Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Side 15
I>essar myndir eru teknar í afgreiðslusalnum á Kennedy- flugvelli með nokkurra ára millibili. Sú til vinstri, sköm mu eftir að salurinn var tekinn í notkun. Myndin til hægri er nýleg. Þarna er fólkið eins og síld í tunnu, því að sæti eru ekki lengur nema fyrir liluta farþeganna, sem biða brottfarar. 6itt fag Og fá væntanlega kaup í sam- ræmi við það. egar Loftleiðaflugvél lendir á eftir áætlun í New York eru það samt ýmsir, sem verða súrari á svipinn en Erling Aspelund og hans fólk í afgreiðsl- unni. Hinum megin við völlinn hefur Lockheed Aircraft Service Co. aðsetur og þangað fara RR-400 vélarnar til eftir- lits og viðhaids í hvert sinn, sem þær lenda á Kennedy-flugvelli. Samkvæmt 6amningi framleiðenda vélarinnar, Cana- dair í Montreal, Loftleiða og Lockheed, hefur þetta bandariska stórfyrirtæki gerzt ábyrgt fyrir viðhaldi nýju vél- anna, en fyrirtækið er hið stærsta í heimi sinnar tegundar. Fjöldi flugfé- ]ega, bæði bandarískra og annarra, skipta á þennan hátt við Lockheed. Enn- fremur bandaríski herinn — og þegar við komum í heimsókn, var verið að draga einkaþotu Bandaríkjaforseta út úr einu skýlinu að afloknu reglubundnu eftirliti. Einn af forstjórunum, Max Helzel, tók á móti okkur — og sagði okkur m.a., að þegar skammur timi væri til stefnu væru allt að &5 flugvirkjar iátnir. ann- ast RR-400 frá Loftleiðum: „Okkar samningur er þess eðlis, að við fáum greitt ákveðið fyrir hvern flugtíma vél- anna. Ef þær stöðvast fáum við enga þóknun þótt okkar menn séu önnum kafnir við þær. >ess vegna erum við ekkert ánægðir, þegar fyrir kemur, að komutíma seinkar, vegna veðurs eða af öðrum ástæðum, því að á loft fara þær ekki fyrr en við leggjum blessun okkar yfir hvern hlut um borð. Sem betur fer eru slíkar seinkanir fremur fátíðar og á RR-400 vélum Loftleiða er meiri nýting en sambærilegum vélum bjá öðrum félögum, sem við þekkjum til. „Nú er verið að stækka þessar vélar, lengja þær, í rauninni verið að bæta heiili Douglas DC-3 inn í þær. En Canadair hefur framleitt góða vél þar sem RR-400 er — og allar athuganir og rannsóknir benda til þess, að lengingin muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á ílugeiginleika vélanna. Slíkar lengingar eru mjög algengar nú orðið á íjölmörgum tegundum flugvéia — og «lhr eru harðánægðir", segir Max Helzel. F ulltrúi Loftleiða hjá Lockheed er Einar Runólfsson, sem lengi hefur flog- ið sem vélamaður á flugvélum félagsins. Hann sér líka um reglulegar skoðanir á DC-6b leiguvélunum, þegar þær koma til New York, en allt meiriháttar við- hald þeirra fer enn fram í Noregi. Einar er einn þeirra fjölmörgu Loft- — Kreddur Framhald af bls. 44 Þetta hét a'ff senda ádrykkjur. Konur tóku vel undir, sendu ádrykkinn aftur og hétu komu sinni. Litlu síðar risu þær úr sætum, gengu brúðargang til stofu og heilsuðu háborðsmönnum með handabandi. Var þá aftur skipað til sætis svo að karl og kona sátu saman, nema brúðurin settist í brúðarkrók og brúðarkonur sín til hvorrar handar. Nú hófst brúðkaupið fyrir alvöru. Með fjórða rétti setti siffamaffur brúð- kaupið og mælti fyrir griðum. Þá voru mörg minni drukkin. Var fyrst minni hins heilaga Martinusar. í lok 16. aldar mun það hafa breytzt í minni Guffs föff- ur. Þá var og drukkið Kristsminni, Mariuminni og Ólafsminmi. Fylgdi þeim söngur og slæmur effa viðlag. Á 17. öld breyttust sum þessi minni, til dæmis Marteinsminni í nmnni klerka og kenni- manna og Ólafsminni í kónigsmjnni. Þeg- ar rökkva tók voru ljós borin í stofu. Mælli þá si'ffama'ffur fyrir minni ljós- anna og lífsins. Svo rak hvert minnið annað. Rétt áður en staðið var upp frá borðum voru brúðinni færðar veglegar gjafir, og bekkjargjöf frá brúðguma. En síðar breyttist bekkjargjöfin í miorgun- gjöf. Gaf brúðgumi brúðinni hana morg- uninn eftir að þau höfðu byggt eina sæng. Var nú brúðinni fylgt til sængur. Gerðu það línkonur. Þær afklæddu hana og létu hana leggjast fyrir. En biðu síð- ar. brúðguma, og er hann kom vörn- uð'u þær honum inngöngu. Fylgdu karl- ar honum að svefndyrum og varð brúð- gumi að bjóða þar í sængina, varð hann að hækka boðið þar til línkonum þótti sæmilega goldið fyrir brúffarsængina. Færði svo einn af brúðarsveinunum brúði línféff með löngum formála, síð- an fékk brúðgumi inngöngu. Þegar brúð- bjónin voru komin í eina sæng var hjóniaskálin borin inn í sængurhúsið. Hélt prest.ur yíir hennj alllanga töiu og leiðamanna, sem komið hafa sér vel fyrir með stóra fjölskyldu í New York, lifir þar eins og blómi í eggi: fer í búð með konunni á föstudögum og kaupir til vikunnar, skreppur oft í stuttar ferð- ir út úr borginni um helgar, liggur á ströndinni, þegar vel viðrar á frídögum lýsti blessun yfir brúðhjónum Og brúð- arsænginni. Sá siður var lengi við líði, jafnvel fram á 19. öld. Allt sem völ var á var til skemmt- unar í veizlum þessum. Menn sungu, léku á hljó'ðfæri, kváðu rímur og sungu amorsvísur, dansað var og farið í leiki. Hljóðfærin voru: langspil, gígja, hljóð- pípa, harpa, bumba og simfón. Mikið munu svona veizlur hafa kostað Og hafa ekki aðrir en ríkismenn getað staðið straum af þeim. Það sem var til matar mun hafa verið allskonar kjöt saltað, reykt og nýtt, svo og súr svið, lundabaggar, reyktir magálar, súrhvalur, sperlar, gallurshús súr og harðfiskur, hákarl og fleira. Vínföng voru bjór og vín (franskt vín), messuvín, garmalvín, mjöð og extrakt. Seint á 17. öld fór brennivín að flytjast til landsins, en bjórinn hvarf þá að mestu úr sögunni. Oft var glatt á hjalla og það um of, því að oft urðu áflog og ryskingár. En iþað þótti sumum bara skemmtilegra því að þá var líf í tuskunum. Sagt er að karl einn í Eyjafirði hafi spurt, er ein stór- veizla var baldin: „Var veizlan væn?“ Menn létu vel yfir þvl. „Flugust nokkrir á?“, spurði karl. „Nei, lítið var um það“, var svarað. „Ja, svei þvi iþá“, sagði karl. S íðasta kvöldið var brúðkaupinu sagt upp hátíðlega. Var þá drukkin skál ungu hjónanna, bóndaskálin, og varhann nú í fyrsta sinn nefndur bóndi og hún húsfreyja eða „húsfrú“. Að morgni var svo etinn „frúkostur" og var þá rekinn endahnúturinn á veizluhaldið og gleðina með því að bera inn vítabikar. Skyldi þar hver og einn drekka víti fyrir það. sem honum hafði á orðið í brúðkaupinu. Fyrst mælti siffaniaffur fyrir vítabikar og fylgdu honum söngur og slæmur. Svo var hverjum þeim, sem sekur hafði orðið, réttur bikarinn og fylgdi visa með — og les dagblöðin að heiman betur en flestir Reykvíkingar. En sá þáttur i lífi íslendinga í New York verður ekki rak- inn hér. Við fáum e.t.v. tækifæri til þess síðar. fornu lagi. Þótti mönnum gaman að og reyndu menn fyrst og fremst a'ð víta presta og helztu menn í hópnum. Nokk- uð eru sumar vísurnar grófar og hafa sennilega verið mæltar af munni fram um leið og vítabikarinn var réttur þeim, sem sekir reyndust. Nokkrar vítavísur eru prentaðar í vikivökum Ólafs Daviðs- sonar. En þær munu flestar vera frá 18. öld. í þann tíð þurftu Danir a'ð reka nefið í allt, sem gerðist hér á íslandi. islend- ingar voru ekki einu sinni frjálsir að skemmta sér á sinn hátt. Ekki einu sinni á merkisdögum lífs síns í sínu eigin brúðkaupi. Kristjáni konungi VI þóttu þessir siðir hneyksianlegir, ekki sízt að kveða rímur og syngja sálma á víxl og drekka víti. Lög voru gefin út um hjóna- bandssakir, lauslæti og fleira 3. júni 1746, þar sem allt slíkt er bannað hér á landi og alveg bannað að syngja vers yfir borðum og fleira var bannað. E ftir þetta fór smám saman að dofna yfir þessum gömlu brúffkaupssiff- um, sem voru þó að ýmsu leyti merki- legir og þóttu sjálfsagðir í þann tíð, enda margra alda gamlir. Á seinni hluta 18. aldar hurfu þeir að mestu. Eftir 1800 var smátt eftir af þeim nema brúffar- gangurinn. Ekki var heldur útdautt a» bjóffa í brúffarsængina. En eins og ég drap á áður kom morgungjöfin síðar, og mun hún lengst hafa verið við lýði. Heyrt hefi ég talað um menn á þessari öld, 20. öldinni, sem gefið hafa konum sínum morgungjöf, svo sjá má að lengi eldir eftir af gömlum venjum. Sumir þessir gömlu siðir hefðu betur ekki ver- ið lagðir niður með öllu. Því í stað þeirra komu um land allt hinir hálf- útlendu siðir, og er ekkert þjóðlegt við þá né skemmtilegt. Elinborg Lárusdóttir tók saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 47 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.