Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 31.07.1966, Qupperneq 9
framförum, en hvorki í ævintýramytid- um frá Afríku, sem þau sjá í sjónvarp- inu, né í myndasögum skemmt.iritanna er neitt sem gæti vakið stolt þairra yf- ir forfeðrunum eða kynþætti sínum yf- irleitt og bætt þeim þannig upp að þau eru komin af þrsS<m og búa í hrör- legum kofum. Staðgóð fræðsla um Afríku fyrr og nú er þessvegna þýðing- armikill þáttur í kennslu okkar; heim- sókn afrísks stúdents var viðburður, hár og spengilegur maður kom inn og sagði: „Ég kem frá Afríku“. egrar voru fluttir inn sem þrsel- ar, ágreiningur um þrælahald var ein af orsökum innanlandsstyrjaldarinnar og „Abraham Lincoln frelsaði þrælana“. Með þessum orðum hverfa negrarnir úr sagnfræðibókunum eins og þeir hefðu yfirgefið landið árið 1865. í hugum bæði hvítra og svartra barna verða Evrópumenn þannig einir á sviði sög- unnar — með Indíánana sem „the bad guys“ — og þau hafa enga (hugmynd um að negrarnir hafi haft nokkurt verulegt hlutverk í sögu landsins. Nú kennum við um þrælauppreisn og strok til frelsisins, gegn þeim skilningi að negrarnir hafi verið glaðir og ánægðir á ekrunum; við kennum um hermenn, stjórnmálamenn, rithöfunda og vísinda- menn, sem voru negrar. Við segjum frá því, að svartir kúasmalar hafi fyrir- fundizt í villta vestrinu og að negra- fjölskyldur hafi haldið vestur á bóg- inn í uxavögnum í sömu erindum og hvítu mennirnir. Negrabörnin horfa niður, krassa á blöðin, látast ekki hlusta, en þau hlusta og komast að raun um að negrarnir hafi átt þátt í því að „byggja upp land vort“. — En við tölum líka um kynþáttaofsóknir og aðskilnað svartra og hvítra, um baráttu fyrir almennum réttindum, bæði um starf Martins Luthers Kings og um öfga- menn eins og þeldökku Múhameðstrúar- mennina. I>á líta þau upp, og þá geta þau talað. Þau kunna frá mörgu að segja um óáreiðanleik og hroka hvítra manna. Mf að er nokkurs konar trygging þegar þau eru byrjuð að segja frá — þá hefur maður verið viðurkenndur, því að auðvitað hefur hörundslitur kennarans sitt að segja í öllum sam- skiptum kennara og barna; hvítur kenn- ari er grunaður um að taka afstöðu með hvítu börnunum, en sá þelþökki er grunaður um að taka afstöðu með sín- Negrarnir búa í fátækrahverfum gömlu bæjarhlutanna. um kynþætti. Maeola mín hefur tekið sér það hlutverk að vaka yfir réttind- um síns kynþáttar og fylgjast ná- kvæmlega með því að ég láti eitt yfir alla ganga. Þetta er líka hægt að nota. „Kennarinn er haldinn fordómum“ eða „Það voru þeir þeldökku sem byrjuðu“ getur á réttu augnabliki á réttu heimili bjargað manni úr klípu. En mörkin á milli kynþátta geta stundum verið óljós. Nemandi, sem taldi upp alla hvíta menn sem hann hataði, taldi líka með þeldökkan kennara. Hann var óvinur hans og það var nóg. M. skólanum, sem í viðhorfum og mati er mótaður af sjónarmiðum hvítr- ar borgarastéttar, eiga börnin úr svert- ingjakofunum erfiðari aðstöðu. Hvítu börnin eru hins vegar í þekktu um- hverfi, sem þau hafa kynnzt smám sam- an allt frá fæðingu. Negrabörnin eru ofsafull, segir „Almenna skoðankönn- unin“, og það eru oftast börnin úr negrakofunum sem byrja áflogin, enda þótt hvítu börnin hagi sér jafnilla í orð- um — og hljóti samkvæmt venju mild- ari hegningu. Hér við bætist svo að negrabörnin úr kofunum verða þess brátt áskynja að framburður þeirra og málfræði hentar illa í frásagnir og stíla FYRRI HLUTI og heimilisaðstæður þeirra eiga fátt sammerkt með skilningi skólans á fjöl- skyldulífinu. Þau meta aðstæðurnar og komast að þeirri niðurstöðu, að þau hafi mjög litla möguleika til að ná veru- legum árangri. Sum gefast strax upp, sitja aðeins út tímann, en þrjóskast við að lesa. Önnur skapa sér aðstöðu með því að verða frægar slagsmálahetjur eða skemmtikraftar. Skarpskyggni og al- hliða aðferðir við meðferð fullorðinna, sem þau hafa snemma tileinkað sér, koma að góðum notum — maður veit aldrei hvar maður hefur þau og má aldrei slaka á. En auðvitað vilja þau láta líta á sig sem nemendur, og von þeirra er bundin við það, að kennarinn neyði þau til að taka þátt í skólastarf- inu og krefjist raunverulegs árangurs. Og hér hafa bæði þeldökkir kennarar og þeldökk börn þýðingu sem lifandi sönnun fyrir því að þjóðfélagslegur og akademískur árangur er ekki sérrétt- indi hvítra, gagnstætt því sem börnin fá að heyra heima hjá sér. Hvítu börnin, sem auðvitað koma frá svonefndum frjálslyndum heimilum (annars myndu foreldrarnir ekki senda þau í okkar skóla, sem nýtur lítils álits hjá þeim sem krefjast aðskilnaðar hvítra og svartra) gera sér litla grein fyrir þeirri spennu, sem ríkir í skólan- um, og hafa litla hugmynd um erfið- leika sinna þeldökku félaga. Og kyn- þáttafordómar eru ekki meðfæddir. Á friðsömum dögum, sem vissulega eru margir, eru börnin mín einfaldlega bekkur í skóla og leika sér, vinna og fljúgast á, án tillits til mismunandi kyn- þátta. Bezti vinur Elijah er hvítur, en hann er ekki hvítur, hann er bara PauL Einn á ferð með Skildi mf egar 19. öldin kvaddi og öldin ckkar fæddist, sem nú erum komnir á efri ár, var lífsbaráttan hér á landi mjög hörð, bæði til sjós og sveita. Allþýða nianna þurfti þá á miklum dugnaði og hagsýni að halda til að geta aflað fanga til fæðis og klæða. Þá töldu menn sjálf- sagt að nýta vel öll þau verðmæti sem töldust til fata eða matar; þau töldu menn guðsgjöf sem synd væri að spilla, og enn eru til menn sem ekki þola að sjá góðan mat eða óslitin fö-t fara til spillis. Ekki létti það róðurinn hvað all- ur búnaður manna var fátæklegur, skip og önnur vinnutæki smá og frumstæð og hversdagsklæðnaður skjóllítill, einkum fótabúnaðurinn. Þannig lítur þetta út frá ckkar sjónarmiði sem munum tímana tvenna, en öðru máli var að gegna þegar annað og betra var óþekkt. Þá ekki síður en nú var æskufólkið bjartsýnt og glað- sinna, það hélt sínar skemmtisamkomur og dansaði þar og söng, þar til birti af degi, því margir áttu svo langt heim að ekki var hægt að komast það í nátt- myrkri. Það var nefnilega ekki svo fá- gætt að piltamir færu allt að fjögurra stunda gang á svona samkomur til að dansa við stúfkuna, sem þeim leizt vel á, og stúlkurnar settu ekki fyrir sig að ganga svipaða vegalengd til að sjá pilt- inn, sem var þeim hugstæður, og dansa við hann nokkra dansa. Þessum sam- komum var ekki stjórnað af neinum, og fóru þó vel fram. Dansað var eftir harmónikumúsik, og þegar fólkið var orðið þreytt að dansa, kallaði einhver að nú væri 'bezt að syngja nokkur kvæði, og þá var sungið án undirspils, mest ættjarðarkvæði sem allir kunnu. Aldrei sást vín á þessum samkomum en alltaf selt kaffi með brauði, og meðfædd sið- semi og hlédrægni settu athöfnum manna ta'kmörk. Þá var oft sungið: „Oft finnst oss vort land eins og ihelgrinda hjarn, en hart er það aðeins sem móðir við barn. Það agar oss strangt með sín ís- köldu él. en á samt til blíðu og meinar allt vel.“ Og á leiðinni heim og sömuleiðis við verkin sín, þegar heim kom, fékk þet'ta fólk oft að kljást við hin „ísköldu él.“ etta rifjaðist upp fyrir mé, er ég átti tal við gamlan kunningja minn, Guðmund Halldórsson trésmíðameistara á Grundarstíg 4 hér í 'bæ, skömmu eftir mannskaðaveðrið í apríl 1968, og beind- ist tal okkar einkum að hinum snöggu veðrabrigðum sem fyrr og síðar hafa haft hinar sorglegustu afleiðingar, iíf- tjón manna og dýra ásamt eignatjóni. Hann sagði mér þá frá hrakningi sem hann lenti í 16 ára unglingur einn á ferð, og var frásögn hans eitt dæmið um það, hversu fljótt skipast veður í lofti. Þar brá líka fyrir samibúðinni við dýrin, sem þá miklu meira en nú voru sam- herjar manna í baráttunni við storma og stórhríðir. Mér var vel kunnugt urn ráðvendni Guðmundar til orða og verka, svo víst var að hann færi ekki með öfga, og ég undraðist hvað frásögn hans var skýr og minnið traust, þrátt fyrir aldurinn. Mér finnst hún skýr sjóðlífs- lýsing frá löngu liðnum tíma, og festi hana því á þessi blöð. Eg er fæddur 1888 í Reykjavík, segir Guðmundur. Foreldrar mínir börð- ust harðri baráttu fyrir lífinu eins og Framhald á bls. 13 31. júlí 1966 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.