Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 14
46 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
lamt vinna og aftur vinna — hér, eins
og annars staðar — þar sem ætiunin er
eð ná góðum árangri.
í næstu byggingu í Rockefeller Cent-
er, þeirri, sem nefnd er „Franska bygg-
ingin“ hafa Loftleiðir söluskrifstofu á
götuhæð. Þeir fluttu þarna inn eftir að
Castró og kúbanska flugfélagið hans
fluttu út — og þarna er íslenzka flug-
félagið í hópi 15 annarra flugfélaga,
sem öll hafa söluskrifstofu á götuhæð í
Rockefeller Center. Hér er útstillt
niyndum frá íslandi — og þarna eru
geimfararnir við Öskju. Þúsundir manna
ganga fram hjá þessum gluggum á degi
hverjum — og ekki aðeins borgarbúar á
leið til vinnu eða í verzlanir á fimmtu
götu, heldur líka ferðamenn í New York.
Rockefeller Center er mikið aðdráttar-
afl fyrir alla, sem til borgarinnar koma
— og þeir aðkomumenn, sem ekki leggja
lykkju á leið sína til þess að skoða
þetta fræga „Center" hafa ekki séð New
York.
A þessum slóðum verður aðeins
helmingur af sögu Loftleiða í New York
til. Hinn helmingurinn er skráður úti á
flugvelli þar sem tugir starfsmanna
vinna á vöktum allan sólarhringinn og
afgreiða flugvélar, sem koma og fara.
Svara fyrirspurnum og greiða fyrir far-
þegum. Annast alls kyns störf í sam-
bandi við afgreiðslu flugvélanna.
Frá Manhattan út á Kennedy-flug-
völlinn á Long Island er góður hálftíma
akstur. Flugvallarsvæðið er heimur út
af fyrir sig, mikil umferð og mikill
hávaði — fjöldinn allur af mjög nýtízku-
legum byggingum og sægur af nýjustu
og stærstu þotunum.
Á skrifstofu Loftleiða í „International
Arrivals Building" ræður Erling Aspe-
Allt að G5 flugvirkjar og aðrir starfsmenn Lockheed vinna vlð RR-400 meðan
hún stanzar á Kennedy-flugvelli.
lund ríkjum. Á hans snærum er farþega-
afgreiðslan, deild sú, sem annast flug-
áætlanir, allt sem lýtur að mati og drykk
fyrir farþegana um borð i vélunum — og
svo annast hann þá deild, sem nefnd er
„Týnt og fundið“, sennilega ekki vinsæl-
óista starfið.
Hver dagur er hér annadagur, bæði
fyrir Loftleiðamenn sem aðra. Flugvélar
lenda og hefja sig til flugs á mínútu
fresti, þegar mest er um að vera —
og þar eiga Loftleiðir sinn skerf. Erling
hefur starfað hjá félaginu þarna vestra
í mörg ár, þótt hann hafi enn ekki náð
þrítugsaldri hefur hann fengið mikið
ábyrgðarstarf.
ið hittum ungan mat&vein, sem
er ábyrgur fyrir Loftleiða-matnum.
Hann er með nokkra kassa af Lindu-
súkkulaði í fanginu, því að á hverjum
bakka er þessi ágæta, íslenzka vara, sem
fólk stingur upp í sig, þegar það er
búið með steikina og rauðvínið, hefur
borðað ávextina, fengið sér kaffi og
koníak----og, teygt úr sér í sætinu og
þakkað fyrir matinn.
„Chef’s Orchid“ sér um að koma matn-
um um borð í flugvélarnar, aðrir sjá
um drykkjarföngin og söluvarninginn
og allt verður það að gerast samkvæmt
„Matseðlarnir í flugvélunum jafnast
á við matseðla fínustu og dýrustu veit-
ingahúsa í New York og London, því að
„lúxus“-farþegarnir þurfa „lúxus“-mat,
eins og gefur að skilja," segir Poulos.
„Að útbúa mat í farþegaflugvélar nú-
tímans er orðið heil vísindagrein. Þetta
var fábrotið og einfalt, þegar við vorum
að byrja á árunum eftir striðið. En svo
er ekki lengur. í framtíðinni munum við
afgreiða allan mat frystan í flugvélarnar
— og rannsóknarstofur okkar hafa leitt
í ljós, að fullkominni máltíð getum við
haldið algerlega óskemmdri í þurrís í
níu mánuði. Hún missir hvorki bragð
né gott útlit: Fyrsta flokks. Og að hita
hana upp til framleiðslu tekur ekki nema
örfáar mínútur. Þannig verður það í
framtíðinni, nánustu framtíð."
Þanmig líta þeir út, matsveinarnir, sem
þjóna Loftleiðafarþegunum hjá Chef’s
Orchid.
fgreiðslusalnum deila Loftleiðir
með spænska flugfélaginu Iberia — og
ef ekki væri jafnrólegt hjá Spánverj-
unum og raun ber vitni kæmust Loft-
leiðafarþegarnir, sem leggja upp á
hverju kvöldi, ekki fyrir í salnum. í
fyrstu var hann nógu stór — „ýmsir
töldu okkur jafnvel færast of mikið í
fang að taka á leigu jafnstóran sal“, seg-
ir Erling, „en nú er hann allt of lítill,
eins og reyndar öll flughöfnin. Umferð-
in hefur gersamlega sprengt allt utan
af sér hér löngu áður en þeir fram-
sýnustu reiknuðu með. Hér kvarta allir
um þrengsli og New York-borg hefur á
prjónunum að gera enn einn flugvöllinn
tii viðbótar við þá þrjá, sem borgin
hefur not af eins og stendur.“
„Okkar vélar RR-400 verða þær
stærstu á Norður-Atlantshafsleiðunum
í sumar — og þá verður enn þrengra í
afgreiðslunni hjá okkur. Þar við bætast
svo leiguvélarnar, sem verða mikið á
ferðinni í sumar. En sem betur fer verð-
ur ekki brottför allra samtímis á kvöld-
in. Það er óhugsandi.“
Erling bregður sér ■<neð okkur til
„Chef’s Orchid", fyrirtækisins, sem út-
býr allan mat í flugvélarnar — og þar
hittum við hinn grískættaða Paul Poulos
Og fyrir okkur eru bornir gómsætir rétt-
ir. Poulos stofnaði fyrirtæki sitt ásamt
bróður sínum og föður eftir stríðið og
Loftleiðavél var fyrsta erlenda flugvél-
in, sem hann afgreiddi matinn í. Þetta
var á þeim árum, er hann þvoði sjálfur
diskana og gerði yfirleitt allt, sem gera
þurfti. Nú er „Chef’s Orchid“ í hópi
stærstu fyrirtækja í heimi ó þessu sviði
■— og eldhúsin þeirra, sem eru á nokkr-
um stærstu flugvöllum Bandaríkjanna,
afgreiða tíu þúsund máltíðir á dag til
mikils fjölda flugvéla, bæði bandarískra
og annarra.
Erling Aspelund, stöðvarstjóri Loftleiða á Kemnedy-flugvelli.
áætlun. Enginn vill verða valdur að
seinkun brottfarar.
u,
I m hreinsun og fragtina sér Banda-
ríkjamaður, Alfred Shea að nafni, sem
á níu ár að baki í þjónustu Loftleiða.
Áður vann hann í 10 ár hjá bandaríska
félaginu Northwest og er því öllum
hnútum kunnugur, enda hafa þeir Loft-
leiðamenn notfært sér reynslu og kunn-
áttu staðarmanna í miklum mæli. Flest-
ir eða allir bandarísku starfsmenn fé-
lagsins höfðu að baki langan starfsferil
hjá öðrum félögum, þegar þeir gengu
í þjónustu Íslendinganna. Þeir kunna
24. desember 1965