Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Síða 27
essi frásðgn er af hugsaðri
göngu um Reykjavík alda
mótanna. Tilefni hennar er mynda-
fundur undirritaðs, Lesendur eru
beðnir afsökunar á, að á stöku stað
fléttast inn í frásögnina síðari tíma
atburðir, sem þó líklega að flestra
dómi krydda einungis frásögnina.
að er mitt sumar árið 1900. Sól-
in skín í heiði, það er hægur norðan
endvari og Dannebrog blaktir á stöku
flaggstöng í góða veðrinu. Klukkan er
12 á hádegi. Sá, sem er með okkur er
Árni Thorsteinsson tónskáld og ljós-
myndari og við erum staddir við efsta
glugga á gafli húss Sigurðar Kristjáns-
sonar bóksala, áður Landsbanka ís-
lands, við Bakarabrekkuna (Banka-
stræti) og Árni er að taka mynd af
Reykjavík.
Reykjavík, þessi 114 ára gamli höfuð-
staður landsins er ekki stór. íbúatalan
í árslok er 6682 og Árni, sem stendur
á þrítugu, segist muna eftir bænum sem
litlu fátæklegu sjávarþorpi með um 2000
íbúum. Eldri kynsló'ðin undrast sjálfsagt
þennan öra vöxt höfuðstaðarins og
kannski finnast einhverjir meðal hinna
rosknu borgara, sem hættir eru að rata
tun nýju „hverfin"?
Jæja, Árni er búinn að taka myndina
og við virðuxn hana fyrir okkur skýra
og góða, enda Árni nýkominn frá ljós-
myndanámi í Kaupinhöfn. Hvað sýnir
svo myndin?
í vinstra horni myndarinnar að neðan
«r Bernhöftsbakarí og hafi maður gott
staekkunargler má gjörla sjá nafn bak-
arans á skilti á norðurgafli hússins.
Brauðgerðarhús þetta var eina brauð-
gerð bæjarins allt frá stofnun hennar ár-
ið 1834 og þar til hingað flytzt norskur
bakari árið 1873 Emil Jensen að nafni.
Stofnsetti hann eigin brauðgerð og var
hún í litla húsinu norðan Austurstræt-
is (þrír gluggar og einar dyr á gafli).
Kepptust þessi brauðgerðarhús mjög
vm hylli bæjarbúa. Hús Bernhöfts
stendur enn.
Við röltum nú niður Bakarbrekkuna.
Við mætum tveimur körlum með stór-
an stein á milli sín. Steinninn, sem ligg
ur á handbörum lítur út fyrir að vera
tðluvert þungur, enda þótt karlarnir
séu fremur léttir í spori og hallinn ,sé
á fótinn. Roskin kona með skotthúfu
og sjal yfir herðarnar gengur upp
brekkuna með birgði sírta, líkiega varn
ing, sem hún hefur keypt í Thomsens-
magasin e'ða Zimsensbúð. Hún rétt
kinkar kolli og við höldura áfram
göngu okkar. Við ætlu.ni ekki að tala
við fólkið, heldur skoða húsin I bæn-
um.
egár við komum á horn Lækj-
argötu ög Austurstrætis verður fyrir
ökkúr 'hús, sem okkur verður stársýnt
á. Þetta hús á Sígfús Eymundsson, ljós-
myndari og bókbindari. Sigfús hefur
um árabil frá 1876 verið eini ljósmynd-
ari bæjarins eða allt þar til vinur okkar
Árni Thorsteinsson kom frá Höfn út-
lærður fyrir þremur árum. Sigfús batt
bækur á vetrum, en tók myndir á sumr-
in. Þá fékkst hann við bóksölu og bóka-
útgáfu, en það er önnur saga.
Við höldum nú suður Lækjargötu og
komum að húsi, sem í dag er númer 4.
Þar býr Þorlákur Ó. Johnson, kaupmað
ur Þorlákur er að mörgu merkilegur
ma’ður. T.d. varð hann fyrstur til þess
að auglýsa verzlunarvöru sína. Hann
hafði lært verzlunarháttu í Englandi
og reyndi að kynna ýmsar nýjungar í
kaupmennsku hér í bænum. Síðar rak
ekkja hans verzlun í þessu húsi, Verzl-
un Ingibjargar Johnson. I þessu húsi
hófst starfsemi fyrstu heildverzlunar-
innar, sem rekin var af íslendingi,
Heildverzlun Ó. Johnson & Kaaber.
Fyrir austan Dómkirkjuna er lítið
hús, með tveimur gluggum í risi. Þetta
er Smedens-hús, hús er Teitur Finn-
bogason jámsmiður og dýralæknir
erfði eftir tengdaföður sinn Gúðbrand
Stefánsson frá Káranesi. Guðbrandur
var þjóðhagasmiður og var m.a. fræg-
ur af að smiða læsingu á fjárhirzlu
bæjarins, er var þeirrar náttúru að þrjá
lykla þurfti til að uppljúka. Einn lyk-
illinn var í vörzlu land- og bæjarfógeta,
annar 1 vörzlu eins af bæjarfulltrúun-
um og hinn þrfðji í vörzlu bæjargjald-
kerans. Þegar hér er komið sögu hefur
Teitur legið í gröf sinni í 17 ár.
Fyrir norðan Smedens-hús er stórt
tvilyft hús með risi (á myndinni sér á
þak þess). f þessu húsi býr Kristján
Jónsson frá Gautlöndum, síðar dóm-
stjóri við Landsyfirréttinn og ráðherra.
Húsið keypti Kristján af þeim tengda-
feðgum Gúðmundi Thorgrímsen faktor
á Eyrabakka og Tómasi Hallgrímssyni
lækni, en þeir höfðu látið reisa húsið
árið 1889. Þar fyrir norðan er hús, sem
var fyrsta pósthús bæjarins en póst-
meistari var Óli P. Finsen. Húsið stend-
ur þar sem nú er Hótel Borg, en er hún
var reist var það flutt suður í Skerja-
fjör’ö og var þar, þar til það varð að
víkja fyrir flugvellinum og var þá flutt
inn í Laugarás, þar sem það stendur
enn í eigu Halls Hallssonar tannlækn-
is. Óli póstmeistari bjó í húsinu og vitj-
uðu bæjarbúar pósts síns þar, þar eð
ekki vár um bréfaútburð að ræða. Óli
lézt 1897 og tók þá Sigurður Briem við.
v
f ið bregðum okkur nú niður að
Törn. Fuglalífið er í algleymingi, enda
hásumar og á bökkunum eru nokkrir
krakkar að leik. í norð-vestur horni
Tjarnarinnar í uppfyllingunni, sem
þar er, er verið að reisa stórt og veglegt
hús. Þetta er Báran (ber yfir skrúð-
húsþak Dómkirkjunnar). Báran var
reist af samnefndu sjómannafélagi, sem
jafnframt var fyrsta verkalýðsfélag hér
lendis, og var í mörg ár aðal hljóm-
leikahús bæjarins. Margur Reykvíking-
urinn á árefðanlega margar góðar minn
ingar frá bernsku sinni um Báruna.
Þar kenndi m.a. frú Stefania Guð-
mundsdóttir leikkona dans, þar voru
haidnir hljómleikar og söngskemmtan-
ir og fyllti Pétur Jónsson söngvari hús-
ið eitt sinn níu kvöld í röð.
Við snúum nú við og göngum aftur
Templarasundið. Thorvaldsensstyttan á
miðjum Austurvelli blasir við okk-
ur böðúð sólskini, fagurgræn að lit eft-
ir að hafa staðið þarna í aldarfjórð-
ung. Við dokum augnablik við og önd-
um að okkur fersku loftinu og þar
sem við stöndum þarna berst skyndi-
lega að okkur ómur mannsradda og
virðast deilur heiftúðugar. Okkur skiist
strax, hvað um er að vera. Það eru
stjórnmálamennirnir, sem leiða saman
hesta sína og umræðuefnið er að sjálf-
sögðu „Valtýskan". Við höldum áfram,
þó að gaman væri nú kannski að bregða
sér upp á áheyrendapallana, en að því
getur ekki orðið að sinnL
Vestan við Alþingishúsið er litið hús
Halldórs Kr. Friðrikssonar yfirkennara
við Latínuskólann (Menntaskólann).
Þegar hér er komið sögu er Halldór
ekki lengur kennaii. hann hætti
kennslu fyrir fimm árum, en er nú for-
seti Búnaðarfélagsins. Um þessar mund
ir fær félagið einmitt úthlutað land-
spildu sunnan undir Skólavörðuhæð-
inni og gróðursettur hinn aldni forseti
Framhald á bls. 63
Eftir Magnús Finnsson
Á imynduðu vappi um REYKJAVÍK aldamótaársins
\ J 24. desember 1965
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 59