Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Síða 10
menningarsjóðsgj'ald en verð-
um að greiða 1 kr. eyrir
þar sem okkur er gert að
gjalda söluskatt einnig af þess-
ari krónu.
— Þið fáið þó að hækka verð
aðgöngumiða að lengri mynd-
unum.
— Já, það varð að samkomu-
lagi við verðlagsstjóra, að
hækka mætti verðið um 40%
ef fella verður niður sýningu
kl. 7 vegna lengdar mynda.
Er miðað við að sýningin taki
1:45 klst. Hins vegar höfum
við í Gamla bíói aldrei notað
okkur þetta samkomulag nema
myndin sé a.m.k. 2 klst. Ann-
ars vil ég ekki láta hækka verð
aðgöngumiða öllu meii-a, heid-
ur lækka skattana af skemmt-
unum þessum, sem ættu að
vera ódýrar skemmtanir fyrir
almenning.
— Liggur þér nokkuð sér-
stakt á hjarta?
— Já, mig langar til að
skamma dagblöðin fyrir það,
hve lítið þau gera af því að
skrifa um kvikmyndir og
kynna þær myndir, sem verið
er að sý'na í bænum hver’u
sinni. Þetta er ekki nógu góð
þjónusta við almenning, né við
okkur bíóeigendur. Það er líka
ágætt að mismunandi gæði
myndanna komi fram við síik-
ar umsagnir, þótt vitaskuld fari
ekki nærri alltaf saman smekk
Ur almennings og gagnrýnend-
anna, ef af aðsókn má ráða.
myndunum
11475.
— Gamla bíó.
— Er Hafliði Halldórsson
við?
— Augnablik.
— Hafliði.
— Góðan dag, þetta er hiá
Lesbó-k Morgunblaðsins. Hvað
er helzt að frétta?
— Við vorum að gera nýjan
árssamning við Metro Goldwyn
Mayer um 40 kvikmyndir. Við
börðumst fyrir því að fá lækk-
aða leiguna, en hún hækkaði
samt um 10%. Það er erfiðara
fyrir okkur að greiða leiguna
en kollega okkar erlendis, þar
sem bíóin eru ekki háð verð-
lagseftirliti og miðarnir mun
dýrari.
— Hvaða myndir eru á næst
unni frá M.G.M.?
— Bráðlega sýnum við
„Hvernig Villta-vestrið var
numið“, sem fékk tvenn ósk-
ar-verðlaun í fyrra. Hún segir
frá landnemafjölskyldum. í að-
alhlutverkunum eru John
Wayne, Gregory Peck, Debbie
Reynolds, Carroll 3aker, Jam-
es Stewart og Henry Fonda.
Þá er „Ævintýarheimur
Grimms-bræðra“, mynd um
líf og starf sagnaritaranna
frægu, þar sem felld eru inn
í 3 ævintýri þeirra. í aðalhlut-
verkum eru Lawrence Harvey,
Claire Bloom og Karl Böhn. Þá
munum við einnig sýna
„Sunnudagur í New York“,
sem Leikfélag Reykjavíkur
sýndi á sviði í fyrra.
— En myndir frá öðrum
kvikmyndafélögum?
— Já, fjölmargar. Helzt
mætti nefna „Sweet Bird of
Youth“ eftir leikriti Tennessee
Williams, með Paul Newman
Tvær nýjar plctur. Fyrir
nokkru kom á markaðinn
ný plata með Fjórtán Fóst-
bræðrum. Á þessari plötu
þeirra, eins og hinni fyrri,
eru átta lagasyrpur, eða alls
fjörutíu lög. Þarna ber
hæst syrpur eftir Jón Múla
Árnason og Sigfús Halldórs
son ásamt syrpu úr söng-
leiknum My Fair Lady, en
þar syngur Elly Vilhjálms
með. Hinar fimm lagasyrp-
urnar standa saman af gam-
alkunnum lögum, en alls
er tuttugu og eitt íslenzkt
lag á plötunni. Búast má
við því, að þessi plata Fjórt-
án Fóstbræðra e'~i eftir að
verða allt eins vinsæl og
og Geraldine Page í aðalhlut-
verkunum og Disney-myndina
„Sword in the Stone“. Það er
teiknimynd, sem hefur gengið
óralengi víða um lönd. Disney-
myndirnar hafa gengið bezt hjá
okkur.
— Hvernig hefur aðsóknin
verið að undanförnu?
— Hún hefur verið heldur
dræm í vetur, nema þó að
mynd Ósvalds Knudsens, en
hana sáu um 20 þúsund manns,
margt af því fólk, sem annars
fer sjaldan í bíó.
— Telur þú að sjónvarpið
valdi þessu mjög?
— Já, ég er ekki í vafa um
það. Sú er einnig reyndin ann
arsstaðar, a.m.k. fyrstu árin.
Danskir bíóeigendur ætiuðu að
fara að loka alveg, en þá lækk
uðu yfirvöldin skemmtana-
skattinn. í Englandi var hann
alveg afnuminn.
— Hve mikið greiöið þið í
skemmtanaskatt af miðunum?
— Skemmtanaskatturinn er
27,5%, en svo eru fleiri skatt-
ar. Alls greiðum við í beina
skatta 45% af verði hvers
miða. Þá innheimtum við einn-
ig 1 kr. af hverjum aðgm. í
fyrri platan þeirra ,sem náð
hefur fádæma vinsældum.
Þá kom út fyrir nokkru
fjögurra laga plata sungin
af Ómari Ragnarssyni, ber
hún heitið Ómar Ragnarsson
syngur fjögur ný barnaiög.
Þarna er á ferðinni sannköll
uð barnaplata, en alitof lít-
ið hefur verið gefið út af
hljómplötum á íslandi, sem
sérstaklega eru ætlaðar
börnum. Ómar hefur gert
textana og eru þeir allir hin
ir skemmtilegustu og gæti
ég trúað því að fullorðna
fólkið hlustaði í laumi þeg-
ar börnin setja plötuna hans
Ómars á fóninn.
essg.
Asamt EUy V)th|Á«»n9 oq hllúrnavelt Svavarc O«osl*
SMÁSAGAN
Framhald af bls. 3.
að taka? Ég reyndi að fá heilafrumurn-
ar til að starfa af fullum krafti. Loks
komst ég þó að þeirri niðurstöðu, að
gólfklúturinn væri eina rétta lausnin.
Eftir nákvæma rannsókn í eldhúsinu
íann ég gólfklútinn og skolpfötuna loks
íram i baðherbergi.
„ÉG VIL FÁ MJÓLK“, var kallað
frá barnaherberginu, meðan ég var að
vinda gólfklútinn í síðasta sinn.
Ég reis upp og starði sljóum augum
fram fyrir mig. Loks áttaði ég mig og
gekk að isskápnum, eftir að ég hafði
laugað hendur mínar.
Nú var það yngsti engillinn. Hún
horfði á mig svefndrukknu augnaráði,
wuus" —I—
en brosti an.gurvært, þegar ég rétti
henni glasið. Þegar hún hafði tæmt glas
ið, hvarf ég með þau orð á vörum, að
mamma og pabbi kæmu bráðum, en
þá yrði hún líka að vera sofnuð. Þegar
ég var að koma glasinu fyrir, heyrði
ég eittihvað ískur líkt og þegar hurð er
opnuð.
Nú er hún að stelast fram úr, hugs-
aði ég og brosti með sjálfum mér.
Ég reyndi að gera rödd mína reiði-
lega, þegar ég kallaði fram:
„Ef þú kemur þér ekki upp í rúm
strax, þá flengi ég þig“.
„Ertu viss um að þú sért einfær um
það?“ svaraði festuleg karlmannsrödd,
og í sama bili birtist Knútur af efri
hæðinni, brosandi í dyrunum.
„Ég hélt að þetta væru krakkarnir",
sagði ég vesaldarlega og brosti á móti
gleðivana brosi.
„Eru þau eitthvað óþekk við þig“?
spurði kom.umaður glettníslega.
„Nei, nei, þau eru ágæt“, svaraði ég
eins sannfærandi og mér var unnt.
„Ég ætlaði að fá lánaða eina mjólk-
urhyrnu“, mælti Knútur og virti fyrir
sér eldhúsgólfið af sýnilegum áhuga.
„Já, það ætti að vera í lagi“, svaraði
ég og reyndi að beina athygli hans frá
gólfinu.
Þegar Knútur hafði tekið við hyrn-
unni, þakkaði hann fyrir sig og hvarf
jafn hljóðlega og hann hafði komið.
Það er vist bezt að arka enn einu
sinni inn í stofu og gera aðra tilraun
til að lesa og hafa það rólegt, eins og
systir mín hafði mælt mjög svo vitur-
lega. Ég hreiðraði um mig í sófanum og
hélt áfram að lesa í reyfaranum, þar
sem frá var horfið. Þetta var æsispenn-
andi sakamálasaga, og þegar spenning-
urinn náði hámarki, fór ég ósjálfrátt að
lesa uppihótt:
„Hvar íaldirðu penjngana? Þetta er
þitt síðasta tækifæri", urraði hann og
leit ógnandi á Harry.
En hann mælti ekki orð frá vörum.
,,Nú já, þú þegir enn“, sagði Lesiey
með iskaldri fyrirlitningu.
„Þessi hérna hefur losað um málbein
ið á mörgum“, mælti hann lævíslegri
röddu og dró sjálfvirka skammbyssu
úr brjóstvasanum, miðaði henni á höf-
uð fórnarlambsins og mælti með þunga
í röddinni ....
„ÉG ÞARF AÐ PISSA“.
etta stóð nú reyndar ekki í reyf-
arsnum. Það var elzti engillinn, sem
hafði gripið fram í fyrir söguhetiunni
með þessum óvirðulegu orðum. Hann
stóð þarna í stofudyrunum og horfði á
mig píreygður.
„Nú, veiztu ekki hvar baðherbergið
er“? rumdi ég.
Framhald á bls. 14.
|0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
16. tbl. 1965