Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Side 10
PRESTASÖGUR
Framhald af bls. 8.
var'ð um Bárð vesalinginn, greina ekki
neinar sögur, en til átthaganna vestra
mátti hann ekki halda, svo að ekki
stærri vandræði eða ófriður af hon-
hljótist, eins og í dómnum stendur. Að
öllum líkindum hefur hann fyrst eigrað
um sem bónbjargamaður og síðan
máske hafnað að lokum í einhverri
veiðistöðinni við Faxaflóa eða undir
Jökli. — Það má að visu segja, að
Bárður hafi hlotið vægan dóm, borið
saman við þau ósköp, sem þeir hlutu,
sem bornir voru göldrum í Vestur-
Barðastrandarsýslu á þessum árum.
Það var þegar þeir guðsmennirnir í
Sftlárdal, feðgamir síra Páll Björnsson
og síra Halldór sonur hans, ákærðu og
fengu sakfellda saklausa „galdramenn“,
sem voru brenndir á báli spill-lifandi
heima í héraði, án þess að mál þeirra
kæmi til kasta æðri dóms á Alþingi á
Þingvöllum við Öxará, — en frá því
verður sagt í öðrum þætti.
ó að Bárður Bjarnason fengi nú
þessa afgreiðslu á málurn sínum á Al-
þingi og yrði að taka þar út hina
hörðu hegningu sína, var síra Mála-
Einar ekki alveg að baki dottinn með
galdraáburð sinn og ofsóknir sínar á
hendur honum, enda svo að sjá, að
Bárði hafi skolað aftur vestur á Barða-
strönd, þó að hann mætti ekki sýna sig
þar, en römm er sú taug, sem rekka
dregur föðurtúna til, og á það við um
háa sem lága.
Árið eftir að Bárður var dæmdur á
Aiþingi, eða árið 1693, ítrekaði síra Ein-
ar áburð sinn um galdra á hendur hon-
um og sendi Alþingi bréf dagsett á
Stað 7. júní um sumarið, svo hljóðandi:
„Ég Einar prestur Torfason aug-
lýsi fyrir öllum mínum yfirvöldum
æðri og lægri stéttar, að ég enn að
nýju ber Bárð Bjarnason fullum á-
burði, eftir þeim gögnum og líkind-
um, og býst fyrir réttinn fram leggja,
að hér nefndur Bárður er valdur að
þeim veikindum, nú sem fyrri, er
minn eldri sonur og mín vinnuhjú,
Arnbjörg Vigfúsdóttir oftast nær,
allt til þess 5. marz, en Ólafur Sig-
urðsson í tvær reisur, mjög þung-
lega á þessum vetri undir pressazt
hafa, og Bárður hefur greindri veiki
á mitt heimili með galdra konst og
brúkun stefnt og hleypt, hvar á ég
gef honum fullar og allar sakir, sem
ég á og má að lögum, en krefst og
beiðist að greindur Bárður verðugt
straff útstanda fái, svo ég og mitt
fólk óhult vera megi, fyrir honum
og hans árásum". (Sbr. Alþb. 1693
XVI, bls. 402)
Bréf þetta var upplesið á Alþingi
1693, en hvergi sést hver úrslit þessi
mál hafa fengið að síðustu. Líklegt er,
að Alþingi hafi ekki séð sér fært að
taka málið fyrir, án þess að það hafi
verið áður rannsakað í héraði, eða þá
að ekki hefur náðst til sakborningsins,
hins margnefnda Bárðar Bjarnasonar.
Um þetta mál finnst ekkert bókað í
Alþingisbókunum næstu árin, og kann
ég ekki fleira um það að segja, en skal
loks greina nokkuð nánar frá síra Ein-
ari og nánustu afkomendum hans:
Síra Einar var prestur á Stað í Stein-
grímsfirði í 9 ár, og síðar á Stað á
Reykjanesi í 16 eða 17 ár, og þar dó
hann 1698, 66 ára gamall.
Dauða hans bar þannig að, að hann
reið drukkinn frá Reykhólakirkju seint
á sunnudagskvöldi, en í túninu á Skerð-
ingsstöðum voru þúfur, sem kallaðar
voru Gráður. Þar datt presturinn svo
slysalega af baki hesti sínum, að hann
hálsbrotnaði. Hann var grafinn fram
undan kirkjudyrum á Stað, að sunnan-
vtrðu, og er á leiði hans stór, hvítur
marmarasteinn með latneskri áletrun. —
Kona séra Einars var Ragnheiður, og
giftust þau 1672. Hún var ein ættgöf-
ugusta kona á Islandi. Faðir hennar
var Jón sýslumaður frá Miðhúsum,
Magnússonar sýslumanns á Reykhólum,
Ara sýslumanns í Ögri, Magnúsar sýslu
manns prúða Jónssonar. — Móðir Ragn-
heiðar var Jórunn dóttir Magnúsar lög-
manns, hins ríka, á Munkaþverá, Björns-
sonar á Munkaþverá, Benediktssonar.
— Bróðir Ragnheiðar var Magnús lög-
maður, sem þá bjó á Reykhólum, en
svo var mágaástin með þeim Magnúsi
lögmanni Jónssyni og síra Mála-Einari,
að Magnús lögmaður flutti sig strax
og síra Einar fékk Stað, — frá höfuð-
bóli sínu og forfeðrasetri, Reykhólum,
að Brimilsvöllum undir Jökli, sem einn-
ig var eignarjörð hans. Hann vildi ekki
vera í nábýli við guðsmanninn.
Þessi voru börn síra Einars og Ragn-
heiðar:
1. Einar eldri Einarsson, flysjungs-
menni, bjó á Miðhúsum á Reykjanesi,
hafði hálfa Barðastrandarsýslu í 5 ár,
1700-1705, en þá sleppti hann henni
fiæktur í skuldum. Hann dó í Stóru-
bólu 1707 ógiftur.
2. Einar yngri, lögréttumaður á Svína-
nesi, átti Helgu dóttur Árna Guðmunds-
sonar á Bíldudal og Þóru Pálsdóttur
frá Selárdal. Þau voru barnlaus, en
Helga átti áður launbarn með Magnúsi
Arasyni. Helga lifði miklu lengur en
Einar, og arfleiddi hún frænda þeirra,
síra Jón Teitsson, síðar biskup á Hól-
um, að öllum eignum sínum. — Einar
átti einnig launson með Guðrún Þor-
steinsdóttur. Það var Einar Einarsson
lögréttumaður á Svínanesi (f. 1705 d.
1784). Hann átti Sesselíu Finnsdóttur
frá Skálmanesmúla. Frá þeim er margt
manna komið. Á Svínanesi bjuggu þeir
fimm Einarar feðgar hver eftir annan.
Síðasti Einarinn giftist Guðrúnu Guð-
mundsdóttur úr Bjarneyjum, en þau
áttu 3 dætur, en engan son og slitnaði
þá karlleggurinn.
3. Þórunn Einarsdóttir átti 1701 Magn-
ús sýslumann í Snæfellsnessýslu, sem
líka var umboðsmaður Arnarstapaum-
boðs. Þau dóu bæði á Arnarstapa í
Stórubólu 1707. Þeirra synir voru: Einar
sýslumaður Strandamanna faðir síra
Magnúsar á Kvennabrekku, og Björn
lógréttumaður í Miðhlíð, dó 1773, átti
Guðrúnu Einarsdóttur frá Kinnarstöð-
um. — Frá þeim er fjölmenn ætt.
FANGI
Framhald af bls. 1.
að minnsta kosti leyfilegt — og reyndi
að hugsa. Það hafði verið vitlaust af
mér að eyða glerinu í að ydda blýant-
inn. Ég varð að venja mig á meiri var-
kárni en svo. Ég féll í einhvern vöku-
draum. Ég var aftur staddur á þessum
þjóðvegi, en nú var þar bara ekkert
vélhjól og enginn árekstur. Ég var frjáls
maður — slysið hafði aldrei gerzt. Ég
var aftur á ferð um Vestur-Evrópu og
lék á gítarinn minn og stundaði þessi
tvö aðal-áhugamál mín: tunguimál og
þjóðlög. Svo var ég aftur kominn til
Riverside í Kalíforníu og var að segja
vinum mínum heima, hvernig Rússland
væri. Og svo var ég að segja foreldrum
mínum að hafa engar áhyggjur af mér.
En loksins var ég kominn aftur að
gömlu spurningunni: Hvað er ég að
gera hér? Ég efaðist ekki um, að guð
hefði einhvern tilgang með þessu, en
ennþá fannst mér samt ótrúlegt, að ég
væri fangi í rússnesku fangelsi.
Á þessum 22 árum, sem ég var bú-
inn að lifa, hafði ég alltaf verið það
sem kallað er „prúður og siðsamur
drengur“ og sæmilegur námsmaður.
Mér hafði aldrei dottið í hug, að ég
mundi komast i fangelsi, og samt var ég
nú þangað kominn og að byrja að af
plána þriggja ára fangelsisdóm. Vegna
þess, hve mikils ég mat mannslífið,
hafði ég stundum verið að hugsa um,
hvort ég mundi nokkurn tíma geta orð-
ið mannsbani í styrjöld út af stjórn-
málalegum deilum. En nú var svo kom-
Peter Landerman
ið að ég hafði orðið mannsbani að á-
stæðulausu.
S lysið hafði orðið tíu vikum fyrr,
að kvöldi 15. ágústs 1963. Ég stýrði hin-
um fremri tveggja vagna, með 12 am-
erískum námsmönnum í og sovézkum
leiðsögumanni. Við vorum að leita okk-
ur að tjaldstað nálægt Minsk, þar sem
við gætum gist síðustu nóttina á sex
vikna ferðalagi okkar um Sovétríkin.
Bíll nálgaðist úr hinn áttinni, og ég
setti stöðuljósin á, eins og leiðsögu-
maður okkar hafði fyrir mælt. En sov-
ézki bílstjórinn ók framhjá með háu
ljósin, svo að ég blindaðist sem snöggv-
ast. Þá sá ég gamlan mann teyma ljós-
laust vélhjól mín megin á veginum —
en of seint til að koma í veg fyrir á-
rekstur. Maðurinn dó í sjúkrahúsi í
Minsk fimm dögum seinna, og eftir
þriggja daga réttarhöld var ég dæmd-
ui til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að
hafa valdið dauða hans með því áö skipta
yfir á stöðuljós, þvert ofan í fyrirmæli
sovézkra laga.
Amerískir kunnáttumenn á sovézk
lög héldu því síðar fram, að ég hefði
ekki gert mig sekan um neitt saknæmt
með því að hlýða því að skipta yfir á
stöðuljósin samkvæmt sérstakri fyrir-
skipun opinbers leiðsögumanns — að
þetta hefði verið í lögum alveg fram
að þessum tíma og 90% ökumanna í
Sovétrikjunum færu enn eftir gamla
laginu. En allt, sem ég gat fræðzt um
sams konar tilvik benti til þess, að rétt-
arhöldin og dómurinn væri hvort
tveggja eftir venjulegum reglum í land-
inu.
En hvort sem þetta hefur verið rétt-
látt eða ekki, varð ég alveg agndofa,
er ég heyrði dóminn: þriggja ára
fangabúðavist. Ég var færður í ljóslaus-
um vagni, þat sem breitt var fyrir
gluggana, undir eftirliti vopnaðra her-
manna til Minsk-fangelsis nr. 1, þar
sem ég átti að bíða þess að verða flutt-
ur í fangabúðir. Þetta var 27. sept-
ember 1963, einmitt daginn, sem ég
átti að byrja fyrsta seinnihlutaárið mitt
í málfræði í Los Angeles-háskóla.
F angelsið var undir stjórn hers-
ins, eins og reyndar sovézka refsikerf-
ið yfirleitt. Verðirnir voru grófgerðir
hermenn, sem höfðu alizt upp í sveit,
en þeir voru góðir í sér og vingjarn-
legir og skilningsgóðir, eins og margir
Rússar eru. „Þú veizt“, sagði ungur
Síberíumaður, sem var að afljúka her-
þjónustu sinni, „ég gæti allt eins vel
sjálfur verið í þessum klefa — það
þarf ekki mikið til að lenda í fangelsi.
Það er ekki annað en tilviljun, að það
skuli vera þú en ekki ég“.
Við mig — „Amerikanéts" — voru
sumir verðirnir sérlega meðaumkunar-
samir. Þeir færðu mér krossviðarplötu
til að leggja ofan á járnstengurnar í
beddanum mínum, þeir laumuðu til
mín eintökunum sínum af Pravda, þeir
gáfu mér aukaskamt, þá sjaldan eitt-
hvert „sælgæti“ var á boðstólum, svo
sem límkennt spaghetti eða steiktur
fiskur. Og það bezta var, að þeir skröf-
uðu stundum við mig gegnum lúguna
í nokkrar mínútur, (aðeins af þvi að
það var ólöglegt) og fullvissuðu mig
um, að ég fengi afslátt á refsingunni, og
þeir spuróu mig um lífið í Ameríku —■
eins og til dæmis vöruprísa og kaup-
gjald, en þetta tvennt var þeim óend-
anlegt undx'unarefni.
Og svo var fleira, sem stuðlaði að
því að gera fangelsislífið þolanlegt:
þarna var skáktafl í klefanUm, hátalari,
sem stundum gusaði úr sér einhvers
konar tónlist og meira að segja frétt-
um í staðinn fyrir hinn stanzlausa áróð-
ur; svo fékk ég leyfi til að hafa mál-
fræðibækur mínar og biblíuna hjá mér
og nota blýant og pappír. Við máttum
eyða mestöllum deginum við lestur,
skraf og vökudrauma, og okkur var
aldrei misþyrmt líkamlega. Og enda
þótt fæðið væri jafn óaðgengilegt og
klefinn — daglega skammtur af svarta-
brauði og saltfiski, tvær skálar af kái-
súpu með kjötögnum í eða feiti og tveir
skammtar af einihvrjum mjelgraut, sem
var kallaður kasha, — þá var okkur
leyft að kaupa takmarkaða skammta af
sultu, smjörlíki og sykri, þá sjaidan
þetta fékkst í fangelsisbúðinni. Fang-
elsislæknirinn — móðurleg kona og
hæggerð — gaf mér meira að segja leyii
til að kaupa hveitibrauð, en það var
sælgæti, sem annars var eingöngu ætl-
að sjúkum föngum.
S amt tók ég brátt að finna fyrír
þessum afsiðandi og niðurlægjandi á-
hrifum sovézka fangelsanna, sem þeim
er viljandi ætlað að hafa. Það var ekki
einasta þrengslin í klefanum, sem
minnti mest á gröf, þetta stöðuga ör-
yggiseftirlit, eða jafnvel ljósaperan,
sem logaði alla nóttina. Sovézk fang-
elsisyfirvöld virðast þjást af öryggis-
brjálæði. En verra var þú laumupuKi'-
ið, sem gerði fangana þeim háoa og
fulkomlega ófróða um væntanleg örlög
sín. Reglurnar banna allar samgöngur,
og enginn fangi má sjá annan en klefa-
félaga sinn. Við Maxim vorum leiddir til
salernisins aðeins á þeim tímum, þeg-
ar gangarnir voru manntómir. En að
þeim ferðalögum frátöldum, voru þetla
endalausar leiðindastunair í einmana-
legum klefanum.
I fyi’stunni var ég svo einfaldur að
spyrja um framtíð mína. Ég fór þess
á leit við yfirmennina, að þeir segðu
mér um áfrýjun mína og eins til hvaöa
fangabúða ég yrði sendur og annað, sem
máli skipti um örlög mín.
— Þvi miður getum við ekki sagt
þér það, Landerman. Þú færð að vita
það, þegar að því kemur.
Ég var einangraður frá öllum, sem
ég þekkti í heiminum. Enginn — ekki
einu sinni ræðismaður Bandaríkjanna
vissi, hvar ég var niðurkominn. Eftir
endurteknar umsóknir fékk ég leyfi til
að skrifa foreldrum mínum — sem
fengu aldrei fyrstu bréfin mín — en
ég heyrði ekkert fi*á þeim í meira en
mánuð. Loks í októberlok afihenti sendi-
maður sovézka utanríkisráðuneytisms
mér 18 bréf — sýnilega opnuð. Mér til
furðu virtust fangaverðir mínir vera
eitthvað hræddir við mig, og það kom
fram í því, að þeir leituðu vandlega á
mér og opnuðu bréf til mín. Ekki vissi
ég við hvað þeir voru hræddir af minni
hálfu — en kannske haía þeir haldið
mig vera njósnara.
Og það var nú svo skrítið, að þeir
neyddu mig einmitt til að viðhafa alla
vai-kárni njósnarans. Fyrsta regla þeirra
var að segja mér ekkert, halda mér í
spenningi, koma mér á óvart, og brjóta
niður mótstöðukraft minn. Mín regla
varð því sú að leika á þá — leggja á
öll ráð með sjálfum mér, vera hlédræg-
ur, safna mér birgðum, vera stöðugt
á verði en þó umfram allt: segja þeim
aldrei neitt. Þessi sjálfskipaða einangi-
un var þvert ofan i allar hugmyndir
mínar um rétta hegðun. En hún var
nauðsynleg til sjálfsvarnar. Raunveru-
lega hafði ég auðvitað engu að leyna,
en þeir voru að ögra mér með þess
konar fangelsun, og jafnvel þótt það
kostaði fullkomna einangrun, ætlaði ég
að sýna þeim krók á móti bragði.
Framhald á bls. 12.
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
3. júií 1966