Lesbók Morgunblaðsins - 05.12.1965, Page 1
tir i svefiVherfoergi sírm. En hann hafði
háar huigmyndir um eigin gáfur og yfir-
bur'öi, sem hann álei’t a'ð aðrir menn
(kynnu ek.ki að meta sem skyldi. En
fræg'ðarlþrá hans og metorðagirnd hlauit
enga svölun, og einnig út af því varð
hann innhverfur og einmana. Hann virt-
ist fæddur mannhatari, og ekiki brást
honum sú bogalist að egna menn upp á
móti sér og eigna,st óvini. Einkum var
honum illa við háskólaprófessora, sér í
iagi þó Hegel, og var því líkast sem
hann safnaði saman háðsglósum og
dkammaryrðum um þennan hugsuð,
sem þá var meðal frœgustu manna í
Evrópu. Þá bera verk Arthurs það með
sér a'ð vandfundinn mun meiri kven-
hatari í álfunni um þær mundir í bók-
menntum.
*
Ihugsiónasögu samtíðar
vorrar verður ekki kom-
izt fram hjá Schopenhauer. Fróð-
leiksfús æskulýður hittir nafn hans
fyrir þegar í menntaskóla og verður
að kynnast honum betur síðar.
Skáldin fara í smiðju til hans og
eækja þangað hugmyndir um dap-
urieika og tilgangsleysi lífsins. Sál-
fræðingarnir verða að lesa hann, ef
þeir vilja ekki opinbera fáfræði sína
um andlegan náfrænda Freuds. Guð-
fræðingar og siðfræðingar, sem
þekkja sitt hlutverk, láta sér ekki
til hugar koma að sniðganga hann,
þótt ekki sé hann að öllu leyti geð-
felldur sumum þeirra. Vilji menn
glíma við þá veigamiklu spurningu
hvort lífið hafi tilgang eða ekki, þá
verða þeir að takast á við þennan
risa í hugsjónasögunni. Margt mun
eftir því fara hvor vinnur í þeirri
giímu. Ef þú segir að lífið hafi eng-
an tilgang, þá svarar verk Schopen-
hauers: Þetta vorum við búin að
segja fyrir hér um bil hálfri ann-
arri öld.
Eftir Jóhann Hannesson, prófessor
Arthur fæddist þann 22. febr. árið
1788 í Danzig. Faðir hans, Heinrich
Floris Schopenhauer, var duglegur,
harðsnúinn og sjálfstæður verzlunarmað-
ur. Árið 1793 missti Danzig sjálfstæði
fiitt, en hún hafði áður verið óháð borg.
í>á fluttist Heinrich þaðan til Hamlborgar.
Arthur, sonur hans, kynntist verzlunar-
aífi þegar frá bernsku, og bar þess merki
alla tíð síðan. Álitið er að Heinrich
Schopenhauer hafi fyrirfarið sér árið
1805. Þá segir einnig að föðuramma
Arthurs hafi verið geðveik á efri árum
og ekki hlotið lækningu.
Móðir Arthurs, Johanne Henriette,
náði því að verða meðal vinsælustu
skáldsagnahöfuinda samtímans. En hún
hafði allt önnur áhugamál en eiginmað-
ur hennar, og hjónabandið varð ekiki
Ihamingjiusamt. Eftir andlát eiginmanns-
jns flutti hún sig til Weitmar og lífði þar
lausungai'lífi. Arthur, syni hennar, var
þetta á móti skapi, og var samkomulag
6tirt milli þeirra mæðginanna, enda
ekildiu þau að skiptum, fyrst með því
eamkomulagi að Arthur mætti heim-
sækja móður sína með öðruim gestum.
Þcssu lauk þó með því að sambandið
rniiili móður og sonar rofnaði gersam-
lega. Síðuetu 24 æviár hennar hittust
þau alidrei. Lærdómsríkt er hér að bera
6aman Schopenhauer og Freud, en hinn
píðari var eftirlætisbarn móður sinnar.
Sameiginlegiur var mikill aldursmunur
foreldira. Móðir A. Schopenhauers var
20 árurn ymg,ri en eiginmaður hennar,
móðir Freuds 2/1 ári yngri.
rthur var kappsamur námsmað-
ur og lærði jafnan miklu meira en til-
skilið var, bæði í menntaskóia í Gotba
og við háskólana í Göttingen og í Ber-
lán. Kynni hans af iífinu, þar á meðal
af konum, höfðu neikvæð áhrif á hann.
Þegar á námsáruim gerðist hann bæði
þunglyndiur og tortrygiginn, þoldi illa
hávaöa og geymdi hla'önar skaimmbyss-
rt’hur Sohopenhauer var mjög vel
að sér í heimspeki Platóns og Kants, og
aiivel að sér í náttúruvísindum og kunni
vel að hagnýta sér röksemdir frá þeim.
Indverskum fræðum kynntist hann 1
Weimar hjá F. Majer, sem var lærður
vel í himum „umgu“ Austurlandafræðum.
Þau tóiku að hafa áhrif í Evrópu eftir að
Anquetil Duperon hafði tekið mcð sér
Arthur Schopenhauer á efri árum.
ARTHUR SCHOPENHAUER
fimmitiu Upanishadir i persneskum texta
frá Indlandi og gefið út í latneskri þýð-
imgiu í tveim bindum árin 1802—1804.
Faðir Arthurs hafði séð svo um að ekki
skorti son hans fé til að læra það sem
hann óskaði. En árið 1813 kom Arthur
það í hug að gerast sjálfboðaliði í frelsis-
stríði Þjóðverja gegn Napóleon. Áform
hans kornust svo langt að hann keypti
vopn, en eftir nokkra umhugsun hætti
hann við hernaðinn, hélt upp í sveit og
reit doiktorsritgerð í heimspeki, „Um
ferfalda rót fullnægjandi röksemdar".
Þegar að því loknu hóf hann a'ð vinna
að því verki, sem löngu síðar ávann
honum heimsfrægð, „Die Welt als
Wille und Vorstellung“. Því lauk hann
árið 1818 og lét prenta það árið eftir.
Að því loknu hélt hann til ítalíu til að
njóta hvildar, kynnast landinu, listinni,
fegurð náttúrunnar, áfengum drykkjum
og iéttúðardrósum.
Um ofangreint aðalverk Schopenhau-
ers fór á þá lund að það vakti nálega
enga eftirtekt. Meiri hluti fyrstu útgáf-
unnar var iöngu síðar seldur sem um-
búðapappír. Steinberg telur að 140 ein-
tök hafi selzt á 25 árum. (Likt fór um
sumar beztu bæikur. S. Kierkegaards og
„Patalina“ eftir Henrik Ibsen). Eftir
dauða höfundar hefir eitt útgáfufyrir-
tæki selt verk hans í 860.000 eintökum,
og er þá aðeins um vasaútgáfuna að
ræða hjá einu forlagi.
Höfundur varð ekki orðlaus út af
þessu mótlæti. „Verk eins og þetta Mk-
ist speg.li; ef asni lítur í hann, má ekki
búast við að út úr honum líti engill“.
En hann varð afar einmana. „Hann var
algjörlega einmana“ segir Nietzsche,
„án nokkurs vinar, en á milli eins og
einskis er óendanleiki“. „Hann átti enga
móður, enga konu, ekkert barn, enga
fjöliskyldu, ekkert föðuriand", segir
Will Durant (304).
Árið 1822 var Schopenhauer kallaður
til Beriínar sem prívatdocent og hélt
þar fyrirlestra í eitt misseri, en þá
sótti nálega enginn. Stiúdentarnir þyrpt-
um þá kringum Hegel, Fichte og
Shelling, sigilda meistara hinnar þýzku
bugsæishyggju, enda var Hegel þá að
verða átrúnaðargoð Evrópu. En hvað
skýrleik og stilsnilld snertir, ber Schop-
enhauer langt af Hegel. Þótt stiúdentar
hafi margir hverjir aðeins skilið Hegel
til hálfs eða þaðan af minna, breytti það
engu. Það er meðal dýpstu leyndar-
dóma þýzkrar heimspeki að mjög er erf-
itt að skilja hvers vegna menn aðhyll-
ast þar einn hugsuð öðrum fremur. En
hálf veröldin eða vel það hefir tekið
upp það háttarlag að haga sér í sam-
ræmi við umdirleik þýzkra hugmynda
í fyllstu alvöru. Þjóðverjar hafa haldið
framtakinu í heimspeki frá þeim tíma er
Kant fékk þeim það í hendur. Eftir svo
sem einn áratug eða tvo eru engilsax-
neskar þjóðir byrjaðar að melta þessar
hugmyndir og Frakkar teknir að íága
þær í listinni.
I kólerudrepsóttinni árið 1831 and-
aðist Hegei, en Schopenhauer tók sig
upp og settist að í Frankfurt am Main
og hélt sig þar það sem eftir var æv-
innar. Fyrsta viðurkenning lærðra
manna, sem Schopenhauer hlaut, kom
ekki frá Þýzkalandi, heldur frá Noregi.
Konunglega norska vísindafélagið í
Þrámdiheimi hafði stofnað til samkeppni
um eftirfarandi viðfangsefni: „Kan
Menneskets frie Villie bevises af dets
Selybevissthed?“ Arthur Schopenhauer
hlaut verðlaunin, heiðurspening úr
gulli. Úriausn hans bar heitið: „La
Liberté est un mystére11 — frelsið er
leynd&rdómur. Norska vísindafélagið
feildi dóm sinn óháð áliti manna annars
staðar í Evrópu, og sýndi þar með skiln-
ing og innsýn, sem var á undan sínum
tíma. Þetta gerðist árið 1839.
Listamenn og menntamenn miðsfétta
tóku hægl og sígandi að gefa gaum að
Framhald á bls. 11.