Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Síða 3
LOD
Eftir Mercé
Rodoreda
„V iltu sjá?“ var hann vanur að
segja. í þessum blómareit, sem ekkert
var, ræktaði maðurinn minn georgín-
ur á hverju ári. Hann gerði holu með
fieyg í mjúka moldina, og ég rétti honura
laukana einn eftir annan, og hann setti
þá niður og þakti þá varlega. Og á
•kvöldin, þegar hann sagði „komdu“
og vafði mig örmum og lét mig halla
mér að öxl sér, — hann sagðist ekki
geta sofnað án min —, þá fann ég þessa
unaðslegu lykt af mold, jafnvel þótt
hann hefði þvegið sér um hendurnar.
Og maðurinn minn sagði, að georgín-
urnar væru börnin okkar, því að hann
var þannig maður, skal ég segja ykkur,
fullur af glensi og gríni til að koma
mér til að hlæja. Ég vökvaði þær á
hverjum degi, og þegar maðurinn minn
kom heim frá vinnu, þá sá hann, jafn-
skjótt og hann gekk inn í garðinn, að
moldin í reitnum var rök, og hann
sagði um leið og hann kyssti mig: „Ertu
búin að vökva georgínurnar?" Og mér
sem þótti svo lítið til um þessi blóm,
þegar ég var ung, af því að þau ilma
svo sterkt! En núna, þegar ég geng
framhjá blómabúð eða garði, þar sem
vaxa georgínur, þá staldra ég við til
að horfa á þær, og það er eins og hönd,
stór hönd og sterk, grípi um hjarta
mér og þrýsti það snögglega, og það
kemur yfir mig nokkurs konar vanlíð-
an.
tr annig var, að þegar við giftum
okkur, þá lá við, að faðir minn afneit-
aði mér, vegna þess að hann vildi ekki,
að ég giftist manninum mínum, af því
að maðurinn minn var óskilgetinn; en ég
var yfir mig ástfangin og hlustaði ekki á
hann, og að ári liðnu dó faðir minn.
í fyrstu hélt ég, að hann hefði dáið, af
því að hann var orðinn gamall, en
eftir því sem árin liðu, gerði ég mér
grein fyrir, að hann hafði tekið sér
svo nærri óhlýðni mína, að hún reið
honum að fullu. Og stundum á kvöldin,
þegar maðurinn minn sagði „komdu“,
langaði mig til að gráta.
Við vorum hamingjusöm, við elskuð-
um hvort annað og höfðum nóg í okk-
uv og á, því að ég hafði vinnu: ég saum-
aði barnaföt, og saumastofan, sem ég
vann fyrir, var ánægð með mig, og við
lögðum alltaf eitthvað fyrir, ef ske
kynni, að annað hvort okkar veiktist....
t>ið sjáið mig núna, og vera má, að þið
haldið, að þannig hafi ég alltaf litið
út, ekki satt? Ef þið bara vissuð, hvað
ég var snotur . . . Meðan við vorum að
draga okkur saman, kom fyrir stund-
um, að maðurinn minn varð þegjanda-
legur og gerði ekkert annað en að horfa
á mig, og svo strauk hann mér um
kinnina með einum fingri og sagði lágt,
eins og hann skammaðist sín ofurlítið
fyrir að segja það: „Fallega stúlkan
mín“. Ekki svo að skilja, að ég væri ein
af þessum stúlkum, sem tekið er eftir,
alls ekki, en ég hafði sindrandi augu
og blíð: þau minntu á flauel... Afsak-
ið, en ég get talað þannig núna, það
er eins og að tala um látna dóttur. >ið
skiljið, hvað ég á við. Ég hugsa, að
ógæfan hafi stafað af því, að ég þrosk-
aðist mjög snemma, og hún byrjaði,
þegar árin tóku að segja til sín. Áður
fyrr var ég aldrei í vondu skapi nema
nokkra daga í mánuðinum, og þegar
ég var í vondu skapi, sagði maðurinn
minn hlæjandi: „Ég veit, hvað er á
ferðinni“. Og hann hafði alltaf rétt
fyrir sér. Og það var einmitt á breyt-
ingartímabilinu, sem maðurinn minn
missti stöðuna. Eigandinn varð gjald-
þrota, og þegar maðurinn minn hafði
verið heima fyrir í nokkra mánuði,
aðgerðalaus og niðurdreginn, jafnvel
þótt ég segði honum að vera ekki með
áhyggjur, þar sem við hefðum nóg að
bíta og brenna, þá var það, að vinur
hans, sem var þjónn, fór að tala um það
við hann, að þjónsstaðan væri ekki sem
verst starf og þar að auki fremur auð-
velt, og hann gerðist þjónn, þótt hann
ætti í rauninni betur heima á skrif-
stofu.
egar maðurinn minn hafði gegnt
þessu þjónsstarfi í sjö eða átta mánuði,
varð ég lasin af blóðleysi, þar sem ég
lagði hart að mér við vinnu og gat ekki
sofið á nóttunni; það var af því, að ég
beið eftir manninum mínum, þegar hann
kom seint heim, og síðan var mér ó-
mögulegt að festa blund. Hann svaf
vært, en á meðan hann svaf, bylti hann
sér alltaf í rúminu og svipti af mér
sænginni. Því var það, að við seldum
hjónarúmið og keyptum okkur tvö rúm.
Þannig tókum við að fjarlægjast hvort
annað. Þegar tunglsljós var úti, horfði
ég á hann úr rúminu mínu, og mér
fannst sem hann væri langt, langt í
burtu, því að við gátum ekki snert
hvort annað, og það var eins og við
værum ekki lengur til hvort fyrir öðru.
„Sefurðu?“ spurði ég, og ef hann sagði
„nei“, varð ég róleg, af því að ég hafði
heyrt í honum röddina. Og ef hann
svaf og svaraði mér ekki . . . Þarna sjá-
ið þið, hvað smámunir geta gert eina
manneskju óhamingjusama. Og svo
kom að því, að ég fór að halda, að hann
léti sem hann svæfi, þegar hann svar-
aði mér ekki, og grét ég þá í hljóði,
alein; þannig var að maðurinn minn
vann í kaffihúsi á Römblunni, og þar
er allt fullt af stúlkum. Eina nóttina
grét ég af því, að ég var að hugsa um
föður minn, sem hlaut að hafa dáið
einn og yfirgefinn, þar sem hann hafði
misst mig, einungis vegna þess, að ég
elskaði manninn minn. í þetta sinn
reis maðurinn minn upp, settist á
rúmstokkinn hjá mér og spurði: „Hvað
gengur að þér?“ í stað þess að sefast,
tók ég að gráta enn sárar, og maðurinn
minn lagðist þá við hliðina á mér og
vafði mig örmum og lét mig halla mér
að öxl sér, eins og hann var vanur að
gera áður fyrr. Hann sagði: „Ekki á
morgun heldur hinn er sunnudagur, og
þá skulum við setja niður georgínurn-
ar. Reyndu nú að sofna". En við gátum
ekki sofið, og við sáum birta af degi,
og þennan sama dag, þegar hann kom
heim frá vinnu, sagðist hann vera dauð-
þreyttur og með höfuðverk, og það
væri allt mér að kenna. Ég hitaði hon-
um te, en hann vildi það ekki. Að lok-
um tók hann inn aspiríntöflu, og hann
var náfölur.
]\ okkrum dögum síðar sagði hann
við mig: „Manstu eftir stúlkunni, sem
LJÓÐ
Eftir Friðrik Guðna
Glitvana orð
eins og kynlegir kvistir
spretta
á kalviðarhríslum skóga
er frostnætur
þola —
Lind streymir þurr
og þögninni er stakkur
skorinn
þjóð gleymir ljóma og hljómi
þess gulls er hún
sáði.
En vonglaðar tungur
á vegunum ávallt
syngja
vaxa mun fjóla í garði
þar dögg svalar
stráum.
Svifglaðir vængir
um ljósvakann bláan
líða
leiðin mun öllum greið
er til vegar
spyrja.
3. júií 1966
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3