Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Síða 8
Oscar Clausen
Presfasögur:
Frá slra Máia-Einari
h
lér verður sagt nokkuð frá guðs-
manni, sem uppi var fyrir tæpum þrem
öidum, síra Einari Torfasyni á Stað á
Reykjanesi í Barðastrandarsýslu (1682-
1698). Hann hefur sýnilega þjáðst af
leiðum kvilla, svokallaðri þrætuástríðu,
og er ekki ótíður sjúkleiki, jafnt á
guðsþjónum og öðrum mönnum, enda
fékk hann auknefnið síra Mála-Einar. —
Um hann farást sagnaritum orð á þessa
leið: (Sbr. Fræ Sighv. X, 154). „Hann
var lagamaður mikill og beitti líka
lagaviti sínu oftast árlega í einhverjum
klögumálum, stundum fyrir andlegum
og stundum fyrir veraldlegum rétti,
og stundum hvorutveggja, en ávann
oftast lítið. — Hafði mikla kaupverzl-
un og auðgaðist mjög að peningum, og
fór það betur en prestsverk, þó að hann
væri söngmaður góður“.
Síra Einar var mikilla ætta og hefur
eflaust verið glæsilegur ásýndum. Hann
var sonur síra Torfa Snæbjörnssonar á
Kirkjubóli í Laugardal, sem var mikill
höfðingi, og kominn í ættir fram af
merkum mönnum, en kona síra Torfa
var Helga dóttir síra Guðmundar pró-
fasts á Staðastað, Einarssonar Öldu-
hryggjarskálds. Annar sonur síra Torfa
var Teitur, sem var hraustmenni mikið
og gengu þeir báðir menntaveginn.
Eftir að síra Einar hafði lært hér á
landi það sem þá var kostur á, þ.e.a.s.
útskrifaður úr Skálholtsskóla, fór hann
til Kaupmannahafnar og var skráður
þar við háskólann í stúdentatölu 1. nóv.
1655, og var Teitur bróðir hans einnig
í Kaupmannahöfn um þessar mundir.
— Á þessum árum áttu Danir í ófriði
við Svía, og var það oft að þessar þjóð-
ir bárust á banaspjótum, í þess orðs
bókstaflegri merkinu. Á ég þar við,
að herir þeirra sóttu hver að öðrum,
fótgöngulið vopnuð lagvopnum fóru- á
ísum yfir Eyrarsund, þegar frosthörk-
ur voru, og sundið lagði. Svona var
þetta veturinn 1660, að Karl Gústaf
Svíakonungur sótti með hermenn að
Kaupmannahöfn og „inntók" eða sigr-
aði borgina. >á safnaði Danakonungur
liði til varnar borginni, og gengu þeir
bræður Einar og Teitur í varnar-
liðið og unnu sér þar mikinn
heiður fyrir ágæta framgöngu
en þó einkum Teitur, sem var annálað
karlmenni. Þessarar frækilegu fram-
göngu þeirra bræðra naut síra Einar
síðar, og var kallað að vera í „kóngs-
ins gunst“, eða njóta hans náðar, eins
og síðar verður sagt frá.
k5 íra Einar var nokkur ár við
nám í Kaupmannahöfn, en hefur lík-
lega slegið eitthvað slöku við námið
vegna hermennskunnar o.fl., og því
náði hann ekki að lokum nema litlu
prófi við háskólann. Þetta próf, sem
þeir kölluðu „attetats" nægði .honum
þó til þess, að dómi danska yfirvalda,
að geta orðið skólameistari í Skálholti,
og heim fór hann til íslands með kon-
ungsveitingu fyrir þessu embætti.
. En þegar svo til Skálholts kom, vildi
hinn hálærði Magister Brynjólfur bisk-
up Sveinsson ekki veita Einari móttöku
og fela honum skólastjórnina. Honum
þótti hann hvorki svo lærður eða „hóg-
iyndur“ og stilltur á skapsmunum, sem
það embætti „útkrefði", — og svo
fylgdu Einari líka ýmsar sögur frá
kóngsins Kaupmannahöfn, um vaia-
samt framferði hans þar, sem orktar
voru um „spottvísur11. — Að öllu þessu
athuguðu vildi nú hans herradómur í
Skál'holti samt ekki beinlínis hafa veit-
ingarbréf hans hátignar Danakonungs
að engu, og bauð hann því Einari, að
ef hann stæðist Examen (próf) hjá
Oddi eldra Eyjólfssyni, síðar presti í
Holti undir Eyjafjöllum, sem var einn
lærðasti prestur í Skálholtsstifti, skyldi
hann afhenda honum skólameistaremb-
ættið. En út í það þorði Einar ekki að
leggja og gaf skólameistarann upp á
bátinn.
Hann bað svo Brynjólf biskup að
leggja lið að því, að sér yrði veitt
sæmilegt brauð þegar slíkt losnaði.
Biskup lofaði honum því, til þess að
hafa hann af sér og komast hjá árekstri
við danska konungsvaldið, en það varð
nú samt ekki fyrr en eftir nokkur ár,
eða árið 1670, að honum var veittur
Staður í Steingrímsfirði. En þegar karl-
arnir í Steingrímsfirðinum fréttu að
Einar ætti að verða sálusorgari þeirra,
var þeim það mjög á móti skapi og
mótmæltu því fastlega að taka við hon-
um, en Brynjólfur biskup, sem var
harður í hom að taka, sinnti því ekki
að neinu, og vígði Einar þangað, og
næstu 7 árin urðu Steingrímsfirðingar
að láta sér nægja þá andlega fæðu, sem
síra Einar lét þeim í té. — Á Stað bún-
aðist honum vel, en alltaf var hann lítt
vinsæll og illþokkaður af sóknarfólk-
inu, enda kom þar ýmislegt fyrir síra
Einar, sem varð þess valdandi, að hann
hélt ekki fullum heiðri sínum, og skal
nú sagt frá því.
af að var árið 1677, þegar síra Ein-
ar hafði verið Staðarprestur í 7 ár, að
hann eignaðist son í hórdómi, með
tiginni maddömu, Guðrúnu Halldórs-
dóttur, sem var ekkja eftir síra Þorleif
Einarsson á Stað á Reykjanesi í Barða-
strandarsýslu. Drengurinn var skírður
Teitur í höfuðið á Teiti föðurbróður
sínum. Það var allsögulegt þegar átti
að fara að feðra Teit litla. Móðirin
harðneitaði að gefa upp hver væri fað-
ir drengsins, en síra Einar varði málið
um sinn, — fyrst með þögn hennar, og
svo með að ljúga faðerninu á annan
mann, (Sbr. Præ Sighv. X 153). Síra
Einar flækti svo málið á 3 ár með
véflum, stórmennsku og kyndugum
brögðum, krókum og lagaflækjum, og
tókst að koma því svo fyrir, að hann
missti ekki hempuna. Á meðan þetta
málaþras stóð yfir dó barnið, en síðan tók
síra Einar sjálfur konuna til aflausnar,
og þóttist með því hafa bundið enda-
hnút málsins.
En sóknarmenn hans voru ekki alveg
að baki dottnir, og alltaf var þeim
jafnmikið í nöp við prestinn, og nú
kærðu þeir hann fyrir biskupi og af-
sögðu að hafa hann fyrir sálusorgara
sinn. — Síra Einar bjóst nú við að
verða vikið frá embætti og því tók hann
það ráð að bregða sér til Kaupmanna-
hafnar og leita á náðir konungsins og
stjórnarherranna, og fyrir þeirra at-
beina ná leiðréttingu máia sinna, og þar
tókst honum að fá þá náð hjá kóngi,
að mega fá annað brauð, þó að hann
missti Stað í Steingrímsfirði. Hann
sótti svo um Stað á Reykjanesi árið
1682 og fór þangað, en ekki var hann
betur þokkaður þar, og þar lenti hann
í miklum galdra-málum á síðustu ár-
um sínum, sem nú skal sagt frá.
Á Alþingi 1692 leggur sýslumaðurinn
í Barðastrandarsýslu, Torfi Jónsson,
fram tvo dóma, sem dæmdir höfðu verið
í héraði, um gaidraáburð þann, sem
Þórunn Einarsdóttir, Arnbjörg Vigfús-
dóttir og síra Einar Torfason á Stað,
vegna dóttur sinnar og sóknarbarna,
höfðu borið á Bárð nokkurn Bjarnason,
ungan mann í sóknum síra Einars.
Bárði þessum hafði verið dæmdur
tylftareiður í héraði, en hafði fallið á
honum, þ.e. honum hafði ekki tekizt að
fá 12 menn til þess að sverja með sér
sakleysi sitt.
Lögmennirnir nefndu 12 menn í dóm,
til þess að ráða málinu til lykta, og
dæmdu þeir, að rétt hefði verið að dæma
Barði tylftareiðinn í héraði, þó að hann
hafi fallið á honum. — Hér skal getið aS
nokkru kæruatriðanna á hendur Bárði,
sem koma ljóslega fram á bókun þeirri
í gjörðabók Alþingis í málinu (sbr. Alþb.
1692); Bárður kannaðist við,
1. að hvað viðvíkur framburði Þór-
unnar Einarsdóttur um að hann hafi
leitað sér óvirðingar, þá hafi hann í
síðasta málinu fullkomlega játað að
svo hafi verið, og lýsing hennar á þeirri
athöfn sé sönn.
2. Játar Bárður að hafa gefið Arn-
björgu inn hvannarætur, eins og getur
um í fyrri dóminum, en þá brá svo við,
eftir framburði hennar, að hún fékk
„óglaðleika, uppsölu og umbreytingu á
sínum geðsmunum",
3. Meðkennir hann, að hann hafi
legið í rúminu eins og Arnbjörg hélt
fram, og í afleiðingum þess hafi hún
fengið „verk fyrir brjóstið og ástrióu
til þess að fyrirfara sér í Staðará.
4. Játar hann sig hafa sent Arn-
björgu hnífa, eins og dómurinn getur
um, — en eftir móttöku þeirra, segist
hún hafa fengið „stóra ástríðu til þess
að deyða sig á þeim“, þó að annars hafi
hún aldrei haft neina ástríðu þó að
slíkur voði væri sér nálægur. — Sömu-
leiðis hafði Bárður gefið Arnbjörgu
inn brennivín, og segir hún að það hafi
haft sömu áhrif á sig og hvannaræt-
urnar.
5. Er staðfest fyrir réttinum frásögn
síra Einars Torfasonar um, að laugar-
dagskvöldið fyrir öskudag, hafi kona
Bárðar komið heim til Reykhóla og
leitað að honum, en það sama kvöld
„hafi fyrst fásinna komið á Arnbjörgu
svo hún hafi óvizku talað, en Þórunn
fengið það stóra áfall með ofboði með
fleiru“, sem héraðsdómurinn getur um.
6. Greinir valdsmaður Barðstrend-
inga, Magnús Þórðarson, frá samtali
sínu við Bárð í smiðjunni á Reykhólum
viðvíkjandi galdralærdómi, en þá hafi
Bárður svarað til, að þeir sem ætluðu
sér að fást við slíkt „yrðu áður þrisvar
að spýta niður braúði og víni, og stiga
ofan á það, þegar þeir standa upp, en
það væri ekki tilvinnandi“. Þetta kvaðst
Bárður aldrei hafa gjört og neitaði að
þrátta nokkuð um „Brauð og vín“. —
Loks játaði Bárður fyrir héraðsdóm-
aranum, að hann hafi haft með höndum
„Karla-Magnúsar skrif og Buslubæn",
og sömuleiðis kveðst hann „í frekasta
máta“ hafa lagt sig eftir að læra gald-
ur þegar hann var undir Jökli, „þótt
sér hefði ei til neinnar framkvæmda
hrokkið".
Bárður var sjálfur persónulega til
staðar fyrir lögréttunni á Alþingi og
mun sýslumaðurinn hafa fiutt hann með
sér þangað til þess að standa þar fyrir
máli sínu, og líklega haft hann í bönd-
um, sem hvern annan stórglæpamann.
Eflaust hefur Bárður vesalingurinn
verið orðinn andlega brotinn og kjark-
laus þegar hann stóð frammi fyrir lög-
réttunni og játaði sig skýrlega, eins og
í alþingisbókinni stendur, sekan á
galdraverkum þeim, sem hann var sak-
aður um.
Þá var nú ekki annað eftir en að
dæma Bárð aumingjann og það stóð
ekki á því. Þingmennirnir dæmdu hann
samkv. framanskráðum áburði, og
skyldi hann þola húðlátsrefsingu, þ.e.
hýðast, „sem hann frekast kann afstanda
eð'a þola eftir tempran og mati vel-
nefnds valdsmanns, Torfa Jónssonar,
hér á Öxárþingi, að fyrstu hentugleik-
um“. Einnig skyldi þessi „drengur“
Bárður Bjarnason, burt víkja úr syðra
hluta Barðastrandarsýslu, „og þar ekki
framvegis vera, né sér til heimilis
halda, svo ei stærri vandræði né ófrið-
ur af hljótist“. — Síðan var refsingin
lögð á Bárð 6. júlí að öllum lögréttu-
mönnum áhorfandi, (sbr. Alþb. 1692 X
360) eftir „tempran“ og mati valds-
mannsins, en það vill segja, að hann
var hýddur allt hvað hann þoldi, án
þess að missa meðvitund. — En hvað
Framhald á bls. 10.
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
3. júií 1966