Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Side 1
mönnum. Má af því sjá, að þegar þá
hafi hann sýnt ótvíræðan þroska og
yfirburði á þessu sviði.
Þegar hann hefur einn um tvítugt,
lætur hann í haf ásamt Arngrími bróður
sínum og siglir til Kaupmannahafnar.
Hann innritaðist í háskólann. Meðmæli
hafði hann með sér frá Ólafi Jónssyni
rektor. í þeim stóð meðal annars, að
hann væri fæddur til stórra hluta, —
„ingenio ad magna nato“. — í þessum
orðum hins spakvitra skólamanns birt-
ist stórkostleg spá um það, sem síðar
kom fram. Var þetta ekki í eina skiptið,
sem Ólafi tókst að sjá fyrir, hvers af
ungum manni mætti vænta.
Kennarar Jóns í guðfræði við há-
skólann voru þeir J. Lasíöus og H. G.
Masíus. Þeir voru einnig frægir pré-
Meistnri Jón Vídolin
Kafli úr inngangi séra Páls Þorleifssonar
á Skinnasiað að Vídalínspostillu 1945
Af andagift rikar hér aldrei var kennt
né auðugri hjartans brunni.
EINAR 3ENEDIKTSSON
Jón biskup Vídalín er fædd-
ur í Görðum á Álftanesi
21. dag marzmánaðar árið 1666. Að
honum stóðu afburðamenn í báðar
ættir að gáfum og lærdómi. Faðir
hans, séra Þorkell, var sonur Arn-
gríms prests hins lærða. Var hann
óvenju f jölmenntaður, hafði auk
guðfræði lagt stund á læknisfræði
og náttúruvísindi við háskóla í
Kaupmannahöfn og Hollandi. Hann
orti bæði á íslenzku og latínu, þótti
heppinn læknir, en ölkær um of.
Móðir Jóns Vídalíns var Margrét,
dóttir síra Þorsteins í Holti, Jóns-
sonar sálmaskálds Þorsteinssonar,
þess er „Tyrkir“ myrtu. Hún var
framkvæmdarkona mikil og skör-
ungur.
í æsku var Jón með afbrigðum bráð-
ger, svo að á sjöunda ári gat hann þegar
setzt að latínunámi í föðurranni. En það
skjól varð honum um of skammvinnt,
því ellefu ára missti hann föður sinn,
og stóð þá ekkjan uppi nær félaus með
börn sín. En til frekara náms var hon-
Um komið að Kolfreyjustað austur til
séra Páls Ásmundarsonar, góðs kennara.
Síðan fór hann í Skálholtsskóla og út-
skrifaðist þaðan sextán ára að aldri með
mjög lofsamlegri einkunn. Framhalds-
fræðslu naut hann svo hjá séra Oddi
Ey jólfssyni í Holti, sem kvæntur var
móðursystur hans. og hjá séra Árna
Þorvarðssyni á Þingvöllum, er átti syst-
ur hans. Báðir voru klerkar þessir í
fremstu röð lærðra manna og góðir
kennarar. Og Joks dvaldi hann í Sel-
árdal hjá frænda sínum, Páli Björns-
syni prófasti, víðkunnum að gáfum,
tungumálaþekkingu og mælsku.
JL firleitt munu kjör hans hafa
verið fremur kröpp um þessar mundir.
Þó að hann nyti hjálpfýsi frænda og
annarra vina, þurfti hann að nokkru að
vinna fyrir sér sjálfur og stundaði
hvers konar algeng störf. Meðal ann-
ars reri hann á þessum árum tvær ver-
tíðir í Vestmannaeyjum. Á þrek hans
hefur reynt svo sem hvers fátæks
jmanns, sem brjótast vill áfram til náms
dikarar, einkum sá fyrrnefndi, og hafa
efalaust haft nokkur áhrif á hug hins
lítt mótaða nemanda.
Á stúdentsárum sínum vann hann
jafnframt námi að uppskrift handrita
íyrir Þormóð Torfason og Árna Magn-
Meistari Jón Vídalín.
og frama af eigin rammleik. En hitt
hefur hann þá ekki haldur farið á mis
við í baráttunni, að öðlast allmikinn
aukinn þroska. Hann hefur kynnzt vel
lífsháttum þjóðar sinnar, kjörum henn-
ar og kringumstæðum og jafnframt
menningu og málfari ólíkustu lands-
hluta.
Er hann var aðeins 19 ára, var honum
veitt prédikunarleyfi af Þórði biskupi.
Var það mjög sjaldgeíið svo ungum
ússon og þótti ágætur skrifari. Það starf
hefur aukið þekkingu hans á gullaldar-
bókmenntum vorum, múli þeirra og stíl.
Einhverra atriða þaðan mun gæta í pré-
dikunum hans, t. d. standa þessi orð í
einni ræðunni: „þeir sem dyggvastir
verið hafa og drottinhollastir". Það er
auðheyrt, að Haralds saga harðráða hef-
ur lagt honum þessi orð á vör, en þar
segir: „Þar liggur sá nú, er dyggvastur
var og drottinhollastur". Úr Sverris
sögu er það komið, sem getið er oftar
en einu sinni í postillunni, að margur
kvssir sá á höndina, sem gjarnan vildi,
að af væri. Talsháttinn að berast bana-
spjót eftir hefur meistari Jón tekið
réttan upp úr gömlu máli og fleiri forn-
Jeg orðtæki, en „Aðils of sinnar“ í
Bjarkamálum fornu verða hjá honum
satans „ofsinnar".
A ð loknu prófi í guðfræði er hann
staddur á miklum vegamótum. Heim
fýsir hann ekki. Yfirleitt mun ungum
námsmönnum, sem framazt höfðu ytra,
elíki hafa þótt girnilegt að hverfa hingað
beim á þessum tíma. Sjá má á bréfi frá
Árna Magnússyni, að ekki lrefur lrann
langað að setjast hér að, en þar segir:
„Ég vildi gjarnan alls staðar annars
staðar heldur lifa . . . Frá íslandi er ei
annað að heyra en allt illt, svo þar hefur
aldrei verra verið“.
Og í stað þess að taka kjól og kall
beima á ættjörð sinni, svo sem hann
hafði búið sig undir, tekur hinn ungi
guðfræðingur sér korða í hönd og ræðst
til herþjónustu. Bilið milli stríðsmanns
og stúdents var mjórra þá en nú, þess
ber að minnast, þar sem háskólaborg-
arinn iðkaði að nokkru vopnaburð. En
einhverjar mjög knýjandi ástæður hafa
hlotið að valda þessum stefnuhvörfum,
því hvergi verður þess vart, að hann sé
reikull í ráði né haldinn hverflyndi.
Sr. Jón Halldórsson gefur eftirfarandi
skýringu á þessu: „Stór höfuð eru oft
stórhuga og standa til að brjótast fram
sem fljótast sér til upphefðar, svo og
þar hann var bæði skarpur og stórhug-
aður, þenkti sér mundi bezta beinleiði
til frama og frægðar að gefa sig í stríðs-
mannsstétt og soldátsþjónustu“. Hann
talar einnig um loforð frá kunningjum
Jians í undirforingjastétt, sem hyggi á
að hætta starfi, en hafi ætlað að styðja
hann til embættis, í sinn stað, en það
hafi brugðizt. Vera má, að það hafi
ýtt undir hann, að á kreiki var orð-
rómur um væntanlegt stríð, og myndi
þá liði út boðið héðan að heiman.
Hefur hann ef til vill talið, að með því
að tryggja sér þegar foringjastöðu mætti
hann veita löndum sínum meira lið en
ella, þeim er til hernaðar yrðu kvaddir.
Yfirleitt var öldin herská, og ríkjandi
andi hvatti fremur en latti unga menn
að freista gæfunnar á vopnþingum. Sál
fræðilega séð hefur þessi ráðabreytni
hms nýútskrifaða guðfræðings þó alls
eigi verið nægilega skýrð. En mikið um-
hugsunarefni er það, hversu mjög hefur
legið nærri, að þeir tveir, Hallgrímur
og Vídalín, týndust fslandi, kristni
þess og menningu. Hefði það verið römm
álög ofan á margt annað og ekki hægt
að sjá hver sköp hefðu því fylgt. Um
tveggja ára skeið „þénti hann fyrir
sléttan stríðsmann í bágasta tilstandi“,
segir sagnritarirm í Hítardal. Og end-
irinn varð loks sá, að hann var keypt-
ur út úr herþjónustunni með tilstyrk
móður sinnar og milligöngu Heide-
manns.
Félaus vitjar hann aftur fósturjarðar,
klæddur sem hver annar umkomulaus
iátæklingur. Vegur vopna og stríðs-
frama hafði lokazt honum. En um leið
(■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
300 ára afmælí j
voru að opnast honum dyr til þess
mesta tignarsess, sem lítil og fátæk þjóð
átti að bjóða.
F yrsta sumarið dvaldi hann með
móður sinni og öðrum frændum. Undir
haust réðst hann í þjónustu Þórðar
biskups Þorlákssonar í Skálholti, gerð-
ist þar heyrari og ári síðar dómkirkju-
Framhald á bls. 12.