Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1966, Page 10
SVIPMYND
Framhald af bls. 2
nú meiri telkjur en flestir samstúdent-
ar hans vegna iðjusemi og dugnaðar.
K
J
I ens Otto Krag hafði aðeins mjög
takmarkað samband við mótspyrnu-
hreyfinguna á stríðsárunum, án þess þó
að vera hlutlaus gagnvart nazismanum.
Þótt hann hefði tekið þátt í mótmæla-
göngum á stúdentsárunum, var hann
ekki virkur baráttumaður í eðli sínu.
Hann varði timanum til þess að hugsa
um það, hvernig Danmörk ætti að vera
í framtíðinni. f>ví var skiljanlegt, að
hann yrði ritari nefndarinnar, sem átti
að undirbúa stefnuskrá sósíaldemókrata
eftir styrjöldina. í nefndinni fékk hann
tækifæri til þess að berjast fyrir hug-
myndum sínum, sem hann hafði áður
sett fram í nokkrum bókum um efna-
hagsmál, er út voru gefnar á stríðsár-
unum. Stefnuskráin var kölluð Dan-
mörk framtíðarinnar („Fremtidens Dan-
mark“). Krag fékk fyrst mestan heið-
urinn og síðar mestu skömm-
ina fyrir þennan sósíalistíska loft-
kastala, sem stefnuskráin varð,
en með því er þáttur hans
í henni ýktur. Víst er þó, að hann hélt
lengur við stefnuskrána en flestir
flokksfélagar hans.
Arið 1946 kom Krag fram í hið
pólitíska sviðsljós, er hann varð bæjar-
fulltrúi á Friðriksbergi, um leið og hann
var fluttur úr Skömmtunarskrifstofu
ríkisins og gerður að skrifstofustjóra At-
vinnuráðs verkalýðsfélaganna. Hans
Hedtoft hafði komið auga á Krag og
mun hafa staðið þarna á bak við. Það
var Hedtoft, sem beitti sér fyrir því, að
Krag var látinn bjóða sig fram til
þings í Randers, en þar var hann flest-
um gleymdur, enda kom hann örsjald-
an þangað og þá aðeins til skammrar
dvalar í senn.
Hann komst á þing. Um þetta leyti'
ætlaði hann að sleppa nafninu Otto, en
Hedtoft fékk hann til þess að halda því.
„Der er mere Musik í Jens Otto end
blot i Jens“, sagði hinn reyndi stjórn-
málamaður. Þrátt fyrir dálæti Hans
Hedtofts á Krag, kom flestum á óvart,
að hann skyldi bjóða hinum nýkjörna
þingmanni og lítt reynda stjórnmála-
manni embætti viðskiptamálaráðherra,
þegar hann myndaði fyrstu minnihluta
stjórn sósíaldemókrata eftir styrjöld-
ina um haustið 1947. Krag var þá ný-
orðinn 33ja ára gamall. Hann varð næst-
yngsti ráðherra, sem setið hefur í rik-
isstjórn í Danmörku (Erik Scavenius
var yngri), og þekking hans á hag-
nýtum verzlunar- og viðskiptamálum
var takmörkuð.
M
trag tók gott embættispróf, en
hvar átti hann nú að fá vinnu? Eitt var
vist, sagði hann þá. Hann skyldi aldrei
setjast upp í hinum ,,{J>mlu, mosagrónu
stofnunum“, eins og hann kallaði stjórn-
arráðsskrifstofurnar. Hann vildi annað
hvort vera menningarlegur sendiherra
eða sendikennari á vegum „Det danske
Selskab" eða blaðamaður. Hann hafði
skrifað bæði í „Social-Demokraten“ óg
„Politiken“. Á fyrra blaðinu var hon-
um sagt, að ekki væri þörf fyrir hann,
en hann var ráðinn til síðara blaðsins
til reynslu. Hann var ekki fastráðinn í
lok reynslutímans. Og Jens Otto Krag,
sem síðar varð utanríkisráðherra, var
ekki hægt að nota sem fulltrúa Dan-
merkur erlendis. Rúmlega 26 ára gam-
all varð hann að brjóta odd af oflæti
sínu og fara að vinna í Valutacentralen.
Þar hlaut hann skjótan frama og varð
þar skrifstofustjóri rúmlega þrítugur.
Hann hafði alltaf samband við flokk
sósíaldemókrata og verkalýðshreyfing-
una. Á tímabili þótti hann all-byltingar-
sinnaður, en eftir að H.C. Hansen, sem
þá var formaður ungmennahreyfingar
sósíaldemókrata, hafði talað yfir hausa-
mótunum á honum og vísað honum á
réttan stað, varð hann rólegri og ákafur
talsmaður fyrir stefnu Staunings.
ikill styrr stóð um þetta leyti
og lengi síðan um viðskiptamálaráðu-
neytið og gerðir þess. Embættisrekstur-
inn var erfiður og óvinsæll. Fólkið vildi
láta afnema allar hömlur og þvingan-
ir, bönn og skammtanir, og Krag skorti
ýmis skilyrði til þess að skilja hugsun-
arhátt almennings, í þessum efnum a.m.
k. Hann varð óvinsæll meðal húsmæðra,
sem sögðu m.a., að hann talaði við þær,
eins og þær væru börn, „en það er nú
kannske af því hve hann er ungur“.
Hann skildi ekki, að fólk var orðið
þreytt á skömmtunarkerfi og haftastefnu
striðsáranna. Húsmæðurnar gögðu einn-
ig, að þar eð Krag væri ógiftur, skildi
hann ekki erfiðleika heimilanna. Allt
varð þetta til þess, að Krag, sem hafði
yfirunnið feimnina á námsárunum, fór
aftur að kjósa einveruna. Hann tók stolt-
ur og glaður við ráðherraembættinu,
en nú urðu gagnrýnin og erfiðleikarnir
til þess, að hann varð beizkari í lund
og forðaðist sviðsljósið. Ekki bætti það
úr skák, að er hann gifti sig sænsku
skáldkonunni 3irgit Tengroth, varð
hjónabandið óhamingjusamt. Þau skildu
eftir fáeina mánuði. Stjórnmálaræður
hans urðu æ hvassyrtari og beizkari.
Hann lenti i áköfum og illvígum deil-
um við samherja og mótherja. Raddir
fóru að heyrast um, að hann ætlaði að
hætta afskiptum af stjórnmálum. Um
þetta leyti bauðst honum forstjórastað-
an í hinni voldugu Rich-samsteypu, en
hafnaði henni.
Þ ótt samstarfsmönnum hans virt-
ist skapgerð hans breytast um þessar
mundir, var hann alltaf samur og jafn
við móður sína, sem tók sér árásirnar á
soninn mjög nærri. Hún var löngu orð-
in ekkja og bjó við fremur þröngan
kost framan af, en eftir að Krag komst
í fasta stöðu, sendi hann henni ávallt
peninga og hélt því áfram fram á dán-
ardægur hennar árið 1954.
Helzta hitamálið í kosningunum 1950
var stefna Krags í viðskiptamálum.
Hann hafði beðið mikinn hnekki af að
varpa fram vígorðinu „Vi ligger lunt i
svinget", skömmu áður en efnahags-
örðugleikarnir jukust enn frá því, sem
fyrir var. Krag hefur ávallt hætt við
að gera hlutina of einfalda í áróðri sin-
um. Sósíaldemókratar töpuðu fylgi í
kosningunum, mynduðu samt stjórn,
sem fljótlega sagði af sér, en nú var
Krag ekki meðal ráðherranna. Hann
var enn skjólstæðingur Hedtofts, sem
vildi gjarnan hafa hann í stjórninni á-
fram, en Hedtoft varð að beygja sig
fyrir vilja flokksbræðra sinna, sem
töldu Krag spilla fyrir flokknum og
töldu hann hafa gott af því að hvíla sjg,
helzt í fjarlægð.
„Berlingske Tidende“ birti þá þetta
erindi, sem lýsti ástandinu vel:
Hans Hedtoft har studeret
med flid den unge Krag
og set, han har leveret
saa mange skæve slag.
Nu skal han staa i lære
et aar, kan hænde to,
saa mener man, hans pære
er moden, blþd og go’.
K,
Lrag var sendur til Washington-
borgar í Bandaríkjunum, þar sem hann
var gerður að efnahagslegum ráðunauti
danska sendiráðsins. Fram að þessu
höfðu embættismenn frá utanríkis-
ráðuneytinu gegnt stöðu þessari, og
vakti ráðningin þar litla hrifningu.
Menn í Vinstri flokknum voru sérstak-
lega óánægðir með að gefa Krag þenn-
an 60.000 danskra króna bitling, sem
þeir kölluðu svo. Gamanvísnahöfundur-
inn Osvald Helmuth söng fyndinn brag
um þetta, sem Krag kann ekki að meta.
Hann hefur aldrei verið hrifinn af
danskri kímni, þegar hún snertir hann
sjálfan, en bragurinn varð þó til þess
að nafn hans gleymdist ekki í „útlegð-
inni“, því að það er eins með stjórn-
málamenn og leikara, að slæmt umtal
er betra en ekkert. Hann hélt þingsæti
sínu í Randers (varamaður tók sæti
hans á þingi) og skrifaði greinar í
flo'kksblaðið í Randers, til þess að við-
halda sambandinu við kjósendur.
Dvölin í Bandaríkjunum var þroska-
vænleg fyrir Krag. Hann er sagður hafa
fengið stærri sjóndeildarhring og raun-
særri skoðun á efnahagsmálum, ekki
sízt með tilliti til einkaframtaksins.
Hann sneri aftur heim árið 1952 til þess
að byrja upp á nýtt.
N,
I ú var hann langt frá því að
standa í fremstu röð. Þegar Hedtoft
myndaði stjórn haustið 1953, varð hann
að láta sér nægja að vera ráðherra án
sérstakrar stjórnardeildar. Hann hafði
varla sitt eigið skrifborð í stjórnarráð-
inu, en Hedtoft hélt enn verndarhendi
yfir skjólstæðingi sínum. Framar Krag
í flokknum stóðu a.m.k. þrír menn, þ.
e. Hedtoft, H.C. Hansen og hin nýja
stjama, sem skotið hafði upp, meðan
Krag var í burtu, Viggo Kampmann.
Þeir eru nú allir horfnir og Krag orð-
inn formaður flokksins fyrir rás atburð-
anna.
Krag vann af elju og dugnaði um
miðjan síðasta áratug, og smám saman
fór að bera meira á honum. Hann varð
atvinnu- og efnahagsmálaráðherra, en
svo dó Hans Hedtoft. Það var þungt á-
fall fyrir Krag, bæði mannlega og
stjórnmálalega, því að hann var ekki
og varð aldrei einn af „drengjunum hans
H. C. Hansens". H. C. Hansen kunni
þó að meta pólitíska hæfileika Krags,
skyldurækni hans og trausta þekkingu
á vissum málum. Krag varð ráðherra
utanríkisviðskipta, og svo kom sá dagur,
að H.C. Hansen varð að láta af embætti
utanríkisráðherra, og Krag tók við af
honum í því embætti, sem hann hafði
lengi langað til þess að gegna.
Hann gegndi hinni nýju ráðherrastpðu
með sóma. Allir helztu flokkarnir stóðu
að baki hans, svo og fulltrúar atvinnu-
lífsins, þegar hann samdi um tengsl Dan-
merkur við efnahagsbandalögin. Á sviði
alþjóðastjórnmála var hann mikils met-
inn, enda var um hann sagt í því sam-
bandi, að hann væri rólegur og hlust-
andi fulltrúi Danmerkur á alþjóðamót-
um, en hvorki frekur né ágengur. Ensku
lærði hann að tala, meðan hann dvald-
ist í Washington D.C., en þar með er
tungumálakunnátta hans svo að segja
upptalin.
K
trag gekk vel í þessari stöðu, en
enn var hann einmana í ráðuneytinu.
Engin bönd tengdu hann hinum ráð-
herrunum. Venjulega er hann vingjarn-
legur og þægilegur í viðmóti, en oft-
ast fálátur, eins og hann kæri sig ekki
um, að menn komi of nálægt honum.
Fæstir áttu von á því, að hann gifti
sig aftur, og því kom það á óvart, þeg-
ar hann gifti sig leikkonunni Helle
Virkner í sumarleyfi í Suðux-Frakk-
landi í júlílok árið 1959. Ekkert leynd-
armál er, að ekki var vel spáð fyrir
hjónabandinu í byrjun, en þær hrak-
spár hafa orðið sér til skammar. Hjóna-
bandið er mjög hamingjusamt. Forsæt-
isráðherrahjónin búa í raðhúsi því, sem
Helle Virkner bjó ein í áður, á Egern-
vej úti á Friðriksbergi. Krag metur
fjölskyldulífið ákaflega mikils og eyðir
eins miklum tíma heima hjá sér og
honum er framast unnt. Börnin eru tvö,
Jens Christian Stephan (seinasta nafnið
eftir fjölskylduvininum Stephan Hur-
witz, dr. jur., „umboðsmanni þingsins“),
sem er fimm ára, og Astrid Helene (eft-
ir móður Krags), sem er þriggja ára.
* egar Viggo Kampmann varð að
draga sig í hlé vegna hjartasjúkdóms, í
fyrsta skipti í maí 1962, var Krag næst-
ur ráðherranna til þess að gegna stöðu
forsætisráðherra. Hann hikaði, og vera
má, að hann hafi viljað gefa Hans Rasm-
ussen, einni styrkustu stoð sósialdemó-
krataflokksins og verkalýðssamtakanna,
tækifæri til þess að reyna sig. Krag
varð samt forsætisráðherra og stóð sig
vel í fyrstu. Hann bjargaði f;|'5gurra-
flokkasamningnum um söluskattinn í
land, en eftir nokkra mánuði„var allt
komið í bál og brand milli flokkanna.
Eins og á árunum 1947—1950, varð
tónninn hvassari hjá Krag og gjör-
sneyddur persónutöfrum, kímni eða
sáttfýsi, sem margir stjórnmálamenn í
háum stöðum í Danmörku hafa til að
bera. Hann getur virzt hrokafullur, og
stundum á hann erfitt með að hafa
stjórn á skapi sínu. Vegna forsætisráð-
herrastöðu sinnar hefur hann betri að-
stöðu en andstæðingar hans til þess að
þekkja alla málavexti til hlítar, líka
það, sem á bak við býr, og því reynir
það greinilega mjög á taugar hans, þeg-
ar hann er gagnrýndur fyrir aðgerðir,
sem hann veit, að eru nauðsynlegar eða
sjálfsagðar. í sömu aðstöðu mundu sum-
ir tala „hreint út“, en skaplyndi hans
er stundum þannig varið, að hann ligg-
ur á upplýsingum, en verður móðgaður
og uppfræðandi eins og skólakennari
í varnarræðum sínum.
K
Lrag hefur aldrei verið hégóma-
legur eða fáfengilegur í klæðaburðí, þótt
honum sárnaði á menntaskólaárunum
að vera í ermatrosnuðum jökkum. Þegar
hann var skrifstofustjóri, átti hann það
til að bjarga buxnabrotunum með heft-
ara. Eftir að hann var orðinn ráðherra,
gagnrýndu menn hann fyrir að ganga
alltaf í „sjúskuðum'1 baðmullarfrakka,
og allt til þess, að hann giftist Helle
Virkner, langaði menn til að vekja at-
hygli hans á því, að kominn væri tími
til að láta klippa sig eða gera við skóna.
Eitt sinn, þegar H.C. Hansen kom til
Bandaríkjanna á Washingtonárum
Krags, var það fyrsta, sem Hansen sagði
við Krag: „Þú ert með brunagat á bux-
unum“. Eiginkonan og sjónvarpið hafa
ráðið bót á þessu að miklu leyti. Hann
skilur, að framkoma hans í sjónvarp-
inu hefur sitt að segja, og með aðstoð
leikkonunnar hefur hann lært að koma
virðulega fram. Hann talar létt og leik-
andi, notar einföld orð, en hættir enn
við notkun of einfaldra vigorða. Augun
hálfklemmir hann eða kiprar
aftur, eins og til að verjast því,
að nokkur sjái í gegnum hann,
og það er vonlaust að ætla sér
að sjá manninn Krag á bak við stjórn-
málamanninn Krag. Áður var hann
frægur fyrir óstundvisi, en nú hafa
einkaritarar hans og eiginkona vanið
hann af því að mestu. Sem ræðumað-
ur er hann oftast þurr, þótt talandinn
sjálfur sé liðugur, og hann á erfitt með
að vekja hrifningu, tendra neista í öðr-
um.
í vinahópi Kragsfjölskyldunnar er að-
eins einn, sem forsætisráðherrann hef-
ur fært heimilinu. Það er rithöfundur-
inn og arkitektinn Poul Henningsen.
Krag á engan sannan trúnaðarvin í
stjórnmálalífinu. Hedtoft hafði H.C.
Hansen, Hansen hafði Kampmann, og
Kampmann hafði Krag að vissu marki.
En Jens Otto Krag er einn á ferð. Um
tíma virtist hann vera að bindast Poul
Hansen, fjármálaráðherra, sterkum
böndum, og síðar Erling Dinesen, at-
vinnumálaráðherra, en hvorugur varð
„hægri hönd“ forsætisráðherrans. Krag
hefur ávallt verið sjaldséður gestur á
Snapsaþinginu (,,Snapstinget“), þar
sem men,n þreifa fyrir sér á hinni póli-
tísku slagæð.
M
argir flokksfélagar Krags óttast
Framhald á bls. 11.
10 LESBÓK. MORGUNBLAÐSINS
20. marz 1966