Lesbók Morgunblaðsins - 03.07.1966, Blaðsíða 12
FANGI
Frarwhald af bls. 10.
málfars og menningar en réttnefnd ljóð
eða kveðanleg kvæði. Frá því er ekk-
Og ég fór að taka upp aðra að-
ferð, sem var jafnvel ennþá meira af-
mennskandi. Hún var sú að vera vin-
gjarnlegur við menn, án þess að treysta
þeim. Maxim kenndi mér þessa aðferð.
„Ég þekki til þessara vinnubúða", sag'ði
hann, „og ef vel á að fara skaltu ekki
treysta nokkrum manni. Þarna verða
margir, sem vilja gerast kunningjar
þínir, og þarna verða ýmsir velútlít-
andi og fínir menn, sem reyna að segja
fyndni um sovétskipulagið. Treystu
þeim ekki. Þeir eru bara að reyna að
veiða eitthvað upp úr þér, sem þeir svo
geta kjaftað frá síðar. Þú ert einn, þú átt
enga kunningja, mundu það“.
Dagarnir drögnuðust áfram. A fætur
klukkan sex, til að hlusta á sovét-þjóð-
sönginn, éta brauð og sykur, sem smeygt
var gegnum lúguna, morgunæfingar í
búrinu, fúlt þefjandi fiskisúpur, sem ég
gat ekki komið niður, útvarpssending-
ar, sem affluttu Bandaríkin og lífið
þar, verðir, sem sýndu Maxim tennurn-
ar, krúnurakstur á fárra daga fresti, og
— guði sé lof — biblían og fleiri bæk-
ur.
I dögun 5. nóvember, eftir sex
vikna dvöl í þessu fangelsi, reif ein-
hver foringi lúguna upp á gátt. —
Landerman, taktu saman dótið þitt —
en þau orð vissu allir fangar, að þýddu,
að nú ætti að fara að flytja þá.
— Hvert á ég að fara?
— Það veit ég ekki.
Svo var mér fylgt í gluggalausan
flutningavagn, og síðar var ég rekinn
inn í járnbrautarvagn ásamt mörgum
fleiri föngum og loksins inn í óupp-
hitaðan klefa í Smolenskfangelsi nr. 1,
en Smolensk er fyrir norðaustan Minsk.
Eftir að hafa skolfi’ð af kulda í fimm
daga var ég enn fluttur. Fyrrverandi
almenningsvagn, troðfullur af föngum,
ók okkur eftir einhverju, sem virtist
vera þvergötur, að járnbrautarstöð, þar
sem við biðum í nokkra klukkutíma í
myrkrinu.
Lestin okkar kom eftir miðnætti, og
við gengum í halarófu fram hjá dátum
með hand-vélbyssur og lögegluhunda.
Við gengum fram með lest af venjuleg-
um flutningavögnum, þar til við kom-
um að einum með móðuglerrúðum, með
ryðguðu stöngum fyrir. Inni í fangel-
isvagninum voru flestar kytrurnar
fylltar körlum og konum, skríkjandi og
grátandi, skiptandi á vindlingastubbum
og síldarflökum, æpandi, öskrandi, bölv
andi og syngjandi. Enda þótt þarna væri
engin fótajárn eða sveltir fangar, minnti
þetta mig á fangaflutninga, eins og
Tolstoy lýsti þeim fyrir hundrað ár-
um.
í flestum kytrunum voru tólf fangar
eða fleiri, en ég var einn míns liðs. Ég
var enn svo varkár með að brjóta engar
reglur, að ég spurði hina fangana einsk-
is, og þegar lestin tók að hreyfast af
stað, settist ég á trébekkinn og bjóst til
svefns.
E n þá heyrði ég gegnum kliðinn
af rússneskum ópum, glamrið í vögn-
unum og allan hávaðann, kail, sem mér
lét ótrúlega í eyrum:
— Pete! Pete! Ertu þarna einhvers
staðar?
Þetta var karlmannsrödd, sem æpti
þarna á ensku og meira að segja með
Brooklynhreim. Ég æpti eitthvað á móti.
— Halló, Pete! Ég er Ameríkumaður,
og ég er tveimur klefum aftar við
ganginn. Ég heyrði, að þú værir á þess-
ari lest.
Ég komst allur í uppnám. Þarna var
landi minn og vinur, maður, sem ég gat
loksins treyst!
Hann sagðist heita Nick Nedin og vera
að afplána fimm ára fangelsisdóm. Ég
sá hann í fyrsta sinn næsta morgun,
þegar lestin var að koma til Moskvu.
Þetta var maður, að því er virtist hátt á
fertugs aldri, íklæddur spánýrri skyrtu
með niðurhnepptum kraga. Hann var
með afleitan hósta og mikinn kvíða-
svip. 1 fangavagninum á leiðinni til
Krasnopresnevskaja-fangagistihússins,
eins af mörgum til að geyma í fanga
á ferðalagi, hvíslaði hann að mér sögu
sinni.
Hann kvaðst vera pólskur gyðing-
ur, sem hefði flúið til Rússlands, þegar
Hitler ruddist inn í Pólland. Eftir vist í
rússneskum fangabúðum, fór hann til
Ameríku 1946, tók próf sem skioaverk-
fræðingur, fékk borgararétt, kvæntist og
fékk atvinnu við kaupskipaflotann. Þeg-
ar hann var á heimleið úr skemmtiferð
til Rússlands 1961, býttaði hann íáein-
run a.-þýzkum mörkum fyrir rúblur
hjá rússneskum liðsforingja. Hann var
tekinn fastur í Minsk og yfirheyrður
af K.G.B. (sovézku rikisöryggislögregl-
unni), sem reyndi að fá hann til að játa
á sig njósnir. Nick neitaði því og var
svo í yfirheyrslum í fjóra mánuði. En
fyrir réttinum kom það samt fram hjá
kærandanum, að raunverulegt brot
hans væri ekki það að býtta pening-
um, heldur njósnastarfsemi, og Nick
var dæmdur í fimm ára fangelsi í Minsk
og þriggja ára í vinnubú'ðum, sem við
vorum nú á leiðinni til.
— Það er naumast! sagði ég. — Hvað
ertu að gera hér? Og hvernig líður
þér?
— Það er allt í lagi með mig. Og nú
er þetta dásamlegt, finnst þér ekki,
Pete? Héðan af verðum við saman.
Segðu mér nú fréttir frá Bandaríkjun-
um.
Enda þótt verðir í fangagistihúsinu
hefðu fyrirskipanir um að halda okkur
sundur, gat Nick talið þá á að láta okk-
ur í sama klefa það sem eftir var ferð-
arinnar. Hann samkjaftaði aldrei, og
þegar við ókum í fangavögnum eða
lágum á gólfinu í klefanum í fanga-
gistihúsinu, hafði ég gaman af að heyra
hann tala um heimþrá sína eftir Ame-
ríku.
E n ég hafði vanizt ofvel laun-
pukri og grunsemdum í fangelsinu, til
þess að treysta honum. Það var ekki
einasta sú tilviijun, að tveir amerískir
/angar, dæmdir fyrir ópólitíska glæpi
væri samtímis á ferðinni í sama fang-
elsi (og mér hafði aftur og aftur verið
sagt, að ég væri sá eini). Þar kom einn-
ig til saga Nicks, en því lengri sem hún
varð, því meira hafði ég hana grun-
aða um að vera upplogna.
Til hvers var hann að sækjast eftir
rúblum, ef hann var að fara út úr
Sovétríkjunum? Og hvernig vissi hann
svona nákvæmlega, hvar vinnubúðirn-
ar okkar voru? (Hann benti meira að
segja á þær á korti, sem hann þóttist
’haía keypt meðan hann var í fang-
elsinu, enda þótt ekkert kort hefði
lifað af fyrstu leitina í sovézku fang-
elsi, auk heldur getað verið þar til
sölu). Hvernig hafði hann vitað nafnið
mitt? Ég prófaði vísindakunnáttu hans
með nokkrum spurningum, svona rétt
út í bláinn. (Ég hafði lært bæði efna-
fræði og spænsku í menntaskóla og ég
var sannfærður um, að verkfræðingur
hefði hann aldrei verið). Hann talaði
mikið um mál sitt, en ýmsar skýringar
hans virtust vera hæpnar.
— Hvað um sendiráðið í Moskvu?
spurði ég. — Hefurðu sett þig í sam-
band við það?
— O, þeir vita um málið mitt, en
þessir bölvaðir letingjar hafa hvorki
hreyft hönd né fót til að hjálpa mér.
En kannski var hann bara að vera
varkár gangvart mér. Ef út í það var
farið talaði hann ensku ágætlega og
hann virtist þekkja talsvert til í Ame-
ríku, og svo var hann með mynd af sér
og konu sinni úti fyrir húsi þeirra í
Ohio. Gat þetta verið útbúnaður gagn-
njósnara?
Var hann raunverulega óhamingju-
samur Amerikumaður eða var hann bara
njósnari, sem lögreglan hafði sett til höf-
uðs mér? Mér var illa við að trúa því
um þennan mann, sem lagði handlegg-
inn um herðar mér, meðan við töluð-
um með heimþrá um matinn heima. En
ég varð að vera varkár. Hvers vegna
var hann svona óviss um sína eigin
sögu, en reyndi að vera svo sannfær-
andi? Hvernig gat hann tekið þetta
geysi-ótrúlega mót okkar eins og ein-
hvern sjálfsagðan hlut? Um það leyti,
sem við fórum í fangelsi í Moskvu,
hafði ég sannfærzt um, að hann væri
njósnari.
Eða var það bara þetta, sem Rúss-
arnir vildu? Voru þeir að reyna að
brjóta niður mótstöðu mína? Eða var ég
kominn með ofsóknarbrjálæði? Ég gat
ekki komið mér niður á neinu, Nick
viðvíkjandi, nema því einu, að nærvera
hans var svo langt frá að vera mér til
afþreyingar, að hún beinlínis jók á
einmanakennd mína. Hann var ógnun
við rni-g — og sú alvarlegasta enn sem
komið var — og ég yrði að auka var-
úðarráðstafanir mínar. Ég óskaði, að ég
hefði aldrei hitt hann — og að ég væri
ekki með þessa sektarkennd fyrir að
óska þess.
Frh. í næsta blaði.
BÓKMENNTIR
Framhald af bls. 7.
ert afbrigði til, nema ef innihald þeirra
skyldi vera betra, en það atriði verður
hvorki sannað né afsannað, nema met-
in væru skáldverk beggja tegunda, og
horfir þá ekki vænlegar fyrir frum-
burðum breytingasinna en öðrum góu-
gróðri. Varlegra mun að neita ekki
hugsanlegum ágætu-m þeirra verka að
óreyndu, en að kaupa slíkan varning
óséðan eða lítt sýndan fyrir skáldalaun
margra meðalmanna og sá til þess pen-
ingum að hljóta þá uppskeru, sem
þekkt er, eða aðra svipaða vafageml-
inga bara söku-m meðmæla Kára Marð-
arsonar, ekki ákveðnari en þau þá eru,
eða vegna þess að höfundar þeirra eru
ungir og gætu þegið aukatekjur og
uppeldi við óvissa framleiðslu, það er
óíévænleg ráðstöfun, þótt fyrir hafi
borið ágætt verk óbundins máls ljóð-
rænnar tegundar einnig. Kári Marðar-
son hefir mörg skilyrði til að vita al-
menningi betur um gildi skáldskapar.
Menntun hans, greind og áhugi beinist
að þeim efnum, og fundvísi hans á vit
og fyrirætlun í fáránlegum hrúgum
flónskulegra orðaleppa og afbakana
eða fjarstæðra talnaraða sanna magn
áöurnefndra eiginleika. Samt er honum
varlega gegnandi, þegar hann heimtar
af mönnum enn meira vorkunnlæti en
umburðarlyndi það hið mikla, sem
„atómljóðum“ hefir að þessu hlotnazt,
að minnsta kosti hjá nokkrum hluta
ritdómara og ritstjóra.
R
Her að framan hefir þess verið
getið, hversu freklega „atómljóð“ krefð-
ust bókfestingar, ef geymast skyldu, og
það næstum hversu stutt, sem geyma
þyrfti, og nauðsynjar þeirra til ritunar-
aðstöðu athugandans, ef þar átti fram
úr nokkru að ráða. Þessi eiginleiki rit-
anna skiptir lesendum í flokka, þar sem
öðrumegin lenda menn með ákveðin ytri
skilyrði um tíma og aðstæður til rit-
mennsku og rýninga — erfð eða áunnin
—, en hinumegin þeir, sem fátæktar eða
annríkis vegna skortir þau skilyrði og
gefa því frá sér að lesa eða framleiða
slíka vöru. Sú stéttaskipting hlýtur að
valda tjóni, þar sem á meðal þeirra, er
ytri skilyrða vegna geta gert hvað sem
þá lystir, hljóta að koma allmargir menn,
sem ekkert hafa i höfðinu til bóklegra
starfa, nema í bezta falli framgirni, og
hljóta því að verða stéttarskammir á
meðal orðlistarmanna, þótt nýtir mættu
reynast til að bræða síld, en á hinn bóg-
inn koðna niður af bókaleysi og ö'ðrum
aðstöðuskorti ýmsir þeir, sem vel hefðu
mátt, vits og manndóms vegna, verða
verðmætir rýnendur rita eða bóka-
gerðarmenn í smáum eða stórum stíl.
Ljósast verður þetta með samanburði
við embættismannaflokk landsins, látna
og lifandi. Þar voru of margir réttnefnd-
ir pokar, sem kuðlað var í lærdóms-
mannastétt með afli foreldraauðs, á
meðan gáfumenn, eins og Bjarni Borg-
firðingaskáld, Bólu-Hjálmar, Gísli Kon-
ráðsson og fjöldi annarra, urðu að smíða
sér sjálfstraust og tiltrú manna með ljóð-
um, sem lærðust og voru semjanleg á
göngu milli bæjar og beitarhúsa og voru
munandi alla leiðina frá orfinu eða ár-
inni og heim til ritfanganna. Þessi verks-
háttur við nám og samningu mikils af
bókmenntum þjóðarinnar stytti bilið á
milli lærðra og leikra og gerði íslenzka
alþýðu að miklum hluta að þeim bók-
menntamönnum, sem greind þeirra og
hugarfar leyfði. Dýrt rím og ramgerðir
bragir heimtuðu orðafjölda, vöktu upp
stílbrögð og myndauðgi, en þátttaka í
fjölbreyttum viðfangsefnum gerði svo
alla þá, er það gátu orðið, að orðsnjöll-
um mönnum og kunnandi á móðurmál
sitt, og margt hinna að sælli njótendum
snilldar og aðhlægis en þeir hefðu ann-
ars orðið.
essu fá engin verk eða viðfangs-
efni orkað jafnvel og almenningsljóða-
gefð, svo reglubundnir og dómtækir sem
íslenzkir bragir hafa oftast verið og
eru enn hjá hinum skárri höfundum.
Vilji einhver framsetning koma í stað
þeirra og telji sig tímabærari, skyldi
hún að minnsta kosti hafa þá kurteisi að
nefnast ekki nafni þeirra, svo að ekki
falli gróm af hugsanlegum mistökum á
saklausan og svo að sú efnismeðferð
verði ekki krafin um þau gæði, sem hún
aldrei ætlaði að hafa í för sinni.
Hér skal ekki reynt að gizka á, hvernig
bragleysur verka á meðal enskumælandi
þjóða, eða kasta steini um höf út til
höfunda þeirra, sem upphaflega mótuðu
smekk Kára Marðarsonar, en hér á landi
hefir svo verið málum vari'ð, að vanda-
söm bragargerð var flestum efnilegum
mönnum nokkurt keppikefli og þótti
sæmdarauki sérhverjum kunnáttumanni
í „faginu". Vandalaus samsetningur eða
sá, sem leikmönnum sýnist auðsaminn,
hvetur ekki til orðahirðu né orðfimi.
Smáþjóðin hér á hólmanum á sér
hinsyegar engan jafnvissan rétt til sjálfs-
virðingar, frelsis og álits annarra þjóða
og þann, sem tungumál hennar veitir.
Því er okkur sáluhjálparatriði, póli-
tískt og menningarlegt, að halda máli
okkar óbreyttu eða að minnsta kosti sem
minnst spilltu, festa í hugum svo margra,
sem hafa einhvern haldbotn heiðarlegr-
ar hugsunar, þá löngun að geta borið
fyrir sig hljómgó'ða, þróttmikla og auð-
uga þjóðtungu, hreinasta og fimasta
allra heimsins mála.
í(
ári Marðarson hefir sjáanlega
dýrlega kunnáttu í þeirri þjóðtungu, sem
hér er beitt, og rækt til hennar, en hitt
er vafasamt, hvort hann skilur nauð-
syn íslendinga til listfengirauna og í-
þróttaæfinga þess hins sama máls og ger-
ii sér ljóst, hversu bráðnauðsynlegt það
er að þau afrek, sem með því eru unn-
in, séu ekki aðeins verðlaunaglíma fárra
manna, sýnd einu sinni á ári, og litlum
hópi sérhæfðra leikdómenda, heldur sé
almenningseign, sem börnin mannast á
í hléum leika sinna og gamalmennið leit-
ar sér afþreyingar við á milli andvarp-
anna, þótt oftast verði ekki nema lærð-
ur listiðnaður, en auki auk þess óbiluð-
um þroskamönnum virðingu fyrir starfi
annarra og brýni þeim afrekaþrá.
Sigurður Jónsson frá Brún.
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-
3. júií 1966