Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Síða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1965, Síða 14
SVIPMYND Framhald af bls. 2. En kvöldið eftir er hann til með að svara óskum um sams konar gaman með þjósti: „Ég er enginn sýningarapi.“ Vinirnir sem þekkja hann bezt taka slíkum dyntum með góðlátlegri axla- ypptingu, því þeir vita að næsta morg- un muni hann birtast með fangið fullt af gjöfum og beiðast afsökunar. Hann er í dagfari eins og ólþroskað barn sem lætur stjórnast af kenjum sínum. Hon- um hefur gengið báglega að semja sig 3c siðvenjum vestrænna þjóða, bjóða góðan dag, þakka fyrir sig og biðja nurteislega um það sem hann langar í. Nureyev í hlutverkum prinsins í „Þymi rósu“ (að ofan) og Etoiklesar í „Antí- gónu“. N ureyev er ákaflega tortrygginn og kemur það jafnvel fram í sam- skiptum hans við nánustu vini og sam- starfsmenn. Kannski stafar það af ör- yggisleysi hans og rótleysi í hinum nýja heimi. Honum hefur stundum dottið í hug, að Fonteyn noti sig aðeins til að halda velli sjálf, enda minnir hann hana cft á, að hún eigi aðeins fá ár eftir á iistabrautinni. Margir aðdáendur þess- ara listamanna hafa látið sér detta í hug, að hið heillandi samband þeirra á svið- inu eigi sér hliðstæðu í daglega lífinu, en það virðist vera úr lausu lofti gripið. Margot er gift dr. Roberto Arias, fyrr- verandi sendiherra Panama í Lundún- um, sem var skotinn af pólitískum and- stæðingi sínum í júní í fyrra, með þeim alleiðingum að hann lamaðist upp að oxlum. Margot eyðir þremur klukku- stundum daglega í járnbrautarlestum til að heimsækja mann sinn á sjúkrahúsið í Buckinghamshire, þar sem hann er undir læknishendi. Nureyev hefur gífurlegar tekjur, en hefur ekki safnað öðrum eignum en glæsilegri villu í Frakklandi, skammt frá Monte Carlo, sem kostaði hann 110.000 dollara, ljósum Mercedes Benz-bíl 320SL sem kostaði 10.500 dollara, og geysimiklu hljómplötusafni (4000 eintök) sem hann ferðast með hvert sem hann fer. Meðal eftirlætistónskálda hans eru Chopin, Bach, Skriabin, en uppáhaldssöngkonurn ar eru Maria Callas og Peggy Lee. Hann býr í fjögurra herbergja íbúð, sem hann leigir fyrir 30.000 krónur á mánuði með húsgögnum. Þar reikar hann um á dag- inn, leikur hljómplötur, dreypir á „skota“, talar í símann eða les Balzac eða Schiller. Hann notar símann eins og postkort og hringir í kunningja sína hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Konum geðjast vel að Lundúnum, ekki sízt vegna þess að þar hlær enginn að hárgreiðslu hans, sem minnir á bítlana. Eftir sýningar reikar hann oft um göt- urnar tímunum saman eins og athvarfs- laus flóttamaður. Hann fer oft í kvik- myndahús og hefur sérstakt dálæti á teiknimyndum. ” á daga sem sýningar eru fer hann f nokkurs konar dá, smakkar varla mat, talar ekiki við nokkurn mann, sefur tvo tíma seinni partinn: „Ég er að deyja all- an daginn“, segir hann. Tveim tímum fyrir sýningu kemur hann til leikhúss- ins. Þar dúðar hann sig í peysur, klúta og buxur, fer út á autt leiksviðið, eyðir löngum tíma í að liðka hvern vöðva, fer síðan yfir hvert atriði ballettsins sem á að sýna, þangað til hann er orðinn úrvinda. Þá fer hann til búningsherberg- isins og ver fullri klukkustund til að kíæða sig og mála. Rétt fyrir sýningu er hann kominn á sinn stað, gerir nokkr- ar æfingar og heldur svo út í sviðsljós- in þegar tjaldið fer frá. Um leið og dans inn hefst, er eins og áhorfendaskarinn sé töfrum lostinn; Nureyev á hug og hjarta hvers manns í salnum. SMÁSAGAN Framihald af bls. 10. „Jú, en ég get ekki opnað hurðina“, vældi hann. Ég fór með honum fram og opnaði hurðina í annarri tilraun. Þegar sá litli hafði lokið erindi sínu, slagaði hann upp í rúm aftur. Ég breiddi yfir hann sængina og bauð honum góða nótt. Ég ákvað eftir miklar vangaveltur að gera enn eina tilraun til að leggja mig í sófann. Ég fann alveg afbragðs ullarteppi og breiddi það yfir mig .... „Er hann ek'ki steinsofandi og hefur sénnilega sofið í allt kvöld. Það er til lítils að biðja hann um að passa fyrir sig“. Þau voru komln heim, það var ekkl um að villast. Ég hafði vist blundað ofurlítið í þessum langþráða sófa. „Hafa þau ekki verið góð“? spurði hún. „Jú, jú, þau hafa sofið eins og sak- lausir englar í allt kvöld, nema hvað þau vöknuðu tvisvar eða þrisvar sinn- um“, svaraði ég kæruleysislega. „Jæja, það var ágætt“, svaraði hún. „En þú verður að flýta þér, svo þú missir ekki af vagninum". Ég var að hneppa frakkanum að mér, þegar að eyrum mér barst skerandi neyðaróp: „Sokkarnir! Nælonsokkarnir mínir! Hver hefur gert þetta?“ Ég gefck með hálfum hug að bað- herberginu. Þar stóð systir mín með afþurrkunartuskurnar, þ.e.a.s. það sem ég hafði haldið að væru afþurrkunar- tuskur. Þetta voru þá nælonsokkar eft- ir allt saman. „Ég hélt að þetta væru einhverjar af- þurrkunardruslur“, mælti ég skjálf- raiddaður. „DRUSLUR! Afþurrkunardruslur?“ veinaði hún og leit á mig líkt og ég væri dæmdur sakamaður. E n þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst, því rétt í því, er hún ætl- aði að hella úr sfcálum reiði sinnar yf- ir mig, tók síminn að hringja. Hún hik- að aðeins við, en hvarf svo fram. En ég var ekki seinn á mér að nota þetta fr‘á vik hennar og flýtti mér út eins' fljótt og fæturnir gátu borið mig, án þess þó að valda hávaða. Ég mætti mági mín- um í stiganum. „Ertu farinn strax?“ spurði hann undr andi. „Já, ég er að missa af vagninum", svaraði ég fljótmæltur og bauð góða nótt. Rétt í því að ég var að loka útidyr- unum, sá ég hvar vagninn kom niður brekkuna. í þetta sinn var fámennþ í honum, enda mjög áliðið kvölds. Ég féfck mér sæti næst bílstjóranum og lét hugann reika um atburði kvöldsins. í sama bili og vagninn var að fara af stað á ný, kom ung stúlka hlaupandi eins hratt og háu hælarnir leyfðu. Vagn stjórinn virtist hafa komið auga á hið fríða sprund, því hann stanzaði og opn- aði hurðina. Ég virti þessa stúlku fyrir mér með velþóknun, enda uppfyllti hún öll þau skilyrði, sem fulltrúi hins veika kyns þarf að hafa til að vekja á sér athygli. Þrýstinn barmur hennar hófst upp og niður af mæði, og hún andaði ótt og títt á meðan hún rótaði í töskunni í leit að fargjaldinu. Ljóst hár hennar féll um fagurskapaðar axlir og gaf henni dálítið ögrandi blæ. Þessi fallegu meyjarbrjóst minntu mig á eitt- hvað, en ég gat bara ómögulega munað, hvað það var. En svo laust því eins og eldingu niður í huga minn. ÉG HAFÐI ALVEG STEINGLEYMT APP- ELSÍNUNUM. MÁLA-DAVÍÐ Framhald af bls. 7. hátignar kóngsins. Sýslumaður var því ekki laus mála, stóð áfram í ströngu við að reyta saman dali í sekt „Davíðs nokkurs Jónssonar.“ Mála-Davíð unir illa orðnum hlut. Þótt hann hafi skotið undan ein- hverju bókakyns, er bókakistan svo rúin, að skarðið verður aldrei fyllt. Áratuga söfnunarstarf unnið fyrir glýg. Hann hafði gengið feti framar en fært var, ósigurinn alger, í töp- uðu máli engra leiðréttinga von. Það er viðbúið að hann yrki þá þessa alkunnu vísu: Lifði frítt en lítið siló, leigði part úr skoti, reykti tóbak, drakk og dó Davíð í Bakkakoti. f stökunni er kaldhæðinn uppgjaf- artónn. Þó voru ekki allar burstir úr nefi Davíðs dregnar. Ræða hans er sem áður krydduð tilvísun í forn- ar heimildir og gullaldarrit. Hann kann margt utanað, þylur heila kafla úr bókum, sem hann á ekki lengur. XI. í bókasafni Davíðs Jónssonar hef- ur verið ýmislegt, sem för hljóð- lega á annarra hendur. Hann er fast- ur áskrifandi Sagnablaða Hins ís- lenzika bókmenntafélags. Þau komu hvergi fram að honum látnum. í fyrr nefndri ritgerð dr. Jóns Þorkelssonar er þess getið, að Davíð hafi átt Hálf- dánar sö-gu gamla. Sú bók er ekki í uppskriftum úr safni hans. Um tcáu og titla, sem þannig fara mil-li vega, verður ekkert vitað. Ætla mætti að það hafi eigi verið neitt úrkast, frem ur gagnstætt. í Landsbókasafni er handrit eitt — lö-gbók íslendinga sú forna Jóns- bók — fallegt og vel un-nið, upphafs- stafir litskreyttir. Þetta er eigin- handarrit síra Narfa prests í Möðru- dal Guðmundssonar, þess fjölfróða og listhaga manns, sem bjó ti-1 bláan lit úr steinum og allskonar liti úr grösum. Síra Narfi var frá Melrakkanesi í Álftafirði, son-ur Guð-mundar b'nda þar Bessasonar og ko-nu hans Krist- ínar Brynjólfsdóttur frá Höskulds- stöðum í Breiðdal. Nánustu ættmenn hans um suðausturland. Jónsbókarhan-drit þetta er skrifa'ð 1-679 o-g hefur komizt klakklaust fram hjá eyðandi tönn tímans, titil-blað þó farið veg allrar veraldar. Áttatíu ár- um eftir að síra Narfi lauk a-fskrift- inni er nýtt titilblað sett á hand- ritið til varnar frekari skemmdum. Það gerði Sigurður ættfræðing-ur Magnússon. Ferill handritsins er þannig ra-k- inn, að Mála-Davíð gefi það síra Pétri Jónssyni presti í Berufirði. Sjálf sagt gerzt á síðustu æiviárum gefa-d- ans, hinn mikli málaf-lækjumrður varla Skilið við si-g svo kjörið lög- bókarrit, fyrr en hann gerðist gaml- aður. En hvaðan k-om það í hendur Davíðs? Sennilegt þykir mér, að handritið hafj verið í Horna-firði, nánar til- tekið á Mýrunum. Það er þar, þegar titilblaðsmeinið er bætt. Einn bró'ðir síra Narfa var búsett- ur í Einholtssókn, Steingrímur bóndi í Skinney, d-ugnaðarhóndi og efnum búinn, framámaður í sinni sveit, þótt fátt sé um hann vitað. Endalok hans þau, að hann drukiknaði í fiskiróðri eða hákarlasetu um síðasta áratug 17. aldar. Samtími-s var annar nákominn ætt- ingi síra Narfa í bændat-ölu á Mýr- um, móðurhróðir hans G-unnsleinn Brynjólfsson frá Höskul-dsstöðum. Gunnsteinn býr fyrst á Skri'ð-u í Breiðdal, kvæntur maður. Þá gerð- ist það, er k-ona hans ól barn, að hún lýsti föður prestinn í Eydölum. Smíða laun klerks urðu þau, að hann missti kjól og kall. En Gunnsteinn mun hrökkva úr Breið-daln-um eiftir hjóna- ban-dsófarirnar; hverfur suð-ur í H-orna fjör'ð og bjó í H-oltum. Engin fjarstæða virðist að geta þess til, að umrætt eiginhan-darrit Möðrudalsprests slæði-st frá honum til þ-essara niáunga hans á Mýrunum. Líkur meiri að Steingrímur hljóti hnossið og þ-á væntanlega fyrir góð orð og betaling, og komið í þarfir, því að Narfi var jafnan í fjárþröng. Lögbókin síðan í eigu afkomenda Skinneyjarbóndans, hvaða krákustíga sem ferill hennar kann að mynda, unz hún ke-mst í bó-kasafn Mála- Da-víðs. — Sá, sem setti titilblað á handritið 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 16. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.