Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 28

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Page 28
Einhverntíma hér áður fyrri, var manni kennt, að ísland hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Síðan var því viðbætt, að for- feður okkar hafi reynzt svo skamm- sýnir og litlir fyrirhyggjumenn um eigin hag, að þeir hafi gengið á skóg- inn, hoggið hann til eldiviðar og kolagerðar, og skilið ekkert eftir, ut- an fáa birkiskóga, kræklur einar, og síðan beitt sauðkindinni miskunnar- laust á leifarnar, og raunar öllu bú- fé sínu. Var svo öldum saman, þar til skóg- rækt og friðun máttu sín betur van- þekkingunni. í flestum þessum skógum var nærri eingöngu birki, og aðeins á ör- fáum stöðum aðrar trjátegundir. Á Vestfjörðum lifði raunar villtur reyniviður, þetta stolt íslenzkrar skógarnáttúru, og gulvíðir og grá- víðir á einstaka stað innan um hið lágvaxna íslenzka „jólatré“, eini- berjarunnann. Friðun hefur á seinni árum bjargað útbeittum birkikræklunum og gert þær Þorvaldur Friðfimusson, verksmið justjóri að skógi á ný, og birkið sjálft hefur reynzt vænlegt til að ala upp og skýla væntanlegum nytjaskógum, þar sem greni, fura og lerki skipa heiðurssætin. Stundum er því haldið fram, að fs- land sé ungt land, og er það vafalaust, miðað við önnur lönd og stærri úti í hin- um stóra heimi, þar sem forngrýti, eins og granít og gabbró, skipa mestan hluta allra fjalla. Steingerfingar á fslandi Jarðlögin á íslandi geyma samt æva- gamlar minjar milli hraunlaganna, sem íslenzk fjöll eru gerð úr. Þarna liggja linari lög, öskulög og leirlög, og í þeim hafa grópazt steingerfingar, blaðför eftir blöð trjáa, sem flest finnast ekki lengur lifandi á íslandi. Nú vaxa þessi tré í löndum með miklu hærri meðalhita en hér er nú. Steingerfingafræðin hefur fært fs- land og aldur þess í aldir aftur. Tertieri- Jóhannes Áskelsson, Böðvar Pálsson jarðfræðingur á Bakka tíminn er hann kallaður, sem íslenzk jarðlög rekja til sína elztu erfð. Ekki skal ég þreyta lesendur með fræðilegum skýringum á nöfnum, eins og Eósen og Óligósen, enda grein þessi skrifuð út frá sjónarmiði leikmanns í náttúrufræðum, en ekki fræðimanns. Samt er ekki nokk- ur vafi á því, að þessi gömlu jarðlög, sem ég ætla að gera hér að umtalsefni, eru fjörgömul, ævagömul. Og víkjum-nú talinu vestur á fjörðu. Vestfirðir og Austfirðir geyma elztu jarðlög landsins, og liggja til þess kunn- ar ástæður. Ég hef kosið að skrifa hér um Vestfirði, því að þar þekki ég sæmi- lega vel til. Enginn skyldi láta sér detta í hug að óreyndu, að á Vestfjörðum, þar sem nú rísa sæbröttustu og hrjúfustu fjöll landsins, hafi einhverntíma í fyrnd- inni vaxið blómlegur skógur suðrænna trjáa, og máski einnig verið að leik ýmis furðudýr, þótt leifar þeirra hafi ekki fundizt ennþá. Bíldudalur og Þorvaldur mágur minn Til þess að gera langt mál stutt, hef ég markað þessari grein tvö svið, Selárdal við Arnarfjörð og Brjánslæk á Barða- strönd. Bregðum við okkur fyrst 24 ár aftur í tímann, en þá dvaldist ég í eins- konar orlofi hjá systur minni og mági, Helgu og Þorvaldi Friðfinnssyni, en þau bjuggu þá á Bíldudal, og veitti hann for- stöðu niðursuðuverksmiðjunni þar. Seinna varð hann svo einn þeirra, sem drukknuðu í hinu hörmulega sjóslysi ár- ið 1943, þegar mótorbáturinn Þórmóður týndist með allri áhöfn á leið til Reykja- víkur með rúmlega 30 manns innanborðs. Eftir dvöl mína vestra, tók ég nokk- urskonar ástfóstri við Bíldudal, en hef samt komið þangað allt of sjaldan. Þetta var árið 1941. Heimsstyrjöldin seinni stóð yfir. Viðburðarríkir dagar ,og ég færði dagbók það árið, og minnir hún mig nú, eftir 24 ár, á alla skemmtilega atburði á hinni skemmtilegu ferð, sem við mágur minn heitinn fórum til Selár- dals á vit hinna fornu furðuskóga. Selórdalur er yztur Ketildala, sunnan Arnarfjarðar. Eiginlega detta manni fyrst í hug forynjur, draugar og galdra- menn, þegar Selárdals er minnzt, því að þar er sagt að galdramenn hafi kunnað einna mest fyrir sér hér áður. Landslag í Selárdal er rammrar náttúru. Vissi ég, að þar voru í fjöllum menjar gamalla feiknskóga, og er helzt talið, að feikna- stór beykiskógur hafi vaxið um alla Vestfirði á þeim tíma. Ferðin út Ketildali Við völdum 12. september til fararinn- ar út Ketildali. Vinnukonan á heimilinu, hún Bjagga, náði fyrir okkur í hestana, því að þá lá enginn akvegur út í Selár- dal. Þorvaldur mágur minn tók Hjalla- Rauð, en ég þann glófexta, og voru báðir hestarnir í eigu Ágústar í Valhöll, þess mikla sómamanns, sem einnig fórst síðar með ÞórmóðL Við lögðum af stað snemma morguns I blíðskaparveðri. Arnarfjörður lá spegil- sléttur fyrir fótum okkar. Vestfjarða- Kirkjan í Selárdal, eins og hún er í dag lognið ríkti yfir láði og legi. Fjöllin handan fjarðarins, litskrúðug, ljósblá með gabbró í hverju gili, spegluðust i sléttum haffletinum. Mjór reiðvegurinn hlykkjaðist meðfram sjónum, fram hjá Kurfu og Jaðri, og ýmsum fleirura skemmtilegum húsanöfnum. í Auðahrísdal, sem næst liggur Bíldu- dal, skipti Þorvaldur um hest, náði sér í annan reiðskjóta betri, sem Ágúst i Valhöll átti þarna lika. Næst lá leiðin framhjá Hvestu og Hvestubót. Bót og bætur heitir á Vestfjörðum skipalægi, venjulega undan einhverjum dölum, þaðan sem útræði var stundað. í Hvestu er allt þakið hvítum skelja- sandi. Sagt var, að þar væru sandpyttir, og leiðin varasöm, einkum í myrkri. Hvilftin í fjallið ofan við Hvestu er fög- ur. Raunar finnst mér þessar vestfirzku I Selárdal óx þroskamikill beykiskógur, og vínviður bar góðan ávöxt. Séð út Ketildali. Myndin er tekin skammt fyrir utan Bíldudal. Málverk frá Bíldudal, eftir Þorvald Frið finnsson. Sér út voginn, kauptúnið í baksýn til vinstri, en fjær sér til fjallanna norðan Arnarfjarðar. 0Q 24. desember 1965 ——--------------------------------—————---------------LESBÓK MORGUNBLAÐSINS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.