Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 4
Bak við nóttina bíða þúsund nætur rauð villidýr brjóta hlekkina dagarnir renna til næturinnar og dreypa á ódáinsveig um óttu Niður vatnanna deyfist í blámistri hverfulla haustdaga Menn ylja sér við sviða næturinnar sitja umhverfis eldana iðandi skuggarnir ýlfur úlf a Inn í daginn berst andvarinn í eldingu morgunsins í kaldri dögginni hefja dvergarnir smiðjusönginn ómur steðjans máttug orðin hrynja í gneistaflugi Og senn rístir þú lokastefið meitillinn sker gljúpt grjótið áður en það harðnar og verður stökkt þá verða engin orð fest Döggin liggur á grjótinu eyrunum og engið er mettað kaldri dögg N æturhr ollurinn eldar festingarinnar umlykja helft jarðarinnar Lagðsíðar hjarðir hefja nýjan dag Vorregn og ylgróska sáningin er hafin ★ Þeir sigldu ókunn höf og leituðu átta sigldu höfin og hjuggu strandhögg á ströndum f jarlægra landa Sjávarseltan og rakir vindar grátt haf þung seglin sleipar árar þeir leituðu þungvopnaðir seltubrunnir sköpuðu ótta og angist þar sem sólin skein heitar en þar sem furan vex við klettótta strönd Þið siglduð höfin vorblá sjófuglar eltu skipin úr landsýn Blóðþefur vorblótsins sat lengi í vitum ykkar draumarnir voru blóðmistur Vorblátt hafið svifléttir flögra hvítir fuglar fyrir stafni Síðsumarnóttin varð blóði drifið strandhögg sér vein kvennanna brún jörðin litaðist blóði hrafnarnir hófu kornskurðinn fyrir uppskerutímann Ströndin að baki blysin særa næturhúmið vein hlekkjaðra þrælanna rjúfa sjávarhljóðið um nætur ★ Úrsvalur og saltdrifinn blóðhlaupnum augum markar hann áttina Um nætur heggur skipið skugga sinn að baki kaldsilfraður máninn — Hafið f jarlæg festing blýgrátt og úrblátt haf — dag og nótt Haustið er kalt blóðið er löngu storknað í fjörugrjóti eldarnir kulnaðir í kofarústunum grjótið er ekki lengur sleipt af blóði þeirra sigruðu Gnauð haustvindanna regnið er heitt blóði rignir í draumum þeirra blóðmettuðum svefni Blýgráir kólgubakkar þungt myrkrið veðurhljóð Dagarnir verða skammir þungur svefninn Langt að baki sumar og blóð Svalsárar járnnætur kaldtærir morgnar haustsins ilmur af lyngi og þara björninn byggir sér híði og ánauðugir menn draga brennið heim sár þeirra ógróin — skip í naustum Silfrað land í mánaskini hvítur morgunn langar nætur dagarnir verða nætur kyrrðin er frosin dægrin líða við eldana Blóðmegin hofsins goðin eru roðin feiti södd af innýflum fórnardýrsins gapa þau og rymja fullsæl vein goðans svæfir dauðahryglu þrælsins blóð hans rennur í hlautskálina Trogin eru hroðin rauð sólin birtist vakin blóði blóðlituð spor í snjónum — ★ Dynur vindanna ymur við strengi árinnar vorlangan dag Voðir eru færðar á skip þunglestað marar það á legunni senn þenjast seglin og vorblátt hafið er leið þess í nóttleysu Hvelfingin hefst mót sólinni Landið hillir uppi í mistri síðdegisins svalköld myndin áttleysa undir kvöld vorkaldur svalinn um nott .X- “ — ■ * 24. desember 1969 36 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.