Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 3
urinn tryði á Guð, hvað ætti hann þá að
þurfa sannanir?
Ef Guð er til, þá lifir dána barnið þitt“.
Ég vil á engan hátt gera lítið úr vís-
indunum; ég vil, að vér beygjum oss
fyrir sannleikanum. Vísindamönnunum
er fengið veglegt starf, helg réttindi, en
ég er ekki vísindamaður, og ég held, að
þeir séu ekki margir hér á landi.
Trúnni er engin hætta búin af sönnum
vísindamönnum. Þeir geta líka verið
sannir trúmenn. Pasteur fyrirvarð sig
ekki fyrir trú sína. Hann kvaðst vera
trúaður eins og bóndi í Bretagne.
Ég vil ekki gera lítið úr .vísindunum,
Mig langar heldur ekki til að gera lítið
úr öðrum trúarbrögðum, ég veit, að þau
hafa margt fagurt að geyma. En mér
kemur ekki til hugar að skipta á þeim
og kristindóminum. Hvernig ætti ég að
varpa hinu dýrmætasta frá mér? Hvernig
aetti ég að taka nokkuð fram yfir krist-
indóminn? Hvað er Kristi fremra? Krist-
irdómurinn er Kristur. Ég þekki engan
honum fullkomnari, og ég vænti ekki
annars, sem verður hans jafningi eða
tekur honum fram.
Ef einhvern langar til að verða Múha-
meðstrúar eða Búddatrúar, þá hann um
það. Hann getur gert það samkvæmt
sinni samvizku. En ég segi hiklaust við
Jesúm: „Til hvers ætti ég að fara? Þú
hefir orð hins eilífa lífs“.
Eg vil vera með Kristi, — og í kirkju
hans. Hún geymir sannindin frá honum.
Og freistist hún til að stinga þeim undir
stól, þá verða þau á einn eða annan hátt
tekin upp af öðrum og notuð á móti
kirkjunni Þarf ekki annað en minna á
Tolstoj. —
KlIRKJAN er atyrt fyrir kenningar
sínar. En hræðist hún og hætti að tala
um þær, þá verða þær teknar upp af
öðrum. Hún hefir fengið mörg þung orð
að heyra fyrir ófarsældarkenningu sína.
En svo er bent á alvöruna af öðrum og
sagt: „En að kirkjan skuli ekki hafa
meiri ábyrgðartilfinningu. Hún ætti þó
að vara menn við hættunni". — Tali
prestarnir uppi í skýjunum, þá er sagt:
„Hvers vegna ertu ekki niðri á jörð-
inni?“ — Tali þeir um það jarðneska,
umhyggju fyrir þeim sem hér lifa, þá er
spurt: „Hvers vegna hugsar þú ekki meir
um hina dauðu?“
Þeir, sem á móti kirkjunnl eru, færa
sér vanrækslu hennar í nyt. Þetta brýnir
fyrir oss að vera á verði sem hermenn
Krists.
Minnumst þess, að vér höfum með-
tekið gjafir af kirkju Krists, en minn-
umst þess jafnframt, að börnunum er oft
stefnt á móti móðurinni.
Elska allir kirkjuna? Nei. — Mér kem-
ur það ekki á óvart, þó að þeir geri það
ekki. Hún er stríðskirkja. Og þó að talað
sé um hana eins og fátæka, fáfróða amb-
ótt, þá gerir það ekkert, ef hún man það,
að hún er ambátt Drottins. Kirkjan þarf
ekki að hræðast. Hlið Heljar skulu ekki
á henni sigrast.
Það er oft talað um, að Kristur sé að-
dáanlegur; við hann vilja menn segja:
„Herra, herra“.
„En kirkjan", segja menn, „kirkjuna
vil ég ráðast á“. Vér lifum á tímum, er
kirkjuhatrið á sína talsmenn. Það þarf
ekkert hugrekki til að ráðast á kirkjuna.
Menn tala með aðdáun og kærleika um
önnur trúarbrögð, en kirkjuna, þau trú-
arbrögð, sem næst eru, er sjálfsagt að
atyrða um leið.
En þegar ég heyri slíkt, þá finn ég
sterka þrá til að þakka kirkjunni, og ég
veit, að það er þó hið minnsta, sem af
mér er hægt að heimta. Og það segi ég
af sannfæringu þeirri, sem ég á til: Áð-
ur en ég fer að reformera, þarf ég að
reformerast.
Þegar ég heyri, hvernig kirkjunni er
lýst, þá skil ég það, að ungir, óreyndir
nienn hiki við að gerast prestar.
Ég hefi lesið um páfann, sem dreymdi
fvo unga menn, sem studdu veggi einnar
kirkjunnar í Rómaborg með herðum sín-
um, svo að kirkjan reistist við, og þessir
tveir menn voru Domingo og Frans. —
En ég mundi ekki treysta mér til slíks
verks. Og væri ég yngri en ég er nú, þá
væri ég hræddur, nema ég þá sem ungur
maður ætti því meir af brennandi áhuga.
Ég er ekki meiri maður en það, að ég
þarf á hjálp að halda, og mér þykir vænt
um, að ég fæ að starfa í þeirri kirkju,
þar sem verkefnin eru lögð upp í mínar
veiku hendur. Hér er nóg að vinna
í kirkju Krists, aðeins að ég sé trúr.
Tækifærin eru Inörg, sem gefin eru
prestinum til þess að vera til blessunar.
Guð segir við prestinn. „Ég blessa þig,
og blessun skalt þú vera“.
Það er nóg að starfa. Engin tilhneig-
ing til að standa í stað. Presturinn finn-
ur, að hann þarf að lesa mikið, hann
þarf að fylgjast með og þroskast. En er
vér kynnumst öðru, kynnumst t.d. ýmsu
í kirkjulífi annarra þjóða, þá finnum
vér, hve mikið vantar hér sjá oss; en þá
verða einnig dómarnir um hina íslenzku
kirkju vægari.
Vér finnum, að þjóðina vantar margt
í samanburði við aðrar þjóðir, vér vild-
um gjarna hafa margt fullkomnara hér
heima, en vér óvirðum ekki þjóðina.
EGAR ég er í öðrum löndum og
sé alla kirkjuturnana, hina greiðu vegi,
hin góðu samgöngutæki, safnaðarlíf o.
fl., þá hugsa ég um sveitaprestana hér
heima, illviðrin og hinar löngu leiðir. Þá
sé ég, að ungir menn þurfa umfram allt
á fyrirbæn og uppörvun að halda, er þeir
verða prestar. Þá er það þeim lítil hjálp,
að þeirn sé sagt að vinna í rústinni, það
þarf miklu fremur að hjálpa þeim og
benda þeim á, hve veglegt það er að
vinna í Guðs musteri hér, þó að lægra
sé undir loftið en í stórbæjum erlendis.
Kirkja vors Guðs er gamalt hús,
Guðs mun þó bygging ei hrynja.
Velkomnir, ungir, kristnir menn, til
starfs í víngarði Drottins.
Prófessorinn, sem talaði í gærkveldi
(próf. H. N.), sagði vi'ð mig í ágústmán-
uði 1902, er ég kvaddi hann og fór til
Kaupmannahafnar: „Ég vona, að þér
komið hingað aftur og verðið prestur".
Þessi ósk rættist. Nú hefi ég verið
prestur um hríð og sé, að á hverjum
degi er hægt að verða öðrum til bless-
unar.
Ég hefi séð það, að lífið sjálft er meira
en staðhæfingar mannanna. Þegar menn
koma til prestsins á gleði- og sorgar-
stundum, þá er það lífið, sem knýr þá
til að biðja um kirkjunnar hjálp. Af
hverju? Af því að hún er í þjónustu
hans, sem er lífið. Þá er sælt að vera
sendur til hinna glöðu, og heilög rétt-
indi að mega flytja lífsins orð til þeirra,
sem eru á sjúkra- og dánarbeð, og að
vera sendur til þeirra, sem gráta og sitja
bak við luktar dyr.
Það eru fleiri, sem koma til prestsins,
heldur en menn grunar. Ég gæti sagt af
því margar sögur, en ég geri það ekki
nú.
Ég hræðist ekki, þó að margir séu á
móti. Ég man eftir sögunni um Gídeon,
sem vann sigur með fáum. Einnig man
ég, að Henrik Ibsen segir: „Einn með
Guði, það er meirihlutinn“.
VÍ meir sem kirkjan er „kritiser-
uð“ þess vænna þykir mér um hana, og
því meir bið ég Guð að færa í lag það,
sem aflaga fer hjá mér og öðrum ófull-
komnum mönnum. Ég vil æfa mig í víð-
sýni, en ekki stæra mig af því. Víðsýni
er ekki aðeins í því fólgið, að ég horfi
á þá, sem gnæfa hátt, en víðsýni er
einnig, að þeir líti niður og sjái líka
rósir í dölunum spretta. Geta menn ekki
séð rósir í aldingarði kirkjunnar?
Að loknu námi kom ég heim. Mér
fannst þá lágt undir loftið heima hjá
mér, en ég mundi þó, að hér hafði ég
fengið hið bezta, og þó að ég hefði orðið
hugfanginn af einhverri stássmey er-
lendis, þá hefði þó ekki verið rétt, að ég
Séra Bjarni Jónsson á yngri árum
hefði farið að atyrða móður mína.
Kirkjan er mín andlega móðir, sem
ber fram þann sannleika, sem hefir veitt
mér blessun. „Sannleikurinn mun gera
yður frjálsa" sagði Jesús. Þessi orð eru
geymd í hyrningarsteini alþingishússins
og þá um leið háskólans. Sannleikann
eigum vér að hylla, þó að þeir verði í
minnihluta, sem hylla hann.
„Hvað er sannleikur?“ var einu sinni
spurt, og vér vitum, að spurður var sá,
sem hefir sagt um sjálfan sig: „Ég er
sannleikurinn“. Hyllum hann nú. Sú
kemur stund, að fyrir honum skal hvert
kné beygja sig.
- Vinnum fyrir Krist í kirkju hans. En
missi ég trú á henni, þá vil ég ekki
starfa í henni. Ég get metið þá einurð,
að Ragaz, hinn svissneski prófessor, hef-
ir sagt af sér embætti sínu, af því að
hann hafði misst trú á kirkjunni, eftir
því sem mér hefir verið sagt. Ég get virt
hann fyrir hreinskilni hans.
En ég sé, að enn er verk að vinna í
kirkju Krists. Mikið er hægt að vinna,
þó að starfsmennirnir séu ófullkomnir.
Vér eigum Guðs orð, heilaga ritningu,
sem menn mega rannsaka eins og þeir
vilja; hún þolir það. En áreiðanlega
fylgir því engin blessun, ef ég tala ó-
virðulega um hana.
Ég tek á móti gjöfum orðsins, og þá
mun ég geta mætt ráðgátum orðsins.
S ÁLMABÓKINA eigum vér,
Passíusálmana, heilagar athafnir, bless-
unarríkar guðsþjónustustundir, bænirn-
ar, sakramentin, heilaga sögu, fögur
nöfn. Mikið mundi vanta í sögu íslands,
ef þar væri engin kirkjusaga.
Enn kallar Drottinn menn til starfs og
dáða. Munum eftir þessum orðum:
„Herrann Drottinn hefir gefið mér læri-
sveina tungu, svo að ég hefði vit á að
styrkja hina mæddu með orðum mín-
um; hann vekur á hverjum morgni, á
hverjum morgni vekur hann eyra mitt,
svo að ég taki eftir, eins og lærisveinar
gera“ (Jes. 50, 4).
Sambýlismaðurinn minn á Garði í
Kaupmannahöfn gekk undb guðfræðis-
próf einu ári á undan mér. Ég man hve
glaður hann var, er hann nokkrum dög-
um eftir að hann hafði lokið prófi kom
heim á Garð. Þá kom hann af háskólan-
um, þar höfðu prófessorarnir verið að
kveðja hina nýju kandidata. Prófessor-
inn í gamla-testamentisfræðum hélt
ræðu og lagði út af þessum orðum:
Herrann Drottinn hefir gefið mér læri-
sveina tungu o. s. frv.
Ég man hve vinur minn var glaður og
ánægður. Hann hafði orðið svo mikillar
uppörvunar aðnjótandi. Honum var bent
á hin heilögu verkefni.
Að styrkja aðra og gleðja, það veri
markmið vort, hvort sem vér erum prest-
ar eða ekki.
Þó að menn amist við boðskapnum, þá
getur komið sú stund, að menn þrái það,
sem þeir hafa frá sér rekið.
Margir kannast við ævintýrið um næt-
urgalann. Hann söng með sínum eðli-
legu hljóðum, en menn urðu leiðir á
honum og fengu svo að gjöf skrautlegan
gervifugl. „Söngur næturgalans var úr-
eltur“, sögðu menn.
En svo bar við, að keisarinn varð veik-
ur og dauðinn stóð við rúmið hans. Þá
fékk næturgalinn að komast að. Þá var
Framh. á bls. 38.
•LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35
)»
24. desember 1965