Lesbók Morgunblaðsins

Dagfesting
  • fyrri mánaðurindesember 1965næsti mánaðurin
    mifrlesu
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 13
Haraldur J. Hamar LOFTLEIB E kkert íslenzkt fyrirtæki rekur jafnumfangsmikla starfsemi í heimsborg- inni New York og Loftleiðir. Það fer að vísu ekki mikið fyrir félaginu innan um milljónirnar á Manhattan, en í bæki- 6töðvum þess á sjöttu hæð í Inter- national Buiiding í Roekefeller Center er mikið unnið og dyggilega, því tak- markið er, að ekkert sæti sé autt í flug- vélum félagsins, sem þaðan flytja á fjórða hundrað farþega á dag yfir há- ennatímann. Margt hefur breytzt síðan fyrsta Loft- leiðavélin, Skymaster DC-4, settist á al- þjóðaflugvöllinn í New York í ágúst- mánuði árið 1948. Ekki þótti öllum mik- ið vit í því fyrirtæki, enda var róður- ir.n harður fyrstu árin. Afgreiðslumenn- irnir á flugvellinum höfðu ekki heyrt nafn félagsins fyrr, hvað þá heldur þús- tmdirnar og milljónirnar, sem árlega Ikaupa sér flugfarseðil í þessu stóra landL En þegar við gengum inn í skrifstofu Sigurðar Helgasonar framkvæmdastjóra félagsins í hjarta Manhattans fyrir nokkr um vikum fundum við strax, að braut- ryðjendabragurinn var fyrir löngu horf- inn í þessum herbúðum. „Hér hef ég nú verið í fjögur ár“, sagði hann — „og starfsemin hefur auk- izt um helming á þeim tíma. Ég hef enga ástæðu til að ætla, að vöxturinn haldi ekki áfram. í okkar heimi eykst ellt og dafnar. Nýir skýjákljúfar þjóta upp framan við gluggana okkar, Kenn- édy-flugvöllur er orðinn of lítill, þótt hann sé glettilega stór — og við verðum eð lengja flugvélarnar okkar til þéss að fá rúm fyrir fléiri sæti, fleiri farþega.“ Hér í Bandaríkjunum erum við með liðlega 100 starfsmenn, tiltölulega fiesta hér á skrifstofunni og úti á flugvelli. En í Chicago og í San Francisco höfum við líka skrifstofur. Alls staðar nóg að 6tarfa.“ „Samvinna okkar við bandarísk stjórn ervöld hefur verið einstaklega góð. Þau kunna vel að meta viðleitni okkar til íþess að gera ferðalög yfir Atlantshaf édýrari, því að þau standa traustan vörð um hagsmuni almennings gagnvart öllum fyrirtækjum, sem selja þjónustu. Við höfum líka fengið góðan hljóm- grunn meðal almennings hér í landi, bæði vegna lágu fargjaldanna — en ekki síður vegna þess, að Loftleiðir er ekki ríkisrekið eða styrkt flugfélag eins og flest eða öll Evrópufélögin, sem hingað ifljúga. Hér eru þeir, sem standa á eigin fótum, metnir meira en aðrir.“ „Árangur okkar á markaðnum eykst I beinu hlutfalli við það fé og þá fyrir- höfn, sem við leggjum í þetta. En flutn- ingageta okkar er takmörkuð. Það er euðvelt að fá inni í bandarískum blöð- lun, þegar frásagnir um ísland eru ann- ers vegar, því fólk þekkir ekki mikið tii landsins — og ísland er forvitnilegt. Þegar hótelið okkar nýja í Reykjavík tekur til starfa verðum við reiðubúnir tii þess að svara hinni miklu eftirspurn A Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri f Eoftleiða í New York — í skrifstofu sinni í Rockefeller Center. t 24. desember 1965 ------------------- lagsins — og hefur á sinni könnu allt, sem sala, sölumennska og auglýsingar heitir. Hann var í 13 ár hjá SAS og var því enginn nýgræðingur, þegar hann réðst til Loftleiða: Hefur ferðazt um heiminn þveran og endilangan oft og mörgum sinnum og þekkir banda- ríska markaðinn þó langtum bezt. „Fyrir okkur selja sex þúsund ferða- skrifstofur“, segir hann — „stærstur hlutinn í Norður-Ameríku, en allmargar eru þó í Suður-Ameríku, því að þaðan gætum við fengið mikinn fjölda far- þega, ef við gerðum eitthvað til þess. En það er ástæðulaust að dreifa kröft- unum þangað suður úr því að við getum auðveldlega fyllt okkar vélar á banda- ríska markaðnum — og getum meira að segja ekki svarað eftirspurninni. Við byggjum okkar sölustarf upp á mjög hagkvæman hátt og hér starfa langtum færri miðað við flutningamagnið en hjá nokkru öðru félagi. Við verjum líka tiltölulega miklu minna fé í auglýsingar en önnur sambærileg félög — og fáur.v samt fleiri farþega en mörg þeirra — og gætum fengið fleiri, eins og ég sagði áður.“ „Við leynum því ekki, að okkar vélar fljúga hægar, síður en svo. Við leggjum áherzlu á það, en bjóðum líka lægri fargjöld en allir 18 keppinautar okkar á flugleiðum til Evrópu. Við flytjum meira af menntamönnum en öll önnur flugfélög, því að þeir hafa að jafnaði léttari pyngju en ýmsir aðrir. Nú erum við að byrja að selja leiguferðir með „Sexunum" fyrir alvöru og gerum ráð fyrir mikilli aukningu á því sviði. ísland er stöðugt að komast ofar á blaðið hjá okkur, ekki sízt með tilkomu nýja Loft- leiðahótelsins — og áhugi fer vaxandi á íslandsferðum. Eitt bandarískt stórfyrir- tæki hefur t.d. áhuga á að senda einn fiugvélarfarm af sölumönnum til stuttr- ar dvalar á íslandi — og það eru verð- laun, sem duglegustu sölumenn fyrir- tækisins fá. Þetta fyrirtæki hefur á und- anförnum árum sent „verðlaunamenn" sína um allar trissur — og er byrjað að leita að nýjum áfangastöðum og lítt þekktum. Fleiri koma á eftir, því að þróunin er í þessa átt“. „Nú erum við að taka upp IBM far- bókanakerfi, sem á að bæta mjög þjón- ustu okkar við ferðaskrifstofurnar — auka hraða og spara tíma. í sumar höf- um við verið með yfir tuttugu stúlkur tii þess að taka á móti farmiðapöntun- um á tveimur vöktum alla sjö daga vik- unnar — og þær taka við pöntunum beint frá ferðaskrifstofunum um öll Bandaríkin, annað hvort á fjarrritara eða í síma. Já, hér er nóg að starfa — og það eykst stöðugt“, segir John Louchery og brettir upp skyrtuermarnar. Eúmið leyfir ekki að rekja skemmtileg og fróðleg viðtöl við ýmsa starfsmenn Loftleiða á þessum stáð, en viðhorf þeirra og verkefni eru að mörgu leyti ólík því, sem við þekkjum í Ev- rópu. Þessi stórmarkaður er ekki keim- líkur öðrum, hér þarf aðrar aðferðir og aðra tækni. En grundvallaratriðið er LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 45 langtum betur, því færri hafa komizt til íslands en vildu yfir hásumarið.“ „Það er mjög mikilvægt fyrir Loftleið- ir að búa vel um sig í New York,“ heldur Sigurður áfram — „því að hér er aðalmiðstöð alþjóðlegrar flugstarfsemi og hingað þurfa flugfélögin að sækja mikið af upplýsingum og tæknilegri að- stoð og leiðbeiningum. Við höfum fært okkur allt slíkt í nyt í ríkum mæli — það er nauðsynlegt.“ Sigurður Helgason er formaður fs- lendingafélagsins í.New York, sem ný- lega átti 25 ára afmæli. Um leið og við kvöddum hann sagði hann okkur, að félagar væru á milli 150 og 200 og fúnd- ir væru jafnan fjölsóttir — bæði af fé- lagsmönnum og íslendingum, sem eru á ferð í heimsborginni. N X i æst litum við inn til John Louc- hery, sem er yfirmaður söludeildar fé-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Slag av riti:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-3898
Mál:
Árgangir:
84
Útgávur:
4069
Registered Articles:
1
Útgivið:
1925-2009
Tøk inntil:
17.10.2009
Útgávustøð:
Keyword:
Lýsing:
Greinar um menningarmál, bókmenntir
Stuðul:
Main publication:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar: 41. Tölublað - II (24.12.1965)
https://timarit.is/issue/241311

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

41. Tölublað - II (24.12.1965)

Gongd: