úfa, sparaði
saman peninga og keypti sér ári síðar
farmiða til Leningrad (bara aðra leið-
ina) til að ganga undir inntökupróf hjá
Kírov-ballettskólanum. Hann varð þegar
í stað bezti og erfiðasti nemandi skól-
ans, braut allar reglur um útivist nem-
enda og reifst við kennara sína. Eitt
sinn hélt hann langa skammaræðu yfir
kennara fyrir framan allan ballettflokk-
inn vegna „skipulagðrar útjöskunar ein-
staklingsins" í Kírov-ballettinum. Hann
tók einkatíma í ensku, las J. D. Saling-
er og neitaði að ganga í Komsomol,
æskulýðssamtök kommúnista. Hann
gerði sig sekan um að umgangast mikið
dansara úr erlendum ballettflokkum.
Hér var hvorki um að ræða uppreisn né
óþjóðlegar tilhneigingar, heldur vildi
hann komast í kynni við alla sem lögðu
stund á danslist. Nureyev var og er al-
gerlega ópólitískur.
egar Kírov-ballettinn kom fyrst
fram í París í júní 1961 eltu óein-
kennisklæddir sovézkir leynilögreglu-
menn hann hvert sem hann fór. Hann
fór um borgina þvera og endilanga með
frönskum vinum sem hann hafði eignazt.
Stjórn Kírov-ballettsiins veitti honum
ákúrur fyrir þetta, en hann lét sig það
einu gilda og hélt uppteknum hætti. Svo
var það þegar flokkuriinn kom út á Le
Bourget-flugvöllinn umræddan júní-
morgun til að fljúga til Lundúna, að
Nureyev var tilkynnt að hann ætti að
fara beint til Moskvu til að dansa í
Kreml og gæti svo sameinazt flokknum
aftur síðar. En hann vissi hvað klukkan
sló. „Ég var eins og fugl í neti,“ segir
hann. „Fuglinn verður að geta flogið, séð
garð nágrannans og það sem liggur hand
an við hann.“ Nureyev afréð sem sagt
að lyfta sér til flugs.
Nureyev var þegar í stað ráðinn af
Marquis de Cuevas-balLettinum í París
fvrir rúmar 17.000 krónur á viku, sem.
var meira en hann fékk fyrir sex mán-
aða starf hjá Kírov-ballettinum. Móðir
hans var kvödd til Moskvu af sovézkum
stjórnarvöldum og hringdi til hans dag-
iega til að telja hann á að snúa heun.
aftur. En hann kveðst hafa horfið frá
öiium fyrirætlunum um að hverfa henn,
þegar kommúnistar í París efndu til mót
rnælaaðgerða á fyrstu sýningu hans, sem
lauk með því að leiksviðið var stráð
gierbrotum.
F yrsta árið eftir flóttann var
Nureyev að leita fyrir sér um fast starf
hjá einhverjum meiriháttar ballettflokki.
Mestan hug hafði hann á að dansa h'á
George Balanchine, sem stjórnar New
York City Ballet, en þegar þeir lc s
hittust sagði Balanchine stutt og laggott:
, Rudolf, þegar þú ert orðinn þreyttur
á að leika prinsinn, geturðu konrið til
r>;ín“. Þar með var sá möguleiki úr
sfígunni. Fimm mánuðum eftir flóttann
barst Nureyev boð frá hinni fræ u
fcrezku ballettstjörnu Margot Font n
um að dansa með henni á árlegri r
gerðasýningu hennar í Lundúnum. Þau
brifust svo hvort að öðru við fyr. m
kynni, að þau afréðu að halda áfram
samstarfi. „Hann er fyrsti Rússinn sem
ég hef hitt og hefur komið mér til '5
hiæja“, sagði Margot Fonteyn einhvei.u
rinni. Þau komu fyrst fram saman í
febrúar 1962 í „Giselle", og síðan rrá
segja að þau hafi farið óslitna sigur-
íör um heiminn.
Nureyev hefur haft mikil og heilla-
vænleg áhrif á Margot Fonteyn, sein er
o- ðin 45 ára gömul og var í þann v: i-
inn að hverfa af leiksviðinu. Hann h; ir
veitt henni örvun og innblástur, end.ir-
nýjað hana og á ýmsan hátt mótað h n
kJassíska stíl hennar. „Það gerist eíit-
iivað alveg sérstakt þegar við dön.c n
saman,“ segir Fonteyn. „Það er skrýtið,
því hér er ekki um að ræða neitt sem
við höfum talað saman um eða b_.n-
línis unnið að; samt hallast höfuð okkar
nákvæmlega jafnmikið á ljósmyndum,
þannig að við myndum fullkomlega
jafnvæga heild.“
Nureyev hefur alla tíð verið ein-
rænn, duttlungafullur og ráðríkur, og
hefur hin skyndilega og ótvíræöa fm 5
hans sízt orðið til að sverfa af hor a
hnökrana. Meðan hann dansaði á Spc a
hátíðinni í fyrra bauð bandariska t -
skáldið Gian C.arlo Menotti honum til
oformlegs samkvæmis á heimili sinu.
Þegar hann bað einn gestanna að ná r
í disk, sagði gesturinn honum kurt_ ;-
iega, að í þessu samkvæmi ætti hver 5
þjóna sjálfum sér. Nureyev anzaði ku' a
lega: „Nureyev þjónar aldrei sjálf' m
sér! Honum er þjónað!“ Að svo mæ'.u
mölvaði hann viskýgias sitt á gólfinu
og strunsaði út.
Þegar vel liggur á honum er hann
skemmtilegur, ræðinn og viðmótsþýour.
Þegar hlé verða á æfingum á hann tiL
að skemmta Margot Fonteyn með kank
visri og hnyttinni stælingu á Charrie
Chaplini. I samkvæmum eftir sýninyar
kemur stundum fyrir að hann dre. ur
Margot Fonteyn út á dansgólfið og hr -g
snýst þar með hana af miklum kratti.
Framhald á bls. 14.
Framkv.stj.: Sigías Jónsson.
Hitstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vieur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Gaiðar Krlstínsson.
Ritstjórn: Aðalstræti S. Simi 22480.
Utgeíandi: H.t. Arvakur. ReykjavíK.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
16. tbl. 1965