Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 11
vfV' ,’JIÍ 24, desember 1865 -LESBÓK MORGU.NBLAÐSINS 43 a x-r e Bridia heidur áfram: f „Þar eð ég hef lýst stríðum Tartara og uppruna, verð ég nú að lýsa landi þeirra. Að hluta er það fjalllendi og að hluta sléttlendi. Það er ófrjótt, jarð- vegurinn er sendinn, veðurfar er mjög breytilegt og stafar það e.t.v. af and- stæðum fjalla og láglendis. Sterkir vindar eru tíðir, og þrumur, eldingar og stormar hrjá þá, þegar minnst varir. Þeir tjáðu bræðrum vorum, að undra- verð breyting hefði orðið á veðurfari á síðustu árum, því að oft væri svo að sjá sem ský berðust við önnur ský ná- lægt yfirborði jarðar, og bættu við, að stuttu fyrir komu bræðra vorra hefði eldi lostið af himni og gleypt mörg þús- und hesta og kýr með húð og hári, en skilið eftir fáeina hjarðmenn. Þegar bræður vorir voru viðstaddir kjör Khans, eða keisara, þeirra, féll svo mik- ið hagl til jarðar, að meira en 160 menn drukknuðu er það bráðnaði skyndilega og híbýli þeirra bárust burt með ílaumnum, en munkana sakaoi ekki né dvalarstað þeirra, sem var í næsta ná- grenni. Þegar munkarnir virtu þetta fyrir sér og þjáðust af þessari ógæfu með öðrum, rauk hann upp með mikl- um gusti og myndaðist slíkt sandský, að engum var fært að ganga né stíga á hestbak. J. artarar þessir eru yfirleitt lág- vaxnir menn og grannir vegna kapla- mjólkurinnar, er þeir neyta, (en hún gerir menn granna) og erfiðrar ævi. Þeir eru breiðleitir með framstæð kinn- bein, eru krúnurakaðir eins og klerkar vorir, en órakaðir á þumlungs breiðu belti yfir hvirfilinn. Sveip hafa þeir fram á ennið og niður að augum, en safna öðru hári í hárfléttu eins og Serkir. T arðandi klæðaburð nægir að vita, að karlar og konur klæðast eins fötum og er því ekki auðvelt að greina milli kynja; og þar sem þessir hlutir eru fremur forvitnilegir en nýtilegir, legg ég mig ekki í líma við lýsingu á fötum þeirra og skrauti. H stöðvum sínum og fórna því allskyns mjólk. Þegar þeir hefja át eða drykkju fórna þeir skurðgoðinu á vagninum hjarta dýrsins á bakka, fjarlægja það næsta dag og eta. Fyrir framan stöð sérhvers Khans setja þeir skurðgoð, sem er ímynd Djengis Khans og færa því gjafir. Hrossum, sem því eru færð, er aldi-ei riðið framar. Þeir fórna því fyrst þeim dýrum, sem þeir drepa sér til matar, og þeir brjóta ekki bein þess- ara dýrd. Þeir hneigja sig í suðurátt fyrir goði þessu eins og fyrir guði og neyða marga fanga sína til að gera slikt hið sama, einkum höfðingja. Vegna þessa gerðist það nýlega, úr hrei'ðri, eða slá hest með beizli, eða að gera þarfir sínar innan húss. Ef hið síðastnefnda er gert af ásetningi, er gjörningsmaður drepinn; ei af gá- leysi, verður gjörningsmaður að borga galdramanni, sem framkvæmir hreins- unarathöfn með þvi að láta þá bera kofann milli tveggja elda, þar til svo er gert, dirfist enginn að snerta nokkuð í kofanum. Spýti einhver út úr sér matarögn (eða munnfylli, það hefur sömu afleiðingar) eftir að maturinn er kominn í munn hans, og geti hann ekki kyngt, er grafin hola undir kofa hans, og hann dreginn út í gegnum hana og drepinn samstundis. Stigi einhver á í íf jj : C' ........*-*>**' . .* lús þeirra eru nefnd stöðvar og eru hringlaga, gerð úr viðjum og bjálk- um. Efst á þeim er kringlótt glufa fyrir reyk og dagsbirtu. Þakið er úr voðum 8vo og dyrnar. Stöðvarnar eru mismun- andi stórar og færanlegar. Stöðvar Khansins og höfðingja eru nefndar hringborgir. Enga bæi hafa þeir, en þyrpa stöðvum viðsvegar. Ein er borg þeirra, Karakorum, og áttu bræður vorir eftir hálfa dagleið þangað, þegar þeir dvöldust hjá keisaranum í Sira Ordu, eða við æðstu hirðina. Vegna við- erskorts hafa hvorki höfðingjar né al- xnúginn annað eldsneyti en kúamykju og hrossatað. Að sögn sumra þeirra, var Djengis Khan ættfaðir Tartaranna, en munkarmr gátu ekki rakið ættir þeirra frekar né kannaS uppruna þeirra, enda þótt þeir dveldust lengi á meðal þeirra. MT eir trúa á einn guð, skapara alls, íýnilegs og ósýnilegs, veitanda bæði góðs og ills í heimi þessum. En þeir dýrka hann ekki að verðleikum, því að þeir eiga fjölda skurðgoða. Þeir gera eftirmyndir manna úr voðum, sem þeir skipa sitt hvoru megin við dyr stöðva 6inna auk skinnjúgra, og þeir fullyrða, «ð hlutir þessir séú vemdárar hjarða 6inna og fóma þeim mjólk og kjöti En höfðingjar þeirra virða meir goð úr eilki,^ sem þeir hafa á vögnum sínum, eða á þaki eða við dyr stöðva sinna, og eteli einhver einhverju þar innan veggja er sá tafarlaust drepinn. En her- foringjar þúsund manna ' flokks og hundraðshöfðingjar hafa geitarskinn, út- troðið hálmi eða heyi, í miðjum Mongólar og Persar berjast. Myn din er persnesk frá því um 1500. þegar Mikael, einn göfugasti höfðingi Rússlands, gekk þeim á hönd, en neit- aði að lúta hinu fyrrnefnda goði, með þeim orðum, að slíkt væri kristnum meinað og var staðfastur í trúnni, að skipað var, að sparkað skyldi með hæln- um hægra megin við hjarta hans; og þegar skjaldsveinn hans hvatti hann jafnvel til að þola píslarvættisdauða, var Mikael skorinn á háls, en sveinn- inn, sem hvatti hann til dáða, háls- höggvinn. Þeir dýrka einnig sólina, tunglið, vatn og jörð, venjulega að morgni dags. Tegna erfðaótta, álíta þeir einnig ýmsar athafnir stórar syndir. Ein þeirra er að reka hníf í eld eða snerta hann á annan hátt með hnífi, eða að taka kjöt úr potti með hnífi, eða að höggva með öxi með hnífi, því að þeir álíta, að með því sé eldurinn háls- höggvinn, eða að styðja sig við svipur þær, sem þeir knýja hesta sína með (því að þeir nota ekki spora), eða að snerta ör með svipu, eða að taka unga þröskuld höfðingja, er hann drepinn án allrar miskunnar, og bræðrum vor- um var því ráðlagt að láta slíkt ógert. Þeir álíta það einnig synd að hella nið- ur kaplamjólk af ásettu ráði, og þegar munkarnir sögðu þeim, að það væri synd að úthella blóði annarra manna, eða að gerast drukkinn, eða að stela eignum annarra, hlógu þeir að orðum þeirra og höfðu þau að engu. Þeir trúa hvorki á eilíft lif hinna blessuðu né eilifa bölvun, en aðeins, að þeir lifi aftur eftir dauðann og auki þá hjarðir sínar og mat .... é einn þeirra alvarlega sjúkur, er reist 180 þumlunga hátt spjót vafið svörtum skinnræmum nálægt bústað hans, og frá þeirri stundu þorir enginn utan fjölskyldu hans að stíga inn í þann kofa. Þegar dauðastríð hans hefst, er óvanalegt að nokkur dveljist hjá hon um, þar eð enginn, sem var viðstaddur dauða hans getur farið inn í hringborg höfðingja eða keisarans fyrr en við ni- undu tunglfyllingu. Deyi auðugur maður, er hann graf- inn á laun á bersvæði, hann situr í haug sínum með körfu fulla af kjöti og könnu af kaplamjólk. Me'ð honum ei grafin meri og folald, hestur með hnakk og beizli, og bogi ásamt örva- mæli og örvum. Þá er tekið hross og matreitt vinum hans og er húð þess fyllt með heyi og sett á trépall. Þeir trúa því, að hann þarfnist alls þessa í öðru lífi merarinnar til mjólkur, hestsins til ferða og þar fram eftir göt- unum. Og gull og silfur er lagt með hónum á sama hátt. Mr eir eiga eins margar konur og þeir geta séð fyrir, og kaupa þær venjulega, svo að utan kvenna af göfug um ættum eru þær eins og hvert annað lausafé. Þeir kvænast hverri sem þeim lystir, nema móður sinni eða sammæðra systur. Þegar faðir þeirra deyr kvænast þeir stjúpmóður sinni ,yngri bróðir eða frændi kvænist ekkju bróður síns. Konurnar vinna öll nauðsynleg verk og gera skó, skinnföt o.s.frv., en menn- imir búa aðeins til örvar og æfa sig í bogfimi. Þeir neyða jafnvel drengi, þriggja og fjögurra ára gamla, til að gera slíkt hið sama, og jafnvel sumar konur einkum ógiftar, æfa bogfimi og iðka reiðmennsku sem karlmenn. Sé einhver staðinn að hórdómi eða saur- liB. eru konur jafnt og karlar drepin. Mf eir eru hollari höfðingjum sín- um en aðrar þjóðir, jafnvel hollari þeim en prestar biskupum, þeim mun frem- ur sem lögbrjótum er engin miskunn sýnd, og drottnar því keisarinn yfir þeim á sérhvern veg; þvi að hvort sem þeir eru sendir í opinn dauðann eða ekki verða þeir að inna skyldu sína af hendi tafarlaust Keisarinn getur tekið til sín dætur, konur eða systur hverra sem hann óskar, og eftir að hafa notið þeirra, vilji hann ekki eiga þær sjálfur, gefur hann þeim hverjum sem honum þóknast. tf eir leggja mikla fæð á aðrar þjóðir. Vegna þessa temja túlkar Tart- ara, jafnvel lágt settir, sér að ganga yfir eða setjast ofan á sendimenn, er þeir ræða við, hvort sem þessir sendi- menn eru lærðir eða leikir. Auk þess eru þeir gjörsneyddir öllum heiðar- leika í samskiptum sínum við útlend- inga, því að það er ómannúðlegur háttur þeirra að lofa öllu fögru í upp- hafi, en sýna óhemju grimmd að lok- um. Loforð þeirra líkjast skorpion, sem, þótt hann reyni að smjaðra með andliti sínu, slær skyndilega með hin- um eitraða naddi í hala sínum. Mf eir eru drykkfelldari, en nokkur önnur þjóð á jarðríki, og enda þótt þeir tæmi maga sína af mjög hóflaust neyttum drykk, hefja þeir engu að síð- ur drykkju samdægurs. Þeir eru einnig vanir að neyta alls kyns mjólkur. Þeir snæða hóflaust hvers konar óhreinan mat, úlfa, refi, hunda, hræ, hildir dýra, mýs, og þegar nauðsyn krefur, manna- kjöt. Á sama hátt hafna þeir engri fuglategund, en snæða jafnt hreina sem óhrema. Þeir nota hvorki mimnþurrku né borðdúka við málsverði og borða f afskaplegum óþrifum. Þeir þvo diska sína sárasjaldan og mjög illa, og sama á við um skeiðar þeirra. I nnbyrðis eru þeir samt sem áðt friðsamir, saurlífi og hórdómur er mjög sjaldgæf, og konur þeirra bera < öðrum hvað snertir skírlífi, nema hva þær oft nota blygðunarlaus orðati tæki, er þær gera að gamni sím Þjófnaðir eru sjaldgæfir meðal þeiri og þess vegna geyma þeir hvorki allí Framhald á bls. 52

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.