Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Side 4
INDVERSK ÞJÓÐSACA E inu sinni var vitringur, frægur íyrir vizku og þekkingu. Hann hafði sökkt sér niður í hugleiðingar árum saman. Ekkert málefni bar svo á góma, að hann gæti eigi rökrætt það af þekk- ingu sinni og speki. f hvert skipti, sem þjóðhöfðingjar jarðar áttu mót, buðu þeir honum þess vegna að koma og ræða málin með sér. Eáð hans voru jafn an vel þegin. Eitt sinn að loknu þjóðhöfð ingjamóti, er mikilvægum umræðum var lokið og búizt var til heimferðar, sæmdu þjóðhöfðingjarnir vitringinn íð- ilfögrum blómsveigi. Vitringurinn þá gjöfina, þakkaði hana og hélt á brott. f stað þess að halda rakleiðis heim, flaug honuim í hug að heimsækja guð- ina. Og þegar honum varð litið á blóm- sveiginn í hendi sér, ákvað hann að færa guðinum Indra sveiginn að gjöf, því að Indra væri vissulega makleg- astur guðanna að hljóta hann. Að vera sæmdur blómsveigi var yfrinn heiður. Indra tók vitringnum með dæma- lausri blíðu. Jafnv.el guðirnir viður- kenndu, að vizka vitringsins væri frá- bær, og þeir mátu hann mjög. Vitring- urinn gaf Indra blómsveiginn, og eftir stutt samtal við guðinn hélt hann leið- ar sinnar. Indra var hins vegar ekki alls kostar ljóst, hvað hann ætti að gera við blómsveiginn, svo að hann henti honum í einn af uppáhaldsfílum sínum, sem stóð þar rétt hjá, og hvarf síðan sjálfur til annars hluta hinnar himnesku hallar, aðseturs síns. Fíllinn hafði ákaflega gaman af blómsveign- um. Hann lék sér að því í sífellu að þeyta honum upp í loftið og grípa hann með rananum. Þetta fór fram um stund. V itringurinn hafði gengið góðan spöl frá höllinni, en minntist þess allt í einu, að hann hafði gleymt að segja Indra frá einhverju, sem var ekki hé- gómamál. Hann sneri því við og hélt í áttina til hallar Indra. Þá er hann kom í forskyggni hallarinnar, sá hann sér til furðu, að fíllinn lék sér að blóm- sveignum, sem hann hafði sæmt Indra fyrir skammri stundu. Vitringurinn varð hamstola við að komast að raun um virðingarleysið af hálfu Indra í sinn garð. Hvernig dirfist hann að gera þetta! Ég veiti honuim þá sæmd að g.efa honum blómsveig, sem mér hafði verið gefinn, en hann er svo ósvífinn að fá fíli sínum blómsveiginn að leikfangi, hugsaði vitringurinn. I reiði sinni for- mælti hann ekki aðeins Indra heldur einnig öllum guðunum. „Megi þeir allir missa afl sitt og verða þróttlitlir eins og dauðlegir menn“, mælti hann. Þegar vitringurinn hafði bölvað guðunum, hélt hann heim, en enn sauð reiðin í (honum. Skömmu síðar bar svo við, að Bali, foringi illu andanna, réðst á guðina í himnaborg þeirra, og styrjöld hófst milli guðanna og illu andanna. Styrjöldin stóð mánuðum saman. Ef allt hefði verið með felldu, hefði guðunum veitzt auðvelt að ráða gersamlega niðurlög- um fjenda þessara, en nú var svo skipt um giftu að þeir áttu sjálfir í vök að verjast, þar eð þeim var aflfátt vegna formælingar vitringsins. Horfur guð- anna voru ískyggilegar. Þ egar fram liðu stundir, tóku guðirnir að óttast, að þeir biðu lægra hlut, ef þeir lægju áfram í ófriði við illu andana. Þeir áttu því fund með sér og ræddu vandamálin. Það varð að ráði að skjóta málinu til Síva, eins af þrem æðstu guðunum, og biðja hann fulltingis. Þeir héldu á fund Síva og spurðu hann, hvað þeir ættu til bragðs að taka. En hann var ekki þess umkom- inn að veita þeim fulltingi. Formæling vitringsins var svo gífurlega öflug. Þeir héldu á fund Brahma, seim var einn af voldugu guðunum þrem. En hann kunni ekki heldur ráð við formæling- unni, sem hafði orðið að áhrinsorðum. Loks héldu þeir til Vishnu, hins þriðja af guðunum miklu þrem. Vishnu var í fastasvefni. Þeir tóku því að syngja lofsöngva til þess að vegsama hann, og smám saman sungu þeir sterkara. Um síðir vaknaði hann við, hve þeir voru skjálfraddaðir. Þeir sögðu honum frá vandræðum sínum. 1 fyrstu kvaðst Vishnu ekki heldur vera svo máttkur, að hann gæti leyst úr vandræðum þeirra, en síðan velti hann málinu fyr- ir sér um stund. Eftir það mælti hann verða meira en það var, áður en vitr- — og ljómaði af vizku: „Aðeins ein leið er út úr ófæru þess- ari. Þið verðið allir að bergja á ódáins- veig, guðadrykk. Þá mun ykkur vaxa ásmegin, svo að afl ykkar mun jafnvel verða meira en það var, áður en vitr- ingurinn bölvaði ykkur.“ „Hvar er ódáinsveig að finna, drott- inn minn?“ spurði Indra og var mjög áhyggjufullur. „Þið verðið að strokka mjólkurúthaf- ið mikla, eitt úthafanna sjö, sem lykja um jörðina, og verði ykkur þess auðið, mun veigin fást úr djúpunum“, anzaði það, nema þeir fengju að bergja á guða- drykknum líka. Aðrir vildu hverfa að því ráði að illu andarnir fengju að dreypa á guðaveiginni fyrir aðstoð sína. En þá hrópuðu nokkrir guðanna: „Sé það látið henda, verða illu andarn- ir enn máttkari en vér guðirnir“. Indra taldi ekki vera Viturlegt að leyfa illu öndunum að bragða á guðaveiginni, en eigi að síður var hann þess full- viss, að þeir myndu ekki hreyfa legg né lið guðunum til hjálpar, nema þeir fengju því framgengt. egar guðirnir rökræddu þetta mikla vandamál, birtist Vishnu allt í einu meðal þeirra á þinginu, og sagði, að þeir skyldu bjóða illu öndunum þátttöku í að strokka úthafið með þeim skilyrðum, að þeir hrepptu hluta af guðadrykknum. Vishnu kvaðst síðan myndu bjarga málinu, koma á vett- vang og rétta hlut guðanna með ein- hverju móti, ef þeir yrðu í vanda stadd- ir. Því næst fóru guðirnir fram á það við illu andana að þeir gerðu banda- STROKKUN ÚTHAFSINS Vishnu, og þegar hann hafði skýrt frá þessu, sofnaði hann aftur, jafnfast og áður en svefnfriði hans var raskað. Nú áttu guðirnir við þann vanda að etja, hvernig þeir gætu strokkað mjólkurúthafið. Þeir hlutu að verða sér úti um afarsterka og stöðuga strokk- bullu til þess að geta hafizt handa. Einn guðanna lagði til að þeir rifu fjallið Mandara upp með rótum, og hinum guðunum fannst það vera snjall- ræði. En málið vandaðist þegar í ljós kom, að guðirnir einir saman voru ekki nógu sterkir til þess að lyfta fjallinu. Enn. settust guðirnir á rök- stóla. Einn þeirra réð til að illu önd- unum væri boðin þátttaka í að strokka mjólkurúthafið. Sumir guðanna and- mæltu því, sögðu, eins og rétt var, að illu andarnir myndu aldrei samþykkja lag með sér um þetta, og gleyptu þeir við því. Styrjöld milli guða og illra anda lyktaði um sinn, meðan banda- lagið varaði. Liðsafli beggja sa'mein- aðist og undirbjó rækilega að strokka mjólkurúthafið. Fjallinu Mandara var rykkt upp með rótum, og smám saman var það flutt í áföngum og sett í mitt mjólkurúthafið. Þá urðu þeir að verða sér úti um nægilega langt reipi. Hug- kvæimist þá einhverjum að höggorm- urinn mikli, Vasuki, myndi til þess henta. Þeim tókst að veiða höggorminn, og var honum því næst njörvað um fjall- ið, þannig að strokkbullureipi mynd- aðist. En ekki drápu þeir hann. B rátt var öllum undirbúningi lokið til þess að strokka. Glatt var á hjalla, og beðið var í ofvæni eftir að guðadrykkurinn veitti ódauðleika öll- A f\ cr~' r'-~ f • 2 fr' —7*-— yg y y rfi . fi}) í5 <o> > '1 t um þeim, er hann drykkju. Nokkur skoðanamunur kom upp um það, I hvorn enda höggormsins guðir eða ill- ir andar skyldu halda. Guðirnir æsktu að halda í haus höggormsins, en illu andarnir neituðu að halda í sporð hans. En guðirnir létu undan og færðu sig að sporði höggormsins. Þar gerðu þeir rétt, því að við það varð staða þeirra sýnu betri. Þá er farið var að strokka hraðara, tók höggormurinn sem sé að spýja eldi, og var þá ekki laust við að illu andarnir yrðu miður sin. En aðra og meiri erfiðleika var nú brátt við að etja. Botn úthafsins var gerður úr svo mjúkri leðju, að hún seig undan þunga fjallsins. Þegar strokk- að var hraðara, urðu guðir og djöflar skelfingu lostnir við að sjá, að fjallið tók smám saman að sökkva dýpra og dýpra í leðjuna. Guðinn Vishnu veitti þessu skjótt athygli og breytti sér þá undir eins í risaskjaldböku. Hann synti niður í undirdjúpin og skreið undir fjallið. Skel skjaldbökunnar var grjót- hörð, og traust undirstaða varð því í haffor þessari neðan fjallsins, svo að það gat ekki framar sigið, en strokkun- in gekk að óskum. S trokkunin olli svo miklu róti í úthafinu, að ýmsir, sem frá örófi alda höfðu legið á hafsbotni, flutu upp á hafflötinn. Meðal þeirra voru hinir 14 dýrmætu hlutir. Þeir voru nefndir dýr- mætir vegna töframáttar þess, er þeim fylgdi. Meðal þeirra var máninn, tré, fill, kýrin sem gat veitt fólki óskir þess, víngyðjan, vínskál, vatnadísirnar, grár hestur, gyðja auðsældar, kuðungur, kylfa og gimsteinn. Alla þessa hluti hrifsuðu ýmsir guðanna sér til handa. En þegar við lá, að guðir og illir and- ar gæfust upp, þar eð þeir voru að lot- um komnir af þreytu, kom í ljós vera, sem virtist vera læknir, og hélt hann á dýrindisskál með guðadrykknum þráða í — og hélt henni uppi með báðum höndum. Þegar guðir og illir andar sáu skálina með guðadrykknum í, hættu þeir undir eins að strokka og þustu allir að skál- inni. Gerðist mikill troðningur, oln- bogaskot og hrindingar, svo að ýmsir misstu fótanna. Að lokum veitti illu öndunum betur, hrifsuðu þeir skálina og struku á brott með hana. Guðirnir voru svo skelfdir, að þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Ekki var aðeins um það að ræða að illu andarnir skirrðust við að láta þá hafa sinn hlut af guðaveig- inni, heldur mundu þeir æ síðan verða hálfu máttkari en þeir sjálfir. Á með- an þessu fór fram, höfðu illu andarnir samt ekki tekið að skipta guðaveiginni milli sín, þar eð þeir gátu ekki komið sér saman um, hver fyrstur skyldi bergja á henni. E kki fór framhjá guðinum Vishnu hver vá vofði yfir, og var hann skjótur til úrræða. Þegar illu andarnir voru að kífa innbyrðis um guðadrykkinn, sáu þeir allt í einu töfrandi fagra unga konu mitt á meðal sín. Hún var búin dýr- indisklæðum og 'hlaðin gimsteinum, sem sindruðu í birtunni og hringlaði í við hvert skref, sem hún gekk. Hún horfði á þá alla feimnislega, og við lá, að þeir gleymdu guðadrykknum í návist henn- ar. Einn þeirra hrópaði: „Þarna kemui ráðning vandamálsins upp í hendurnar á okkur. Við höfum verið að senna um, hver eigi að fá að dreypa fyrstur á guðaveiginni. Látum okkur bjóða þess- ari undursamlegu konu, sem stendur mitt á meðal okkar, fyrsta smásop- ann, og biðjum síðan hana að skipta veiginni milli okkar.“ Allir hinir féllust á hugmynd þessa, og það varð að ráði, að illu andarnir báðu ungu konuna að útbýta guðaveiginni meðal þeirra eins og hún taldi bezt henta. Þá lét hún tiJ leiðast. Unga konan (sem var raunverulega Vishnu, er hafði brugðið sér í konu- líki) tók skálina með guðaveiginni og Framhald á bls. 14 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31. júlí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.